Alþýðublaðið - 09.08.1973, Side 3
RONARNIR ORÐNIR PLAGA
A LðGREGLUÞIÖNUNUM
Drykkjusjúklingarnir,
eða þeir menn, sem eru
nefndir í daglegu tali
rónar, eru orðnir hreir,-
asta plága á lögreglunni í
Reykjavík, að því er Axel
Kvaran aðalvarðstjóri
sagði í samtali við
Alþýðublaðið. ,,Þessum
vesalings mönnum er
bókstaflega fleygt út á
götuna næringarlausum
og klæðlausum, og sagt
um þá, að ,,þeir séu von-
lausir greyin". sagði
Axel, ,,Og þótt við getum
alls ekki sinnt þeim, þá
gerum við það, — og
munum gera áfram".
Að sögn Axels eru ýmsir
innan lögreglunnar, sem
gera allt hvað þeir geta til
að liðsinna þessum
mönnum, gefa þeim jafn-
vel mat fyrir fé úr eigin
vasa, því margir eru svo
máttfarnir af næringar-
skorti, að þeir komast
varla frá lögreglustöð-
inni, þegar þeim er sleppt
út á morgnana.
,, Fangageymslan er
ekkert sjúkrahús hér
frekar en annars staðar",
sagði Axel Kvaran, „Hún
er fyrir afbrotamenn, og
það segir sig sjálft, að
ekki er mikið pláss fyrir
þá, þegar margir þessara
róna eru settir inn jafnvel
tvisvar til þrisvar á sólar-
hring, — og þótt ég viti
ekki hvað þeir eru margir
gizka ég á, að hér í borg-
inni séu ekki færri en
fimmtíu rónar, sem
hvergi eiga höfði sínu að
halla, nema hjá okkur".
Raunar er til eitt at-
hvarf fyrirþessa heimilis-
lausu róna, auk fanga-
geymslunnar, en það er
Gistiskýlið við Þingholts-
stræti. En að sögn Axels
er það aðeins opið frá
klukkan tíu á kvöldin til
tíu á morgnana, og
mönnum er ekki hleypt
þar inn nema á tímabilinu
kl. 10—12 á kvöldin. „Éq
efast þó ekki um, að þeir
hjá Félagsmálastofnun
Reykjavikur vinna að
þessum málum eins og
þeir geta, en það sem
þessir drykkjusjúklingar
þurfa er sjúkrahúsvist, og
það þarf jafnvel að svipta
þá sjálfsforræði. Þetta
eru sjúklingar, og ég hef
oft notað þá samlíkingu,
að enginn læknir mundi
vísa dauðvona krabba-
meinssj úklingi út af
sjúkrahúsi sínu á þeirri
forsendu, að hann sé von-
laus og ekkert fyrir hann
að gera. Og skepnum er
ekki einu sinni fleygt
bjargarlausum út a
götuna, þeim er sýnd
meiri mannúð en rón-
unum", sagði Axel
Kvaran að lokum.
„SKEPNUM SÝND MEIRI MANNÚÐ, EN RÖNUNUM”
SEGIR AXEL KVARAN, AOALVARÐSTIÖRI
LÖGREGLAN LYSIR
EFTIR TVEIMUR
PILTUM, SEM
SÍÐAST SAUST
MEÐ SUMARLIÐA
Stigarnir
gleymdust
alveg
Hópur málara og annarra iðn-
aðarmanna i Austur-Berlin
þurftu að glima við óvanalegt
vandamál i nýju ibúðarhverfi i
bænum Frankfurt við landamæri
Póllands fyrir skömmu.
Þegar þeir komu i hverfið, þar
sem þeir áttu að vinna við að fin-
pússa húsin urðu þeir að senda
skýrslu til vinnuveitandans, þar
sem frá þvi var skýrt, að þeir
kæmust ekki nema á fyrstu hæð
húsanna. A verkfræðiskrifstofu
bæjarins hafði nefnilega gleymzt
að gera ráð fyrir stigum i húsun-
um.
Neues Deutschland, aðalmál-
gagn kommúnistaflokksins, seg-
ir, að iðnaðarmennirnir haldi enn
til á neðstu hæðinni þar sem þeir
hafa ekki þjálfun i stangarstökki.
Leiðsla
yfir
túndruna
Lagning hinnar umdeildu oliu-
leiðslu þvert yfir túndrur Alaska
hefur verið samþykkt i kanadiska
þinginu með 221 atkvæði gegri 197.
Miklar oliulindir fundust i norð-
urhluta Alaska fyrir fimm árum,
en lagningu 1500 km. langrar oliu-
leiðslu frá lindunum var frestað
vegna andstöðu umhverfis-
verndarmanna.
Atta stór oliufélög, m.a.
British Petroleum, Standard Oil
og, Atlantic Richfield hafa gert
samning um oliuvinnsluna, og
ráðgert er, að olian taki að renna
þarna áriö 1977.
1 fulltrúaráðinu var samþykkt
tillaga til breytingar á lögunum
um lagningu leiðslunnar, og er
þar gert ráð fyrir, að andstaða
umhverfisverndarmanna geti
verið tekin fyrir til nýrrar yfir-
vegunar. Þrátt fyrir, að lagningin
var samþykkt i fyrrakvöld ber
það mikið á milli i skoðunum
þingdeildanna. Þvi veröur að
koma til nýrra umræðna áður en
framkvæmdir geta hafizt. —
Möguleiki á, að dómstólarnir geti
tekið málið upp eru enn til staðar.
Auglýsingósíminn
okkar er 8-66-60
Nafn piltsins, sem Alþýðu-
blaðið skýrði frá i gær, að hefði
fundizt látinn i Hvitá, skammt
fyrir neðan Barnafossa, er
Sumarliði Einarsson. Hann bjó
að Búlandi 12 i Reykjavik og var
18 ára gamall. Að sögn Krist-
mundar Sigurðssonar, rann-
sóknarlögreglumanns, er ekki
vitað ennþá, hvernig lát Sumar-
liða bar að höndum, þar eð ekki
hefur náðst til tveggja pilta,
sem siðast sáust á gangi með
honum i grennd við Hvitá.
Annar pilturinn er úr Sandgerði
en hinn úr Grindavik, en lög-
reglan veit ekki nöfn þeirra.
Mikilvægt er, að þeir gefi sig
fram við rannsóknarlögregluna
i Reykjavik.
Sá eini, sem er til frásagnar
er ökumaður bils þess, sem
Sumarliði fór i, ásamt þriðja
manni á íöstudagskvöldið að
Húsafelli. Hann skildi við félaga
sina tvo, ásamt fimm piltum,
sem þeir tóku i bilinn við hliöið
inn á mótssvæðið, á móts við
Barnafossa, en þeir ætluðu að
fara yfir göngubrú á ánni og
ganga inn á mótssvæðið, þar
sem þeir ætluðu að hitta öku-
manninn. Það siðasta, sem
piltur þessi sá til Sumarliða
heitins, var, að hann dróst aftur
úr félögum sinum, ásamt
piltunum frá Grindavik og
Sandgerði.
Þegar ökumaðurinn kom á m
mótssvæðið hitti hann félaga JJ
sinn, sem hafði verið i bilnum m
frá Reykjavik, og spurði um ■
Sumarliða, en hann vissi ekkert m
um feröir hans
Fóru þeir að svipast um eftir ■
Sumarliða á mótssvæðinu og £
leituðu aiia nóttina og allan m
laugardaginn. Að lokum leituðu JJj
þeir til lögreglunnar á staðnum, m
sem sýndi þeim yfirhöfn, og JJ
könnuðustþeir við, að Sumarliði m
ætti hana. Skýrði lögreglan þá ■
frá þvi, að yfirhöfnin hefði m
fundizt við ána, en skammt frá ■
hefðu þeir fundið pilt, sem þurfti m
aðhlynningar við. Siðan fór sá ■
piltur, en félagar Sumarliöa m
héldu, að þetta hefði verið hann ■
og hættu leitinni á þeirri for- m
sendu, að hann hefði slegizt i ■
hóp með einhverjum öðrum og J
farið frá Húsafelli. Einnig kom i ■
Ijós, að skátar höfðu leitað aö JJ
manni, sem siðar kom fram, ■
alla aðfaranótt laugardagsins J
en ekki orðið varir við Sumar- ■
liða. ■
ÚTISKEMMTANIR
(ENDURSKOÐUN
360 MILUONIR
ÚR NORSURSJð
„Helgin var miklu rólegri en
búizt var við. En það er ekki
nokkur vafi á þvi, að Æskulýðsráð
og landssamtök ungmennafélag-
anna koma bráðlega saman til að
ræða um þessar tvær miklu
ferðahelgar, þ.e. hvitasunnuna og
verzlunarmannahelgina, þar sem
svo óvænt var lokað ákveðnum
svæðum, þar sem samkomuhald
hefur verið áður”, sagði Reynir
Karlsson, æskulýðsfulltrúi ríkis-
ins, i viðtali við Alþýðublaðið i
gær.
,,Ég er yfirleitt á þeirri skoðun,
að um verzlunarmannahelgina sé
nauðsyn á skipulögðum útisam-
komum til þess, að þeir stóru hóp-
ar, sem hvort sem er fara út á
land, hafi einhverja aðstöðu.
Þá benti Reynir á þá reynslu,
sem hann fékk fjögur ár i röð,
þegar hann fór um verzlunar-
mannahelgar i Þórsmörk, þar
sem 5—6000 unglingar dvöldu á
óskipulögðum útisamkomum.
Æskulýðsráð stóð þá fyrir þvi, að
hjálparsveitir fóru á staðinn, „og
ekki veitti af”, sagði hann. Þess-
ar samkomur gjörbreyttust til
batnaðar, þegar ungmennafélög-
in tóku að sér samkomuhaldið og
buðu upp á skipulagöar skemmt-
anir, að sögn Reynis.
Jón Guðbjörnsson, formaður
Ungmennasambands Borgar-
fjarðar, sem stóð að útisamkom-
unni að Húsafelli, sagði við Al-
þýðublaðið, að óæskilegt sé, að
samkomurnar séu svo fáar og
stórar. Þrátt fyrir færri útisam-
komur nú en i fyrra, sökum lok-
unar útivistarsvæða skógræktar-
innar fyrir skipulögðum sam-
komum, hefur mannfjöldinn
aldrei dreifzt jafn mikið og nú, og
að sögn Jóns var fjöldinn á Húsa-
felli alveg hæfilegur. Sú breyting
varð þó frá i fyrra að mun meira
var um unglinga, en fjöldi fjöl-
skyldna var svipaður. I fyrra
sóttu samkomuna 3—4000 manns,
en I ár 5—6000.
Þessa óvanalega miklu dreif-
ingu mannfjöldans um landið
vildi Jón skýra þannig, aö fólk, og
þá sérstaklega fjölskyldufólk,
hafi viljað breyta til og dvelja um
helgina á stað þar sem ekki var
von á miklum mannfjölda, „en
það er ekki þar með sagt, að þetta
fólk sé hætt að sækja útisamkom-
ur. Ekkert er liklegra en það
komi næsta ár”, sagði Jón.
Um samkomuna að Húsafelli i
heild sagði Jón, að vitanlega væri
hann aldrei ánægður á meðan vin
væri haft um hönd á samkomu,
sem á að vera vinlaus.
Sildarbátarnir islenzku halda
áfram að gera það gott i Norður-
67.000
tapaðir
Tapaðar vinnustundir vegna
verkfalla fyrstu sex mánuði
þessa árs eru áætlaðar 66,780,
segir i fréttabréfi Kjararann-
sóknarnefndar.
1 fyrra voru tapaðar vinnu-
stundir vegna verkfalla sam-
tals 126,105, árið 1971 voru þær
204,729, árið 1970 voru þær
629,242 og árið 1969 flestar, eða
732,150 talsins. Frá árinu 1960
hafa þær verið fæstar áriö 1964
eða 25,345 talsins.
I sjónum. 1 siðustu viku seldu þeir
I fyrir 60 milljónir og hafa þeir þá
frá upphafi vertiðar selt fyrir 360
milljónir. Á sama tima i fyrra
höfðu þeir aðeins selt fyrir 180
milljónir.
30 bátar fengu afla i siðustu
viku, og þar af seldu 27 i Hirthals i
Danmörku en þrir seldu i Þýzka-
landi. Var meðalverðið heldur
hærra i Þýzkalandi. Mestan afla
höföu Guðmundur RE og Gisli
Arni RE, en yfirleitt var afli bát-
anna góður.
Heildaraflinn i siðustu viku var
2.532 lestir, og var þá frá byrjun
vertiðar orðinn 16,647 lestir. Þrjú
aflahæstu skipin i ár eru Loftur
Baldvinsson EA 1,049 lestir
(verbmæti 26,3 milljónir, Gisli
Arni 1,222 lestir (verömæti 24,5
milljónir) og Súlan EA 1,035 lestir
(verðmæti 23,2 milljónir).
--------------------------o
Fimmtudagur 9. ágúst 1973