Alþýðublaðið - 26.06.1973, Qupperneq 7
0
ekki, hvort þeir hafa sannfærzt
um, að min visindi séu sannari en
þeirra, en ég held það næstum.
Annars hefðu þeir áreiðanlega
haldið baráttunni áfram.
Margir aðrir reyna eins og J>eir
geta að stimpla stjörnuspádoma
sem hégilju. Hvernig ættu þessar
svo ýkja fjarlægu plánetur að
geta haft þýðingu fyrir okkur
manneskjurnar? Nei, þetta er
einnig mjög leyndardómsfullt i
minum huga, en ég veit, að þær
hafa þessa þýðingu fyrir okkur.
Og að við getum ekkert við þvi
gert. Nú er klukkan tvö, eftir
fimm stundir verður hún sjö,
getið þið nokkuð gert til þess að
breyta þvi? Nei, og þið getið
heldur ekkert gert til þess að
hindra plánetuna Úranus að vera
i þessari eða hinni afstöðu til
mánans árið 2073.
Þetta merkir ekki, að við getum
ekkert gert til þess að breyta
stærri atriðunum svo sem eins og
fæðingu, dauða o.s.frv.
Það er þarna, sem stjörnuspá-
dómafræðin á sér sina stóru rétt-
lætingu: Ég get lagt stjörnukort
fyrir mann og sagt honum, að
hann geti gert svona eöa hinsegin
til þess að koma i veg fyrir að
sorglegir atburðir gerist. Ég gef
aldrei bein ráð heldur segi aðeins
frá möguleikunum, sem fyrfr
hendi eru.
Margir koma til min, þegar
þeir eru i giftingarhugleiðingum.
Ég legg þá stjörnukort fyrir báða
aðila og ber þau saman og i raun-
inni get ég fljótlega séð, hvort
hjónaband getur staðið en einnig,
hvenær vandkvæðin ber að.
Fólk kemur einnig til þess að fá
að vita um annað: hvernig á það
að hegða sér undir þessum eða
hinum hringumstæðunum, eða
hvernig á það að standa sig bezt i
starfi o.s.frv? Margir hafa lika
áhuga á peningamálum, en til
allrar hamingju ekki eins margir
og fólk heldur. Það hefur komið
mér þægilega á óvart að komast
að raun um, hve mikilvægar
ýmsar kringumstæður hins dag-
lega lifs eru fyrir fólk.
— Nú birtast stjörnuspádómar
daglega i sumum dagblöðum og
einnig birtast þeir reglulega i
mörgum viku- og mánaðarritum.
Er óhætt að treysta þessum
spádómum?
Szöllösi: — Þessir spádómar
eru mun minna virði en margir
VMERÍKA
OVE, Paul McCartney & Wings Apple
GROUND IN MY MIND, Clint Holmes Epic
)W TALK, Sylvia Vibration
ONNA LOVE YOU JUST A LITTLE MORE
r, Barry White 20th Century
IEL, Elton John WBM
IKENSTEIN, Edgar Winter Group Epic
IT GO ROUND IN CIRCLES, Billy Preston A8.M
ME LOVE (GIVE ME PEACE
iARTH), George Harrison Apple
\CHROME, Paul Simon Columbia
l YELLOW RIBBON ROUND THE
OAK TREE, Dawn WBM
IT PLACE, WRONG TIME, Dr John Atco
j TRAIN RUNNING, Doobie Brothers Warner Bros
OF A KIND (Love Affair), Spinners Atlarrtic
VIBALA, Three Dog Night Dunhill
T AWAY, Dobie Grey Oecca
JS POCUS, Focus Sire
ARE THE SUNSHINE OF MY LIFE,
Wonder Tamla Motown
OOING FINE NOW, New York City Chelsea
)FLOWER, Skylark Capitol
BAD LEROY BROWN, Jim Croce ABC
:k in the middle with you,
rs Wheel A8tM
'ING ME, Independants Wand
-E WILLY, Sweet Bell
JRAL HIGH. Bloodstone London
.ING IN THE YEARS, Steely Dan ABC
NIGHT THE LIGHTS WENT OUT
EORGIA, Vicki Lawrence Bell
flORE MR. NICE BUY, Alice Cooper Warner Bros
MROLLER BLUES/FOOL, Elvis Presley RCA
LL NEVER GET TO HEAVEN (IF
BREAK MY HEARTi), Stylistics Avco
SIE WOOGIE BUGLc BOY, Bette Midler Atlantic
Supplied by: BILLBOARD
telja, en hins vegar eru þeir lika
meira virði, en „hinir vantrúuðu”
vilja láta i veðri vaka. Ég myndi
segja, að hægt væri að stóla 40% á
stjörnuspádóma i blöðum að þvi
tilskyldu að spádómurinn sé
gerður af raunverulegum
stjörnuspádómafræðingi. Til
dæmis munu u.þ.b. 40% af spá-
dómunum um tvibura- og nauts-
merkinga ganga eftir, en það eru
ekki sömu 40%, sem ganga eftir
hjá sömu tvibura- og nauts-
merkingum.
Ef maður er dæmigerður tvi-
buri, hrútur, vatnsberi eða hvaö
það nú heitir, þá verður
nákvæmnishlutfallið hærra, en
við erum langt i frá öll dæmigerö
fyrir þau stjörnumerki, sem við
erum fædd i.
Sjálfur er ég dæmigeröur vog-
merkingur — i þvi felst m.a., að
ég er að eðlisfari jafnlyndur — en
það er ég aðeins vegna þess aö ég
var fæddur á ákveðnum stað á
ákveðnum tima. Maður er
„dæmigerður” ef plánetan, sem
rikir i stjörnumerki manns,
stendur i stjörnumerkinu þegar
maður fæðist og ef um leið
ascendensinn — hið svonefndá
risandi tákn — einnig er innan
merkinins á fæðingarstundinni.
Ef það er ekki tilfellið, þá
veröur maður ekki aðeins fyrir
áhrifum af sinu eigin stjörnu-
merki, heldur einnig af tveim
öðrum, sem nefndar plánetur
hreyfast i.
Ef maður er fæddur undir lok
stjörnumerkis, þá getur hann
einnig verið undir áhrifum frá
næsta merki þar á eftir. Hins
vegar er maður aldrei undir
áhrifum frá merkinu næsta á
undan þvi, sem maður er fæddur
i.
Stjörnuspádómafræðingur þarf
ekki að hitta manneskju augliti til
auglitis til þess að geta lagt
stjörnukort fyrir hana og spáö um
einföldustu örlagaatriði, sem
aðeins eru undir fæðingarstað og
fæðingartima komin.
— Fólk getur hringt til min og
þá mun ég geta sagt margt um
örlög viðkomandi, segir hann. —
Ef sá, sem hringir er t.d. dæmi-
geröur krabbamerkingur eða
vatnsberi þá get ég einnig — enn
án þess að lita viðskiptavininn
augum — sagt til um, hvernig hún
eða hann er I hátt. Útlit fólks er
nefnielga einnig undir þvi komið i
hvaöa sljörnumerki viðkomandi
er fæddur.
Ég er sjálfur gott dæmi þar um.
Faðir minn, móðir og allir i minni
fjölskyldu eru svarthærðir, þau
hafa brún augu og dökka húð eins
og svo margir Ungverjar, en ég —
vegna fæðingarstundar minnar —
fæddist hvithærður með blá augu
og ljósa húð.
En auövitað gilda þessar reglur
ekki ávallt. Ef t.d. dönsk hjón
flytja til Miö-Afriku og eignast
barn, þá ætti það eftir plánetu-
áhrifunum að dæma aö verða
negri, og það verður aldrei. Út frá
hreinni stjörnuspádómafræði er
enn ekki hægt að segja til um,
hvers vegna það finnast i heim-
inum svo margir ólikir kynþættir,
en ég er viss um, að ef við
fengjum nægan tima og næg tæki-
færi til þess að rannsaka þessa
gátu, þá tækist okkur að finna hið
rétta svar.
Umhverfið getur einnig ráöið
mjög miklu. Ef manneskja er
þvinguð eða lokuð inni, þá nær
hún ekki að þroska þau tækifæri
og þá möguleika, sem plánetur-
nar segja að viðkomandi eigi kost
Hinn þekkti, ungverski stjörnu-
spádómafræðingur, Ferenc
Szöllösi, sem býr í Danmörku,
hefur allt frá bví hann eekk í Það tekur tima og krefst mikillar fyrirhafnar aö leggja stjörnuspá-
~ ö dómskort en þá verður nákvæmni þess, sem spáð er, lika mjög mikil.
skóla vitað, hvenær hann á að
deyja. Hann staðhæfir að geta sagt sérhverri manneskju fyrir um
hvenær dauðastund hennar rennur upp. Hann þarf aðeins á tvenns
konar upplýsingum að halda.............
Allt þetta gerir það að verkum,
■ að stjörnuspár geta verið mjög
raunsannar ef stjörnuspádóma-
fræðingur reiknar þær út fyrir
eina og eina manneskju i einu.
Spámaðurinn þarf að vita
nákvæmlega hvenær og hvar við-
skiptavinurinn er fæddur. Hið
siðarnefnda er svo mikilvægt, að
fjögurra minútna munur á
fæöingartima getur merkt heils
árs feilreikning i stjörnuspánni!
Nú er þaö svo, að jafnvel Þjóð-
skráin og skýrslur sjúkrahúsa eru
ekki svo nákvæmar, að ekki geti
skeikað þar minútum á upp-
gefnum fæðingartima og skýrslu-
gerðarmenn telja algeran óþarfa
að fara lengra og nákvæmar út i
þá sálma. En Szöllösi segir, að
þaö skipti ekki svo miklu máli,
þvi þegar hann sé kominn vel af
stað meö að leggja stjörnukort
fyrir mann þá hafi hann fengið
svo miklar og margvislegar upp-
lýsingar um viðkomandi, að hann
geti sjálfur sagt fyrir um, hvort
hinn uppgefni fæðingartimi geti
verið réttur. Geti hann það ekki,
þá getur Szöllösi i fljótheitum lag-
fært það og reiknað upp á nýtt
með hinum nákvæmlega rétta
tima.
á. A hinn bóginn þá mun stjörnu-
kortið fyrirfram geta sagt til um,
hvort viðkomandi verður lokaður
inni.
Það er allan tímann hægt að
læra eitthvað. Þegar ég t.d. set
upp stjörnukort með spádómstið
til eins árs fyrir einstakling, þá
mun það reynast 80% rétt. Það er
svo sem nógu áhrifamikið, en
ekki nógu áhrifamikið fyrir mig.
Sem 'stendur hef ég mikinn
áhuga á nýjustu niðurstöðum
rannsókna stjörnufræðinga.
Stjörnuspádómafræðin notast við
12 stjörnumerki, en aðeins tiu af
þeim hafa rikjandi plánetu, sem
menn þekkja — hinar átta
plánetur i sólkerfinu auk sólar og
mána. Vogin og tviburarnir hafa
enga rikjandi plánetu. En nú telja
bandariskir visindamenn, að i
sólkerfi okkar fyrirfinnist tvær
plánetur til viðbótar. Menn eru
sannfærðir um, að þessar tvær
plánetur eru til. Sennilega
reynast þær vera „Minerva” og
„Vulkan”. Ég tel, að i ljós muni
koma, að Minerva sé rikjandi
pláneta i vogarmerkinu. Minerva
mundi þá reynast sú plánetan,
sem fjarlægust er þeirra allra.
Nú gætu menn haldið, að upp-
götvun nýrrar plánetu myndi um-
bylta öllu i stjörnuspddómafræö-
inni, en þanng er það þó ekki.
Slikt myndi aðeins hafa I för með
sér, að við gætum lagt stjörnu-
spákort með enn meiri
nákvæmni. Mannfólkið hefur
ávallt verið undir áhrifum frá
Plútó, einnig þegar einginn vissi,
að sú stjarna væri til. Sama máli
gegnir um Minervu og Vulkan.
En spurningin er einnig um
persónuleika viðkomandi. Menn
geta notað útvarpið til saman-
burðar. Sé útvarpsmóttakari
ekki sérlega fullkominn getur
hann t.d. aðeins tekið við þvi, sem
sent er á FM bylgju, en við vitum
samt vel, að einnig eru til mið-
bylgjur, langbylgjur og stutt-
bylgjur. En þær verða aðeins
numdar af betri móttökutækjum.
Sama máli gegnir um
manneskjurnar. Sumar þeirra
hafa betri móttökutæki
innbyggð en aðrar og geta þess
vegna numið geimgeisla, sem eru
svo veikir, að annað fólk verður
ekki fyrir neinum áhrifum af
þeim.
Þannig er það með snillinga á
sviði lista og visinda. Það hafa
veriö áhrif frá fjarlægum himin-
hnöttum, sem Beethoven varð
fyrir og hann með sinum góöu
innbyggðu „móttökutækjum”
breytti i undursamlegar sym-
fóniur. Og það var hið sama, sem
t.d. olli þvi, að Leonardo da Vinci
málaði sina Monu Lisu!
Szöllösi tekur jafnvirði 6000 isl.
kr. fyrir að leggja fæðingar-
stjörnukort ásamt flóknara
stjörnuspákorti til næstu 12 mán-
aða. Hann endurnýjar árs-
stjörnuspákort fyrir jafnvirði
2000 króna.... Ef menn óska eftir
alveg nákvæmum upplýsingum
um ákveðin timabil er gjaldið
meira, en þá getur vinnan við
gerð spádómsins lika staðið i
heila viku.
Szöllösi kennir ekki lengur við
kvöldskólana þar sem hann i þrjú
ár kenndi fimm bekkjum með 12-
20 nemendum á vetri hverjum.
Nú hefur hann sinn eigin stjörnu-
spekiskóla á Toravej á Nörrebro i
Kaupmannahöfn. Þar er gjaldið
fyrir 12 klst. kennslu á mánuði
jafnvirði 1500 isl. kr. Hins vegar
eru bekkirnir mjög fámennir.
Szöllösi skortir aldrei
nemendur. Stjörnuspádóma-
fræöin er i sókn. Upp til stjarn-
anna, sem eru svo miklu eldri en
við mannverurnar.
— Og svo miklu vitrari, segir
Szöllösi.
Þriðjudagur 26. júní 1973.
o