Alþýðublaðið - 13.07.1973, Síða 9
íþróttir
19 ÁRA
SETUR
HEIMSMET
Það þykir ætið viðburður þegar
nýtt heimsmet i hástökki sér
dagsins ljós, enda það met sem
einna erfiðast er að bæta. Nýtt
met sá dagsins ljós i fyrrakvöld,
19 ára Bandarikjapiltur Dwight
Stones vippaði sér fyrstur fyrir
2,30 metra, og bætti þar með met
landa sina Pat Matzdorf um einn
sentimetra.
Metið var sett i Munchen, en
þar fór fram landskeppni Banda-
rikjanna, Vestur-Þýzkalands og
Sviss.
ALLIR KOMNIR
Gárungarnir segja, að það sé þetta, sem Baldur valiarstjóri sé hrædd:,stur við i kvöld. Ilonuni er alltaf illa við það, þegar völlurinn hans er
skeinindur, ogekki er að búast við mjúkum tökum, þegar iþróttamönnunum og stjórn KSÍ verður lileypt inn á völlinn hans i kvöld.
Nú er allt norræna fimleika-
fólkið komið hingað til lands, og
hafa ábyggilega aldrei jafn
margir fimir gist island fyrr. Á
morgun verður fimleikamótið
sett i Laugardalshöll, og þá segj-
um við nánar frá þvf og birtum
myndir.
IANDSLHN PRESSULEIKNUM!
Eins og við var að búast, kaus KSÍ að tcfla fram óbreyttu landsliði
til pressuleiksins á Laugardalsveliinum i kvöld, iiðinu sem stóð sig
svo frábærlega gegn Svíum i fyrrakvöld. íþróttafréttamenn tefla
cinnig fram liði, sem þeir telja mjög gott. i kvöld ætti því að sannast
það sem margir hafa haidið fram, að breiddin i knattspyrnunni okk-
ar sé svo mikil, að við getuin teflt fram tveimur svipuðum liðum.
Leikurinn i kvöld hefst um klukkan 20.30, en á undan er forleikur
er rætt um hér að neðan.
sem nanar
Til upprifjunar er hér lið KSl:
1. Þorsteinn Ólafsson IBK
2. Ólafur Sigurvinsson IBK.
3. Astráður Gunnarsson IBK
4. Einar Gunnarsson IBK
5. Guðni Kjartansson IBK,
fyrirliði
6. Marteinn Geirsson Fram
7. Gisli Torfason IBK
8. Guðgeir Leifsson Fram
9. Ólafur Júliusson IBK.
10. Matthias Hallgrimsson IA
11. Ásgeir Sigurvinsson IBV.
12. Diðrik Ólafsson Vik.
13. Friðf. Finnbogason IBV
14. Asgeir Eliasson Fram.
15. örn Óskarsson IBV
16. Steinar Jóhannsson IBK.
Lið iþróttafréttanianna er
þannig skipað:
1. Magnús Guðmundss. KR
2. Jón Alfreðsson IA
3. Magnús Þorvaldsson Vik,
4. Jón Gunnlaugsson 1A
5. Jón Pétursson Fram
6. Jóhannes Edvaldsson Val
7. Teitur Þórðarson IA
8. Hörður Hilmarsson Val
9. Hermann Gunnarsson Val,
fyrirliði.
10. Karl Hermannsson IBK
11. Þórir Jónsson Val.
12. Sig. Haraldsson Val
13. Róbert Eyjólfsson Val
14. Grétar Magnússon IBK
15. Stefán Halldórsson Vik.
16. Jón Hermannsson Árm.
Eins og sjá má, verður þetta
eflausthörkubarátta , og marga
fýsir eflaust að sjá Sviþjóðar-
farana reyna sig gegn þessu liði
sem iþróttafréttamenn hafa
stillt upp.
TVISYNN FORLEIKUR
A undan pressuleiknum, eða
um klukkan 19,45 hefst forleikur
iþróttafréttamanna og stjórnar
og nefnda KSI. Þarna gefur að
lita margan kappann, en þó
munu eflaust augu flcstra bein-
ast aö Ómari Itagnarssyni i liði
fréttamannanna, og Albert
Guðmundssyni i liði KSÍ. Það
eru ár og dagar siðan hann hefir
snert á knattspyrnuskóm.
Aðrir eru t.d. Hafsteinn Guð-
mundsson, Helgi V. Jónsson,
Bjarni Felixson, örn Steinsen,
Guðmundur Haraldsson og
fleiri mætti nefna.
Iþróttafréttamenn hafa nú
ekki eins fræg ,,nöfn” i sinum
röðum, en það segir nú ekki alla
söguna. Hins vegar hafa þeir i
markinu hjá sér mann sem
kann sitthvað i faginu, nefnilega
Helgi Danielsson. Og frammi
mun Ómar sjá um mörkin. Sem
sagt, hörkuleikur, og mjög svo
tvisýnn, þótt menn reikni nú al-
mennt með sigri fréttamann-
anna, i það minnsta i frásögnum
af leiknum.
Blikarnir elta ÍBK •
Það er eitt, sem keflviskir knattspyrnumenn óttast öðru fremur, nefnilega að lenda á móti Breiðabliksmönnum, enda geng- ur þeim yfirleitt illa i viðureign sinni við þá. Þó er það svo að lið þessi loða ótrúlega saman, það sannaðist vel þegar lið voru dreg- in saman i 1. umferð aðalhluta bikarkeppni KSl. Urslit dráttarins urðu á þennan veg: IBK-Breiðablik Fram-Haukar Valur-Vestm. Vik.-Þróttur R. FH-Þróttur N. Selfoss - Akranes Isafj.-Akureyri Völsungur- KR. Þessi umferð verður leikin 25. júli. Einn annmarki virðist þó á þessu, nefnilega sá að þrjú Reykjavikurfélög eiga heimaleik sama kvöldið. Getur svo farið að i þessu tilfelli verði að hliðra ein- hverjum leikjum. Stórleikir um- ferðarinnar verða hiklaust leikir Vals og Vestmannaeyja, IBK og Breiðabliks.
Jóhann Guðmundsson GR er einn þeirra þriggja pilta sem hafa verið valdi bæði i lnndslið og unglinga-
landslið. ilonum gekk ekki vel í Portúgal, en vonandi gengur honum betur i Silkeborg.
SÉXPILTAR VALDIR Á NAA í GOLFI í LOK JULÍ
Unglingalandslið tslands i
golfi, sem tekur þátt i Evrópu-
meistaramóti unglinga, sem
haldið verður i Silkeborg i Dan-
mörku dagana 26. til 29. júli n.k.
hefur nú verið valið.
I liðinu verða 6 piltar, sem all-
ir eru 21 árs og yngri, en auk
þeirra hafa verið valdir 4 vara-
menn, sem koma inn ef einhver
þessara 6 fellur úr. Liðið skipa
eftirtaldir piltar:
Björgvin Þorsteinsson, Golf-
klúbbi Akureyrar — (GA)
Lof-tur Ólafsson, Golfklúbbi
Ness — (NK)
Hannes Þorsteinsson, Golf-
klúbbi Akranes — (GL)
Ólafur Skúlason, Golfklúbbi
Reykjavikur — (GR)
Jóhann Ó. Guðmundsson, Golf-
klúbbi Reykjavikur — (GR)
Óskar Sæmundsson, Golfklúbbi
Reykjavikur — (GR)
Varamenn eru: Sigurður
Thorarensen GK, Atli Arason
GR, Þórhallur Hólmgeirsson GS
og Ragnar Ólafsson GR.
Fararstjóri liðsins verður
Konráð R. Bjarnason
Liðið mun halda utan strax að
loknu Islandsmótinu i golfi, sem
hefst 16. júli n.k. og stendur i sex
daga. Fara þeir utan þann 23.
júli og koma heim þann 30. júli.
Keppni þessi verður leikin
með sama fyrirkomulagi og
EM-karla i Portugal á dögun-
um, þannig að liðunum er raðað
i riðla eftir árangur fyrsta dags-
ins. I EM-karla tóku þátt þrir af
þessum piltum: Björgvin
Þorsteinsson, Loftur Ólafsson
og Jóhann Ó. Guðmundsson.
Þetta verður i fyrsta sinn,
sem unglingalandslið frá
Islandi tekur þátt i golfkeppni
frá þvi að fyrst var farið að
leika golf hér á landi fyrir nær
40 árum.
Föstudagur 13. júli 1973.
o