Alþýðublaðið - 26.06.1973, Síða 11
David Harrison, tviburinn, sem
lifði af.
Foreldrar Davids
TVlBURI
INNAN I
TVIBURANUM
FRA SUÐUR-AFRÍKU: Arnold
Harrison og Ethel Oliver gengu i
hjónaband i mai árið 1972 i
borginni Natal i Suður-Afríku.
Þegar Ethel eftir niu mánaða
hjónaband varð ófrísk fór hún í
þessa venjulegu skoðun á barns-'
hafandi konum, og fæðingar-
læknirinn gat ekkert fundið, sem
benti til óeðlilegrar fæðingar eða
óeðlilegs fósturs.
Hr. Harrison hafði tryggt sig
gegn tvibura- eða þríburafæð-
ingu, en læknirinn sagði, að það
væri alveg óþarfi vegna þess, að
röntgenmyndir sýndu, að Ethel
hefði aðeins eitt fóstur. Astæðan
fyrir þvi, að Harrison hafði tekið
þessa óvanalegu tryggingu var
sú, að i fjölskyldu hans voru tvi-
burafæðingar algengar.
Ethel Harrison ól aðeins eitt
barn, sem hlaut nafnið David, en
barnið þyngdist ekki eins og það
hefði átt að gera.
Farið var með David til læknis,
sem gekk ur skugga um, að
maginn var orðinn mjög útstæður
eins og hjá börnum, sem fá of litið
að borða. En matarskortur var
ekki orsökin i þessu tilfelli og til
öryggis voru teknar röntgen-
myndir af barninu.
Læknirinn starði i forundran,
þegar hann fékk myndirnar.
Innan i maga Davids var annað
barn — tviburabróðir Davids.
Ekið var meö David til
Addingtonspitalans i Durban, þar
sem hann var lagöur undir
skurðarhnifinn strax næsta dag.
Fóstrið, sem lá i maga hans vó 1,2
kg-
A læknamáli er þeta tilfelli
nefnt foetus in foetu. Þetta er i
fyrsta skipti, sem slikt hefur oröiö
i Suðru-Afríku. En i sögu læknis-
fræðinnar er vitað um yfir 100 slik
tilfelli.
Tviburabróðir Davids var
snýkill á honum og ef hann hefði
ekki veriö fjarlægður myndi
David hafa dáið.
Ferðafélagsferðir
Miðvikudagskvöld kl. 20.00
Straumssel og nágrenni (göngu-
ferðí.verðkr. 300.00 Farmiðar við
bflinn.
Föstudagskvöld kl. 20.00
Þórsmörk,
Landmannalaugar og Veiðivötn
Gönguferð á Heklu. Farmiðar
seldir á skrifstofunni.
Sumarleyfisferðir:
30. júni- 5. júli.
Snæfellsnes-Breiðafjörður-Lárta-
bjarg.
30. júni — 3. júli. Vestmanna-
eyjar.
Ferðafélag Islands
öldugötu 3. simar: 19533 og
11798
Fyrir 20 árum, 25. júní 1953, hóf Iðnaðarbankinn
starfsemi sína. Bankinn opnaði þá í leiguhúsnæði
að Lækjargötu 2.
Stofnendur voru úr öllum greinum iðnaðar og eru
hluthafar nú orðnir yfir tólf hundruð.
Á þessum 20 árum hefur orðið mikill vöxtur
í iðnaði. Fjölbreytni framleiðslunnar og
vörugæði hafa aukizt mjög og framleiðni farið
ört vaxandi. Iðnaður er nú fjölmennasta
atvinnugrein landsmanna, og útflutningur
iðnaðarvara eykst ár frá ári.
Iðnaðarbankinn hefur tekið virkan þátt í
uppbyggingu iðnaðarins þessi 20 ár.
XiJ
EFLING IÐNAÐARBANKANS
ER EFLING IÐNAÐAR
Þróun iðnaðar er skilyrði fyrir batnandi
lífskjörum næstu ár og áratugi.
Iðnaðarbankinn stefnir að því, að gegna mikilvægu
hlutverki í þessari þróun, hér eftir sem hingað til*
IÐNAÐARBANKINN
LÆKJARGÖTU 12 — SIMI 20580
GRENSASOTIBÚ HÁALEITISBRAUT 60 — SIMI 38755
LAUGARNESOTIBO DALBRAUT 1 — SIMI 85250
OTIBO A AKUREYRI OG I HAFNARFIRÐI
Þriðjudagur 26. júní 1973.
o