Alþýðublaðið - 09.08.1973, Page 10

Alþýðublaðið - 09.08.1973, Page 10
Hefndin var sæt Þessi mynd er frá úrslita- leiknum i skozku bikarkeppn- inni vorið 1972. Þá áttust við Celtic og Hibernian (rnótherji Keflvikinga), og það var Celtic sem hrósaði sigri i þetta sinn, og honum stórum, 6:1. A sunnudaginn léku sömu lið til úrslita um Drybrough bikarinn svonefnda. Sá leikur fór einnig fram á Hampden, að viðstöddum 50 þúsund áhorf- endum. í þetta sinn var Hibernian sterkari aðilinn, vann 1:0 eftir framlengingu, og skoraði miðherjinn Alan Gordon sigurmarkið. Þetta sýnir að leikmenn Hibernian eru til alls visir. Annars er það merkilegt með hið góða lið Celtic, sem hefur orðið átta sinnum skozkur meistari i röð, að liðið hefur aðeins unnið einn af sjö siðustu bikarúrslitaleikjum sem það hefúr tekið þátt i. OKKUR VANTAR ÚTBURÐARFÓLK! í Hverfisgötu, Lindargötu, Laugaveg neðri og Skólavörðuholt Leikur IBK við Skotana vellinum í Keflavík? Búið er að ákveða leikdaga islenzku liðanna i Evrópukeppninni. Fram keppir við svissneska liðið Basel hcr hcima miðvikudaginn 19. september, og ytra 3. október. Vestinannaeyingar mæta þýzku bikarmcisturunum Borussia Mönchcngladbach fimmtudaginn 20. september hér heima og 3. október ytra. Keflavik leikur við skozka liðið Hibernian ytra 19. september og heima þann 3. október. , Tveir fyrrnefndu leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum en ekki er ennþá ákveðið hvort leikur IBK og Hibernian fari fram á Laugardalsvellinum eða í Keflavik. Hafa Keflvikingar sjálfir áhuga á að fá leikinn i Keflavik, en það er ekkert launungarmál að margir Keflvikingar ala þá von i brjósti að lið þeirra komist áfram gegn hinu heimsþekkta skozka liði. Ef leikurinn fer fram i Keflavik fást færri áhorfendur á völlinn en sá munur vinnst upp á þann hátt, að bæjaryfirvöld munu fús að gefa eftir vallarleigu. Vestmannaeyingar hafa þegar haft skeytasamband við Bourssia, og ákveðið leikdaga. Var þeim ekki hnikað til eins og Eyjamenn höfðu óskað, þvi deildarkeppnin verður þá hafin i Þýzkalandi. Þvi urðu Eyjamenn að sættast á fimmtudaginn hér heima, þvi Fram hefur forgang að Laugardalsvellinum og jafnframtað gefa upp þá hugmynd að láta leikinn fara fram i Njarðvikum,—SS. MOT ÞEIRRA UNGU 1 dag hefst á Melavellinum i Reykjavik undankeppni fyrir Andrésar Andar leikana sem fram fara i Kóngsbergi i Noregi 1. og 2. september. og henni verður fram haldið á sama stað og sama tima á morgun. Þátttakendur verða nálega 80 talsins, á aldrinum 11 og 12 ára. tslenzku krakkarnir sem tekið hafa þátt i Andrésar Andar leikunum á undanförnum árum hafa staðið sig með eindæmum vel. Má minna á, að i fyrra komu islenzku þátttakendurnir til baka hlaðnir verðlaunum, þau Asta B. Gunnlaugsdóttir, Guðmundur Geirdal og Unnar Vilhjálmsson, Meistarar 1. flokks Við sögðum frá þvf á dögun- um, að Akureyringar heföu orð- ið bikarmeistari i I. flokki karla. Unnu norðanmenn Þróttara úr Reykjavík i úrslita leik 6:1. Fór leikurinn fram á Kapiakrika i Hafnarfirði. Og eins og markatalan gefur til kynna, voru yfirburðir Akureyringa mjög miklir. Þessi mynd var tekin af leik loknum, og sýnir sigurlið Akureyringa. 1 liðinu eru nokkrir leikmenn sem leikið hafa með meistaraflokki i sum- ar, og má þar nefna fyrirliðann Magnús Jónatansson, en hann stendur i aftari röð með bikar i hendinni. Lengst til hægri i efri röð er fyrirliði Akureyringanna, Jóhannes Atlason fyrrum lands- liðsbakvörður. 0- Fimmtudagur 9. ágúst 1973

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.