Alþýðublaðið - 28.06.1973, Síða 7

Alþýðublaðið - 28.06.1973, Síða 7
BB Hún þarf ekki að vera sérlega fögur kona. Ekki af þeirri gerðinni,að karlmaður horfi á eftir henni um öxl á götunni. Eigi að siður er konan ,,J” gædd kyntöfrum — og eftir að hún hefur lokið hinni löngu ferð frá ófullnægjandi kynlifi til kyn- rænnar hamingju til að skýra öðrum konum frá þvi,hvernig þær geti lært það sem með þarf til að lifa raunverulega hamingjusömu og fullnægjandi kynlifi. Það hefur hún gert i bókinni ,,The Sensous Woman” — sem verið hefur metsölubók viða um heim, og er nú komin út á íslenzku undir heitinu „Kynlif kvenna”. Þetta er einn kafli úr þeirri bók— og hann heitir??????? Útlit, auglýsing og umsetning Beygðu þig fram. Strikkar á saumunum i grennd við bak- hlutann eins og loðnunót sé að bresta? Klæðnaður, sem ekki er mátulegur, er ekki heldur kynæsandi. Þá verður þú að komast að raun um hvaða litir klæða þig bezt, og haga þér siðan samkvæmt þvi. Gefðu brúna kjólinn, sem gerir litaraft þitt svo fölt að þú minnir á uppvakning, i fatasöfnun einhverrar liknarstofnunar, en gerðu alvöru úr þvi að kaupa þann rauðbleika, sem varpar heitri glóð á hörund þitt. Gerðu allt sem i þinu valdi stendur til þess að útlitskost- ir þinir verði sem augljósast- ir, en gallar þinir dyljist. Reyndu ekki að halda þvi fram að þú sért ekki neinum útlitskostum búin, þvi að ég trúi þvi ekki. Athugaðu sjálfa þig betur. Hvað um augun, tennurnar, fæturna, hárið? Hefurðu fallegan bak- svip, eggjandi skut? En skömm sé þér, og það tvöföld skömm ef þú gerir þig nokkru sinni seka um þá óvirðingu að láta karlmann sjá, að þú haldir undirfatnaði þlnum að þér með öryggis- nælum! Notkun fegurðarlyfja get- ur verið jákvæð eða neikvæð, og fef það eftir tækni og smekkvisi þess er fram- kvæmir andlitssnyrtinguna. Kunnáttuleg og smekkleg notkun eykur tillitstöfra þina. óhófleg og klaufaleg notkun getur vakið grun um að þú hafir sloppið út af geð- veikrahæli. Ef þú ert ekki viss um hvernig þú átt að haga snyrtingunni, geturðu viða fengið leiðbeiningar. Margar snyrtivöruverzlanir hafa sérfræðinga i þjónustu sinni, sem miðla þér fúslega af reynslu sinni og kunnáttu: bæði hvaða snyrtilyf eigi bezt við hörund þitt og hvernig þú eigir að nota þau þannig að hið fallegasta I andlitsfalli þinu og svip komi sem bezt i ljós, en dragi úr þvi sem miður fer. Þá veita og erlend kvennablöð og tizkublöð oft nytsöm ráð i myndum og máli hvað snyrt- ingu og notkun fegrunarlyfja við kemúr. Hyggilegast mun þó hverri konu að fylgja þeim leiðbeiningum þar sem fram kemur hófsemi i notk- un fegurðarlyfja, en ekki er reynt að telja henni trú um þaö — jafnvel að smyrja andlit sitt yfir hundrað mis- munandi lyfjablöndum áður en hún dirfist að láta sjá sig á almannafæri. Siðan skaltu leita um alla borgina þangað til þú finnur sérfræðing i hárklippingu, sem er starfa sinum vaxinn, og greiða honum með bros á vör hversu háa upphæð sem hann krefur þig um að verki loknu. Konan sem kollsligar þig með þrem tylftum af vaf- hólkum og bakar svo hárið undiiþurrkhjálmi einu sinni i viku, ræður ekki mestu um daglegt útlit þess, heldur sá sem klippir það. Sé það ekki rétt klippt, getur lagningin aldrei bætt svo úr þvi að hár- ið skapi andliti þinu fegrandi umgerð og sé þin helzta prýði. Notaðu ilmvatn, hafi HANN þinn ekki ofnæmi fyrir þvi. Það getur tekið nokkurn tima og tilraunir að finna þá tegund, sem bezt á við þig. Þú getur haft það til marks um að þú hafir fundið hana, þegar það fólk sem þú umgengst hefur orð á þvi hvað þú angir dásamlega i dag, og karlmenn spyrja þig hvað hún heiti, ilmvatnsteg- undin sem þú notar, vegna þess að þá langi til að gefa unnustu sinni, konu eða vin- konu glas til prófunar. Gættu þess stöðugt að neglur á fingrum þinum og tám séu óaðfinnanlega snyrtar og fágaðar. Yfirleitt fellur karlmönnum ekki að neglur kvenna minni á drekaklær, svo að þú skalt forvitnast um smekk karl- mannsins áður en þú tekur upp þá tizku. Jafnvel þótt þér kunni að finnast slikt hálfgerður hé- gómi, þá máttu ekki láta það henda þig að þú sért ekki ó- aðfinnanleg i klæðaburði. Það má ekki henda að undir- pilsfaldurinn gægist niður fyrir, lykkjufall sé i sokkum, saumspretta á hönzkunum, eða skórnir skakkir með slitnum hælum. Eða að blússufaldurinn standi upp úr pilsinu, eigi hann ekki að vera utan yfir, handtaskan sé úttorðin, og skæld, að það vanti hnappa á kápuna þina, þræðir hangi niður úr földunumeðaleyfar af snyrt- ingunni frá þvi i gær hrúðri á andlitinu. Ef blettur, sem ekki næst úr, kemur I blússu eða kjól, skaltu ekki nota þær flikur nema þegar þú ræstir geymslurnar i kjallaranum. Og siðast en ekki sizt þetta: Láttu þig aldrei henda að ganga I of litlum skóm eða skóm sem meiða J)ig. Það af- skræmir svo göngulagið. Hreiniæti Þó að margir evrópskir karlmenn virðist leggja takmarkaða áherzlu á hrein- læti, taka bandariskir þær konur, sem baða sig reglu- bundið fram yfir aðrar. Ef þú forðast að láta likama þinn komast i snertingu við H^O nema um algert neyðar- tiívik sé að ræða, áttu þaö á hættu að jafnvel svinahiröir fúlsi við þér. Farðu oft i bað. Notaðu svitalyktareyði. Upprættu hár I handakrikum og á fót- leggjum. Eigir þú við skegg- vöxt að striða, þá skaltu láta sérfræðing eyða honum með rafbruna. Haltu nöglum á fingrum og tám hreinum og fáguðum. Þvoðu hárið úr „sjampó” þangað til neistar af þvi. Gættu þess vandlega þegar þú hefur tiðir að skipta svo oft um þurrkur og legganga- stauta að ekki sé nein hætta á að nokkur ódaunn myndist. Ódaunn á meginathafna- svæði ástarinnar er allt ann- að en kynmakaörvandi. Einn er sá staður þar sem konum hættir við að gleyma að gera hreint fyrir sinum dyrum, en það er snipurinn og snipstæðið. Sakir sköpu- lagsins þar geta litlar ó- hreinindaagnir lokazt þar inni án þess að vera sjáan- legar. Dragið hörundsfell- inguna til baka og laugið stæðið gaumgæfilega og með varúð á hverjum degi. Vaxtarlagið Ef þú hefur safnað á þig fitu hingað og þangað, þá losaðu þig við hana, þvl að hún er þvi þröskuldur i vegi, að sá sem þú elskar komist eins nálægt þér og þú þráir. Kunnir þú ekki sjálf nein ráð til að fjarlægja aukakilóin, skaltu leita sérfræðings i megrun. Hann leiðbeinir þér varðandi nauðsylegar breyt- ingar á mataræðinu, en ef slikur sérfræðingur er ekki við hendina, skaltu leita fyrir þér I nuddstofum og á heilsu- ræktarstöðvum. Þar hefur fólk losnað við óþarfa fitu i smálestatali. Enda þótt átt geti sér stað að HANN unni þér af öllu hjarta eins fyrir það að þessi sjö til átta aukakiló hangi sem skvap utan á þér, þá er það fortakslaust að hann muni elska þig enn heitara og verða stoltari af vaxtar- lagi þinu, ef þú losar þig við keppina. Ef það er ekki fitan, sem bagar þig, heldur vöðvaslaki og holdslap kemstu ekki hjá að stunda likamsæfingar. Jú, eins og ég viti það ekki — mér er lika meinilla við þess háttar áreynslu. Það fyrir- finnast margar ágætar bæk- ur varðandi likamsrækt, og einnig geturðu snúið þér til sérfræðinga á þvi sviði, það er nóg af þeim. Og loks eru það enn heilsuræktarstöðv- arnar. Þótt likamsæfingar séu þrautleiðinglegar, þá eru þær gagnlegar. Og áður en langt um liður verður þau laus við þessa stöðugu lúatil- finningu, allar hreyfingar stæltari og göngulagið fjaö- urmagnaðra. Heilbrigði Láttu ekki undir höfuð leggjast að leita til sérfræð- ings I kvensjúkdómum tvisvar á ári og einu sinni til heimilislæknisins til gagn- gerrar skoðunar. Þú nýtur ekki kynmaka né annarra ástaratlota nema þú sért að öllu leyti heilbrigð. Röddin Fátt er jafn fráhrindandi i fari kvenna og leiðinlegur málrómur. Þaðgildireinu þó að þú sért jafn girnileg útlits og ásýndum og Gina Lollobrigita, ef það ltur i eyrum eitthvað svipað og gaddavir sé dreginn þvert yfir bárujárnsplötu i hvert skipti sem þú opnar munn- inn, þá er hætt við að HANN haldi sig ekki i návist þinni lengur en brýna nauðsyn ber til. Margar konur sem hafa óþægilega rödd, eru blessunarlega lausar við að renna grun i það, auk heldur meir. Þú ættir að fá lánað segurbandatæki, tala inn á það og hlutsta siðan gaumgæfilega á þina eigin rödd. Er sú rödd sem þú heyrir þýð, kvenleg og hljómfögur? Eða er hún hrjúf og glymjandi? Hváö er unnið við að þú sitjir lengi dags i snyrtistofu og gangir út þaðan ásýndum eins og fegursta draumadis, ef HANN kippist við eins og stungin með glóandi nálar- oddi i hvert skipti sem þú „hvislar” hugljúfum gælu- orðum i eyra hans? Ef þú telur þig komast að raun um að nokkuð muni skorta á æskilega hljómfeg- urð raddar þinnar, fyrirfinn- ast nú sérfræðingar i radd- beitingu og raddþjálfun, sem lagt geta þér lið. Auk þess geturðu sjálf lagað rödd þina að mun með aðstoð segul- bandstækis ef þú ert nógu viljasterk og smekkvis. En borgar slik fyrirhöfn sig? Vissulega. Ef rödd þin er gædd slikum seiðtöfrum, og hann þráir mest af öllu að vera kominn til þin og vefja þig örmum i hvert skipti sem þú talar við hann i sima — er það þá ekki nokkurs virði, sem þú hefur fengið i aðra hönd? Minnstu þess að allar kyn- gyðjur á okkar tið hafa mælt þeirri röddu sem ekki var siöur áhugaverö en ytra útlit þeirra.. Marlyn Monroe tal- aði hvisllágri og við kvæmri röddu, sem allir muna er heyrðu. Rödd Sophie Loren er seiömjúk og dul. Þó aö rödd Elizabeth Taylor láti ekki mikið yfir sér, er hún þrungin gleði og lifsfjöri. Þessar konur hafa lært að beita röddinni þann- ig. Þú getur einnig öðlazt þlna seiðþrungnu rödd sem enginn karlmaður stenzt. Ef þú vilt einungis vilt. Og það áttu að vilja og vinna að þvi. Hættur kynlifsins Þvi er ekki aö neita, að kynlifinu fylgir alltaf viss á- hætta. Kæruleysi getur valdið óskilegri þungun. Eiginmaður þinn eða elsk- hugi geta sýkt þig af sam- ræðissjúkdómi. Detti mér sárasótt eða lekandi i hug, verður mér flökurt og sennilega er eins um þig. Það er hræðilegt að taka slikan sjúkdóm — en þvi fer fjarri að það sé hið versta sem getur hent þig i þessu lifi. Þú leggur þig i mun al- varlegri hættu þegar þú reykir sigarettu heldur en við samfarir, þar eð þú ert svo heppin að vera ekki fædd til unaðssemda lifsins fyrr en visindin höfðu fundið upp ör- uggt og fljótvirkt lyf við samræðissjúkdómum. Ekki vil ég beinlinis halda þvi fram að sárasótt og lek- andi hafi verið einskonar yfirstéttarsjúkdómar, en margir frægir og mikilsvirtir menn sýktust af þeim. Það er ekki ýkjalangt siðan ég var að lesa ævisögu Jennýar Churchill, og þar var frá þvi sagt, mér til mikillar undr- unar, að eiginmaður henn- ar, Randolph lávarður — faðir Winstons Churchill — hefði þjáðst af sárasótt. Verði eitthvað til þess að vekja með þér ótta um að ekki fari allt með felldu niðri þar, skaltu ekki standa eins og glópur stjörf af skelfingu heldur taka sprettinn til næsta kvensjúkdómalæknis og láta hann kipp'a þessu i lag. Þvi lengur sem þú dreg- ur það, þvi erfiðara verður að ráöa niðurlögum sjúk- dómsins. Fyrir það skaltu tafarlaust biðja lækninn hjálpar, en bölbæna þeim er sýkti þig — þó ekki svo hátt að hnýsnir nágrannar heyri til þin. Enn er ekki komin sú tið að sómi þyki af kynsjúkdómum. Þungun og samræöissjúk- dómar eru þó ekki einu óþægindin, sem þú getur orð- ið þér úti um fyrirkynmök. Bezta vinkona min átti vin- gott við einhvern þann há- göfugasta piparsvein af hinni alþjóðlegu glaumhirð, sem um getur — flestir af lesendunum mundu kannast við hann, ef ég segöi til hans. Nema hvað það bar við eitt rómantiskt vorkvöld er þau sátu á veitingastað i La Grenouille, að hann stakk upp á þvi að þau skryppu flugleiðina undir lágnættið til Suður-Frakklands, þar sem hann hafði óðalssetur til um- ráða. Þetta setur var hið dá- samlegasta, búið rekkjum frá sextándu öld, þessum sem maður sekkur i og vill aidrei þurfa að fara fram úr aftur. Þannig var það að minnsta kosti með þau — þangað til þau urðu þess vör að á þau hafði skriðið flatlús úr sængurfötunum, en sú tegund lúsar sezt að i skapa- hárum konunnar og kyn- færahári karlmannsins, þó að flestir likamshlutar hans séu raunar undirlagðir. Vin- kona min fylltist ólýsanleg- um viðbjóði, þegar hún sá þessi andstyggilegu snikju- dýr bita sig föst, og enda þótt hún og félagi hennar fengju tafarlaust viðeigandi með- höndlun var það lengi á eftir að henni fannst sem eitthvað kvikt væri á iði og skriði þar sem þessi kvikindi höfðu gert sig heimakomin. Eitt er vist, að eftir þetta tekur hún sótt- hreinsuð rekkjufötin á Hilton-hótelunum fram yfir sextándu aldar rekkju- búnaðinn á hinum rómantisku óðalssetrum. En þrátt fyrir allt það, sem hér hefur verið á minnzt — kynsjúkdóma, flatlús og óæskilega þungun — er áhættan ekki slik, að ástæða sé til þess að þú rænir sjálfa þig öllum unaði kynlifsins hennar vegna. Fyrst og fremst er það harla óliklegt að þú verðir fyrir neinum þess háttar óþægindum. ööru lagi er hægurinn nærri að ráða bót á þeim, ef til kæmi. Þú stofnar þér i mun meiri hættu i umferðinni, ekki einungis daglega, held- ur oft á dag. Varpaðu þvi frá þér öllum kviða og njóttu unaðar sam- faranna áhyggjulaust. i geta karlmenn haldið getu sinni? nörgum góö ráð, að bg leita nú til þin i >eirri von.að þú getir iinnig hjálpað mér. Ég hef aðeins einn ím fimmtugt, en er ;igi að siður getu- aus. Geturðu gefið nér góð ráð við þvi? Hvað lengi ævinnar er eðlilegt að karl- maðurinn haldi getu sinni? Fyrirgefðu til- ætlunarsemina og með fyrirfram þakk- læti. Beztu kveðjur. A.A. Kæri A. A. Spurningin varðandi „getuhvörf karlmannsins” er mikið rædd einmitt nú. Ekki ætla ég að gerast dómari þar. Og getuleysið getur orsakazt af svo mörgu og á sér oft og tiðum sálrænar ástæður. En sé orsökin minnkandi hormónagerð I likamanum, þá fyrirfinnast hormónalyf, sem reynzt geta þér gagnleg. Einnig sem töflur. Ræddu það mál við heimilislækni þinn. Aldursins vegna gæti vel átt sér stað að um getu- hvörf væri að ræða. Leiði rannsókn hins vegar i ljós þverrandi hormónagerð, er eins vist að læknirinn láti þér i té lyfseðil — en töflurnar eru dýrar. Karlmenn geta haldið getu sinni fram á elliár. En það er ákaflega mismunandi og einstaklingsbundið. Beztu kveðjur. Knud Lundberg. Fimmtudagur 28. júní 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.