Alþýðublaðið - 28.06.1973, Page 12

Alþýðublaðið - 28.06.1973, Page 12
alþýðu n nrsiTii INNLÁNSVIÐSKIPTILEIÐ /^TIL LÁNSVIÐSKIPTA fTRLJN/VDiVRBANKI \nj ÍSLANDS KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl' 1 09 3 Sími40102. Ættu frekar að sjá fyrir jarðvegi en vera að kvarta VÍSAÐ TIL LANDSINS Fyrsta manninum hefur nú verið „visað til lands” úr Vest- mannaeyjum. Maður þessi kom til Eyja fyrir nokkrum vikum frá ákveðinni ferðaskrifstofu i Reykjavik og starfaði þar sem leiðsögumaður ferðamanna um Heimaey. Kvað orðið svo rammt að drykkjuskap mannsins i starfi, að fulltrúi bæjarfógeta á staðnum sá sér ekki annað fært en visa manninum burt úr Eyjum. Að vísu hefur það áður komið fyrir, að fólki hafi verið snúið við á flugvellinum eða hafnarbakk- anum í Eyjum og skipað til lands aftur, en það var á þeim timum sem fólk þurfti að hafa sérstaka passa frá Almannavörnum til þess að stiga á land. M.a. lenti einn af bæjarfulltrúunum i Eyj- um i þvi að vera visað með lög- regluvaldi frá borði i Herjólfi um borð i varðskip, sem siðan sigldi boðleið til lands, bæjarfulltrúinn hafði ekki handbæran hinn al- máttuga passa Almannavarna. GJALDÞROT I siðasta Lögbirtingarblaði er tilkynnt gjaldþrot Borgarþvotta- hússins i Reykjavik. Þetta er gamalgróðið fyrirtæki, og var um tima stærsta þvottahús borgar- innar, og sá þá meðal annars um þvotta fyrir Reykjavikurborg. Sigurjón Þórðarson var lengi eig- andi þvottahússins, en siðustu ár- in var það i eigu Haraldar Ólafs- sonar kafara. Eyjamenn mótmæla Sjómenn á Vestmannaeyjabát- um hafa byrjað undirskriftasöfn- un á flotanum, þar sem skorað er á Póst- og simamálastjórnina að hafa loftskeytastöðina i Eyjum opna allan sólarhringinn. Telja sjómennirnir þetta á- stand alls óforsvaranlegt. Engin strandstöð sé nú opin að nætur- lagi á suðurströndinni, frá Reykjavik til Hornafjarðar og telja þeir þetta vera of mikið ör- yggisleysi, svo við verði unað. „Forráðamenn sveitarfélag- anna ættu frekar að sjá til þess að útvega okkur nægan jarðv.eg til að hylja sorpið en kvarta um sóðaskap hérna á haugunum”, sagði Yngvi H. Yngvason verk- takinn, sem hefur tekið að sér að sjá um öskuhaugana við Hvaleyrarvatn fyrir Hafnar- fjarðarbæ, Garðahrepp og Kópavog. Yngvi hafði samband við Al- þýðublaðið eftir að við birtum ummæli heilbrigðisfulltrúa Kópavogs um sóðaskapinn á haugunum, og benti á, að staðurinn, sem þeim var valinn fyrir fimm árum, sé ekki sem hentugastur. Fyrst i stað sagði Yngvi, að nægur jarðvegur hafi fengizt, en eftir þvi sem timar liðu, og haugarnir teygðu sig lengra inn eftir kvosinni og nær Hvaleyrarvatni, hafi hraunið tekið að þrengja að þeim. Bæði hefur jarðvegurinn grynnkað, og eins þrengzt að haugas t'æð- inu þannig, að þaðer varla orðið meira en tvær ýtubreiddir. Yngvi hefur margsinnis beðið viðkomandi sveitarfélög um meiri jarðveg til að ýta yfir sorpið, en hingað til hefur hann verið mjög mikið skammtaður. Einnig hafa sveitarfélögin verið treg til að láta af hendi ofani- burð i veg og athafnasvæði fyrir sorpbila út á haugana. Þá benti Yngvi á, að hauga- stæðið snúi þannig við vindum, að ekki þurfi mikla golu til að feykja bréfadraslinu út um allt, og þar kemur inn i annað atriði, sem hann hefur lengi barizt fyrir að verði ráðin bót á. Þótt svo eigi að heita, að allt sorp sé látið i plastpoka er alltaf mjög mikið um laust drasl innanum, og vill Yngvi beina þvi til ibúa viðkomandi sveitarfélaga að ganga betur frá sorpi sinu, — og er þessum orðum ekki sizt beint til kaupmanna. Yngvi bauð i umsjón með sorphaugunum fyrir rumu ári samkvæmt útboðum þessara þriggja sveitarfélaga, en siðan sagði hann, að minnst tveir aðil- ar hafi bætzt við, sem ekki greiða fyrir þessa þjónustu. Það eru Alftanes og álverksmiðjan i Straumsvik. Frá álverksmiðjunni er hreinsað reglulega venjulegt sorp, og er það með i samning- um. En þar að auki er ekið það- an mánaðarlega miklu magni af verksmiðjuúrgangi sem verður að urða sérstaklega og á sér- stökum stað, en fyrir þá þjón- ustu er ekkert greitt. Að lokum gat Yngvi þess, að mikill straumur fólks sé á haug- ana um helgar, og sé erindið ekki alltaf að henda rusli. Ýmsir fara þangað gagngert til þess að hirða eitthvað, sem þeir telja nýtilegt. Sem dæmi um þetta nefndi Yngvi, að einn laugar- daginn hafi hann skilið eftir haug af svampi óurðaðan, og á mánudagsmorguninn var hann horfinn. Ennfremur sagði Yngvi, að það fólk, sem kemur um helgar til að henda rusli strái þvi út um hvippinn og hvappinn, og skilji það jafnvel eftir utan við veginn upp að haugunum. Týr gerir það gott í hvalnum Hvalveiðibátnum Hval 9, — áð- ur varðskipið Týr — hefur gengið betur veiðin siðan hann hætti að eiga við landhelgisbrjóta og sneri sér að hvalveiðunum á ný. I gær hafði varðskipið fyrrverandi fengið 17 eða 18 hvali og er þar með enginn eftirbátur hinna hval- bátanna, en þeir hafa allir fengið svipaðan afla það sem af er veiði- timanum, eða alls 71 hval. Ekki vissu þeir á skrifstofu Hvals ná- kvæmlega hvernig veiðin skiptist, er blaðið hringdi þangað i gær. Þessi tala er heldur lægri en á sama tima i fyrra, og er ástæðan sú, að talsvert hefur verið um brælu á miðunum það sem af er veiðitimanum. Flestir hvalanna eru langreið- ar, eða 53, en búrhvalir eru orðnir 16. Þá hefur veiðzt ein sandreyður og einn sæhvalur. SVIPTIR HUMARLEYFIIM Sjávarútvegsráðuneytið hefur svipt þrjá Suðurnesjabáta leyfum til humarveiða, og tvo báta leyf- um til rækjuveiða. Tveir humarbátanna lönduðu afla sinum i Keflavik og einn i Sandgerði. Við rannsókn kom i ljós, að þeir höfðu landað humri, sem ekki hefur náð fullri stærð. Rækjubátarnir, sem báðir eru frá Keflavik, voru staðnir að þvi að veiða á nóttu til, en slikt er algjör- iega bannað. Nú um mánaðamótin ganga i gildi nýjar reglur, sem varða humarveiðarnar. Verður þá nokkrum veiðisvæðum algerlega lokað fyrir veiðum. VÍXLARI LÁTINN Jón Margeir Magnússon, vixlari i Miðstræti, fannst látinn á heimili sinu i siðustu viku. ÖRYGGISVERÐIR í KAUPSTAPPI Hún var ekki aldeilis ókeypis fyrir islenzka rikiskassann, heimsókn Nixons og Pompidous fyrir mánuði siðan. í fyrstu hafði þvi verið til svarað af opinberri hálfu að þessi heimsókn yrði okkur að kostnaðarlausu, utan kvöldverðarboðsins á Bessastöð- um, en slðan hafa komið i ljós ýmsir kostnaðarliðir, sem íslend- ingar þurfa að greiða, og þeir ekki litlir. Nú hefur komið i ljós, að hin umfangsmikla öryggisvarzla, sem höfð var að beiðni yfirmanna lifvarðar Bandarikjaforseta, verður greidd úr rikissjóði, og það er iögreglan i Reykjavik, sem hefur með höndum samninga um greiðslu til islenzkra öryggis- varða, enda höfðu yfirmenn Reykjavikurlögreglunnar með höndum ráðningu þeirra manna. Nú hefur hins vegar komið upp ágreiningur milli yfirmanna lög- reglunnar og nokkurs hóps þeirra manna, sem ráðnir voru til starfa viö gæzlu. Telja þeir sér hafa ver- ið lofað 15.000 króna greiðslu fyrir gæzlutimann, sem mun hafa ver- ið tveir til þrir sólarhringar. Fé þetta átti að renna til íþróttafé- lags, sem þeir voru sjálfboðaliðar að störfum fyrir. Eftir að i ljós kom hve gifurleg útgjöld islenzka rikiskassans urðu við þennan einkafund Frakklandsforseta og Banda- rikjaforseta, er talið að reynt hafi verið að lækka útgjöldin hvar sem mátti, og hefur þvi verið ákveðið að greiða hverjum öryggisverði aðeins kr. 10.000,00. öryggisverð- irnir voru alls nálægt 300 talsins, og skiptir þvi sú lækkun tals- verðri upphæð. FLUGFELAGIÐ ÞÓR í ANDASLITRUNUM Nú virðist Flugfélagið Þór h/f i Keflavik endanlega hætt öllum flugrekstri, enda hefur það nú misst allar leiguflugvélarnar, hefur enga samninga um flutn- inga, og skuldar flestum starfs- mönnum laun siðan i fyrra. Þann- ig á fyrrverandi flugreksturs- stjóri félagsins til dæmis heilt ár ógreitt, en hann var ekki eigandi. Sumir starfsmannanna hafa nú höfðað mál á hendur félaginu og hljóða skaðabótakröfur uþp á milljónir króna, en hins vegar er blaðinu ekki kunnugt um, að fé- lagið eigi neinar eignir, sem talizt getur. Blaðinu er einnig kunnugt um, að félagið á vangoldna leigu fyrir flugvélarnar, sem það tók á leigu I fyrra. Hins vegar er það enn til á pappirum og er Jón Einar Jakobsson skráður fram- kvæmdastjóri, Jóhann Lindal Jóhannsson stjórnarformaður, Jósafat Arngrimsson varastjórn- arformaður og Þorbergur Frið- riksson ritari. Það var upp úr áramótum i fyrra, að félagið tók á leigu tvær Vanguard skrúfuþotur i Bret- landi, áður en verkefni voru tryggð fyrir þær. Kom þá upp sú hugmynd að flytja fisk frá íslandi til Evrópu, og aðrar vörur heim. Einhverjar vörur fengust, en hins vegar brást fiskútflutningurinn. Þá stundaði félagið vöruflutninga milli ýmissa staða um tima, og gekk það þokkalega. 1 fyrravor gerði félagið svo samning um flutning á tyrknesk- um verkamönnum til og frá Þýzkalandi, og voru þá ráðnar tvær flugáhafnir með flugfreyj- um, og þær þjálfaðar. Voru áhafnirnar sendar til Englands um miðjan ágúst, enda átti allt að vera klappað og klárt en hins vegar hljóp einhver keng- ur I málin, þvi þegar áhafnirnar voru búnar að biða þar i nær mánuð i óvissu og auralitlar, komu þær aftur heim. Var þá búið að taka aðra vélina af félaginu, en breyta hinni fyrir farþegaflutninga, sem aldrei varð af. Leið nú fram á haust og enn tókust nýir samningar. Nú um kjötflutninga til Arabalanda. Þá var hins vegar búið að taka seinni vélina lika af félaginu vegna vanskila á leigu. Þá var þriðja vélin fengin og farnar þrjár ferðir með kjöt, þrátt fyrir erfiðleika, sem stöfuðu m.a. af rekstrarfjárskorti. Eftir bær ferðir tóku eigendur þeirrar vélar hana aftur, Og loks um s.l. áramót komu slðustu menn frá Þór h/f aftur heim til Islands, og hefur ekkert bólað á flugrekstri félagsins sið- an.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.