Alþýðublaðið - 09.08.1973, Síða 5
lalþýðu
Alþýöublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
stjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
l'Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf.
Jöfn menntunaraðstaða
Um verzlunarmannahelgina hefur unglinga
og æskufólk mjög borið á góma manna á meðal,
eins og reyndar svo oft áður. Þetta leiðir hugann
að þvi, að i næsta mánuði hefjast skólarnir á
nýjan leik og mikill hluti þessa umrædda fólks
sezt á skólabekkinn.
Námsbrautin er oft þyrnum stráð, ekkert sið-
ur en aðrar brautir. T.d. má nefna, að af 1627
nemendum, sem þreyttu landspróf á siðastliðnu
vori, náðu 693 þeirra ekki tilskilinni framhalds-
einkunn, en það hlýtur að vera markmið flestra,
sem próf þetta reyna. Tæplega 700 nemendur is-
lenzkra skóla urðu þvi að bita i það súra epli i
vor að ná ekki landsprófinu, sem þeir stefndu
að. 189 nemendur voru þó það nálægt þvi að ná
framhaldseinkunn, að þeim er heimilt að endur-
taka i haust próf i vissum greinum. Vonandi
hafa þeir notað timann vel i sumar, svo að þeir i
prófunum i haust uppskeri réttinn til frekara
framhaldsnáms.
Krafan um, að allir fái sem jöfnust og bezt
tækifæri til þess að njóta hæfileika sinna og
hæfni, er afdráttarlaus. Þjóðfélaginu ber
skylda til, að allir nemendur, hvar sem þeir eru
búsettir á landinu, fái sem jöfnust tækifæri til
náms og þroska. Þetta er grundvallaratriði i
mannréttindum. Að þessu ber að stefna, enda
þóttþað kosti mikla fjármuni. Að gera það ekki,
getur orðið ennþá dýrara, þótt málið sé bara
skoðað frá fjárhagslegu sjónarmiði.
Þegar litið er á skýrslur um landsprófið i vor,
koma ýmsar athyglisverðar staðreyndir i ljós.
Meðaleinkunn nemenda i skólum Keykjavikur
og nágrennis reyndist 0,3 hærri en meðalein-
kunn nemenda utan þessa svæðis. Það er ekki
litið, þegar þess er gætt, að þetta er meðaltal i
stórum nemendahópi. Þessi munur virðist vera
mestur i sögu, ensku, dönsku og stærðfræði. í
öllum þessum námsgreinum er meðaltalsmun-
urinn um 0,5. Þetta er alvarleg staðreynd, sem
nauðsynlegt er að velta fyrir sér.
Hvers vegna kemur i ljós þessi greinilegi
munur? Er fólkið utan Reykjavikursvæðisins
verri hæfileikum búið, en ibúarnir á Reykjavik
og nágrenni? Nei, það er fráleitt. Eru þá kenn-
ararnir og þá um leið skólarnir úti á landi lakari
en hér á Reykjavikursvæðinu. Það er ekki
ósennilegt, þegar á heildina er litið, en þó er það
ósannað mál. Langliklegasta orsökin fyrir þessu
er sú, að börnin utan Reykjavikursvæðisins hafa
að meðaltali verið styttri tima i skóla en börnin i
Reykjavik og nágrenni og þar af leiðandi ekki
fengið jafngóðan undirbúning og þjálfun.
Ef við litum á námsgreinarnar, þar sem mun-
urinn reynist mestur, þá eru þar á meðal er-
lendu tungumálin og stærðfræðin. Þetta eru
einmitt þær námsgreinar, sem hvað mesta
þjálfun þurfa og æfingu. Sjálfsnám i þeim er
erfiðara en i öðrum greinum og þær þurfa lang-
tima þjálfun, svo að kunnáttan i þeim verði
nemendunum handhæg og eðlileg i notkun.
Þetta eru staðreyndir, sem ekki verður hægt að
ganga fram hjá, þegar farið verður að fjalla um
grunnskólafrumvarpið i haust.
Höfuðmarkmið hinna væntanlegu grunn-
skólalaga hlýtur að vera að gefa öllum börnum
á landinu sem jöfnust tækifæri til náms og
þroska. Til þess eru efalaust margar leiðir. Eitt
af þvi, sem þegar hefur verið gert, er að veita
þeim nemendum, sem búa fijarri heimilum sin-
um nokkurn námsstyrk. Þvi verki kom Gylfi Þ.
Gislason i framkvæmd meðan hann var
menntamálaráðherra. Þótt þann styrk þurfi að
sjálfsögðu að auka, hefur hann komið mörgum
nemandanum að góðu gagni.
FRÁ JAFNAÐARMONNUM f SVIÞJOÐ
ERIC HOLMQVIST INNANRIKISRÁÐHERRA VERDUR FYRIR SVÖRUM
ATVINHULEVSIER
ALVARLEGT VANDAMÁL
Hvert er mat jafnaðar-
manna á atvinnu-
leysinu?
Það er rétt, að hér hefur verið
mikið atvinnuleysi miðað við
sænskar aðstæður, ekki sízt þegar
litið er til stefnu okkar að koma á
„fullri atvinnu”. En það liggur
íika i augum uppi, að ef við hefð-
um ekki haft útfærða vinnu-
markaðspólitik og atvinnupólitik,
heldur látið hin „frjálsu”
markaðsöfl leika lausum hala,
hefði atvinnuleysið verið miklum
mun meira.
Atvinnuleysi er alvarlegt mál.
Það er alvarlegt fyrir þjóðfélagið
og þó miklu fremur fyrir einstak-
linginn, sem fyrir þvi verður. En
I sambandi við þetta gleymum við
iðulega, að á árunum 1960-1970
lánaðist okkur að veita 300
þúsundum manna atvinnu um-
fram það, sem áður var, og nú
siðustu árin — þótt slæm hafi
verið — hefur okkur lánazt að
halda jafn mikilli atvinnu og
áður.
Það er atvinnuleysi, og
hvernig geta þá
jafnaðarmenn talað um
atvinnu handa öllum?
„Atvinna fyrir alla” er fram-
tíöarmiðið i stefnu jafnaðar-
mannaflokksins i atvinnumálum
og málum einstakra héraða, eins
og hún var greind á siðastliðnu
hausti. Við þorum að setja
markið hátt, af þvi að á liðnum
áratug tókst okkur að auka at-
vinnuna svo mikið hér i þessu litla
landi.
1 þessu felst ekki, að unnt sé að
tryggja sérhverjum manni vinnu
á sérhverjum stað i landinu, og
ekki heldur hitt, að allir menn
geti ævinlega stundað þá vinnu,
sem þeir i upphafi völdu sér eða
lentu i. Þaö verður ætið tima-
bundið atvinnuleysi, það verður
hnignun á einhverju vinnusviði,
fyrirtæki fækka fólkið eða gefast
upp.
En þeir, sem þannig verða fyrir
atvinnumissi, eiga að fá
sameiginlegan stuðning frá okkur
öllumhinum, sumpart i erfiðleik-
um meðan atvinnuleysið stendur
yfir og sumparti tilraunum að fá
þeim nýja vinnu sem fyrst.
Hvaða tilraunir áttu
við?
Okkur hefir auðnazt að veita
300.000 mönnum fleiri en áður at-
vinnu á liönum áratug vegna
þess, að 1960 höfðum við kjark til
að setja á söluskatt i andstöðu við
alla aðra flokka. Á þann hátt fékk
þjóðfélagið fé til að auka starf-
semi hins opinbera, það er að
segja hjúkrun, skóía elligæzlu,
barnagæzlu og þar fram eftir
götunum, og fengu margir at-
vinnu við það. Margt hefur verið
gert i sömu átt á landsvæðum,
þar sem atvinnulifið átti i
kröggum. Og viða hafa konur
komizt i störf, þar sem þær áttu
áður erfitt með að fá nokkuð að
gera.
Þar að auki höfum við komið
málum þannig fyrir, að menn
hafa fengið vinnu viða þar, sem
atvinnurekendur gátu ekki veitt
næga vinnu eða einstök fyrirtæki
biluðu, og mætti nefna þess mörg
dæmi viða um landið.
Með atvinnumenntun, verndun
verkstæða, kröfum um breyting-
ar á aðbúnaði við menn og með
styrk til örvunar fyrirtækjum
hafa stórir hópar manna, sem
aldrei datt i hug að þeir yrðu
sjálfstæðir starfsmenn, fengið
tækifæri til jákvæðs framlags,
ekki aðeins þeim sjálfum til
ánægju, heldur öllum almenningi.
Fjöldi verkamanna og
annarra starfsmanna
eru ekki öruggir, þótt
þeir hafi atvinnu sem
stendur. Hvað gerið þið
til að tryggja afkomu
þeirra?
Iðnaðarþjóðfélagið eins og það
er nú einkennist af breytingum,
hagræðingu og tæknilegri þróun.
Það er sama, hvort þar er auð-
valdsskipulag eða þau kalla sig
sósialisk eða eru blendingur af
hvoru tveggja, eins og er hér hjá
okkur.
Það, sem viö getum reynt með
stjórnmálastefnu okkar, er að
veita mönnum öryggi i
breytingunum. Sumir þættir i at-
vinnumálastefnu okkar og vinnu-
málastefnu eru miðaðir við þetta.
Ég held að ellistyrkur og atvinnu-
skiptastyrkur til handa þeim,
sem nálgast eftirlaunaaldur —
svo að eitthvað sé nefnt — þyki
mörgum vera til verulegra bóta.
Við vinnum nú að þvi að tryggja
atvinnuöryggið stórum. Þar er
meðal annars ætlunin að tak-
marka uppsagnarrétt vinnu-
veitandans. Þar er lika gert ráð
fyrir þvi, að maður, sem hefur
verið i vinnu sex mánuði sam-
fleytt eða eitt ár samanlagt
siðustu tvö ár, fær tveggja
mánaða uppsagnarfrest sé hann
orðinn 25 ára, þriggja sé hann
orðinn 30 ára, 4 sé hann 35 ára, 5
sé hann 40 ára og 6 mánaða sé
hann orðinn 45 ára.
Við aukum lika atvinnuleysis-
tryggingarnar sjálfar. Við leggj-
um mikið kapp á að endurbæta
atvinnulifið og styrkja aðstöðu
starfsfólksins i verksmiðjum,
skrifstofum og hvar sem unnið er.
Þetta verður til að auka öryggi
verkamanna og allra starfs-
manna.
Geta menn fengið vinnu
i öllum hlutum landsins,
svo að þeir neyðist ekki
til að flytja?
Þvi miður er enn mikill munur
á lifskjörum manna i ýmsum
landshlutum. Væri hömlulaus
samkeppni látin ráða á atvinnu-
sviðinu, yrði sá munur enn meiri
og hefði háskalegustu afleiðingar
ekki aðeins fyrir einstaklinga
heldur fyrir heil héruð.
En nú hefur okkur lánazt að fá
allmikið fylgi i þinginu með
stefnu okkar i aðgerðum vegna
ýmissa héraða. Sú stefna hefur
þegar sannað gildi sitt. Nú ætlum
við með marvislegum aðgerðum
að efla atvinnu i öllum hlutum
landsins. A þann hátt sýnist ekki
langt undan að ná þeim jöfnuði
milli héraða, sem við stefnum að.
Við stefnum að þvi meðal
annars, að menn, sem ekki
komast hjá að flytja búferlum,
eigi þó kost á að fá atvinnu i sama
léni (héraði). En i ekki stærra
landi en hér er verða menn ætið
að flytjast eitthvað til: til betur
launaðra starfa, til sérfræði-
starfa, til betri menntunar og svo
framvegis. Það á mönnum vita-
skuld að vera frjálst. Og verði
menn atvinnulausir vegna þess
t.d. að vélavinna eykst við
skógarhögg eða mjólkurbú leggst
niður,þá verður samfélagið að
sjálfsögðu að hlaupa undir bagga
til að mynda með nýþjálfun, ef
þeir þurfa að skipta um starf, eða
við flutninga til annars staðar, ef
ekki tekst að útvega þeim nýtt
starf á staðnum þrátt fyrir allar
tilraunir okkar i þá átt.
Hvers vegna skipta
kosningarnar 1973 svo
miklu máli?
Fyrir fjórum áratugum tókum
við á okkur ábyrgðina á að
stjórna fátæku landi, þar sem
mikið bar á almennu atvinnu-
leysi, miklu ranglæti og stétta-
mun. Með markvissri umbóta-
stefnu til samstarfs og samá-
byrgðar höfum við gert sam-
félagið öruggara og betra.
Markmiðið flyzt
sifellt fram á við og starfið heldur
áfram. En þróuninni fylgja
jafnan ný vandamál. Til þess að
ráða við verkefnin, sem fram
undan eru i okkar litla iðnaðar-
þjóðfélagi, er nauðsynlegt að i
þinginu sé meirihluti, sem hefur
kjark til að framkvæma
breytingar, sem gera þarf, og er
jafnframt reiðubúinn að koma
sameiginlega á þvi öryggi, sem
hver einstaklingur hefur rétt á að
heimta.
Borgaraleg hugmyndafræði,
sem treystir á að svonefnd frjáls
framleiðsluöfl ráði öllu á hinn
bezta veg, er enginn vettvangur
fyrir stjórnmálastefnu, sem
heimtar að við getum veitt at-
vinnuleysingjum vinnu og jafn:
framt náð hinu háttsetta marki,
„atvinna handa öllum”.
Af þessum ástæðum skiptir það
miklu máli, að verkalýðs-
hreyfingin haldi ábyrgð á
stjórnarstefnunni einnig eftir 16.
september 1973.
FERÐAHAPPDRÆTTI SUI.
Nú er búiö að draga hjá borgardómara i feröa-
happdrætti SUJ og þar biöa nú vinningsnúmerin
innsigluð. i
Þeir, sem fengiö hafa miöa, en enn ekki gert skil
eru beðnir að gera þaö sem allra fyrst, svo að hægt
veröi aö birta vinningsnúmerin.
SUJ.
Fimmtudagur 9. ágúst 1973