Alþýðublaðið - 26.06.1973, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 26.06.1973, Qupperneq 12
alþýðu mhm INNLÁNSVIÐSKIPTILEIÐ /^TIL LÁNSVIÐSKIPTA ' ABÚNMMRBANKl \t\J ÍSLANDS KOPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli k!. 1 og 3-Simj40102. „SVONA FLUGSLYS HEFUR ALDREI ORDIÐ NEMA FYRIR MISTÖK” ,,Það hefur aldrei átt sér stað nema fyrir mistök, að „spoilers”, eða loftbremsur fari á, á meðan DC-8 er enn á flugi, þvi annars missir vélin alla flugeiginleika, og er aðeins eins og stór járnklumpur i loftinu, sagði reyndur flugmaður i við- tali við blaðið f gær, en ástæðan fyrir slysinu á Kennedyflug- velli, þegar DC-8 vél Loftleiða brotlenti þar, er einmitt talin sú, að „spoilerarnir” hafi farið of snemma út. „Spoilers”, eða loftbremsur, eru staðsettar ofan á vængjun- um, og eru hlerar, sem opnast upp úr þeim um leið og vélin er komin niður á brautina til þess að veita loftmótstööu, sem hæg- ir ferð vélarinnar niður. Fyrir nokkrum árum sprakk DC-8 þota i eigu Air Canada i loft upp, vegna þess að brems- urnar voru óvart settar á i flugi. Bremsur þessar eiga að fara sjálfkrafa upp, um leiö og vélin hefur snert jörðina, og hjólin byrja að snúast. öryggi er á þeim, svo þær geti ekki farið upp i flugi, þrátt fyrir bilanir, en öryggið er tekið af rétt fyrir lendingu. Hins vegar er einnig hægt að setja út bremsurnar með hand- afli, hvort sem vélin er i lofti eða á jörðu, ef öryggiö er ekki á. Við rannsókn á slysi kanadisku þotunnar kom i ljós, að flugstjórinn sagði „spoilers”, og átti þá við að aðstoðarflug- maðurinn tæki af öryggið, en hann setti þá hins vegar einnig upp, með þeim afleiðingum, að vélin kom á miklum hraða niður á brautina, hentist aftur upp i 200 feta hæð, og sprakk þar. Allir fórust, en þaö sem rök- styður m.a. þessi mistök, er samtal flutstjórans og aðstoðar- flugmannsins eftir að ljóst var hvert stefndi, en það varðveitt- ist á segulbandsspólu i vélinni. Orðaskiptin voru stutt, aðstoðarflugmaðurinn sagði: Fyrirgefðu flugstjóri”, og flug- stjórinn svaraði: „Skiptir engu héðan af. Þetta er búið. — SVR í VANDRÆDUM MED AFSLÁTTARFARGJÖLDIN Erfiðlega ætlar Strætisvögnum Reykjavikur að takast að finna það fyrirkomulag á afsláttarfar- gjöldum fyrir aldraöa og öryrkja, sem öllum likar. I fyrstu var sá háttur hafður á, að sérstakir farmiðar, sem voru seldir með helmingsafslætti, giltu á öllum timum nema timabilinu kl. 4—6 á daginn og fram til kl. 9.30 á morgnana. A þessum tim- um varð það fólk, sem annars fær afslátt, að nota venjulega far- miða. Vildi þá brenna við, að fólk hafði þá miða ekki handbæra og vildi nota sina venjulegu af- sláttarmiða. Þegar ljóst var, að þetta íyrir- komulag ætlaði ekki að reynast vel var ákveðið að taka upp þann háttinn i staðinn, að á þessum mestu annatimum dagsins greiddi gamla fólkið með tveimur afsláttarmiðum. Ekki sættu allir sig við þetta fyrirkomulag heldur, og standa strætisvagnabilstjórar nú alloft i stimabraki við að fá fólk til að greiða farið með tveim- ur farmiðum.en fá á móti fullyrð- ingar, að þarna sé um okurstarf- semi að ræða. Að sjálfsögðu er þarna ekki um að ræða nema hluta af þvi fólki, sem á rétt á afslætti, og virðist það helzt vera fólk, sem stundar vinnu og þarf þvi að nota strætis- vagna á annatimunum. Helmings afslátt á strætis- vagnafargjöldum, — með fyrr- greindum undantekningum, — fær fólk, sem orðið er sjötugt, og þeir sem eru 75% öryrkjar eða meira. FIMMTUDAGUR SKER ÚR UM FLUGMÁLIN Næst komandi fimmtudag verða haldnir hér i Reykjavik tveir fundir, sem kunna að marka timamót i islenzkum flugmálum. Hér er um að ræða aðalfundi Loftleiða h.f. og Flugfélags Is- lands h.f., en stóra málið á báðum þessum fundum verður samein- ing flugfélaganna. Eins og kunn- ugt er tókust bráðabirgðasamn- ingar milli félaganna um þessi mál i vetur á fundum, sem haldn- ir voru fyrir milli göngu sam- göngumálaráðuneytisins, en hlut- hafar félaganna beggja þurfa að samþykkja samningana á hlut- hafafundum svo af framkvæmd- inni geti orðið. Er ætlunin að leggja þá fram til samþykktar á fundunum á fimmtudaginn og þess vegna hafa félögin tvö valið að halda aðalhluthafafundi sina bæði á sama degi. í morgun átti að halda fund með forráðamönnum flugfélag- anna, samgöngu- og fjármálaráð- herra. Þar átti að ganga frá „ýmsum formsatriðum varðandi uppbyggingu hins nýja hlutafé- lags’, eins og Hannibal Valdi- marsson orðaði það i samtali við blaðið i gær Sagði Hannibal að málið hefði verið i eðlilegum far- vegi siðan samkomulagið tókst i vor. Fyrirfram er allsendis óvist um, hvort samningarnir verða samþykktir á fundunum og af eigendum beggja félaganna. Vitað er, að ýmsir bæði eigend- ur og starfsmenn eru ákaft með þvi, að af samþykktinni geti orðið, en aðrir — bæði eigendur og starfsmenn — hafa áhyggjur af ýmsum atriðum málsins: m.a. af þvi, að sameiningin kunni að hafa i för með sér, að mannahald félaganna dragist eitthvað saman. Er sérstaklega vikið að þessu máli i ritstjórnar- grein i siðasta tbl. af Fréttabréfi Loftleiða og er þar m.a. sér- staklega tekið fram af greinar- höfundi, sem mun vera Sigurður Magnússon, blaðafulltrúi fé- lagsins, að fólk eigi ekki að þurfa að hafa áhyggjur af slik- um atriðum þar eð sameining flugfélaganna myndi verða hvatning til aukinnar og efldrar starfsemi að flugmálum i land- inu og myndi sú starfsemi þurfa á starfskröftum allra þeirra að halda, sem nú starfa við flugfé- lögin tvö. Sennilega verða sameiningar- samningarnir þó samþykktir af félögunum báðum n.k. fimmtu- dag en það verður samt að lik- indum ekki með öllu ágreinings- laust. SÍLDVEIÐIBANNIÐ FRAMLENGT Sildveiðibannið hér við land hefur verið framlengt um eitt ár, eða fram til 1. september 1974. Er bannið algert. Full samstaða varð um þessa friðun hjá fiskifræðingum, út- gerðarmönnum og sjómönnum. Er það von þessarra aðila að sildarstofnarnir nái sér að nýju hér við land, og hafa fiski- fræðingar lýst yfir bjartsýni um að svo verði, og sildveiðar geti á nýjan leik orðið arðbær atvinnu- grein hérlendis. hau eru íbyggin á svip systkinin, sem þarna eru í búðararki með mömmu sinni, - enda hefur gengið vel Ljósm. Friðþjófur

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.