Alþýðublaðið - 13.07.1973, Síða 3
■Vestmannaeyingar fá spurningalista
STORA SPURNINGIN: VILTU HEIM?
I næstu viku verður sendur út
listi til Vestmannaeyinga, þar
sem þeir verða spurðir um
framtiðaráform sin. Er það
bæjarstjórn Vestmannaeyja
mikil nauðsyn að vita hve
margir hyggist flytja heim
strax fyrir næsta vetur þvi það
fer éftir fjöldanum, hve mikil
þjónusta verður veitt úti i Eyj-
um, svo sem skólahald.
Þeir Reynir Guðsteinsson
skólastjóri og Gisli Þorsteinsson
hafa unnið að undirbúningi
þessa spurningalista. Gisli
sagði i viðtali við Alþ.bl. i gær,
að þeir gæfu ákveðnar forsend-
ur svo sem að rafmagn yrði
komiö, heilsugæzla, verzlun,
skólahald og ýmis önnur þjón-
usta. Það færi svo eftir útkom-
unni, hversu mikil þessi
þjónusta yrði. öllum Vest-
mannaeyingum 16 ára og eldri
verður sendur listinn, og er von-
azt eftir svörum fyrir mánaða-
mót.
Ýmsar fleiri spurningar eru
lagðar fyrir fólk, svo sem hvort
það hafi vinnu i Eyjum, húsnæði
og annað, segist það ætla að
flytja þangað. Ef fólk hyggst
ekki flytja aftur til Eyja, er það
beðið að tilgreina ástæðurnar.
Ein af ástæðunum fyrir
fyrirtækjaflóttanum:
Skortur á lánsfjár-
fyrirgreiðslu
ENDURGREIÐSLA A
TOLLUM TEKUR
OFT SEX MANUDI
Ein af ástæðum þess, að hópur
islenzkra iðnfyrirtækja er nú að
flýja land er sú, hve illa er-ab
þeim búið i fjármögnunar- og
tollamálum. Eins og kunnugt er,
nýtur iðnaðurinn mjög takmark-
aðrar lánsfjárfyrirgreiðslu — á
m.a. i erfiðleikum með að fá lán
út á birgðir af framleiðsluvöru og
verður þvi að liggja með mikið fé
bundið i lager — og þau fyrirtæki,
sem framleiða úr innfluttum hrá-
efnum til útflutnings, eiga i stór-
um erfiðleikum með að fá þær
tollaendurgreiðslur, sem þau eiga
rétt á.
Kunnur iðnrekandi hringdi til
blaðsins i gær og sagði sinar farir
ekki sléttar. Hann rekur hús-
gagnafyrirtæki og flytur m.a. inn
fullunnar vörur til framleiðslunn-
Vilja
r m
nyja
Eyjaferju
Töluvert margir Vest-
mannaeyingar hyggjast ekki
flytja aftur til Eyja, fyrr en
ljóst er, að átak verður gert i
samgöngumálum þeirra
Eyjaskeggja. Samgöngumálin
voru heldur i ólestri fyrir gos-
ið, sérstaklega þó ef ekki gaf
til flugs. Eygaskeggjar telja
nýja Eyjaferju svo aðkallandi,
að þeir hyggjast ekki flytja
þangað fyrr en öruggt er, að
ferja verði smiðuð til ferða
milli Vestmannaeyja og Þor-
lákshafnar.
ar, þar eð hann getur fengið þær
þriðjungi ódýrari með þvi móti,
en með þvi að kaupa þær hér, og
eru þó innifaldir i innflutnings-
verðinu 65% tollar.
Nú á þessi maður kost á að selja
hluta framleiðslu sinnar úr landi
og á þá heimtingu á að fá endur-
greiddan þann toll, sem hann
hafði áður greitt af hinum inn-
fluttu vöruhlutum.
— En það getur tekið mig allt
upp i sex mánuði og jafnvel leng-
ur að fá þessa tollendurgreiðslu,
sagði maðurinn. Hér getur verið
, um að ræða mikla fjármuni, sem
ég á samkvæmt guðs og manna
lögum, en rikið liggur með mán-
uðum saman. Ekki er þetta til
þess að bæta þann fjárhagssvelti,
sem iðnaðurinn á við að búa, og
þessi ótrúlega seinvirkni kerfis-
ins hefur gert okkur næstum ó-
mögulegt um vik að leggja út i
iðnaðarframleiðslu til útflutnings
meðaðkeyptum hráefnum og höf-
um við misst af mörgum tækifær-
um af þeim sökum. Sömu söguna
geta allir húsgagna- og innrétt-
ingaframleiðendur sagt, og þegar
litið er til þess, að slikur iðnaður i
öðrum löndum byggist fyrst og
fremst á samsetningum
einstakra vöruhluta, sem fluttir
eru inn þaðan, sem hagkvæmast
er að kaupa þá — svampur frá
Noregi, grindur frá Danmörku, á-
klæði frá Belgiu o.s.frv. — og svo
seldir úr landi sem fullbúin hús-
gögn, þá gefur auga leið, að við
Islendingar erum alls ekki sam-
keppnisfærir á þessu sviði þar
sem okkur er gert að liggja uppi
með ómælda fjármuni i tollum,
sem við eigum að fá endur-
greidda, en skila sér ekki fyrr en
seint og um siðir. Erlendis ganga
slikar endurgreiðslur hins vegar
mjög fljótt fyrir sig, svo samsetn-
ingar iðnaðurinn þar þarf ekki að
liggjameðmikið fjármagn bundið
að þarflausu.
— Þetta er ein ástæða þess, að
ýmis iðnaður, sem hyggur á út-
flutning, er nú að flýja tsland.
MIKLIR TIMBURÞJÚFNAÐIR A KEFLAVÍKURFLUGVELLI
TðLDU OLDUHGIS
ALLT í LAGI AD
STELA STAURUM...
— annað eins færi í súginn á Vellinum
Upp hefur nú komizt um stór-
felldan timburþjófnað, en efnið
úr þvi dygði i girðingu á milli
Reykjavikur og Keflavikur,
enda er andvirði timbursins tal-
ið um ein milljón króna.
Það var i fyrra,að 1200 metra
löng girðing umhverfis mið-
unarstöð varnarliðsins við
Grindavik hvarf sporlaust.
Þegar farið var að svipast um
eftir henni sást að trémöstur, 8
til 35 metra há, voru einnig horf-
in, en möstrin hafði sölunefndin
keypt af varnarliðinu og hugðist
selja aftur.
Leið nú og beið þar til rann-
sóknarlögreglan i Hafnarfirði
frétti, að bændur austur um
sveitir höfðu verið aö gera reyf-
arakaup i girðingarefni þar
suðurfrá. Beindust böndin þá að
tveim mönnum úr Grindavik, og
játuðu þeir á sig þjófnaðinn.
/
Höfðu'þeir aðallega unnið að
þessu lim helgar, tekið á leigu
krana og kranamann, útvegað
vélsög og sagað timbrið niður á
staðnum. Var þetta timafrek og
erfið vinna, en afraksturinn
þokkalegur. Talið er, að þessir
tveir hafi stolið fyrir um hálfa
milljón.
Við yfirheyrslur vegna þessa
slættist enn eldra timburþjófn-
aðarmál inn i dæmið. Þar var
þriðji maðurinn að verki, og
hafði hann stolið miklu af staur-
um af Miðnesheiði, en sölu-
nefndin hafði i hyggju að kaupa
þá staura af varnarliðinu og
selja vitamálastjórninni til
bryggjugerðar. Var reiknað
með, aö hálf milljón króna feng-
ist fyrir þá.
Maðurinn sem þar var að
verki, hafði leigt sama kranann
og manninn til verksins, en átti
sjálfur vélsögina sem hann not-
aði við niðurskurðinn. Sú sama
sög kom reyndar lika við sögu i
málinu frá i fyrra.
Þeir sem stálu staurunum við
miðunarstöðina, hafa nú greitt
sölunefndinni 400 þúsund krónur
til baka, en hala ekki enn greitt
að fullu, þar sem sumir við-
skiptavinirnir eru skuldseigir.
Er þvi margra daga strit og
mikill tilkostnaður að engu orð-
ið, auk þess sem þeir eiga dóma
yfir höfðum sér fyrir.
Hinsvegar er enn óljóst,
hverjum þriðji maðurinn á að
greiða, þvi varnarliðið var ekki
búið að afhenda sölunefndinni
efnið, er það hvarf. Mennirnir,
sem allir hafa unnið á vellinum,
bera allir við, að þeir hafi talið i
lagi að hirða staurana, þvi þeir
hefðu horft upp á annað eins
fara i súginn á vellinum. —
Skattskrá Seltjarn-
arness gefin út
Út hefur verið gefin bók ,,úr Skattskrá Seltjarnarncss 1973”. Þaö er
Alþýöuflokksfélag Seltjarnarness, sem annast hefur útgáfu bókarinn-
, ar, cn hún mun verða seld til einstaklinga og fyrirtækja.
í þessari bók má sjá, að meðal gjaldhæstu manna á Seltjarnarnesi
eru eftirtaldir (samkvæmt stafrófsskrá) og á upphæðin við samanlögð
gjöld:
Agúsl Fjeldsted, Lindarbraut 25 708.769
Björn Jónsson, Baröaströnd 11 721.419
Ingvar Viihjálmsson, Unnarbraut 2 750.537
Jóhann Ólafsson, Melabraut 30 739.405
Magnús B. Einarsson, Miðbraut4 760.411
Magnús Haraldsson, Látraströnd 52 883.128
Ólafur Guðnason, Lindarbraut 26 856.484
l'áll G. Jónsson, Barðaströnd 9 763.906
Sigurður Þ. Guömundsson, Barðaströnd 1 728.587
Sigurður Stcfánsson, Skólabraut 19 968.272
Sigurjón Jónsson, Miðbraut 7 778.920
Það fyrirtæki sem hæst opinber gjöld greiðir, er Prjónastofan Iðunn
hf. Skerjabraut 1. kr. 956.698.
Það var sökum anna, sem banka-
stjórinn komst ekki í veizluna
Vegna fréttar í Alþýðublaðinu
um, að einn af kunnustu banka-
stjórum þjóðarinnar hafi ekki
mætt til „drottningarveizlunnar”
á Hótel Sögu, hafði forsetaskrif-
stofan samband við blaðið í gær
og bað það að koma frekari upp-
lýsingum á framfæri.
Einn af þeim, sem fengu boðs-
kort til veizlunnar, var Jóhannes
Nordal, seðlabankastjóri og frú.
Þau sendu forsetaskrifstofunni
bréf þann 12. júni þar sem þau
þökkuðu boðið, en kváðust þvi
miður ekki geta mætt til veizlunn-
ar vegna undirbúnigs að fundi
norrænna seðlabankastjóra hér á
tslandi dagana 1. til 4 júli. Bréfið
barst vel innan þeirra tima-
marka, semborðsgestum var gert
að tilkynna, hvort þeir gætu kom-
ið til veizlunnar.
Vegna mistaka og mikils álags
á starfsfólki forsetaskrifstofunn-
ar i sambandi við drottningar-
komuna var niðurlagi bréfs
Seðlabankastjórans — þar sem
hann sagðist ekki geta mætt til
veizlunnar —ekki veitt athygli og
þvi var hann skráður meðal
veizlugesta. Það vakti svo athygli
fólks, m.a. Alþýðublaðsins, að
bankastjórahjónin mættu ekki til
veizlunnar.
— En sökin er sem sagt að öllu
leyti okkar, sagði forsetaritari i
viðtali við blaðið. Okkur yfirsást,
að bankastjórinn hafði tilkynnt
okkur í tæka tið, að hann gæti ekki
mætt.
„SÆNSKA”
EKKI RIFIÐ
í BRÁÐ
Sænska frystihúsið svo-
nefnda skiptir væntanlega um
eigendur einhvern næstu
daga, en undanfarið hafa stað-
ið yfir samningar milli skila-
nefndar bankanna, sem hefur
rekið húsiö að undanförnu, og
Reykjavikurborgar um kaup á
þvi.
Að þvi er Jón Tómasson
skrifstofustjóri borgarráðs
sagði við Alþýðublaðið i gær,
hefur ekki enn sem komið er
verið rætt, hvort rifa á húsið,
þannig að takist samningar
tekur borgin aðeins við þeim
rekstri, sem verið hefur und-
anfarin ár. Þar er um að ræða
isframleiðslu fyrir togara og
frystigeymslur þar sem m.a.
er geymt kjöt.
Húsið verður ekki fyrir
framkvæmdum þeim við brú
yfir miðbæinn, sem nú standa
fyrir dyrum, en samt sem áð-
ur gerir aðalskipulagið ráð
fyrir, að það hverfi. Gert er
ráð fyrir, að þarna verði lág-
reist hús, sem hýsi verzlanir
og iðnfyrirtæki.
Föstudagur 13. júli 1973
o