Alþýðublaðið - 09.08.1973, Side 12

Alþýðublaðið - 09.08.1973, Side 12
alþýðu \nmm INNLÁNSVIÐSKIPT) LEID —v TIL LÁNSVIÐSKIPTA •búnaðarbank \iXj íslands KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugardaga til kl. 2, sunnudaga milli kl' 1 09 3 Sími40102. SENDfBIL ASTÖÐIN Hf RAHÐYRIR SUMARBUSTASIR OG RUSLIfi ALLT f KRING Gömul skúrræksni, brak og rusl, og dýr nýlegur bústaður á miðri mynd. Nokkur falleg litil vötn eru i Mosfellssveit, og er umhverfi þeirra stöðugt að verða vinsælla sem sumarbústaðalönd fólks úr þéttbýlinu, einkum umhverfi Hafravatns, en vægast sagt er þessi innrás fóksins i annars snoturt umhverfi vatnsins, til skammar, þótt þar séu undan- tekningar á. baö eru vissulega andstæður að sjá rándýra nýja sumar- bústaöi, meið stórum viðarsól- baðspöllum umhverfis, siðan ef til vill litill snyrtilegur íóðar- skiki, og svo annars vegar ruslið i nokkurra metra fjarlægð. bar eru bilhræin, sem annars- staðar i Mosfellssveitinni, og t.d. meöal útsýnis úr aðalglugga eins fallegs bústaðarins, blasa við leifar niðurryðgaðs og hálf- rifins Fiats, svo eitthvað sé nefnt. Ekki eru allir bústaðirnir heldur jafn glæsilegir þvi sumir þeirra eru aðfluttir gamlir skúr- ræflar, að hruni komnir sumir. Umhverfis þá er draslara- skapurinn mun meira áberandi, þvi eigendur þeirra virðast hafa dregið að sér eitthvað brak, sennilega til að lagfæra þá, en siöan áttað sig á að það var ekki nothæft, og þar með liggur það óhreyft. Umhverfis finni bústaðina var ástandið betra, sem fyrr segir, en á a.m.k. tveim stöðum mátti sjá hvar eigendur nýrra bústaða hafa komið ruslinu á staði, sem ekki sjást frá bústöðunum sjálfum, en blasir hins vegar við vegfarendum. Óheimilt er að byggja sumar- bústaði án leyfis sveitarstjórna. Sveitastjórn skal binda leyfi til að byggja sumarbústaði þeim skilyröum, að gætt sé fyrir- mælum hennar um gerð og stað- setningu húsa, og gætt sé fyrir- mælum heilbrigðisyfirvalda um frágang á vatns- og oliugeym- um, salernum og um meðferð hvers konar úrgangs, er valdið getur mengun eða verið til óprýði. Byggi einhver sumarbústað án leyfis sveitarstjórnar, eða fylgi ekki settum skilyrðum hennar, getur hún krafizt þess, að iögreglustjóri stöðvi byggingaframkvæmdir á hvaða stigi sem þær eru og að fjar- lægðar séu þær byggingar sem þegar hafa verið reistar. bessar glefsur er að finna i reglugerð um náttúruvernd, og af þeim verður ekki séð annað en sveitarstjóri Mosfellssveitar geti i fullum rétti tekið fyrir þennan sóðaskap og mengun, ef viljinn er fyrir hendi,— Gegnum mitt bílflakið má sjá stæðileg- an sumarbústað í 100 metra fjarlægð. SKURIR m> Vcðurspáin i dag hljóðar iipp á suðvestan golu Suð- veslan lands og smáskúrir. A Itreiðafirði er s|iáð suð-vcstan kalda og smá skúrum, sama er að segja um Norð-veslur- lanil. A Austurlandi er spáð lia'gri hreytilegri átt og hjart- viðri að meslu. Spáin fyrir fösludaginn hijóðar upp á hjartviðri austan lands, en skúralciðing- ar veslan lil á landinu. KRILIÐ frÁ/?v/Ðn/& i STÆ.R 57UX b7£fHftb Oí'/K//? ryór 'ft L/Ttr/H SoRGl# bm'ftfí GPÖiXJR LdrrD \YLFU ////<’//_ AnDbT UTArv Pfí'OF Tv'/HL. E//V _ flUktf /U(T /30/' STArur? SK£t- Zjya/Ð HPÓSfl ■'Kv/tO Y'fl bJO EKk/ tess/ 1 M l L 3 YDAn (jftuRfí £iAttn FIMM á förnum vegi \ Hvaða bók last þú síðast? Margrét ófeigsdóttir, starfar I Rafha.: Ég man það nú bara alls ekki. Og þó ef ég hugsa mig beturum þá var það ,,TIzkubók- in” eftir einhvern enskan höf- und að þvi er mig minnir og nú nýveriö byrjaði ég á bók eftir Theresu Charles, sem ég man þvi miður ekki hvað heitir. Gunnar Ingvarsson, afgreiðslu- maður.: Maður hefur nú nóg annað aö gera yfir sumartim- ann. bað siðasta, sem ég las var eitthvað eftir Gunnar Gunnars- son ég man ekki alveg hvað það var, en það voru tvær—þrjár bækur. Svo glugga ég oft i Al- fræðisafni AB. Anna Másdóttir, starfsst. á Hrafnistu.: Nú þessa dagana er égaðlesa „Vopnin kvödd” eftir Ernst Hemingway. Ég get nú ekki sagt neitt um hvernig hún er, þar sem ég er svo nýbyrjuð. Annars les ég aðallega striðs- bækur, t.d. hef ég lesiö mikið eftir Alestair Maclean. Lárentsius Dagóbertsson, hús- vörður.: Ég hef nú verið úti á sjó og hef ekki haft tima til að lesa neitt að ráði. betta breytist kannski þegar maður er- kominn i land þá hefur maður meiri tima. Aðallega las ég smásögur og alls konar glens á sjónum. Guðrún Ragnarsdóttir, verzlun- armær.: Ég man ekki alveg hvaða bók ég las siðast, en nú er ég að lesa Babelsturninn eftir Morris West og vona að hún sé spennandi. Flestar þær bækur, sem ég les, fæ ég lánaðar á Borgarbókasafninu eða hjá vin- um og kunningjum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.