Alþýðublaðið - 09.08.1973, Side 7

Alþýðublaðið - 09.08.1973, Side 7
Áður en langt um liður er enn ein Jam- es Bond kvikmynd væntanleg. Hún er tekin i æsilegu umhverfi, og að átökin hafi einnig verið æsileg og hörð, má marka af þvi m.a., að gereyðilagðir voru 27 hraðbátar, 20 bilar, 8 minni flugvélar — jú, og Lundúnastrætisvagn, sem naumast tekur að minnast á. í brezkum blöðum hefur að undanförnu verið sagt frá töku þessarar myndar, sem kvað fara langt fram úr fyrri James Bond myndum að tæknibrellum — og er þá mikið sagt, eins og aðdáendur þeirra kvikmynda vita. Verður hér á eftir sagt frá tveim þeirra — þeim einna gapaleg- ustu — hraðbátnum fljúgandi og fogl- manninum. VANDLEGA GREIDDI OG TÍZKUKLÆDDI INGUR f HLUTVERKI OFURHUGANS tekkur 35 metra yfir veg, í þriggja metra hæð yfir höfði leik- ■ endanna tveggja. Skellur siðan niður í vatn- iö hinum megin við veg- inn. likt er gert. gegnum garð, ímitt er verið brúðkaups- um framhjá ;stunum, ekki •a frá þeim svo er okkur rfa inn á milli ra furutrjáa”. la tókst til, að nndi beint á Tólf þúsund r, gersamlega Ég hlaut fuðhögg við Jerry skrám- an og nokkur num brákuð- kveðst hafa •ing á sjúkra- ð dálitið utan í strax og ég með sjálfum áfram hættu- n staðgengill jr gert þetta i endurtekn- að þá hafði 'erið fellt. En ættulegt var siður”, segir iveland, sem lara greidda i hafðu orðið :ök á þarna”, ,,þá hefðum ckur sjálfa og manns að iðust þessir bera mikla yrir Roger nn var ákaf- •fslipur. Hann ðbátnum allt- ðskriðinu. En brögðin voru j of hættuleg rla honum þar m, að dómi inna”, sagði yfirleitt ekki sýndarmann- Roger gerði ið var fram á og reyndar 6. nið n i árið. íargir orönir, afa staðgengl- ind og i margs ileik. En sér- ir var þó sá •, þar sem a afi gerðist lians. stt, 42 ára sól- > veðurbarinn lur, er hið eina og sanna fogimenni þeirra I Kaliforniu, þar sem hann hefur nú aðsetur sitt. Það sem framleiðendur, þessarar siðustu James Bond kvikmyndar voru að sækjast eftir af hans hálfu er svif hans i oddflaugar- mynduðum flugdreka. Og það er svo sem ekki neinn smádreki, þvi að vænghaf hanser fullir fimm metr- ar. Það sem fyrst gerir þennan merkilegan er honum er flogið sem er bundin málmrammann, drekinn flýgur, maðurinn með. og fremst flugdreka það, að af manni, neðan i og þegar þá flýgur Erfitt viðfángs. Kvikmyndaframleiðend- urnir áttu við nokkurn vanda að glima. Hvernig þeir ættu að koma James Bond upp á brúnina á ó- kleifum, þverhniptum hamri, þar sem hann átti að berja niður vörðinn og ráðast inn i kastala kven- hetjunnar, Soltaire hinnar fögru. Og þá komu þeir auga á flugdreka Bennetts, fogl- mennisins. Þar með var vandinn leystur. 1 morgunsárið, áður en sviptivindar af hafi gerðu drekaflugið varhugavert, stóð Bill Bennett til alls búinn á ströndu i Jamaica, bundinn neðan i málm- grind flugtækis sins. Draglina lá þarna eftir mjúkum sandinum, út i flæðarmál Karabiska hafsins, bundin i skut hraðbáts, sem þar lá, og beiö stjórnandi hans þess að honum væri gefið merki. Bill Bennett hafði þá þjálfað sig i þessu flugtaki i meir en viku. En þennan morgun var eins og viss spenna lægi i loftinu. Rog- er Moore var þarna og mættur, til að fylgjast með fyrstu tilrauninni til að kvikmynda þennan hættu- leik. Foglmennið, klætt i svarta peysu og aðskornar buxur, gaf nú stjórnanda hraðbátsins skipun gegn- um litið talstöðvartæki. Og hraðbáturinn tók óðara skriðinn svo að brátt freyddi um stefni hans. Slakinn af. Dráttarlinan rann út i flæðarmálið. Skyndilega var slakinn af henni og Bill skokkaði nokkur skref • Þannig hefur foglmennið sig til flugs — Bill í nærmyndunum var það Bennett sem staðgengill Rogers Moore. ,,dýrlingurinn” sjálfur. áfram, með hina miklu segldúks-„vængi” sina — 20 kg á þyngd að málm- grindinni meðtalinni — flaxandi á baki sér. Hann hafði skokkað þannig sjö skref, áður en loftstraumurinn rann und- ir drekann og lyfti honum frá jörðu. Hraðbáturinn skreið nú 45 km á klst. út frá ströndinni; Bill lá að kalla láréttur i lofti og drekinn hækkaði sig óð- fluga. Eftir 20 sek. var hann kominn i rúmlega 30 m hæð. Og áður en minúta varliðin, var hann kominn i allt að 300 m hæð, og séð- ur þar með augum kvik- myndavélanna á jörðu niðri var hann ekki annað en depill, sem hefði hæg- lega getað verið Roger Moore, eins og hver annar. ,,Ég vildi fremur vera hann en ég sjálfur, þakka ykkur fyrir”. varð hinum fræga kvikmyndagarpi að orði — sem alls ekki skort- ir hugrekki, ef i það fer. Öruggara... Það mátti heyra blakið i segldúknum, eins og þegar golu slær i segl, þegar hraðbáturinn dró Bill þrjá km með ströndinni, að fylgsni kvenhetjunnar fögru, Soltaire. Bill Bennett komst þannig að orði: „Þetta er eins auðvelt og aka bif- hjóli, en ólikt öruggara uppi þar. Ekki þessi þvaga af bilunum, og sérhver bil- stjóri, sem telur það köll- um sina að aka á þig. „Ég fékk hugmyndina um lögun drekans með þvi,að athuga teikningar eftir Leonardo da Vinci og lofthreyfihlutföll þau, sem þeir i bandarisku geim- ferðastofnuninni, NASA, hafa reiknað út i sambandi við það.er geimför þeirra snúa aftur inn i andrúms- loftið. „Þegar komið er á loft, stýri ég drekanum með handföngum á mjög svip- aðan hátt og bifhjóli. Þannig má breyta ris- stefnu vængjanna, svo klifið verði hraðara, draga úr klifinu eða halda drek- anum i óbreyttri hæð”. Lendingin. „Þegar ég hafði náð þeirri hæð,sem með þurfti, lét ég bátinn annast ferðina þangað til klettabrún Sol- taire blasti við. „Með þvi að notfæra mér lofthreyfið til að renna mér i skrúfusveig niður á við, get ég lent á tilteknum bletti, sem ekki er stærri en siða á dag- blaði. „Þegar að þvi kom, los- aði ég dráttarlinukrókinn úr lykkjunni og linan féll niður. Þar með var ég orð- inn sjálfráður ferða minna. Lendingin krefst alltaf lags og varúðar. „Er ég nálgast jörðu, hreyfi ég handföngin þannig, að þenzt að fullu úr segldúknum, en með þvi móti eykst viðnám hans og fallið verður mýkra, þannig að ég lendi á öldungis sama hátt og fugl sezt. „Eigi lendingin aö verða fullkomin, veröur hraðinn að vera um fjórar til tólf km á klst. Fætur minir að snerta jörð, þegar ekki er lengur nein hreyfing fram á við. Bill Bennett ypptir öxl- um, þegar minnzt er á hættur i þessu sambandi, og að margir hafi beðið bana þegar þeir vildu iðka þessa iþrótt. Nokkrum vikum eftir að kvikmyndin hafði verið tekin af þessum hættuleik, bar svo til.að Bennett mis- heppnaðist lendingin, og lá sex vikur i sjúkrahúsi vegna hryggmeiðsla. „Ég var á svifi að kvöld- lagi, þegar sviptivindur kom undir vængina og þeytti mér á fjall. Ef mun- að hefði millimetra, þá væri ég ekki til viðtals nú”. Hann brosti. „Það getur oltið á ýmsu, þegar maður hefur lifibrauð af þvi að leika sér við dauðann!” Hugrekki. „Og Bill er ekki fisjað saman”, sagði Roger Moore. „Þegar ég sá hann á svifinu, varð mér ósjálf- rátt að biðja þess, að Leonardo da Vinci hefði ekki skjátlast i útreikning- unum”. Roger þurfti ef til vill ekki á eins miklu hugrekki að halda, en þó mun hon- um ekki hafa fundizt það beinlinis þægileg kennd, þegar hann var sjálfur bundinn neðan i dreka- grindina, i þvi skyni að kvikmyndahúsagestir sannfærðust um að það væri hann og enginn ann- ar, sem hafði flogið honum upp á bjargbrúnina. Vátryggingafélagið vildi þó ekki leyfa honum að svifa. Fyrir þaö var einn tröllstór kranabill látinn aka fram á brúnina, og hékk drekinn i sterkri festi niður úr lyftirá hans, en Moore siðan niður úr málmgrind drekans. Þvi næst er lyftiráin teygð út fyrir bjargbrún- ina, þar sem drekinn hangir niður úr henni og Roger Moore niður úr málmgrind drekans i 150 m hæð yfir hrikalegri urð- inni fyrir neðan. Og þar sem hvorki kranabillinn né lyftiráin sést á kvikmyndinni, þá er það I sannleika sagt sann- færandi, þegar drekinn og Roger Moore sveiflast inn yfir bjargbrúnina, spyrnir varðmanninum fram af og lendir siöan örugglega „og blæs ekki úr nös”! Þar með hefur James nokkur Bond unnið eitt af- rekið enn! Aukagreiðsla fyrir að eyðileggja strætisvagn. Hvað átti það að þýða, þegar aðlaðandi og vel vaxinn strætisvagnastjóri úr Lundúnum, eins og Maurice Patchett, ók tveggja hæða vagni undir brú eina suður i Jamaica, sem var svo ekki nema ein hæö, þegar hann kom aft- ur undan brúnni hinum megin? Hann var staðgengill James Bond — hvað ann- að? Maurice hefur umsjón með ökuþjálfun strætis- vagnstjóra. Félagar hans segja, að hann sé eini strætisvagnstjórinn sem nokkurn tima hafi fengið meira en tvöfalt kaup og áhættuþóknun fyrir að eyðileggja farartæki sitt. Þeir voru margir, stræt- isvagnstjórarnir, sem sendu umsókn, þegar framleiðendur nýrrar James Bond-kvikmyndar auglýstu eftir sjálfboða- liða úr þeirra stétt, sem vildi dveljast fimm vikur suður á Jamaica, þar sem myndin yrði að miklu leyti tekin. Maurice, sem er fjöl- skyldumaður, 39 ára að aldri, höndlaði hnossið, vegna þess hve áþekkur hann var Roger Moore að vallarsýn. Starfið, sem Maurice var ætlað, var meðal ann- ars að þjálfa Moore i þeirri list að láta strætis- vagn skrika i hring á 8 m breiðum vegi. Og halda siðan með Roger Moore suður á Jamaica, og verða þar staðgengill Moore, sitjandi undir stýri i tveggja hæða strætisvagni i heldur betur æsilegum eltingarleik, þar sem hann ekur strætisvagninum undir brú, er reynizt of lág og klippir efri hæðina ofan af vagninum. „Það var siður en svo að ég yrði hræddur. Ég þótt- ist vita, að þetta yrði bráð- skemm tilegt”, segir Maurice. „Roger reyndist hinn á- hugasamasti og efnileg- asti nemandi. Hann býr yfir miklum hæfileikum til að geta orðið góður strætisvagnstjóri, og ætti þvi ekki að verða i kot vis- að, ef hann missir atvinn- una, sem leikari”. Spennandi. „Mest var spennan i sam- bandi við að aka strætis- vagninum undir brúna. Jane Seymour, en hún lék kvenhetjuna, sat aftur i vagninum. Hún hefur sterkar taugar, sá kven- maður. Ég sat við stýrið sem staðgengill Rogers. Hópur áhorfenda hafði safnast aö, áreiðaniega um 500 eyjarskeggjar, sem fylgdust i eftirvænt- ingu með, þegar ég kom akandi eftir veginum og stefndi undir brúna. „Aö sjálfsögðu höfðu þeir ekki hugmynd um að tæknimennirnir höfðu veikt svo allar stoðir um samskeyti efri og neðri hæðar vagnsins, að þeir töldu nokkurn veginn ör- uggt að brellan heppnað- ist, ef ég æki á nákvæm- lega 45 km hraða, þegar vagninn skylli á brúnni”. „Það undanlega gerðist, að ég einbeitti svo hugsun minni og athygli að hrað- anum, að ég gleymdi brúnni. Höggið sem varð, þegar efri hæð vagnsins skall á henni, gerði mér þvi ekki siður bylt við en hinum”. „Hinn hættuleikurinn var i þvi fólginn að aka strætisvagninum niður bryggju úr timbri, svo hratt að allir viðstaddir þar vörpuðu sér i sjóinn til beggja handa. „Ég var svo heppinn að veita þvi athygli,að sjórinn gusaðist upp á bryggjuna og bleytti timbrið, þegar fólkið varpaði sér út af. Ef vagninn hefði skrikað þar til, þá hefði ekkert getað komið I veg fyrir að hann færi i sjóinn...” „Ég játa, að ég hafði dyrnar hjá stýrissætinu opnar — svona til vonar og vara!” Fimmtudagur 9. ágúst 1973

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.