Alþýðublaðið - 13.07.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.07.1973, Blaðsíða 5
alþýðu Alþýðublaðsútgáfan hf. Stiórnmálarit- stjóri Sighvatur Björgvinsson; Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn I Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis- 'götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf. „ÖBREVTTA STEFNAN" Þjóðviljinn tekur það heldur óstinnt upp i gær, að Alþýðublaðið skuli hafa bent á skoðanaskipti kommaráðherranna og þá sérstaklega Magnús- ar Kjartanssonar i stóriðjumálum. Blaðið hefur fátt að segja um lystireisur Magnúsar Kjartans- sonar til Sviss til að sitja þar veizlur álauðhringsins og enn minna að segja um ráða- gerðir hans um stóriðjusamningana við bandariska auðhringinn Union Carbide — sem lagði m.a. sitt af mörkunum i eiturefnaiðnaðin- um i Vietnam. Þetta segir Þjóðviljinn að sé hismið eitt, en kjarna málsins segir hann vera, að Alþýðubandalagið hafi haldið fast við stefnu sina gagnvart stóriðju og erlendu fjármagni. Alþýðublaðið ætlar ekki að fara að þrátta við Þjóðviljann um þetta—enda skipta fullyrðingar hans minnstu máli i þessu sambandi. Hins veg- ar getur blaðið ekki látið hjá liða að beina nokkrum spurningum til kjósenda Alþýðu- bandalagsins og lesenda Þjóðviljans, sem muna lengra aftur en þau tvö ár, sem Alþýðu- bandalagsmenn hafa vermt stólana i stjórnar- ráðinu. Haldið þið t.d., að á meðan Magnús Kjartans- son sat i stjórnarandstöðu og ritstýrði Þjóð- viljanum þá hefði hann hvatt þáverandi iðnaðarráðherra til þess að sækja forráðamenn Alusuisse heim með bænarorð upp á vasann um, að þeir reistu aðra álbræðslu á íslandi? Magnús Kjartansson hefur sjálfur verið að makka við Svisslendinga bæði hér og ytra um einmitt þessi mál upp á siðkastið. Er það til marks um „óbreytta stefnu” hans i stóriðjumál- um? Haldið þið, að Magnús Kjartansson hefði látið blað sitt, Þjóðviljann, syngja lof og prís ef það hefði frétzt, að þáverandi iðnaðarráðherra væri i alvarlegum samningaviðræðum við bandariska auðhringinn Union Carbide um stofnun. stóriðjurekstrar á íslandi á vegum auðhringsins — sem m.a. er vitað um að fram- leiddi efni til nota i eiturefnahernaði Bandarikjamanna i Vietnam? Nú hefur Magnús Kjartansson sjálfur greint frá þvi opinberlega, að einmitt þessi auðhringur sé einn af þeim, sem hann sé einkum og sér i lagi að láta ræða við um samvinnu. Er þetta til marks um „óbreytta stefnu” Magnúsar Kjartanssonar og Alþýðu- bandalagsins i stóriðjumálum? Þegar Magnús Kjartansson lagðist gegn virkjuninni við Búrfell á sinum tima gerði hann það m.a. á þeim forsendum, að allsendis væri það óþarfi að gera nokkra samninga um orku- sölu til stóriðju til þess að tryggja rekstur virkj- unarinnar. Nú telur hann slika orkusölusamn- inga forsendu þess, að hægt sé að ráðast i stór virkjanir á íslandi og kemur sú skoðun hans fram i þeirri miklu áherzlu, sem hann nú leggur á, að samið verði við erlenda aðila um orkusölu áður en næsta stórvirkjun kemst i gagnið. Er þetta lika til marks um „óbreytta stefnu” ráð- herrans og Alþýðubandalagsins i stóriðjumál- um? Á ferli sinum hefur Þjóðviljinn margoft þurft að söðla gersamlega yfir og kalla það svart, sem hann áður nefndi hvitt. Fullyrðingar hans um, hvernig litrófið standi við þetta og hitt tæki- færið eru þvi litils virði — nema til þess að deyfa fyrir staðreyndunum huga þeirra manna, sem ætið dansa eftir linunni. En ávallt finnast þó meðal lesenda blaðsins einhverjir, sem eru ónæmir fyrir deyfingunni og það er til þeirra, sem Alþýðublaðið beinir spurningum sinum. Uggvænlegt ástand í norskum stjórnmálum á kosningasumri - w ÓVISSA OG RÚTLEYSI Haustið 1973 verður mikið „kosningahaust” i Skandinaviu. Þá ganga Sviar til bæði sveita - stjórna- og þingkosninga og þá ganga Norðmenn til þing- kosninga. 1 báðum löndunum rik- ir mikil óvissa um úrslitin og kosningabaráttan verður hörð. 1 Noregi munu kosningar m.a. leiða i ljós, að hve miklu leyti Efnahagsbandalagsmálið hefur enn áhrif á norsk stjórnmál og þá e.t.v. einkum og sér i lagi á stöðu norska Alþýðuflokksins, en átökin um aðildina að Efnahagsbanda- laginu risu mjög hátt innan flokksins og hafa valdið þvi, að sumir jafnaðarmenn, einkum þó úr röðum yngri mannanna, hafa sagt skilið við flokkinn og tengzt öðrum stjórnmálaöflum þótt mikið og gott verk hafi verið unnið til þess að sætta hina and- stæðu hópa innan flokksins og það hafi vfðast hvar gefið góða raun. Hin stóra spurning i norsku kosningunum er þvi ekki sú, hvernig kjósendur muni skiptast á milli flokkanna með hliðsjón af stjórnmálaástandinu eins og það er i dag heldur hin, að hve miklu leyti norskir kjosendur munu skipa sér á flokkana eftir viðhorfi sinu til máls, sem ekki er lengur á dagskrá i norskum stjórnmálum — þ.e.a.s. til tengsla Noregs við Efnahagsbandalag Evrópu. Allt frá þvi úrslit þjóðarat- kvæðagreiðslunnar um aðild Noregs að EBE lágu fyrir og stjórn jafnaðarmanna undir for- sæti Trygve Bratteli lét af völd- um, hefur einkennilegt og óvenju- legt ástand rikt i norskum stjórn- málum. Rikisstjórnin,sem farið hefur með völd i Noregi undan- farna mánuði, nýtur ekki stuðnings nema 25% kjósenda og er þvi i rauninni minna en minni- hlutastjórn — hún er i raun og veru aðeins stjórn mjög tak- markaðs hóps i norskum stjórn- málum, sem bezt sést af þvi, að Vinstri flokkurinn á nú fleiri ráð- herra en hann hefur þingmenn og staða hans er ekki sterkari en það, að ef marka má nýjustu skoðanakannanir þá á hann ekki aö fá neinn þingmann kjörinn i kosningunum i haust. Þá sætir stjórnin einnig harðri gagnrýni þeirra flokka i Stórþinginu, sem éru utan stjórnar — borgara- flokkanna ekkert siður en jafnaðarmanna — en samt sem áður vilja borgaraflokkarnir ekki fella rikisstjórnina, sem m.a. kom fram i þvi , að þegar jafnaðarmenn lögðu fram van- trauststillögu sina á stjórnina i vor um það bil, þegar Stórþinginu var að ljúka, þá tóku bæði Hægri flokkurinn og Þjóðflokkurinn undir gagnrýni jafnaðarmanna á stjórnina, en studdu hana samt þegar til atkvæða kom um vantraustið. Hinn eini þingmaður SF-flokksins i norska Stórþinginu — sem var kjörinn þingmaður jafnaðarmanna, en gekk til liðs við SF vegna „EBE-galdursins” svo notað sé gamalkunnugt orð um annan atburð — sat aukin heldur hjá við atkvæöa- greiðsluna. Þessi úrslit sýndu þaö og sönnuðu, að þótt óhugsandi sé eins og sakir standa, að ný meiri- hlutastjórn borgaraflokkanna geti myndazt að kosningum lokn- um þótt þeir fái til þess nægan þingstyrk (Miðflokkurinn hefur lýst þvi yfir, að hann muni ekki geta átt aðild að riksistjórn með Hægriflokknum og Nýja þjóð- flokknum svo lengi sem þeir geri ekki breytingu á afstöðu sinni til EBE og Vinstri flokkurinn getur ómögulega gengið til samstarfs við þann hóp, sem klauf sig út úr flokknum og stofnaði nýjan flokk haustið 1972 —Nýja þjóðflokkinn) þá eru þeir samt sem áður stað- ráðnir i að hindra, að norski Alþýðuflokkurinn komist til valda. Þvi gera núverandi stjórn- endur Noregs sér vonir um að geta haldið áfram að stjórna landinu án þingmeirihluta eftir kosningar á sama hátt og þeir hafa gert hingað til t þar eð borgaraflokkarnir muni ekki vilja fella stjórnina þótt þeir neiti að styðja hana. Þessar furðulegu kringumstæður i norskum stjórn- málum þar sem landinu er stýrt af raunverulega óstarfhæfri rikisstjórn, sem þó er ekki hægt að koma frá — a.m.k. ekki eins og sakir standa — orsaka að sjálf- sögðu mikinn rugling og vandræði i stjórnmálalifi Norðmanna og geta haft áhrif á kjósendur með ófyrirsjáanlegum hætti Það er t.d. ekki nokkur vafi á þvi, að það rótleysi og sú óvissa, sem rikir i stjórnmálalifi Norðmanna á rikan þátt i þvi, að furðumargir virðast hafa snúið til fylgis við hinn furðulega Anders Lange — Glistrup Norðmanna sem er i rauninni ekkert annað en fasisti með þokukenndar og ruglingsleg- ar hugmyndir um stjorn — og þjóðmál. Eins og nú standa sakir eru styrkleikahlutföll norsku stjórn- málaflokkanna sem hér segir: Stærsti flokkur þjóðarinnar er Alþýðuflokkurinn og á hann nú 73 þingmenn i Stórþinginu af þeim 150, sem þar sitja — hann átti 74 þingmenn, en einn þeirra sneri til liðs viö SF-flokkinn, sem engan þingmann hlaut i siðustu kosning- um. Þá hlaut norski Alþýðu- flokkurinn 46,5% atkvæöa og þvi hæsta atkvæðahlutfall alira norrænna jafnaöarmannaflokka. Næststærsti flokkurinn er Hægri flokkurinn með 29 þing- menn og 19,6% atkvæða. Þá kemur Miðflokkurinn með 20 þingmenn og 10,5% atkvæða. Fjórði stærsti flokkurinn er svo Kristilegi þjóðflokkurinn með 14 þingsæti og 9,5 atkvæða. Fimmti stærsti flokkurinn og minnsti flokkur þingsins eftir siðustu kosningar var Vinstri flokkurinn með 13 þingmenn og 9,4% atkvæða. Nú hefur hann klofnað og klofningsmenn myndað nýjan flokk, Nýja þjóð- flokkinn. sem nýtur stuðnings 9 af 13 þingmönnum, sem kjörnir voru fyrir Vinstri flokkinn siðast. Minnsti flokkur þingsins er svo SF með 1 þingmann, sem hann fékk frá jafnaðarmönnum, en flokkurinn fékk engan mann kjörinn síðast eins og áður segir. Þannig er sem sé staðan nú. En loftið i norsku pólitikinni er lævi blandið og vist er, að þessi hlutföll munu töluvert hafa raskazt þegar nýtt Stórþing hefur verið kjörið. Spurningin er aðeins sú i hverra þágu sú röskun hefur þá orðið — og hvort kosningarnar geti tryggt Norðmönnum starfhæfa rikis- stjórn, sem virðist næstum ógerningur nema þvi aðeins, að norska Alþýðuflokknum takist að vinna hreinan meirihluta. SB ALÞYÐUFLOKKSFELAG REYKJAVIKUR AUGLYSIR TVÆR FJOLSKYLDUFERÐIR TIL KAUPMANNAHAFNAR Alþýðuf lokksfélag Reykjavikur auglýsir tvær sumarleyfisferðir til Kaupmannahafnar í sumar. Er öllu f lokksbundnu alþýðuflokksfólki heimil þátftaka i þeim svo og fjölskyldum þeirra. Fyrri ferðin er vikuferð og er brottfarardagur hinn 8. ágúst n.k., en komudagur heim hinn 15. ágúst. Síðari ferðin er tveggja vikna ferð og er brottfarardagur hinn 20. ágúst. Fargjöld eru sérstaklega hagstæð og verður reynt að útvega ódýrt gistihúsnæði i Höfn fyrir þá, sem þessóska. Farnar verða skemmtiferðir um borgina svo og til Svíþjóðar meðan á dvölinni stendur. Allar nánari upplýsingar um þessar glæsilegu sumarleyfisferðir f jölskyldnanna eru gefnar á skrif- stofum Alþýðuflokksins í Alþýðuhúsinu við Hvefis- götu kl. 1-5 alla virka daga nema laugardaga. Símar: 15020 og 16724, M{ðg skammt er nú til þess, að fyrri næstunni rennur út sá timi, sem við ferðin verði fann —* $ú, $em hefst 8» höfurhtilráðstöfunartil þessaðganga ágú$t — og því hver siðastur að láta ; frá hótelpöntunum erlendis fyrfr þá, skrá sigtil fararinnar. Áhugafólki skal sem óska hótelgistingar, sérstakfega á þaö bent, að alveg á . Stjóm og ferðanefnd. v í SÓL OG SUMRI í K.HÖFN! Föstudagur 13. júlí 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.