Alþýðublaðið - 26.09.1973, Side 7
mL TOBAKSINS
IGGA MEÐ NIKÓTÍNI
varb ég
ínni og
■tri. Ég
i, sem
mg af
lag. En
iflegur
og þess
m með
i höfðu
g — og
iar, gat
i tuggu
tist ég i
Minu og
less að
á milli
t furðu
nningu.
gerði
iti, sem
, hvarf
ð i mig
tur. Nú
i ég tök
langar
1 nema
reyki
nánuði.
iöngum
góðum
getur
st siga-
kemur
ki gúm-
en ef ég
lig upp,
igar að
ikka af
:i þræll
:a farin
yslunni,
igis
að
og það kemur æ oftar fyrir, að
ég jóðlaá tuggu. sem ekki hefur
inni að halda neitt nikótin.
—Þetta virtist i rauninni svo
ofur einfalt, segir hann. -Við
urðum einungis að finna upp
einhverja aðferð til að gefa
fólkinu sinn ákveðna skammt af
nikótini, en án þess að önnur
skaðlegri efni væru i slagtogi
við það. Sú tillaga að dæla
nikótinskammtinum i æð, var
dæmd óhæf af framkvæmdar-
erfiðleikum. Að lokum, og eftir
margar misheppnaðar til-
raunir, hugkvæmdist okkur að
blanda nikótininu i gúmmi-
tuggukvoðu. Þvi fylgdu og
möguleikar til að hafa stærð
nikótinskammtanna mis-
munandi.
Arangurinn af þeim til-
raunum varð svo „Nicorette” -
gúmtuggan, þunn tugga, fjórir
fersentimetrar að stærð.
Eins og nú er, þá er gúm-
tuggan framleidd með ferns-
konar nikótinmagni:
Fimm mg — handa keðju-
reykingamönnum i afvenslu —
tvö mg og eitt mg loks nikótin-
laus gúmtugga handa fyrr-
verandi keðjureykinga-
mönnum, sem gerst hafa keðju-
jórtrarar.
Að öðru leyti eru efnin i gúm-
tuggunni leyndardómur, en svo
er frá skýrt að nú sé að þvi unnið
að blanda i hana ýmsum bragð-
bætandi efnum.
Claes Lundgren prófessor
telur að um 18% af nikótin-
magninu losni úr viðjum og
berist út i liffærin, þegar jórtrað
hefur verið á tuggunni i tvær
minútur. Þegar jórtrað hefur
veriðá tuggunni i þrjár minútur
til viðbótar, hefur likaminn
fengið 36% af nikótinmagninu.
Eftir tiu minútuna jórtur er ein-
ungis 39% af nikótlnmagninu
eftir i tuggunni, en 91% af
nikótinmagni tuggunnar er
komið út i blóðið, eftir að jórtrað
hefur verið á henni i tuttugu
minútur.
Claes Lundgren prófessor
segir enn fremur:
—Gúmtuggan hefur marga
kosti. Hún inniheldur ekki
krabbameinsvalda eins og
tjöru, eða þann kolsýring, sem
tóbaksreyknum er samfara og
fer illa með hjartað og æða-
kerfið. Maður getur ráðið
nikótinskammtinum sjálfur.
Þvi hraðara sem maður jórtrar,
þvi fljótari er hann að tileinka
sér nikótinmagnið. Fari keðju-
reykingamaður i afvenslu má
hann i fyrstu gera ráð fyrir að
hann þurfi 30-40 gúmtuggur á
dag, 2 eða 4 mg af nikótinmagni.
Varðandi árangurinn af þessu
afvenslulyfi, kemst
uppfinningamaðurinn svo að
orði:
-Frá þvi 1969 höfum við i til-
raunaskyni látið mörg hundruð
reykingamenn' prófa „Nico-
rette” -gúmtugguna i eitt
misseri. Um það bil 40% hafa
hætt að reykja. Við höfum svo
örugga eftirlitsaðferð, að við
getum sagt um það með 100%
vissu, hvort fólk hafi reykt
sigarettur á afvenslutimabilinu.
Hvað við kemur öðrum af-
venslulyfjum, þá er árangurinn
mjög mismunandi, frá 15% og
allt upp i 90%, en hvað „Nico-
rette” -gúmtugguna snertir, þá
er árangurshlutfallið mjög
stöðugt. Þar er ekki um að ræða
neitt kraftaverkalyf. Þeir, sem
Uppfinningamaður and
reykingalyfsins, Claes
I-iUndgren prófessor.
vilja hætta að reykja, verða
sjálfir að leggja sitt af mörkum.
Það hefur aldrei verið ætlun
okkar að framleiða gúmtuggu,
sem gerði mönnum óbragð i
munni, ef þeir reyktu eftir að
hafa jórtrað á henni. Það bæri
sennilega þann einn árangur, að
margir hættu að nota nikótin-
tugguna. Takmarkið með
uppfinningunni er að draga
smám saman úr nikótin-
ilönguninni.
Lyfjaframleiðslufyrirtækið
„Leó” biður nú eftir viður-
kenningu viðkomandi sænskra
yfirvalda á lyfinu, og leyfi til að
mega selja hið nýja reykinga-
afvenslulyf.
Claes Lundgren prófessor
telur heppilegra.að gúmtuggan
verði einungis seld i lyf jabúðum
og samkvæmt lyfseðli.
-Með þvi móti veitist lækn-
unum tækifæri til að hafa eftirlit
með árangrinum, segir hann. -
Og óneitanlega væri það að fara
aftan að siðunum, ef þeir,' sem
ekki hafa reykt., yrðu
reykingarmenn vegna þess að
þeir gætu keypt nikótin-gúm-
tugguna hömlulaust.
sem sagt er að fái því
jum 100 reykingamönnum
Prófessorsfrúin
tuggði úr viðjum
sígarettunnar
Lóna Lundgren,
prófessorsfrú í Lundi,
varein af þeim fyrstu,
sem prófaði gúm-
tuggu með níkótíni.
Fer hér á eftir
hvernig hún kvaddi
sígarettuna.
Gúmtugga með nikó-
tini er nýjasta ráðið til
að venja fólk af tóbaks-
reykingum.
Þetta er sænsk upp-
finning, og ef marka
má skýrslur, þá er
árangurinn ekki
ómerkilegur — 40 af
hverjum 100 reykinga-
mönnum kveðja siga-
rettuna eða pipuna. Og
það er miklum mun
betri árangur, en náðst
hefur með öðrum af-
venslulyfjum eða að-
ferðum. Tilgangurinn
með þessari gúmtuggu er auð-
sær — að venja menn á að
tyggja i stað þess að reykja.
Fyrst i stað með þvi að þeim
gefist kostur á að taka til sin
nfkótlnið i gúmtuggunni. Seinna
kemur svo nikótinlaus gúm-
tugga i stað nikótintuggunnar.
Nikótintuggan hefur verið
prófuð með ágætum árangri i
afvenslustofnunum i mörgum
löndum. Meðal annars i Sviþjóð,
sem verður fyrsta landið, þar
sem níkótintuggan verður að
öllum likindum seld á frjálsum
markaði, áður en langt um
liður. Ef til vill á næsta ári.
Þvi næst er svo ráð fyrir gert,
að lyfjaframleiðslufyrirtækiö
„Leo”, i Helsingborg, sem fyrir
löngu er heimsþekkt, og hefur
einkaleyfi á uppfinningunni i
öllum löndum, selji nikótin-
tugguna á markað annars
staðar á Norðurlöndum.
Að baki þessari uppfinningu
liggur margra ára rannsóknar-
starf og tilraunir. En upp-
finningin er gerð af Claes Lund-
gren prófessor við lifefnafræði-
deildina við háskólann i Lundi,
og nefnist þessi gúmtugga
„Nicorette”.
Hugmyndina að uppfinningu
sinni hlaut hann, þegar hann sá
kunningja sina — einn af þeim
reykti 60 sigarettur daglega —
sefa tóbakshungur sitt með þvi
að tyggja „skro”, munntóbak,
sem meðal annars inniheldur
nfkótin.
Uóna Lundgren, eiginkona prófessorsins, var
ein af tilraunadýrunum - og minnkaði
sigarettureykingar sinar úr 20 á dag i 2 á
mánuöi.
Kg er ekki lengur þræll nikótinsins, og nú hef
ég einnig takmarkað
segir prófessorsfrúin.
—„Skroið” er þó ekki nein
lausn, segir Claes Lundgren
prófessor —þvi að það hefur inni
að halda tjöru, og getur þvi
valdið krabbameini i munni.
Að hans skilningi, er það ein-
vörðungu löngunin i nikótiniö,
sem fyrst hefur örvandi áhrif á
taugakerfið, en þvi næst
lamandi, sem veldur þvi að fólk
reykir.
—Það rennir stoðum undir
þessa kenningu mina, að þær
nikótinlausu sigarettur, sem
notkun gúmtuggunnar,
settar hafa verið á markaöinn,
hafa reynst óseljanlegar að
kalla. Þeir reykingamenn, sem
breyttu til og fóru að reykja
þær, urðu önuglyndir og við-
skotaillir. Þá vantaði nikótinið,
sem er eiturefni er menn verða
fljótlega háðir, en er þó hættu-
minnsta efnið i tóbakinu, ef
marka má nýjustu rannsóknir,
segir Lundgren prófessor.
Hann ræddi vandamálið við
starfsbræður sina.
Miövikudagur 26. september 1973
o