Alþýðublaðið - 09.08.1973, Side 6
Roger Moore — James
Bond er l vanda og hættu
staddur. Miklum vanda og
bráöri hættu. Það eru bóf-
arnir, eins og venjulega,
sem leitast við að koma
honum i sjálfheldu og
ganga frá honum, og veita
honum nú eftirför af sliku
offorsi, að ekkert er sýnna
en þeim takist það. Hrað-
báturinn hans skriður að
visu með 90 km hraða á
klst. . . . en þá gerist það,
aö Bayou-lónið þrýtur
skyndilega, og fyrir stafni
hraðbátsins er mjótt eiði,
sem skilur það frá öðru
lóni. Og það færist heldur
en ekki djöfullegt sigur-
glott á illyrmisleg bófa-
trýni hinna alþjóðlegu
glæpahunda. . . nú kemst
Bond ekki úr klóm þeirra,
óekki, . .!
Hinn vandlega greiddi
og tizkuklæddi ofurhugi
kann hvorki að vikja né
hika og hefur aldrei kunn-
aö. Hann stefnir hraðbát
sinum beint á eiðið, þar
sem nokkrir af glæpa-
hundunum hafa gert hon-
um fyrirsát. Og i næstu
andrá gerist svo það, sem
þeim hefur aldrei komið til
hugar — og trúa i rauninni
alls ekki þó þeir sjái það
eigin augum. Það er eins
og hraðbáturinn bókstaf-
lega taki undir sig stökk,
þegar Bond stefnir honum
upp á við, og lætur hann
siðan halda skriðinum yfir
höfði þeim og bilum, yfir
eiðiö, sem er vel 30 m á
breidd og lendir honum á
réttum kili á næsta lóni,
þar sem hann heldur
áfram siglingunni, án þess
að draga úr hraðanum, og
án þess að hár raskist á
höfði hans. Og allir hinir
mörgu aðdáendur ofur-
hugans munu gapa af
undrun og andvarpa af
feginleik, þegar þeir sjá
þessar furður og ósköp
gerast á kvikmyndatjald-
inu!
’ Eins og aðrar James
Bond-kvikmyndir, ein-
kennist þessi nýja mynd —
,,Live and Let Die” nefnist
hún á enskunni — af æsi-
legri og furðulegri atburð-
arás og hinum ótrúlegustu
dirfskubrögðum 007, sem
varðar slóð sina flökum af
gereyðilögðum hraðbát-
um, þyrlum, flugvélum og
hraðskreiðustu bilum.
Frægð.
Sérhver ný James Bond
kvikmynd skákar þeirri
næstu á undan hvað öfgar i
átökum, tiltækjum, tækni-
brellum og æsileik snertir.
Og þessi kvikmynd er þar
sizt undantekning.
Þarna gerist James
Bond meðal annars
vængjað foglmenni, sem
stiklar yfir hylji krökka af
krókódilum, æðir i hraðbát
kringum hús og tré — að
minnsta kosti er allt þann-
ig i pottinn búið að við trú-
um þvi.
Að sjálfsögðu hlýtur
dýrlingurinn fyrrverandi^
Roger Moore, alla frægð-
ina, aðdáunina og kven-
hyllina fyrir að drýgja all-
ar þessar dáðir, enda þótt
þaö séu allt aörir sem af-
rekin vinna, þrautþjálfað-
ir, fifldjarfir staðgenglar,
sem hætta lifi og limum
fyrir „garpinn”, svo hann
,geti haldið áfram að vekja
hjartslátt kvenna með
egghvöss brot i buxunum
og hárið skipt eftir reglu-
striku. Að visu fá þessir
sönnu garpar vel greitt ó-
mak sitt, en þeirra er
hvergi getið.
Kvikmyndahúsagestirn-
ir sjá Roger Moore sitja
undir stýri á hraðbátnum,
en án þess að þeir sjái þok-
ar hann um set fyrir öðr-
um, áður en sjálft „heljar-
stökkið” hefst. Sá maður
heitir Jerry Comeaux, þri-
tugur lögfræðingur, ó-
kvæntur, sem hafði það
einhvern veginn á tilfinn-
ingunni að störf mála-
færslumanns i New Orle-
ans gætu orðið þreytandi
fábreytileg til lengdar.
Hann gerðist þvi hættu-
leiksstaðgengill.
Það er hann sem fram-
kvæmir öll hættubrögðin i
hraðbátnum, en sjálfur
segir hann að þau hafi i
rauninni ekki verið svo
hættuleg. Þau hafi öll ver-
iö undirbúin af itrustu ná-
kvæmni, fullyrðir hinn
sterklegi lögfræðingur.
„Fyrst gengum við á vit
tölvu og létum hana reikna
allt út,hvaða hraða mundi
þurfa, hvaða hornstefnu,
hvaða þunga til þess að
hraðbáturinn gæti hafið
sig fimm metra i loft upp ,
og yfir eiði, sem er meir en
þrjátiu metrar á breidd.
„Við smiðuðum jafnvel
eins konar „stangar-
stökksbát”, til þess að við
gætum prófað hversu hátt
hann lyfti sér”.
„Eg dáðist mjög að þvi
hve nákvæmlega allt var
undirbúið. Þeir eyddu
2,300,000 dollara einungis
á þennan eltingarleik
hraðbátanna, sem stendur
þó ekki nema i 9 minútur á
sýningartjaldinu”.
Fullkomið.
Af þessari upphæð eyddu
þeir vel hálfri milljón doll-
ara i æfingar. Og smám
saman urðum við undir
það búnir að taka stóra
stökkið þegar æfingarnar
höfðu staðið nokkrar vik-
ur.
„Þegar slikt stökk er
tekið, má sumsé ekki
neinu skeika. Ég varð að
hitta skápallinn, svo ekki
skakkaði þumlungi —• ann-
ars hefði ég samstundis
horfið úr tölu lifenda og
tekið nokkra af leikurun-
um með mér”.
„Mér gafst ekki neitt
tóm til að hræðast. Ég
varð að einbeita mér að
réttum hraða, 85—90 km á
klst. þegar ég stefndi á
land”.
„Ég steig af bensingjöf-
inni rétt i þvi sem kjölur
bátsins tók vatn aftur, og
eftir nokkrar sekúndur
hafði hann sezt og tekið
skriðinn, svo eltingar-
leiknum gat haldið
áfram”.
Jerry Comeaux tók tvö
slik stökk til kvikmyndun-
ar, og fékk 2000 sterlings-
pund fyrir hvort þeirra.
„Ég býst við að ég hafi
unnið fyrir þeirri upphæð,
og vel það. Þegar ég sá svo
stökkið á kvikmyndatjald-
inu, varð ég dauðskelfdur.
Satt bezt að segja, mundi
ég aldrei hafa léð máls á
þvi að taka þetta stökk,
hefði ég getað séð áður
hvernig það leit út.
Óframkvæmanlegt að sjá,
það er nú það”.
Hvað viðkemur öðrum
þeim hættubrögðum, sem
leikin eru á hraðbát i kvik-
myndinni, þá réði Come-
aux Murray nokkurn
Cleveland i þau. Cleve-
land, sem hefur einn um
þritugt, hefur prófun hrað-
báta að atvinnu, og var
ekki nema fjórtán ára að
aldri, þegar hann kynntist
þeim fyrst af eigin raun.
Meiðsl.
Cleveland, tveggja barna
faðir, var staðgengill
Bonds á vissum áföngum
eltingarleiksins, og getur
rifjað upp atriði, þar sem
hættan var svo sannarlega
á næsta leiti.
„Þetta er sumsé elting-
arleikur yfir vatn og land
sem háður er meö — hrað-
bátum. Glæponarnir elta
Bond, og tekst heldur en
ekki að stytta bilið, þegar
þeir skjóta göt á eldsneyt-
isgeymana i hraðbát
hans”.
„Sem Bond yfirgeí ég
laskaða bátinn, og hleyp
sem fætur toga yfir i garð,
þar sem stendur bátur
knúinn loftþrýstiorku,
þannig að hann getur einn-
ig siglt á landi. Og ég af
stað i þessum bát og á
hraða, sem miðlungs
kappakstursgarpur mætti
vera hreykinn af”.
Og Cleveland stýrir
bátnum eins og bil i hindr-
unarkeppni, tekur svo
krappar beygjur að furðu
gegnir, skýzt inn á milli
trjáa, og loks niður bratta
bakka að vatninu.
„Það var i einu sliku
atriði, að við Jerry hlutum
minni háttar meiðsl”, seg-
ir Cleveland. „Við sigldum
bátnum þá á landi með 60
km hraða á klukkustund”.
„Til þess að komast
undan þeim, sem veita
okkur eftirför, styttum við
okkur leið i
þar sem eir
að halda
veizlu”.
„Við æði
skelfdum g<
nema meti
sumum, og
ætlað að hve
tveggja stór:
„En svo il
báturinn re
annað tréð.
dollara bátu
eyðilagður.
snöggt höl
áreksturinn,
aðist i fram
rifbein i ho
ust”.
Cleveland
legið sólarhi
húsi, og veri
við sig. „Er
var aftur
mér, hélt ég
leiknum ser
Rogers”.
„Okkur ví
auðveldara
ingunni, þvi
annað tréð \
sæmilega h
það eigi að
Murray Cle
fékk 1000 dol
hvort skipti.
„Ef okkur
einhver misl
segir hann,
við drepið ol
um þrjátiu
auki”.
Báðir kv;
staðgenglar
virðingu f
Moore. „Hai
lega samstai
stjórnaði hra
af sjálfur i a
sjálf dirfsku
að sjálfsögöi
til þess að tel
sjálfum frai
framleiðends
Comeaux.
„Ég hef
mikið álit á
gerðinni, en
allt, sem fari
við hann —
fram yfir þa
Foglmen
svifur ur
morguns
Þeir eru n
sem gerst h
ar James Bc
konar hætti
kennilegasti
hættuleikui
fimm barn;
staðgengill I
Bill Benne
brenndur og
Astraliumaf
Fimmtudagur 9. ágúst 1973