Alþýðublaðið - 13.07.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.07.1973, Blaðsíða 6
Þótt með leynd sé veita Bar haldsstjórnum í Afríku í up| bandarísku ríkisstjórnarinna hagslegum hagsmunum, skr Kröfurnar á hendur NATO um aö taka i taumana i styrjöld Portúgals við blökkumennina i nýlendun- um i Afriku eflast stööugt og fá sifellt meiri hljómgrunn. Til þessa hefur þessi viðleitni þó ekki haft erindi sem árangur. Þvert á móti halda Þýzkaland, England, Frakk- land og Bandarikin, öörum fremur, áfram og jafnvel i vaxandi mæli stuöningi sin- um viö hinar hvit-afrikönsku rikisstjórnir, sem óttast nú mjög vaxandi styrk afrisku frelsishreyfinganna. Til þessa hafa Bandarikin ekki verið það þessara framan- töldu rikja, sem veitt hafa hvit-afrisku rikisstjórnum mestan stuðning, en i for- setatið Nixons hefur þetta breytzt. Greinilegt gr, að Bandarikin eru að dragast inn I átök, sem að stærð til og umfangi munu skyggja mjög á styrjöldina i Indókina en einnig að þvi er varðar það ægilega blóðbað, sem hlýtur óhjákvæmilega að verða samfara og þau gifurlegu áhrif, sem þau munu hafa i Bandarikjunum sjálfum. A sjöunda áratug þessarar aldar voru bandarisk stjórn- völd mjög kuldaleg i afstöðu sinni til hinna hvit-afrisku afturhaldsstjórna. En afstaða þeirra breyttist i réttu hlutfalli við vaxandi styrk frelsishreyfinganna. Enn er hin opinbera stefna bandariskra stjórnvalda sú, að óskað sé eftir auknu frjálslyndi og auknu frjáls- ræði, en nú er ætlazt til að það komi til með auknum skilningi og breyttri stefnu núverandi valdhafa. Þessi afstaða er i beinni mótsögn við stefnu afrisku frelsis- hreyfinganna, sem krefjast þess nú sem fyrr, að nú- verandi stjórnvöld fari frá. Stefna Nixonstjórnarinnar i þessum málum kemur meðal annars fram i opin- berri yfirlýsingu um samningnum eru meðal ann- ars ákvæði um miklar lán- veitingar og vopnasendingar til Portúgals. Það sem meðal annars vekur athygli við þennan samning, er, að þvi er haldið fram að hálfu bandariskra oldungadeildar- manna og herfræðinga, að Bandarikin hafi alls ekki lengur þörf fyrir þessar her- stöðvar. Með tilvisan til þess skrifaði New York Times I þjálfun i Bandí meðal annars i he skæruliðum. Aukinn áhug: rikjanna fyrir hvitra manna og h nánum tengslum \ reynd, að þau ha gifurlega i Afrik lega virðist sem B menn hafi komiz niðurstöðu, að sendingarnar haf Portúgal og nýlendurnar: Ti „Bandarikin og Afriku á áttunda áratugnum”, er gefin var út hinn 28. marz 1970. Þar segir m.a.: „Hvað varðar portúgölsku yfirráða- svæðin i Afriku erum við enn sömu skoðunar og fyrr. Telj- um við.að ibúar þeirra eigi einir og sjálfir að ráða mál- um sínum. Sjálfs- ákvörðunarrétt þeirra ber þvi að virða. Við hvetjum til þess, að þessu marki verði náð með friðsamlegum hætti. Stefna rikisstjórnar Portúgals um umburðar- lyndi i kynþáttamálum er mikilvægur þáttur þessa máls. Við teljum, að hún hafi i sér fólgna raunverulega von fyrir framtiðina”. Veita ber sérstaka athygli óskinni um að „markinu verði náð með friðsamlegum hætti” i hinum ofanskráöum texta, bandariska stjórnin er ekki ánægð með starfsemi hinna voðalegu skæruliða frelsishreyfinganna. Þessi boðskapur var bæði skilinn og metinn á réttum stöðum. Hinn 4. apríl skrifaði suður- afrikanska blaðið The Star: „Yfirlýsing Nixons forseta um skynsamlega og frið- samlega stefnu er öðru fremur diplómatiskur sigur fyrir Lissabon, sem i 9 ár hefur bæði háð baráttu við uppreisnarmenn á hinum þrem afrisku landssvæðum en enginn vafi um ti rikisins og einnig orðið að bægja frá sér straumi al- þjóðlegra ásakana og for- dæminga vegna þess að rikið vildi halda fast i þessi svæöi”. Aukin tengsl. Að sögn bandariska blaðsins New York Times samþykkti öryggisráð Bandarikjanna — er ákveður i raun utanríkispólitik Bandarikjanna — leynilega áætlun árið 1970, er bar nafnið NSSM, 39 og fjallar hún um stuðning við hinar hvit-afrisku afturhalds- stjórnir. Varautanrikisráð- herra bandarisku stjórnarinnar, að þvi er varðar afrisk málefni, Robert Smith, lýsti siðar yfir, að „rikisstjórnin fyigi i mestu kyrrþey stefnu, sem vitandi vits stefnir að þvi að auka tengslin og sambandið við hvit-afrisku stjórnirnar i Suður-Afriku”. Orðrómurinn um að Bandarikin muni brátt viðurkenna Ródesiu ér i fullu samræmi við þetta. Atti hann upptök sin i utan- rikisráðuneytinu. Ef hin framkvæmda póli- tik virðist tvibent, þá er skemmst frá þvi að segja að raunverulegar aðgerðir eru meira en nógu greinilegar, svo að þær taka með öllu af skarið. Eigi það sér stað, til dæmis, að stofnanir Sam- einuðu þjóðanna samþykki eitt eða annað gegn hvit- afrisku stjórnunum skal bandariska stjórnin ætið greiða atkvæði á móti, það er með hvitingjunum. Banda- rikin eru ekki að hafa fyrir þvi að leyna þvi, að þau snið- ganga með öllu bann Sameinuðu þjóðanna við verzlun við Ródesiu. Sannast það til dæmis með þvi, að árið 1972 keyptu þau króm þar fyrir 13 milljónir dala. Varautanrikisráðherrann Robert Smith nefndi það sem dæmi um hina nýju stefnu, að nú yrðu herþotur seldar til Suður-Afriku, þótt það hafi áður þótt mjög óviðeigandi. Að þvi er Portúgal varðar er þvi stöðugt haldið fram, að ekki megi nota vopna- birgðirnar i Afriku. Slikt hefur þó enga þýðingu i raun, þvi að Portúgal notar öll sin vopn að eigin geðþótta, hvort heldur i þágu NATO eða I þágu eigin hagsmuna i nýlendunum i Afriku. Ekkert eftirlit er heldur með þvi haft, hvorki af hálfu Banda- rikjanna eð NATO, að bandarisk vopn verði aðeins notuö I þágu NATO og þvi eiga Portúgalir auðvelt með að fara sinu fram. Hinn 9. desember undirrituðu Portú- gal og Bandarikin nýjan samning um afnot Banda- rikjanna af flug- og flota- stöövum á Azor-eyjum. 1 leiöara er samningurinn hafði verið undirritaður? „Blökkumannastjórnir i Afriku, sem og annars stað- ar, vita, hvað sem Washing- ton segir, að þessi nýi samn- ingur hjálpar Portúgal til þess að standa undir her- kostnaðinum i Afriku”. ætlaðan áran; borizt margai að fjárfesting manna i Suði aukizt! Vopnasendingar. Bandarikin hafa á siðustu árum sent Portúgal mikið magn vopna. A árinu 1970 tóku Portúgalir að nota hið nýja aflaufgunarefni, sem Bandarikin notuðu með svo miklum og eyðileggjandi árangri i Vietnam. Út- flut'ningur Bandarikjanna til Portúgals á þessu efni fjór- faldaðist á árinu 1970. Arið eftir fengu Portúgalir tvær nýjar og stórar Boeing 707 flutningaþotur, sem nú eru notaðar til liðsflutninga til Afriku. Amerisku Cessna- flugvélaverksmiðjurnar hafa selt A-37A „Drekaflug- vélar” til Portúgals. í Vietnam voru þær búnar vél- byssum og öðrum vopnum og þóttu gefast einkar „vel”. Bell-verksmiðjurnar og Kaiser-verksmiðjurnar . seldu þyrlur og jeppa til Portúgals. Sannanir hafa fengizt fyrir þvi, að Portúgal notar ameriskar napalm- sprengjur i nýlendustyrjöld sinni. Og á hverju ári fá portúgalskir liðsforingjar Mikill ágóði. Þetta er skiljan ágóðinn af fjárfe Afriku er mjög sést bezt af < dæmi, sem ge mynd, jafnvel þ komið nokkuð til Arið 1960 nam Bandarikjanna i 975 milljónum d; 1968 nam hún 2701 dala. Árið 1968 n 671 milljón dala prósent af fjárfes er einhver mes heimi, hlutfallsie bilinu 1960-1968 n lagður ágóði Bai i Afriku 2800 mill, Eða, svo að mað með öðrum orð’ þess að fjárfe verðmætin i Afr henni verið að r verðmætum. Krefjast vern 1 Suður-Afriku en 300 bandaris fjárfest fyrir s milljónir dala. t þessari fjárfesti: prósent árið 19' hár. Amerisk f 7. júliopnaði matvörumarkaður , Fjarðarkaup h/f, að Trönulandi 8 i Hafnarfiröi. Verzlunin mun hafa mjög fjölbreytt úrval af vörum og verða allar vörur merktar með afsláttarverði. Gera má ráð fyrir aö Hafnfirðingar kunni vel að meta þessa nýju þjónustu, þar sem að allar vörur veröa þar ódýrari en almennt tiökast. Eigendur eru Sigurbergur Sveinsson (t.v.) og Bjarni Blomsterberg. ÞETTA GERÐIST LÍKA Feimni dregur menn að glasinu íslenzkir ungtemplarar héldu sitt 15 ársþing um sið- ustu mánaðamót á Sauðár- króki og mættu þar 250 full- trúar. Þingið skoraði á fræðsluyfirvöld að taka hið fyrsta inn i fræðslukerfið tal* og danskennslu, þvi telja má fullvist að feimni og minni- máttarkennd leiði mjög oft til þess að unglingar byrji neyzlu áfengis. Hafnarmálin komist í heila höfn Stjórn Hafnasambands sveitarfélaga skoraði nýverið á stjórnvöld að gera verði þjóðhagslega úttekt á þýðingu allra islenzkra hafna. Siðan verði gerð f jögurra ára áætlun um hafnarframkvæmdir, áður en tekin verði ákvörðun um stórfellda uppbyggingu ein- stakra hafna. Stjórnin bendir einnig á,að ástand hafna sé sums staðar svo lélegt.að ekki sé hægt að kaupa nýja báta, sökum aðstöðuleysis. Sökum þróunar þessara m- a’la undanfarið, varar stjórn Hafnasambandsins við þvi að blanda saman bráðabirgðaað- gerðum i hafnarmálum vegna jarðeldanna i Eyjum og upp- byggingu framtiðarfiskihafna landsins, án undangenginna athugana á æskilegri byggða- þróun. Hættir reglulegri sýna- töku vegna flúors Sýnatöku til flúormælinga, vegna Heimaeyjargossins var haldið áfram i júni á sömu stöðum og áður. Flúormagn hefur enn minnkað og var undir hættumörkum i öllum grassýnum. Ekki þykir ástæða til að taka sýni reglu- lega framvegis. Okkur vantar rúmlega tvö þúsund konur Samkvæmt tölum frá Hag- stofu íslands vorum við íslendingar 210.775 þann 1. des. siðastliðið ár og voru karlar rúmum tveimur þús- undum fleiri en konur. Fá- mennasti hreppur landsins var Loðmundarf jarðar- hreppur, en þar var aðeins einn karlmaður skráður og engin kona. Loðmundarfjarð- arhreppur var þvi sameinaður Borgarfjarðarhreppi 1. jan. 1973. Fámennasta sýslan var A-Barðastrandarsýsla, þar voru aðeins 470 ibúar, en fjöl- mennustu sýslurnar voru Gullbringusýsla, sem heldur ■hefur vinninginn, og Árnes- sýsla, báðar með hátt i niu þúsund ibúa. 1 Reykjavik voru ibúar 83.977. Eyrún komin í gagniö f Hrísey Nú fyrir mánaðamótin afhenti Slippstöðin á Akureyri nýjan 24 brúttólesta trébát, sem hlaut nafnið Eyrún EA- 157. Eyrún mun vera byrjuð handfæraveiðar frá heima- höfn sinni, Hrisey á Eyjafirði. Gosbók daginn sem gosinu lauk Daginn, sem prófessor Þor- björn Sigurbjörnsson tilkynnti opinberlega að gosinu á Heimaey væri lokið, kom fyrsts þessi by Fii Islanc með l tvisk hlutin eins i Seinn frá í gosið innar 15.1 hinc All 15.18 siðas 10799 mem Norf 3922 þeirr 428, 0 Föstudagur 13. júlí 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.