Alþýðublaðið - 28.06.1973, Side 1

Alþýðublaðið - 28.06.1973, Side 1
 I *ú *;« fc ik I i 1 >*$. Hér segir frá oddvitanum hreppi Ketildalahreppi og valda aöskiljanlegu anordningum í þeim yfir- alþýdu11 §8 Fimmtudagur 28. júní 1973 'sl lrg. I 1 nóvembermánuöi s.l. reit félagsmálaráðuneyt- ið sýslumanni Barða- strandasýslna bréf, þar sem vakin var athygli á þvi, að láðst hefði að leggja á útsvör og að- stöðugjöld i þeim hreppi, Ketildalahreppi, i Arnar- firði.Einneginnhefðu eng- in dókúment borizt frá háeðlum oddvita téðs hrepps um reikninga og áætlanir um útlát og inn- tektir hreppsfélagsins og þvi væri kannselliinu tor- velt að taka tillit til þarfa þeirra Ketildæla i sam- bandi við ráðstafanir fjármuna úr Jöfnunar- sjóði sveitarfélaga, en sá hreppur, Ketildalahrepp- ur, væri nú eina sveitar- félagið i landinu, þar sem álagning hefði enn ekki farið fram. Þar sem eðalborinn oddviti þess hrepps. Ketildalahrepps, sat ekki á búi sinu vestra um þær mundir — en að sjálf- sögðu bar honum að sjá um alla tilorðningar á vegum hreppsfélagsins — hafði sýslumaður tal af varaoddvitanum sem veitti þau andsvör, að honum kæmi málið barasta ekki nokkurn skapaðan hlut við. Brá sýslumaður þá á það ráð að fá valinkunnan mann á Patreksfirði til þess, i samráði við hrepps- nefndarrestina, að leggja á þá Ketildæli opinber gjöld, og var þvi hespað af á dagstund. Var svo £ % í hæstvirtu félagsmála- ráðuneyti tilkynnt, að nú væri þeim hreppi, Ketil- dalahreppi, ekki lengur neitt að vanbúnaði og all- ar hans forpliktugu til- orðningar rétt og rigtug- lega af höndum leystar þótt „Arþarkrumma” vantaði. r* V h •?. 1 r*> 5* Það skal tekið fram þeim til fróðleiks, sem i-'í ekki vita, að oddvitinn i þeim hreppi, Ketildala- 'f? hreppi heitir Hannibal & Valdimarsson og gegnir sá embætti félagsmála- & ráðherra auk sinnar odd- y vitaumsýslunar. JVói SVEITARI ELÖGIN mm SAMBANDINU Fyrirhugaður klofning- ur sveitarfélaga Norður- landskjördæmis vestra úr Fjórðungssambandi Norðlendinga, sem Al- þýðublaðið skýrði frá i gær, hefur ekki verið ræddur við stjórn sam- bandsins, að þvi er fram- kvæmdastjórinn, Askell Einarsson, sagði við Al- þýðublaðið. Segja má, að sveitarfélögin hafi komið aftan að sambandinu, þvi að i fyrrahaust, þegar þessi mál voru rædd á fundi, var samþykkt að kanna, hvort grundvöllur væri fyrir skiptingunni. Þessi könnun hefur aldrei farið fram, að sögn Áskels. Þá sagði Áskell, að stjórn Fjórðungssam- bandsins hafi óskað eftir að fá að sitja stofnfund þann að nýju sambandi, sem halda á á morgun, eins og Alþýðublaðið hef- ur þegar skýrt frá. Við þeim tilmælum hafa fundarboðendur ekki orð- ið. Að sjálfsögðu sagði Askell, að Fjórðungssam- band Norðlendinga sé á móti skiptingu þess. Hinsvegar benti hann á, að eftir sem áður veröi það næst stærsta sam- bandið á landinu, en sveitarfélögin, sem hugs- anlega kljúfa sig frá þvi, hljóta að veikjast. Þó benti Askell á, að ómögu- legt sé að vita, hvernig málin þróast, og eins geti verið, að sum sveitarfé- lögin verði áfram i Fjórð- ungssambandinu þótt þau verði jafnframt i hinu nýja sambandi. Stjórn sambandsins sat á fundi siðdegis i gær, og átti m.a. að ræða þessi mál þar. Flugfélag Islands hf. og Loftleiðir hf. verða ekki lögð niður, en hins vegar er stefnt að þvi að stofna nýtt hlutafélag, sem hafi yfir- umsjón með sameiginleg- um rekstri félaganna. 1 þessa átt stefnir samkomu- lagsgrundvöllur hinnar stjórnskipuðu samninga- nefndar um sameiningu flugfélaganna, sem lagður var endanlega hinn 14. marz sl. Var hann lagður fyrir stjórnir beggja flugfé- laganna og samþykktur af þeim. Nánari tilhögun þessarra breytinga eru meðalþess, sem aðalfundir Flugfélags Islands hf. og Loftleiöa hf. fjalla um og taka afstöðu til, en þeir verða haldnir i dag. Rikisstjórnin hefur lagt mikla áherzlu á samein- ingu, þessarra tveggja fé- laga i einhverju formi, eða sameiginlegan rekstur þeirra. Er ráðgert, að það veröi stofnað i þvi skyni, að starfsemi flugfé- laganna verði samræmd, eða sameinuð i stað þeirrar vaxandi samkeppni, sem leynt og ljóst var á milli þeirra, sérstaklega á viss- um flugleiðum. | 3. SÍÐA Fyrir skömmu kom Yngvi H. Yngvason, verktaki i Hafnarfirði, að vélskóflu sinni, sem stóð alllangt frá mannabyggð, allri sundurskotinni. Það var ekki heil ein einasta rúða i henni, og tvö vinnu- ljósker voru sömuleiðis mölbrotin af riffilkúlum. Vélskóflan stóð i hraun- inu frá Krísuvikurvegin- um, þar sem hún hefur verið notuð til malartöku. Þetta er reyndar ekki i fyrsta skipti, sem Yngvi hefur orðið fyrir barðinu á skotglöðum mönnum. Nýlega var t.d. skothrið bcint aö skúr við ösku- ÍSLENZKIR LAUNA MIÐAR Á VELLINUM Verkalýðs- og sjó- mannafélaginu i Keflavik hefur nú tekizt að fá þvi framgengt, að Varnarlið- ið á Keflavikurflugvelli taki upp islenzka launa- miða i sambandi við launagreiðslur til Islend- inga, sem hjá þvi vinna. Allt fram til þessa hefur Varnarliðið notazt við ameriska launamiða i þessu skyni — m.a. vegna þess, að senda þarf ame- risk afrit til bókhalds- deildar Varnarliðsins, sem endurskoðað er úti i Bandarikjunum. SKOTIÐ Á GRÖFU hauga Hafnarf jaröar, sem hann hefur umsjón með, og hver einasta rúða brotin. Einnig hefur skot- hríðinni áður verið beint að vinnuvéium, sem not- aðar eru á haugunum. A myndinni er Yngvi að virða fyrir sér skemmd- irnar á vélskóflunni. U Orkuskortur einnig hjá Sunnlendingum Það er ekki aðeins á Norðurlandi, Austurlandi og á Vestfjörðum, sem al- varlegur orkuskortur er yfirvofandi og er jafnvel nú þegar farið að gæta. Sömu viðhorf eru nú einn- ig að skapast á Suður- landi og Suð-Vesturlandi, þar sem enginn sérstakur orkuskortur hefur rikt fram að þessu. Sumir ótt- ast, að nú sé svo komið, að stórvirkjunin við Sig- öldu muni ekki geta kom- izt i gagnið á tilsettum tima vegna tafa við undirbúning framkvæmdanna og þá verður liklega alvarlegur orkuskortur á öllu orku- svæði Landsvirkjunar veturinn 1976—1977 og þar með stórfelldur orku- skortur á landinu öllu. Þetta átti að koma fram i forsiðufrétt Alþýðublaðs- ins i gær um orkumálin, en féll niður úr fréttinni vegna mistaka. Aformað hefur verið að framkvæmdir við Sigöldu hefjist i ágúst i haust og er miðað við, að hægt verði að taka fyrstu véla- samstæðu þessarar nýju orkuveitu i notkun haust- ið 1976 og þá næstu um áramótin 1976—1977. Samkvæmt orkuspám verða vélasamstæður þessar að komast þá i gagnið, ella er hætt við orkuþurrð þá um vetur- inn

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.