Alþýðublaðið - 13.07.1973, Side 10

Alþýðublaðið - 13.07.1973, Side 10
Frá mönnum og málefnum Frjálsar ástir og fóstur- eyðingar Stórir og áhrifamiklir hópar hafa i nútimanum iagt til atlögu við ástina með ýmsu móti. Visindamenn sitja með sveittan skallann við að finna um getnaðarvarnir, svo sem eins og pillu og lykkju handa konunni, en hafa hugsað minna fyrir þvi hvað karlmenn ættu að éta til að verða ófrjóir um stund — kannski vegna þess að leitendur getnaðarvarna eru karlkyns, og hafa þvi ekki kært sig um að i'ikta við manndóm sinn. Aftur á móti erkonunni sem er á ýmsan hátt ver undir það búin að nota getnaðarvarnir, og á auk þess á hættu aö fá æðasjúkdóma af pillunni, ætlað að sjá um varnirnar. Þá hefur klámið (pornóið) svokallaða lengst af snúist um konulikamann, og má af þvi draga þá röksemd að karlkynið sé enn á ferð að gamna sér. Og nú fer yfir löndin sterk alda meðmælt fóstur- eyðingum. Þetta gerist á vesturlöndum, sem virðast vera fremur mannfá, einnig hér á tslandi, þar sem þjóðinni er nauðsyn á að vaxa að tölunni til, og raunar ætti að verðlauna konur sérstaklega i hvert sinn, sem þær eiga barn. Með heimild tii fóstureyðinga er endanlega verið að varpa fyrirhöfninni og óþægindunum af ástarlifinu yfir á konuna. Það er heldur ömurlegt hlutskipti, sem konunni er ætlað á siðari hluta tuttugustu aldar, hafi eitt- hvaðmisfarizt um varnirnar, að þá skuli heimilt, að visu með hennar samþykki, að sækja fóstrið inn i liffæri hennar og rifa þaö út með illu eða góðu. Flest er nú apað eftir i frjáls- lyndinu. Hins er ekki gætt, að fóstureyðingarspursmálið og getnaðarvarnarhugmyndir eru sprottnar upp úr ægilegum vanda mannfjölgunar eins og i Indlandi, og eiga ekki við nema að mjög takmörkuðu leyti á Vesturlöndum, og varla hjá tvö hundruð þúsund manna þjóð i nær óbyggðu landi. Fram til þessa hafa fóstureyðingar verið heimilar þegar móðurinni var hætta búin. Heilbrigðri konu er engin hætta búin af barneign. Nær væri að henni væri hjálpað i stórum mæli við að sjá barninu farboða. Sá þáttur væntanlegs fóstureyðingarfrumvarps, sem fjallar um aukna kynfræðslu er sjálfsagður. Einkum þarf að fræða unga pilta um ákveðnar liffræðilegar staðreyndir i fari þeirra, þvi það er ósanngjarnt að varpa öllum vanda hinna frjálsu ásta yfir á konuna. Á þetta hefur töluvert skort, eins og dæmin um lausaleiksbörnin sanna. En það er fleira, sem mætti taka til athugunar varðandi barneignir og mannfjölgun hér á landi. Störf húsmæðra haí'a hingað til verið talin harla litils virði, svo þær hljóta yfirleitt litla viðurkenningu á þvi hve barnauppeldi er mikils verður þáttur i góðum farnaði. Hlut mæðra þarf að rétta stórlega við, og það verður bezt gert með þvi að veita þeim ivilnanir á borð við þær, sem gilda varöandi skattaframtöl hjá kon- um sem vinna utan heimilis. Það á auðvitað að vera öllum frjálst að vinna utan heimilis, en þær sem kjósa fremur að vera heima og sinna börnum sinum, eiga að njóta sömu réttinda. Það á að skrá á þær ákveðna launatölu, sem að visu verður ekki greidd öðruvisi en sambærilegum skatta og út- svarsfrádrætti. Þá hefur að nokkru verið viðurkenndur sá réttur, sem húsmóðirin á til launa. Að minnsta kosti ætti að koma þessu sanngirnismáli i höfn áður en almennt verður farið að taka upp þann sið hér á landi að rifa börn úr konum. VITUS Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi: Bretti — Hurðir — Vélarlok — Geymslulok á Volkswagen i' allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. Reynið viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar Skiphoki 25. Simar 19099 og 20988. r Glæsilegt úrval af KVENSANDÚLUM ressonat sCaugavegí /7 - ^ramrjest/egi 2 0 Föstudagur 13. júlí 1973

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.