Alþýðublaðið - 28.06.1973, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 28.06.1973, Qupperneq 11
ÖRLÖG Enn einn kapítulinn bætist við í mikla sorgarsögu hinnar ævintýralega auðugu Getty-fjölskyldu Óheillafj ölsky ldan Gegnum allt lif múltimillans Paul Getty hefur undrum auðsins verið jafnað við samsafni báginda. t>að getur vel verið á misskilningi byggt að gera ráð fyrir, að milljónirnar hans hafi verið upptök þeirrar eitrunar, sem gegnsýrt hefur persónuleg sambönd hans og skilið hann eftir með ör eftir fimm eyðilögð hjónabönd og sárindin af stöðugu ósamkomulagi við synina. Nú þegar hann syrgir yfir hinum dular- fulla dauðdaga elzta sonarins. George, er átti að erfa fjölskylduauðinn, sem mun vera meðal þeirra tveggja-þriggja mestu i heimi, þá hlýtur hinn illa lánaði ættfaðir að láta hugann reika til þeirra fjölmörgu ára, sem feðgarnir tveir eyddu stöðugt i rifrildi hvor við annan. Nýlega hafði samband þeirra tekið mjög að skána, en hinn áttræði faðir, i fel- um i Sutton Place Stórhýsinu i Surrey, sem hann gerði að safni meist- araverka málverka- og höggmyndalistar, hlýtur að hugsa um hinar slæmu stundir og hvers vegna svo þurfti endilega að vera. ömöguleikinn. Og hann mun minnast annarra sára hugans, sem honum hafa verið veitt og hann hlýtur að spyrja sjálfan sig að hve miklu leyti hann hafi veitt sér þau sjálfur. Upptök óhamingju hans kunna ekki að hafa verið peningarnir, heldur sá blindi ákafi, sem hann hefur elt þá i. Allt frá fyrstu skrefum hans i viðskipta- heiminum — þegar hann hamingjusamur yfirgaf verndandi aðstæðurnar i oliufyrir- tæki margmilljónungsins föður sins til þess að reyna sig i hinni grimmu sam- keppni um nýjar oliulindir i Oklahóma — hefur honum auðsjáanlega þótt ógerning- ur að skilja og viðurkenna annarra manna gildismat en sjálfs sin. Og i þessum starfsanda þá skiptir leyndardómurinn um að vaxa fljótt til auðs og valda mestu máli. Það hlaut þvi að brydda fljótlega á deilum við siðari tima kynslóðirnar og þá einnig við þá af þeirri kynslóð, sem hann átti sjálfur hlut- deild i að skapa. Ást hans á viðskiptunum eyðiiagði öll hin fimm hjónabönd hans. Það annað i röðinni, við Allene Ashby, stóð aðeins i tvær vikur. George, sem nú hvilir dauður i mold i Kaliforniu, eftir að hafa verið fluttur i snarhasti i sjúkrahús úr garðveizlu og við óljósar kringumstæður, var ávöxtur fyrsta hjónabands Paul Getty við Jeanne Demont frá árinu 1922. Eftir hina skammvinnu hjónabands- sælu með Allene Ashby, tók það Paul að- eins tvö ár að búa sig til næstu tilraunar. Adolphine Helmle var brúðurin árið 1928. Hún ól Paul Getty annan son hans, Ronnie. Hann er nú löglegur erfingi fjöl- skyiduauðsins, sem metinn er á 500 millj- ón dollara (ca. 48 þúsund milljónir isl. kr.). en einnig kvað hann varðar hafa hver bágindin rekið önnur. Samband Ronnie, sem er 43ja ára gam- all, og fjölskyldunnar, varð þvingað og hann yfirgaf ættmenni sin og stofnaði sitt eigið kvikmyndafélag. Hann sagði einu sinni á þessa leið: ,,Ég þykist ekki lifa fjölskyldulifi með föður minum.” Bölvun Það virðist vera, að mjög fáir Gettyar hafi lifað fjölskyldulifi með öðrum Getty- um. Þegar hann var laus úr hjónabandinu framangreinda með Fini Helmle, þá gekk Paul Getty til móts við f jórða hjónabandið og að þessu sinni giftist hann kvikmynda- stjörnunni Ann Rork árið 1932. Hún ól honum tvo syni, Paul og Gordon, og þeir áttu eftir aö falla fyrir þeirri bölv- un, sem virðist hvila yfir fjölskyldunni. Fyrir tveimur árum lézt eiginkona Paul yngri, Talitha Pol, af ofneyzlu eiturlyfja i Róm.þar sem hjónin höfðu lifað trylltasta iifi, sem þessi borg hins ljúfa lifs gat boðið upp á. Áður en þessi fagra frænka listmálar- ans Augustus John gaf upp andann.höfðu hún og Paul yngri slitið samvistir, en • George Getty og faðir hans Paul í ár. Nýlega höfðu þeir orðið miklu samrýmdari eftir margra ára ósamkomulag. endaiok hennar urðu engu að siður mikið áfall fyrir gamla manninn á Sutton Place. Dáður. Gordon Getty, yngsti núlifandi sonurinn og 38 ára að aldri, jók ekki vinsældir sinar hjá fjölskyldunni þegar hann hóf mála- rekstur til þess að fá þeirri kröfu sinni framgegnt, aðu.þ.b. 44ra milljón dollara arði af höfuðstólnum i einkasjóði fjöl- skyldunnar skyldi skipt milli fjölskyldu- meðlima. Paul Getty átti fimmta soninn, sem var ávöxtur siðustu tilraunar hans til þess aö finna hamingju i hjónabandi. Louise Dud- ley Lynch, kölluð Teddy, eignaðist son. nefndan Tommy, sem var dáður af föður sinum. En dýpt þeirrar ástar breyttist i óhugg- andi sorg þegar Tommy fékk heilaæxli og varð að leggjast undir skurðarhnifinn hjá heilaskurðlæknum við University Hospit- al i New York. Hver skurðaðgerðin fylgdi annarri um nokkurra ára skeið og drengurinn fékk mikil ör á ennið til minja. Það var svo eftir að hann hafði verið skorinn af lik- amslýtasérfræðingi svo örin yrðu fjar- lægð.sem hann fékk eftiraðgerðaráfall og iézt 12 ára að aldri. Það varð árið 1958. Paul Getty og Teddy Linch voru þá þeg- ar skilin og enn einu sinni var hinn marg- faldi milljónamæringur einn með sorg sina. Að sjálfsögðu hafa ekki allir atburðir lifs hans verið sorglegir. Fyrir utan á- nægjuna, sem hann hefur hlotið af þvi að fást við listasafn sitt og einkum og sér i lagi er hann hefur eytt nokkrum pundum i að kaupa málverk, sem fleygt hefur verið á haug.en reynist við nánari athugun vera sigilt listaverk eftir Raphael, þá hefur hann augljóslega haft mjög gaman af þvi að leika hlutverk hins sérvitra nizkupúka. Hinar f jölmörgu sögur um nizku hans — sjálfssölusimar i Sutton Place, sú stað- reynd,að er hann i fyrsta sinn keypti þjón- ustu auglýsingafyrirtækis eftir að hann hafði verið valinn rikasti maður ársins,þá greiddi hann þvi timakaup, þegar hann krafðist 2000 punda fyrir að leyfa að Sutt- on Place sæist á kvikmynd og 5 punda i aukaþóknun fyrir hundana sina tvo — all- ar þessar sögur eru til merkis um þann staðfasta tilgang hans að verða þekktur sem nizkasti maður á jörðinni. Óhæfur Elsa Maxvell, sú fræga kjaftatófa og veizluhaldari, bauð honum eitt sinn i fjöl- mennan hádegisverð i New York i þeim augljósa tilgangi, að hann íengist til þess að skrifa upp á reikninginn. Getty afsakaði sig rétt áður en fram- reiða átti kaffið að málsverðinum loknum og laumaðist út.og skildi þar með vesa- lings Elsu Maxvell eftir með óleyst vandamál. Þetta er ein af uppáhaldssög- um Gettyá sjálfs. Hún er samt sem áður ekki ein af þeim. sem um þessar mundir eru sagðar á sorg- bitnu heimili múltimillans. Hugur Paul Getty dvelur nú við annað — e.t.v. lang- helzt við algert getuleysi hans til þess að setja sig I spor yngri kynslóðarinnar og skilja viðhorf hennar. ,,Ég hef oft furðað mig á kæruleysisiega og ,,skiptir-ekki-máli" hætti, sem ungir karlar og konur nú á dögum varpa frá sér allri hugsun um þær skuldir. sem þetta unga fólk á foreldrum sinum að gjalda og hve viljuglega það yglir sig við fjölskyldu- tengslum og siðvenjum". ritaði hann eitt sinn i sjálfsævisögu sinni. Einfaldleiki. ,,Ef til vill er þetta vegna þess, að ég heyri gerólikri kynslóð til.sem ég finn ekki til neinnar feimni þegar ég segi að ég hafi elskað móður mina og föður inni- lega....jafnvel eftir að ég hef náð miðjum aldri ræði ég oft um þau sem ..elsku mömmu" og ..bezta pabba". Ekkert — ekki milljónirnar hans eða listasafnið né heldur sérvizkan — gat tryggt J. Paul Getty gegn sorglegu getu- leysi til þess að öðlast þetta sama einfalda samband við konur sinar eða börn.. o Fimmtudagur 28. júní 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.