Alþýðublaðið - 21.08.1973, Síða 11

Alþýðublaðið - 21.08.1973, Síða 11
Iþróttir -Xvíi^W'-U-\Z* -'ltl&Æ: ':.íi •,•*'•>■$£• STÓRLIÐ! „Meðan leikurinn er ekki bú- inn, tei ég möguleika Vals- manna jafna á vift Gummers- bach”, sagði Þórarinn Eyþórs- son þjálfari fslandsmeistara Vals i handknattleik, en um hclgina voru Valsmenn dregnir á móti Gummersbach- „En annars er erfitt að spá nokkru, þvi maður veit ekkert hvernig þýzka liðið kemur til með að verða i vetur,” sagði Þórarinn. „En þvi er ekki að neita að það hefur skapað sér nafn á undanförnum árum, og verið mjög sigursælt. Það er vissulega fengur að fá svona gott lið, en persónulega hefði ég heldur kosið lið frá Norðurlönd- um”. Valsmenn eiga fyrri leikinn, og á hann að fara fram á tima- bilinu 14-20. september. Þjóð- verjarnir hafa stungið upp á miðvikudeginum 19., en þaö þykir Valsmönnum ekki nógu heppilegur dagur m.a. vegna Evrópuleikja i knattspyrnu sama dag. Seinni leikurinn á að fara fram 5.-11. október, og það er einnig óheppilegur timi, þvi 6. október verður landsleikur við Norðmenn i Osló. Valsmenn hafa æft vel að und- anförnu, og um helgina voru þeirt.d. á Laugarvatni, og þótti þeim aðstaða þar og aðbúnaður alveg til fyrirmyndar, _ss ARMANN VANN 2. FL Islandsmót 2. flokks kvenna i handknattleik fór fram um helg- ina. Úrslit urðu þau, að Ármann vann FH i úrslitaleiknum 5:4, og tryggði sér þar með titilinn þriðja árið i röð. 1 keppni um 3.-4. sæti sigraði Völsungur Val 7:1. LAHDSUDID UIIMORGUN Landsliðið i knattspyrnu hélt til illands I morgun. Allir þeir leik- enn sem upphaflega voru valdir ru með, 17 talsins, og ytra mun igeir Sigurvinsson bætast i hóp- n. Þó eru litlar likur á þvi að mn leiki með vegna meiðsla. Um helgina áttu sér stað mikil átök um það hvort greiða ætti ákveðnum leikmönnum fyrir vinnutap eða ekki. Þessir leikmenn, en i þeim hópi voru t.d. bakverðirnir Ólafur Sigurvinsson og Astráður Gunnarsson, tengi- liðirnir Ásgeir Eliasson, Guðgeir Leifsson og Marteinn Geirsson og framlinumennirnir örn óskars- son og Ólafur Júliusson, voru HÓTAÐI HAFSTEINN AD SEGJA AF SÉR? ékveðnir að fara ekki fengist vinnútap ekki greitt. Albert Guðmundsson var harð- ur á að greiða ekki vinnutap, og vildi velja nýja menn. En þá gekk Hafsteinn Guðmundsson inn i dæmið, og fyrir hans forgöngu varð úr að leikmönnunum var greitt vinnutap, 10 þúsund krón- ur, enda ekki nema sjálfsagt. Það hefur flogið fyrir að Hafsteinn hafi hótað að segja af sér, leystist málið ekki, en er Alþ.bl. ræddi við Hafstein i gær, vildi hann ekkert um málið segja. Þá var mál Guðna Kjartans- sonar leyst á laugardaginn, en hann hafði ætlað sér i sumaríeyfi með fjölskyldu sina i stað lands- liðsfararinnar. Var Guðni fáan- legur til að fresta friinu fram á haustið. —SS. Heljarmennið Hansi Valsmenn voru bæði heppnir og óheppnir með úrslit dráttarins i Evrópubikarnum. Heppnir að þvi leyti, að þeir fá þarna heims- frægt lið sem draga mun að áhorlendur, og óheppnir að þvi leyti að vonir liðsins um að komast áfram i 2. umíerð eru nú takmarkaðar. Gummersbach hefur verið annað tveggja þýzkra liða sem hafa bitizt um þýzka meistaratitilinn og þá einnig Evrópubikarinn. Hitt liðið er Göppingen, lið Geirs llallsteinssonar. Gummersbach er lrægara lið, sem oft helur orðið þýzkur meistari og oft Evrópu- meistari. Þaðer frægt fyrir harðan leik, og er þar fremstur i flokki Hansi Schmidt, einn frægasti handknattleiksmaður heims. Hann stendur nú á þritugu, fæddur Rúmeni en hel'ur lengi leikið með Gummersbach. Hann er 1,95 metrar á hæð, og 95 kiló að þyngd. Heljarmenni, sem notar krafta sina til hins ýlrasta. Myndin er af Hansa i skotstöðu, og það þurfti ekki að spyrja að endalokunum, knötturinn þaut i markið. —SS. VÍKINGUR OG ÞRÓTTUR TÖPUÐU Staðan i 2. deild jafnaðist heldur nú um helgina, þvi bæði toppliðin töpuðu þá leikjum. Vikingur tapaði fyrir Völsungi norður á Húsavik 2:1, og i Hafnarfirði tapaði Þróttur R fyrir FH 2:0. Þar með eru möguleikar Þróttar á sigri svo til úr sögunni, en mögu- leikar Vikings hafa jafnvel aukizt, þrátt fyrir tapið. Nægir Vikingi að sigra Þrótt frá Neskaupstað til að tryggja sér sæti i 1. deild næsta keppnistimabil. FH á nú næst mesta möguleika eftir slaka byrjun. Nánar á morgun. IR VANN tR varð eins og vænta mátti bikarmeistari i frjálsum iþróttum. Hlutu IR-ingar sam- tals 139,5 stig i karla- og kvennagreinum. UMSK hlaut 118,5 stig, KR 107, Ármann 106, HSK 70 og HSÞ 67, og fellur þvi aftur i 2. deild. 1 karlagreinum sigraði 1R með 92 stigum, en Ármann sigraði i kvennagreinum meö 50 stigum. Eitt Isiandsmet var sett, Erlendur Valdimarsson kast- aði sleggjunni 60,04 rnetra. Myndin er af Ingunni Einars- dóttur fyrirliða fR með bikar- inn. Nánar á morgun. í FRAMFÖR lslandsmeistarar Fram virðast heldur að ná sér á strik. Þeir haia nú unnið tvo leiki i röð, að visu botnliðin KR og Breiðablik, en þó er greinilega að merkja framlör i leik liðsins. Á Elmar Gerisson þar stóran þátt i, þvi hann hefur gefið daufri framlinunni lit. Sigurinn yfir KR á laugardaginn, 3:1, var fyllilega verðskuldaður. I—(i:io. min. Guðgeir Leifsson tók aukaspvrnu Iram völlinn. Marteinn Geirsson fékk auðan sjó að marki og skoraöi. Þarna var vörn KR sem oítar mjög illa á verði. 1— 1:17. min. KR nær sóknarlotu sem endaði með skoti að marki, knötturinn barst út i teiginn tilBjörns Péturssonar sem skoraði með þrumuskoti. 2— 1:45. min.Guðgeir enn á ferðinni meö aukaspyrnu, gaf vel fyrir markið á Sigurberg sem skoraði með skalla. Magnús markvörður hefði áttað ná til boltans, en misreiknaði sig vegna vindsins. :h— 1:62. min. Elmar skorar framhjá Magnúsi, úr einu af mörgunm tækifærum sem hann fékk i þessum leik. Stuttu siðar fór Magnús útaf vegna meiðsla. Tveir KR-ingar fengu bókun i leiknum, þeir Atli Þór Héðinsson og Sigþór Sigurjónsson. —SS. GRUYFF SEMUR! Stórstjarnan hollenzka Johan Gruyff, sem annað kvöld leikur með Hollandi gegn islenzka landsliðinu, tilkynnti i gærað hann myndi strax að leik loknum halda til Spánar og undirrita þar samning við Barchelona. Kaupverðið verður um 260 milljónir. Hann mun ekki leika með liðinu fyrr en i desember, en fram að þeim tima leika með núverandi félagi sinu, Ajax. i.v* - i'-"; Vi 'rr '* ð»/■'•»*^vx"vi:*•x.rt VALUR MÆTIR GUMMERSBACH O Þriöjudagur 21. ágúst 1973

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.