Alþýðublaðið - 13.07.1973, Síða 2
Fatakaup barnanna: Að
temja táningseðlið...
þúsund krónu „ársgjöf”, sem hún
átti að nota til fatakaupa,
skemmtana og annara þarfa. Og
það sem mér kom mest á óvart,
var hve fljót hún var að þroska
sinn eigin smekk. Þótt ég sé lærð
sem klæðskeri, þá virðist hún
engin áhrif.hafa haft af mér. hvað
fataval snertir.
Sjálf er ég oftast i buxum, en
Lix velur sér gjarnan pils og
annan fatnað, sem hún setur svo
saman á þann hátt, sem mér hefði
aldrei dottið i hug*
Væri ekki réttast, að láta unglingana sjálfa velja sér föt?
Lært siálf
,,Ég hugsa að ég hafi lært að
meta sjálf hvað hentar mér siðan
ég þurfti sjálf að kaupa mér föt af
skammtaðri peningaupphæð,”
segir Liz. ,,Ég hef sjálf mest
gaman að fallegum, kvenlegum
fatnaði. Og ég forðast að kaupa
mér það sem mér finnst vera
orðið gamaldags eða úrelt.
Þegar maður eyðir sinum eigin
peningum i föt, þá hugsar maður
oftar en tvisvar sinnum um áður
en keypt er”.
,,Ég gæti ekki hugsað mér ef
hún hefði orðið lifandi eftirmynd
min i klæðaburði,” segir móðirin.
Þessi fatakaupaskammtur hefur
hjálpað henni til að þroska sinn
eigin smekk, og ég dáist að þvi,
hve vel henni hefur tekizt”.
*
Fyrir þessar tvær stúlkur, Li?
og Paulu, sem brezka blaðið
ræddi við, hefur það greinilega
verið mikill ávinningur að
foreidrarnir skyldu hafa látið þær
um valið, þótt ungar hafi verið, —
á aldri þegár flestir foreldrar
telja sig betur þess umkomna að
kaupa sjálf og* velja táningnum
fatnað. En það tókst, og hvers
vegna skyldi það ekki geta
heppnast, viðar?
Það er svo sannarlega
dýrt spaug að ætla sér að
reyna að láta eftir sér-
hverri ósk dótturinnar á
táningaaldrinum, þegar
hún er farin að elta hvert
tízkutildrið af öðru.
Og fyrir móðurina er
þetta vandi, sem krefst
hugkvæmni, lagni, um-
burðarlyndi og þolinmæði,
og það í ríkum mæli.
Það sem í síðasta mánuði
var það ,,sem allar ganga
i" — er í dag ónothæft, og
farið að flækjast fyrir í
fataskápnum.
,,Magga er i nýjum Faco-skóm,
af hverju get ég aldrei fengið
neitt, sem ég get látið sjá mig i?”
Setningar eins og þessa þekkir
hver sú móðir, sem þarf að láta
endana ná saman varðandi fjár-
mál fjölskyldunnar.
Og ástandið breytist ekki fyrr
en þú kemur þvi svo fyrir að
ábyrgðin af vaii fatnaðar og
greiðslurnar hvili á herðum
dótturinnar sjálfrar.
Hvenær eiga vasapeningarnir
einnig að verða fatakaupa-
peningar? Fær hún sér þá
nokkurn tima föt, sem þú myndir
sjálf samþykkja að hún keypti?
Og hve mikið þarf hún til fata-
kaupa?
Fatahungur
Brezkt dagblað leitað fyrir
skemmstu uppi mæður, sem haft
höfðu þann háttinn á að láta
dæturnar um völina — og kvölina.
Paula Marriot heitir 16 ára
gömul stúlka, sem virtist hafa
óseðjandi fatahungur fyrir tveim
árum, eða þar til foreldrar
hennar ákváðu að láta hana fá til-
tekna upphæð, sem hún skyldi
sjálf ráðstafa til fatakaupa að
eigin vali.
Mánaðarlega
Paula hafði greinilega haldið að
við hefðum ótæmandi buddu,
sagði Barbara, móðir hennar. Svo
að þótt við hefðum efasemdir um
að hún væri orðin nógu gömul til
að geta valið af nokkurri skyn-
semi, þá ákváðum við að reyna
þetta.
Við reyndum að reikna út hve
mikið hún þyrfti yfir árið til að
kaupa sér nauðsynlegasta fatnað,
bættum siðan við þvi sem við
áætluðum að hún myndi eyða i
snyrtivörur, strætisvagnagjöld,
afmælisgjafir og annað þvium-
likt.
Heildarupphæðinni skiptum viö
svo i 12, og hún fékk greiddan 1/12
af upphæðinni, eða rúmar þúsund
krónur, fyrsta dag hvers
mánaðar.
,,Og ég ætlaöi ekki aö geta beðið
eftir fyrstu greiðslunni,” segir
Paula.
Mestallur hluti peninganna fór i
ódýra, fjólubláa maxikápu, sem
ég fór að hata fljótlega.
Eg þurfti næstum þvi að ganga i
skólann, þvi foreldrar minir
höfðu sagt, að ef ég eyddi öllu, þá
fengi ég enga viöbót.
Þjóðráð
Og ég ætlaði svo sannarlega
ekki að gera sömu mistökin aftur.
,,Og þetta reyndist þjóðráð,”
sagði Barbara. „Viðhorf Paulu til
peninga gerbreyttust eftir að hún
fór sjálf að ráðstafa þeim, og
þurfti að láta endana ná saman
milli mánaðamóta.
1 stað þess að kaupa það fyrsta
sem hún sá þann fyrsta dag
mánaðarins, þá fór hún nú að
velja af kostgæfni hvað hún ætlaði
að kaupa. Hún fór i búrðirnar
fyrir mánáðamót athugaði hvað
fötin kostuðu, hvort þau voru
ódýrari á einum staðnum en öðr-
um, og hún komst fljótt að þvi að
lélegu fötin voru léleg kaup, þótt
þau virtust eitthvað ódýrari.
Nú velur hún buxur, peysur og
skyrtur á þann hátt að hún geti
valið saman hinar fjölbreyttustu
samsetningar.
Revnsla
Og nú, eftir reynslutimann,
sem óneitanlega kostaði hana
nokkur mistök, þá er ég ánægð
yfir þvi hvað vel hún kann að fata
sig, þótt peningarnir séu ekki
miklir”.
Liz Hildebrand var á svipaðan
hátt öfunduð af sinum vinkonum
og börnin öfunda hin, sem eiga
pabba, sem á sjoppu...
Þvi foreldrar hennar, Helen og
Norman Hildebrand, áttu kunna
fatagerð i London.
„Hún er alin upp þar sem föt
eru aðalumræðuefnið,” sagði
Helen.
A 14 ára afmælinu fékk hún 35
Hagsýn húsmóðir
notar Jurta
nntt \/orA/
gott verö/
gott bragð
10 smjörSíks hf.
#*
Föstudagur 13, júli 1973.