Alþýðublaðið - 21.08.1973, Qupperneq 1
LEIGUBILSTIORAR VIUA
70% HÆKKUN OKUGIALDA
Þriðjudagur 21. ágúst 1973
alþýðu
I ÞORIR ER HINIR ÞEGJA j
„Ekkert minna en 70%
hækkun á ökugjöldum
leigubilanna, nægir til
þess að við leigubilstjórar
getum farið að vinna
mannsæmandi vinnutima
og haft sambærileg kjör
við aðrar stéttir I landinu.
Við erum orðnir sv-langt
á eftir öðrum stéttum”,
sagði Úlfur Markússon
formaður bilstjórafélags-
ins Frama, i viðtali við
blaðið i gær.
Hann sagði, að leigubil-
stjo'rar hafi yfirleitt feng-
ið hækkanir á eftir öðrum
stéttum, og þá einnig
lægri. Þannig, þrátt fyrir
nokkra kjarabót sl. vetur,
þyrftu leigubilstjórar að
vinna nálægt 70 stunda
vinnuviku til að hafa
sambærileg kjör við þá,
sem ekki ynnu nema 40
stundir við aðra vinnu.
Sagði Úlfur, að þetta
þýddi 12 til 14 stunda
vinnudag, miðað viö einn
fridag i viku, en sam-
kvæmt landslögum
mættu leigubilstjórar
ekki vinna meira en tiu
stundir á dag, af öryggis-
ástæðum.
Þá sagði Úlfur verst til
þess að vita að leigubil-
stjórar nytu mun minni
tollivilnana en t.d. auð-
ugri menn sem aka um á
dýrum nýjum jeppum, en
toilar af þeim eru aðeins
40% á meðan tollar af at-
vinnutækjum leigubil-
stjóra eru 70%.
Leigubilstjórar greiða
einnig hærri tolla af bil-
um sinum en allir aðrir
atvinnubilstjórar, þvi
tollar af stórum sendi-
ferðabilum eru t.d. 30%
og 40% af vörubilum og
stórum fólksflutningabil-
um. Að lokum má geta
þess að tollar af hinum
vinsælu leiktækjum, sem
nefnd eru vélsleðar, eru
aðeins 40%.
Að þessu athuguðu og
einnig þvi, að leiguakstur
er mjög lýjandi fyrir sál
og likama, sagði Úlfur
það ljóst að mikið átak
yrði að gera hið bráðasta
til að rétta hag þessarar
stéttar.
Beiðni um 70% hækkun
ökugjalda, er búin að
liggja talsverðan tima
hjá verðlagsyfirvöldum,
en ekkert hefur frá þeim
heyrzt um málið þrátt
fyrir að þau hafi ekki vé-
fengt greinargeröina sem
rökstyður hækkunina.
Um hugsanlegar að-
gerðir leigubilstjóra, til
að knýja fram bætt kjör,
vildi Úlfur ekkert segja,
það yrði i lengstu lög
reynt að koma þeim fram
friðsamlega.
SYRPA
t gær komst upp um
samsæri gegn Nixon
Bandarikjaforseta. Að
þvi er talið er, stóð til að
myrða forsetann þegar
hann átti að aka i gegnum
New Orleans.
• • • •
Sannanir gegn Spiro
Agnew þykja nú orðið svo
sterkar að hann muni
verða sóttur til saka inn-
an skamms. Aðalákæru-
atriðið er fjármálaspill-
ing.
• • • •
Joseph Kennedy, sonur
Roberts Kennedy, sagði i
gær, að það hefði ekki
verið vegna óvarlegs
aksturs að hann keyrði út
af nú fyrir skömmu með
þeim afleiðingum að vin-
stúlka hans skaddaðist
mjög illa.
Þrátt fyrir þetta hefur
hann nú verið dæmdur
fyrir ógætilegan akstur.
• • • •
Eins og allir vita hafa
flest iþróttafélög sinn sér-
staka lit. Nú eru ungir
Bretar teknir upp á þvi að
láta lit hár sitt i lit uppá-
halds knattspyrnufélags-
ins. Menn láta jafnvel lita
hár sitt rautt og hvitt til
að ná réttri litasamsetn-
ingu.
• • • •
Hundruð hafa nú farizt i
flóðunum i Pakistan, en
ómögulegt er þó að koma
með nákvæmar tölur.
Skemmdir á mannvirkj-
um eru gifurlegar og
skiptir það milljörðum
króna.
• • • •
Fellibylurinn Brenda
geysar nú i Mexico og
hefur valdið töluverðu
tjóni. Yfir 200.000 Mexi-
canar hafa yfirgefið
heimili sin.
Fellibylurinn hefur or-
sakað verstu flóð i Mexico
i 100 ár.
• • • •
Nú um helgina komst
upp um stórsmygl i Svi-
þjóð. Fimm menn ætluðu
aðsmygla 15.000 litrum af
96% spira og 3.600 flösk-
um af vodka. Þó svo að
varningurinn hafi verið
ætlaður fyrir sænskan
markað verður dæmt i
málinu i Danmörku, þar
sem að báturinn var tek-
inn i danskri landhelgi.
• • • •
Siðan Frakkar settu á-
kveðinn hámarkshraða á
hraðbrautum, þ.e.a.s. 100
km, hefur fjöldi slysa
minnkað til mikilla
muna.
• • • •
1 gær var 350 pólitiskum
föngum veitt uppgjör
saka. Ekki er samt vitað
hvenær þeim verður
sleppt. Margir pólitiskir
fangar munu þó enn vera
i Grikklandi.
ÆTLAR AÐ KÆRA
LÖGREGLUMENN
FYRIR 0FBELDI
Ungur piltur, Arinbjörn
Þór Pálmason að nafni,
ætlar að kæra lögregluna
i Reykjavik fyrir likams-
meiðingar og grófa fram-
komu i sinn garð. Að sögn
Arinbjörns gengu lög-
reglumennirnir svo langt
i gerðum sinum, að þeir
sprautuðu vatni yfir
hann, þar sem hann lá
ósjálfbjarga I fangaklefa,
hlekkjaður á höndum og
fótum.
Saga Arinbjarnar er á
þá leið, að hann var á
heimleið úr afmælisveizlu
um hálf eitt aðfaranótt
siðasta fimmtudags. Var
hann að eigin sögn litil-
lega undir áhrifum
áfengis. 1 Austurstræti
komu að honum tveir lög-
Sunnudagsganga í sparifötunum - og ekki spillir
Ijúfteng pylsa með öllu, skapi unga mannsins
, ,BLAOAMENNSKA
FYRIR FLOKKINN”
OPNA
reglumenn sem tóku hann
fastan. Er Arinbjörn mót-
mælti handtökunni og
veitti mótþróa, var hann
handjárnaður aftur fyrir
bak og siðan fluttur i mið-
bæjarlögreglustöðina.
Sögðu lögreglu-
mennirnir honum að
halda kjafti, er hann bar
fram mótmæli.
1 miðbæjarstöðinni
kvaðst Arinbjörn hafa
þurft að biða i fimm min-
útur, en þá kom lögreglu-
bifreið sú sem i daglegu
tali kallast Svarta Maria,
og flutti hann upp i lög-
reglustöðina á Hverfis-
götu. A leiðinni uppeftir
sátu tveir lögreglumenn
hjá honum afturí
bifreiðinni, og segir Arin-
björn að þeir hafi barið
sig og hent sér á milli sin.
Þegar uppá Hverfis-
götu var komið, var Arin-
birni stungið inn i klefa,
og hann hlekkjaður á
fótum. Lá hann ósiálf-
bjarga á dýnu á gólfinu.
Svo háttar til i klefanum,
að á vegg hans er op fyrir
plastdúnk, og fyrir ofan
dúnkinn er vatspipa.
Geta fangaverðirnir
stjórnað vatnsrennslinu
i dúnkinn þegar fangar
biðja um vatn að drekka.
Þessa vatnspipu mis-
notuðu lögreglumennirnir
á þann hátt umrædda
nótt, að þeir létu vatn
sprautast yfir Arinbjörn
þar sem hann lá ósjálf-
bjarga á gólfinu.
Þegar skýrsla um at-
burðinn var lesin yfir
Arinbirni, kannaðist hann
ekki nema við hluta af þvi
sem þar stóð, og segir
megin efni hennar hafa
verið tilbúning einan.
Arinbjörn segist ætla að
kæra framferði lög-
reglunnar með aðstoð
lögfræðings.
STÖÐVUÐU
ÚTIPOPPIÐ
Popphljómlist heyrist
nú ekki lengur i Hafnar-
götunni I Keflavik.
Verzlanir tvær við göt-
una, Kyndill og Vikur-
bær, höfðu komið fyrir
hljómflutningstækjum
utanhúss, og hljómaði
poppið allan liðlangan
daginn, við miklar vin-
sældir þeirra ungu, en
litlar vinsældir þeirra
eldri. Lögreglan hefur
nú skorizt i leikinn pg
bannað útipoppið, við
miklar vinsældir þeirra
eldri en minni vinsældir
þeirra ungu.