Alþýðublaðið - 13.07.1973, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 13.07.1973, Blaðsíða 12
EVKST DRYKKJAN Að krónutölu hefur sala á- fengis aukizt allmjög á tima- bilinu frá 1. april til 30 júni miðað við sama tima i fyrra, eða sem svarar 41.5%. En þar sem veruleg verð- hækkun hefur i millitiðinni orðið á áfengisverði, gefa þessar tölur ekki tii kynna magnaukninguna. Hins vegar hefur magnaukning á undan- förnum árum vaxið nokkuð jafnt, svo ætla má að svipað hafi gerzt á þessu timabili. Á þessum öðrum ársfjórð- ungi 1973 var selt áfengi fyrir tæpar 400 milljónir króna i Reykjavik, enþað er um 130 milljón króna aukning frá fyrra ári. • Enn ein gjöf i Viðlagasjóð Sambandið afhenti nýlega Viðlagasjóði að gjöf hrein- lætistæki og kranasett fyrir tiu salerni. Tæki þessi eru af gerðinni Gustavsberg frá Gustavsberg Sanitet Fabriker i Sviþjóð og Damixa frá Dansk Metal & Armaturindustri i Danmörku. • Nýfundnalandshljóm- sveit hér á ferð Laugardaginn 7. júli koma hingað til lands unglingar úr skólahljómsveit frá Car- bonear á Nýfundnalandi, ásamt Kiwanisfélögum þar, en Kiwanis-klúbburinn þar hefur undirbúið ferðina hingað. Dessi hljómsveit hefur hlotið margvislega viður- kenningu i heimalandi sinu, m.a. þrisvar fengið 1. verðlaun i keppni skólahljóm- sveita. Hljómsveitin mun leika viða hér t.d. i Kópavogi þann 15. Þá mun og vera fyrir- huguð ferð til Akureyrar. • ofullnæg jandi kynn- ingarstarfsemi land- helgismálsins tslendingar i Norður-Þýzka- iandi (vestan megin) ályktuðu nýverið,að þótt fullnaðar sigur hafi ekki unnizt enn i land- helgisdeilunni hafi þróunin verið okkur i hag og aðeins timaspursmál hvenær and- stæðingarnir gefist upp, ef rétt er á málum haldið. Þeir benda einnig á að þessi hagstæða þróun hafi orðið þrátt fyrir ófullnægjandi framkvæmd kynningarstarfsemi islenzkra stjórnvalda á málstað Islands erlendis. innlAnsviðskipti leið /jMIL LÁNSVIÐSKIPTA f’jlÍNMWRBANKl VV ÍSIANDS SEHDI8ILAST0DIN HF GLÆPUM FJÚLGAR ÚHUGNANLEGA ÖRT Afbrotafaraldurinn hér í borginni vex hröðum skrefum, og er nú svo komið, að sjö þjófnaðir eru framdir í borginni einni á dag, að meðaltali frá áramótum, en að sögn rannsóknarlögreglunn- ar eru ekki nærri allir þjófnaðir kærðir, svo þeir eru i rauninni fleiri á dag. Það eru þó ekki eingöngu þjófnaðir, sem færast ört i vöxt, heldur fjölgar svikum og föls- unum hröðum skrefum, og berast lögreglunni nú daglega þrjú þessháttar mál að meðaltali. Þetta eru þeir málaflokkar, sem mest hafa þanizt hjá rannsóknarlögreglunni upp á sfðkastið, en i júni lok sl. hafði hn alls fengið 3.299 mál til rann- sóknar, en þess má geta, að alls bárust henni 5,759 mál allt árið i fyrra. Með sama áframhaldi verða þau 6.600 i ár, og eru um- ferðamál þá ekki talin með. Málafjöldinn i mailok nú var oröinn jafn mikill og i júnilok i fyrra. Þjófnaðarmál i júnilok nú .. eru 1251 en voru 989 á sama tima i fyrra. Svik og íalsmál nú voru 726 i júnilok, en voru 521 i fyrra, svo aukningin er ótviræð. Aukningin iþiófnaðarmálum er einkum meðal barna og unglinga enda fremja unglingar undir 16 ára aldri nú yfir helmingi allra þjófnaða, en það hefur aldrei verið i átt við þetta áður. Af svikum og fölsunum hefur mesta aukningin orðin i sambandi við ávisanir, en þrátt fyrir þann fjölda fólks, sem hefur orðið fyrir barðinu á þessháttar, virðist fólk vera jafn grandalaust, jafnvel þótt ávisanirnar séu skrifaðar af börnum eða rangt út- fylltar. — „Bretar hafa lokað öllum leiðum til samninga” 160 Bolvikingar hafa skrifað undir svohljóðandi ávarp: Vér undirritaðir ibúar i Bol- ungarvik, mótmælum harðlega flotainnrás Breta i islenzka fisk- veiðilögsögu, sem brezka rikis- stjórnin fyrirskipaði hinn 9. mai Yfir 30 riki hafa fært út fisk- veiðilögsögu sina meira en 12 mil- ur, og hefur engin þeirra þjóða, sem hefur talið sig eiga hags- muna að gæta, gripið til vopnaðr- ar ihlutunar. Hernaðarofbeldi Breta nú gegn tslendingum, vopnlausri smáþjóö, á sér enga hliðstæöui heiminum og er alger- lega einstætt i samskiptum þjóða varðandi fiskeiðilögsögu. Vér skorum á rikisstjórn ís- lands að beita öllum tiltækum ráðum, til varnar þessari svi- virðilegu árás Breta á sjálfstæði islenzku þjóðarinnar. Jafnframt verður að krefjast þess af fastaráði NATO að það fordæmi aðgerðir Breta og fyrir- skipi þeim að afturkalla flota sinn . úr islenzkri lögsögu tafarlaust. Brezk stjórnvöld hafa með flotaárás sinni i islenzka fisk- veiðilögsögu lokað öllum leiðum til samninga, nema þvi aðeins aö flotinn verði kallaður út fyrir 50 milna mörkin. Vér lýsum fullum stuðningi við aðgerðir landhelgisgæzlunnar og sérstökum þökkum til áhafna varðskipanna, i þeirra erfiða en áhrifarika starfi. • Ekki er allt gull sem glóir A baðstrendurnar við Eystrasalt er búizt við sjö milljónum sóldýrkenda I sumar, segir þýzka vikuritið Der Spiegel. Það litur óneitan- lega freistandi út. En það er ekki vist að öllum þessum sjö milljónum virðist jafn freist- andi að kæla sig i sjónum, þvi þetta er trúlegast mengaðasta innhaf i heimi. Myndin sýnir einn baðstrandargest stiga á land — og það er ekki hrein og óspillt náttúran, sem lekur þykk og svört af stúlkunni. KOPAVOGS APÚTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli ki. 1 og 3.simi40102_ heimurínn okkar FIMM á förnum vegi ".. " ............. Finnst ykkur lausung hafa aukizt að undanförnu? 1) Þóroddur Stefánsson, verzlunarmaður: Það held ég alls ekki, en hins vegar er ég ekkert sérlega á móti lausung i hinu ljúfa lifi. Aðstæöur hafa breytzt mjög á þvi sviði á und- anförnum árum og nú er komið mun meira öryggi á þetta allt saman. 2) Jens Olsen.: Ég hef nú ekki hugsaö þetta neitt sérstaklega. Enisambandi við þetta fóstur- eyðingarfrumvarp þá finnst mér að fólk ætti sjálft að sjá um þessi mál meö verjum. 3) Hafþór Róbertsson, kenn- ari.: Lausung hefur eflaust auk- izt i fjármálum á undanförnum árum. En t.d. með fóstureyðing- artillögurnar, þá er það langt frá þvi að þau beri merki um einhverja lausung heldur aðeins rökréttur hugsunarháttur. 4) Björgvin Steinþórsson, skipasmiður.: Það tel ég alls ekki vera og það ekki á neinu sviöi. Hvorki i fjármála- og at- vinnulifinu né i skemmtanalif- inu. 5) Halldóra Nlelsdóttir, hús- móðir.: Ég hef nú ekki hugleitt þetta að neinu ráöi undanfarið En ég held nú, aö lausung sé ekkert meiri en verið hefur á undanförnum árum og áratug- um nema slöur sé.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.