Alþýðublaðið - 21.08.1973, Page 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmálarit-
stjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Rítstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn
Jóhannsson. Aðsetur ritstjórnar Hverfis-
götu 8—10. Simi 86666. Blaðaprent hf.
BEÐIÐ EFTIR BYLTINGUNNI
Enn ein dæmisagan um vinnubrögð rikis-
stjórnarinnar er nú að sjá dagsins ljós. Að þessu
sinni er það iðnaðarráðherrann, Magnús
Kjartansson, sem lætur að sér kveða með þeim
hætti, sem rikisstjórninni er orðinn tamastur.
Fyrir ekki ýkjamörgum mánuðum þótti
Magnúsi Kjartanssyni rétt að reyna nú að slá
sig til riddara i embætti iðnaðarráðherra. í leit
sinni að einhverju tæki til þess arna datt hann
ofan á orðið „iðnbylting” og ákvað samstundis,
að einmitt þetta skyldi hann láta gera á íslandi.
Framkvæma iðnbyltingu. Var það svo tilkynnt
með brauki og bramli, að frá og með þessum
deginum væri hafin iðnbylting á Islandi og
grundvöllurinn væri leyniplagg eftir einhvern
sérfræðing Sameinuðu þjóðanna þar sem m.a.
kæmi fram, að á einu ári yrði iðnaðarútflutning-
ur landsmanna hvorki meira né minna, en tvö-
faldaður. Siðan kallaði Magnús Kjartansson
fyrir sig upp i ráðuneyti ýmsa framámenn
iðnaðarins og spurði þá, hvort þeim litist ekki
bara vel á að tvöfalda framleiðslu sina á 12
mánuðum. Þeir voru vitaskuld hinir ánægðustu.
Þar með var iðnbylting hafin á Islandi.
En til þess að tvöfalda iðnaðarvöruútflutning
landsmanna þarf annað og meira, en yfirlýsingu
frá Magnúsi Kjartanssyni og leyniplagg frá er-
lendum sérfræðingi Og hinir vonglöðu iðnrek-
endur fundu fljótt til þess, að allt það skorti, sem
þurfti til að hrinda hinum góðu áformum i fram-
kvæmd. Atvinnuvegurinn, sem um langan ald-
ur hefur verið i fjárhagslegum svelti, fékk enga
leiðréttingu sinna mála hjá ríkisstjórninni. Og
sölustarfsemi og skipuleg markaðsöflun er-
lendis — undirstaða aukinnar útflutnings-
iðnaðarvöruframleiðslu — reyndist engin verða.
Málin stóðu sem sagt þannig, að þótt iðnaðar-
fyrirtækjunum hefði auðnazt að tvöfalda fram-
leiðslu sina þrátt fyrir sama, gamla fjárhags-
sveltinn, sem atvinnugreinin átti við að striða,
þá hefði hann ekki getað selt hana. Iðnbyltingin
margfræga var þvi á sama hátt og önnur góð
áform rikisstjórnarinnar ekki einu sinni þess
pappirs virði, sem hún var skráð á — og
Magnús Kjartansson hafði séð til þess, að
pappírinn var nógur.
Þannig hafa málin staðið fram til þessa dags.
Hin mikla „iðnbylting” Magnúsar Kjartans-
sonar varð aðhlátursefni landsmanna. Ef hægt
er að nota orðið byltingu i sambandi við þann
skollaleik, þá væri frekast um „gagnbyltingu”
að ræða, þvi sjaldan hefur islenzkur iðnaður átt
við meiri þrengingar að striða, en einmitt nú.
En þá ákvað Magnus Kjartansson að hefja
annan þátt þessa skollaleiks. Sá þáttur hófs nú
fyrir nokkrum dögum. Hann er i þvi fólginn, að
ráðherrann skipaði nefnd — eina nefndina enn.
Og hvað áþessinefndsvo að gera? Jú hún á að
endurskoða „iðnbyltingaráætlun” S. Þ. sér-
fræðingsins. Við það verk getur nefndin svo
dundað sér i nokkra mánuði til viðbótar, og
kommúnistar með Magnús Kjartansson i farar-
broddi geta kyrjað sönginn, sem þeir hafa
sungið áratugum saman um aðra byltingu:
byltingin kemur á morgun.
En sá morgunn kemur að sjálfsögðu aldrei.
Magnús Kjartansson hefur beðið eftir sinni
byltingu i 40 ár. Iðnrekendur mega biða lengur
eftir sinni — svo lengi sem Magnus heldur I
spottann. Hann er nefnilega byltingarmaður,
sem ekki getur bylt.
BLÓÐPENINGAR VERKAL ÝÐSFÉLAGANNA ?
MISSKILNINGUR
OG RANGFÆRSLUR
Rætt við Sigfús Bjarnason um furðuskrif
„Blóðpeningar verkalýðsfélag-
anna” heitir grein, sem Kristinn
Snæland skrifaði i dagblaðið
„Timann” miðvikudaginn 15.
ágúst. s.l. t greininni ræðst Krist-
inn heldur harkalega að stéttarfé-
lögunum i landinu fyrir inn-
heimtu félagsgjalda og segir þar,
að mörg verkalýðsfélög geti neytt
einn og sama mann til þess að
greiða sér félagsgjald vinni hann
á starfssvæði margra félaga á ár-
inu og þurfi einn og sami maður
þvi iðulega að greiða margföld fé-
lagsgjöld. Það eru þessi gjöld,
sem Kristinn nefnir „blóðpeninga
verkalýðsfélaga”.
I grein sinni nefnir Kristinn
sérstaklega Sjómannafélag
Reykjavikur og birtir með grein-
inni mynd af kvittun fyrir félags-
gjaldi til þess félags sem dæmi
um „blóðpeningana”. Þar sem
grein Kristins er byggð á ein-
dæma ókunnugleika um þau at-
riði, sem hann tekur til meðferðar
og Sjómannafélag Reykjavikur
er sérstaklega nafngreint i grein-
inni leitaði Alþýðublaðið til Sigfús
ar Bjarnasonar á skrifstofu Sjó-
mannafélagsins og bað hann að
leiðrétta þær rangfærslur, sem
fram koma hjá Kristni.
— 1 fyrsta lagi, sagði Sigfús, þá
er það rangt, að einn og sami
maður þurfi að greiða margföld
félagsgjöld til stéttarfélaga, þótt
hann vinni á félagssvæði margra
verkalýðsfélaga á einu og sama
árinu. Honum nægir að greiða að-
eins eitt gjald og hafi hann greitt
það, þá er öðrum stéttarfélögum
óheimilt að kref ja hann um gjöld
til sin þótt hann vinni á félags-
svæði þeirra.
— Þessi ákvæði eru i lögum Al-
þýðusambands Islands og er
þetta m.a. sérstaklega fram tekið
i tilkynningu i félagsskirteini sjó-
mannafélags Reykjavikur, þar
sem segir:
FÉLAGI!
Ef þú ferð af félagssvæð-
inu til þess að leita þér at-
vinnu annarsstaðar, skaltu
gæta þess, að greiða félags-
gjald þitt til Sjómannafé-
lagsins, áður en þú ferð.
Þegar þú kemur til þess
staðarer þú ætlarað stunda
atvinnu, skaltu láta það
vera þitt fyrsta verk, að
fara til stéttarfélagsins í
viðkomandi starfsgrein á
staðnum og sýna, að þú
hafir skírteini þitt í lagi.
Látir þú þetta undir höf-
uð leggjast,máttu búast við
að þurfa að greiða auka-
gjald, eða vera sviftur
vinnuréttindum að öörum
kosti.
—■ Af þessu má glöggt sjá, að
ummæli Kristins Snælands eru
byggð á algerum misskilningi,
sagði Sigfús. Maður, sem er fé-
lagi i Sjómannafélagi Reykjavik-
ur og hefur greitt þangað sin til-
skildu gjöld á árinu þarf sem sé
ekki annað en að framvisa kvitf-
un fyrir gjaldið vinni hann á fé-
lagssvæði annars félags og þá er
þvi félagi óheimilt að innheimta
af honum gjöld til sin, nema þvi
aðeins, aö árgjöld viðkomandi fé-
lags séu hærri, en árgjöld Sjó-
mannafélagsins. Þá má félagið
innheimta mismuninn.
Þannig er það með öllu útilok-
að, að einn og sami maöur þurfi
að borga margföld félagsgjöld á
sama árinu þótt hann flytji sig á
milli staða. Asakanir Kristins um
„blóðpeninga verkalýðshreyfing-
arinnar” eru þvi byggðar á alger-
um misskilningi.
Hins vegar er það að sjálfsögðu
annað mál, að enginn launþegi á
að geta unniö viö t.d. sjómennsku
án þess að borga félagagjald til
einhvers stéttarfélags. Vonandi
er það ekki þetta, sem býr að baki
skrifa Kristins. Vonandi er hann
ekki að berjast fyrir þvi, að fólk i
launþegastéttunum geti gengið
milli starfa án þess nokkurn tima
að greiða ein eða nein gjöld til
stéttarfélags. Slikt myndi að
sjálfsögðu aðeins vera til þess
fallið að veikja samtök verka-
lýösins og þaö væri ekki launþeg-
um i hag. Hin eðlilegu félagagjöld
Sigfús Bjarnason.
til verkalýðsfélaganna eru engir
„blóöpeningar”. Það fé fá laun-
þegar margfaldlega endurgoldið
með starfi félaganna að kjara-
málum þeirra, og ég held, að eng-
ir verkalýðssinnar myndu kalla
réttmæt og eðlileg árgjöld til
stéttarfélaga sinna „blóðpen-
inga”.
— Þá er annað atriði i grein
Kristins einnig byggt á fyllstu
vanþekkingu, sagði Sigfús, en það
er ásökun hans um, að verkalýðs-
félög taki full gjöld af fólki —
t.a.m. námsfólki — sem aðeins
vinnur hluta úr ári. Vissulega er
það rétt, að af þessu fólki eru inn-
heimt félagsgjöld á sama hátt og
öðrum þeim, sem vinna á félags-
svæði viðkomandi stéttarfélaga
og ekki eru félagar i öðru stéttar-
félagi. En ef þetta fólk vinnur að-
eins hluta úr árinu, þá getur það
fengið tilsvarandi hlut félags-
gjaldsins endurgreiddan — og
hefur það iðulega verið gert t.d.
hér á Sjómannafélaginu. Það er
einnig rangt, að fólkið fái engar
upplýsingar um þetta. Slikum
upplýsingum hefur oft verið
dreift.
— Þá kemur þriðja atriðið i
grein Kristins, sem einnig er
byggt á vanþekkingu eða mis-
Kristins Snælands
skilningi. Þaö er, að félögin — og
nefnir hann sérstaklega Sjó-
mannafélag Reykjavikur — van-
ræki að upplýsa launþega um fé-
lagsréttindi þeirra og hvetja þá til
þess að ganga i félögin svo þeir
njóti fullra réttinda.
— 1 fyrsta lagi erprentuðhvatn-
ing i félagsskirteini S.R. til allra
félagsbundinna manna að fá ófé-
lagsbundna samstarfsmenn sina
til þess að ganga i félagið svo þeir
fái notið þar fyllstu réttinda. I fé-
lagsskirteinunum er einnig greint
frá ýmsum þeim réttindum, sem
félagar njóta.
— I öðru lagi gefur Sjómanna-
félag Reykjavikur út félagsblaö
— Sjómanninn — sem dreift er til
félagsmanna og sent umborð i öll
skip. 1 þessu blaði er greint frá fé-
lagsmálum sjómannastéttarinnar
og réttindum og skyldum félaga
og i siðasta tölublaði þessa blaðs,
sem út kom i desembermánuöi
s.l„ er á bls. 8 i fyrsta lagi vakin
athygli á félagsréttindum með-
lima Sjómannafélagsins og i öðru
lagi birt hvatning til ófélagsbund-
inna manna á sjó að láta skrá sig i
félagið. Þar sem þetta blað er
sent um borð i skipin ætti það að
koma þar fyrir augu bæði félags-
bundinna og ófélagsbundinna
manna og þvi er ekki við okkur að
sakast, þótt sumir kunni að láta
undir höfuð leggjast að ganga i
félagið. Við höfum sannarlega
reynt að hvetja þá til annars.
— Hins vegar er það að sjálf-
sögðu rétt, að verkalýðshreyfing-
in — og þá Sjómannafélagið sem
og önnur félög — mættu gera
meira af þvi að reka áróður með-
al launþega um að bindast félög-
unum og taka virkan þátt i starfi
þeirra.
— Auk þess, sem hér að fram-
an er sagt, má svo bæta þvi við,
að Sjómannafélag Reykjavikur
hefur látið sérprenta auglýsingar
um félagsréttindi og hvatningar
til ófélagabundinna sjómanna á
félagssvæðinu að ganga i félagið
og hafa þessar auglýsingar verið
sendar um borð i skipin og festar
þar upp.
— Það er sjálfsagt og eðlilegt,
að starfsemi verkalýðsfélaganna
i landinu sé gagnrýnd. Slikt er
okkur, sem störfum fyrir þau,
hvati til þess að gera betur. En sú
gagnrýni ætti helzt að byggjast á
réttri vitneskju um einföldustu
atriði i starfsemi þeirra. Þá að-
eins er hún uppbyggileg og já-
kvæö fyrir félögin og það er von-
andi það, sem vakir fyrir öllum
sönnum verkalýðssihnum i land-
inu sagði Sigfús Bjarnason að
lokum.
KJÖRDÆM1SFUNDIR
ALÞÝÐUFLOKKSINS
SUÐURLAND
laugardaginn 25. ágúst kl. 14,30
Næstkomandi laugardag — þann 25.
ágúst — efnir Kjördæmisráð Alþýðu-
flokksins á Suðurlandi til fundar á Hótel
Selfossi og hefst fundurinn kl. 2.30 e.h.
Fundarefnið verður nánar auglýst sið-
ar.
Gestur fundarins verður formaður Al-
þýðuflokksins, GYLFI Þ. GÍSLASON, og
mun hann hafa framsögu á fundinum og
svara fyrirspurnum.
Stjórn kjördæmisráðsins.
Þriðjudagur 21. ágúst 1973