Alþýðublaðið - 13.07.1973, Side 4

Alþýðublaðið - 13.07.1973, Side 4
Óhrjálegt umhverfi fjögurra fyrirtækja í Kópavogi Við Fifuhvammsveg i Kópavogi eru ein fjögur fyrirtæki, sem varla er i frásögu fairandi, ef ekki færu i kringum þessi fyrirtæki hvilik ógrynni af drasli og alls kyns viðbjóði, að vart verður með orðum lýst, eins og þeir geta gert sér i hugarlund, sem hafa orðið fyrir þeirri reynslu að sjá slika staði. Siðast i röðinni, séð frá Hafnarf jarðarveginum er vinnsluhús útgerðarfélagsins Barðans. Satt bezt að segja hefði mátthalda að umgengnin i kringum frystihús yrði að vera betri, en þarna var. Svæðið i kringum húsin er eitt moldar- flag, sundurgrafið á köflum. Frárennsli úr vinnusal og frá vélum var allt ofanjarðar, eins og sjá má, þegar gengið er norður fyrir vinnsluhúsið. Staf- ar af þessu alls kyns sóða- skapur, þarna er til dæmis eitt- hvað af mávum, sem bera W eflaust óþverrann með sér inn yfirKópavogskaupstað. A svæði vinnsluhússins er að auki þetta venjulega drasl, sem „prýðir” umhverfi svo margra fyrirtækja, eins og spýtnabrak og kofaskrifli. Þá höfum við fyrir satt að ekki hafi verið lagt klóak þarna upp eftir, heldur sé notast við rotþró. Það skal tekið fram að allt virtist vera mjög hreinlegt innandyra. Næsta fyrirtæki við Barðann heitir Vibro og selur plastein- angrun og byggingavörur, að þvi er lesa mátti á skilti fyrirtækisins. Þar úir og grúir af allskyns drasli, svo sem spýtnabraki, vélahlutum og bárujárnsplötum, ónýtum að þvi er virtist. Enn þá verra er ástandið við steypustöð Verks h/f, þar liggja kynstrin öll af véla-, krana- og dekkjarusli á rúi og stúi útum allt svæðið. Það yrði ef til vill næsta stuttur listi, ef skráð yröi hvað ekki er þar fyrir utan i óhirðu. Siðasta fyrirtækið, sem við litum á á þessu svæði. var Fjölvirkinn h/f, það fyrirtæki hafði þann mikla kost fram yfir Verk h/f, að rauðamöl hefur verið sett undir ósómann og að þvi er virðist er verið að setja upp girðingu þar.Annarsvirðast þeir ekki gefa Verk h/f mikið eftir i fjölbreytninni. I tilefni af þessu hafði blaðið samband við verkfræðing hjá Reykjavikurborg. Hann tjáði okkur, að eigendum þessara ruslahauga væri það yfirleitt sameiginlegt að halda þvi fram að i ósómanum lægju mikil verðmæti. Téður verkfræðingur kvað það af og frá, hann sagði að ef reikna ætti út verðmæti i þessu viðar svaraði varla kostnaði að hreinsa draslíð burtu. EKKERT KLOAK - EN NOTAZT VIÐ ROTÞRO O Föstudagur 13. júlí 1973.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.