Alþýðublaðið - 02.10.1973, Side 5

Alþýðublaðið - 02.10.1973, Side 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu8-10. Simi 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. EINBERIR GASPRARAR Ráðherrarnir i núverandi rikisstjórn velja sér sannarlega undarlega starfshætti. Þeir hegða sér eins og þeir séu einir i heiminum — eða öllu heldur einir i rikistjórninni — og þurfi ekki að hafa samráð við einn né neinn, nema kannski konurnar sinar. Þeir hlaupa út og suður með alls kyns yfirlýsingar um vilja sinn i stórmálum og hafa ekki einu sinni haft fyrir þvi að leita sam- ráðs sin á milli um yfirlýsingarnar, hvað þá heldur að þeir hafi látið kanna, hvort fram- kvæmdin sé hugsanleg eða möguleg. Þegar svo almenningur rekur upp stór augu spyrja ráð- herrarnir með þjósti, hvernig þetta sé eiginlega, hvort þeir megi ekki hafa skoðun. Svo taka þeir til við að athuga málin og ræða saman sin á milli og leita tiltækra upplýsinga. I stuttu máli sagt: yfirlýsingin fyrst .Athugunin og samráðið eftirá. Auðvitað er ráðherrum eins og öðrum mönn- um heimilt að hafa skoðun. Þó það nú væri. En . þeir verða að gera sér það ljóst, að þeir gegna mjög ábyrgðarmiklum störfum og yfirlýsingar ráðherranna um hver vilji þeirra sé i ákveðnum sérmálum varðandi stjórn landsins eiga að sjálfsögðu að hafa meiri þunga á bak við sig, en yfirlýsingar einhvers Jóns Jónssonar sem hefur enga ábyrgð nema gagnvart sjálfum sér. Til dæmis hlýtur að verða að taka meira mark á yf- irlýsingum Magnusar Kjartanssonar ráðherra, en Magnúsar Kjartanssonar Austra, en það virðist maðurinn ómögulega hafa skilið enn sem komið er. Ef svo heldur fram sem horfir verður almenn- ingur með öllu að hætta að taka mark á orðum ráðherra landsins nema þeir taki það sérstak- lega fram, hvenær þeir séu að leika ábyrga ráð- herra og hvenær ekki. En auðvitað yrðu yfirlýs- ingar þeirra um það sist meira virði en yfirlýs- ingar þeirra almennt svo almenningur á varla annara kosta völ, en hætta með öllu að lita á ráðherrana sem ábyrga menn en skoða þá i staðinn sem einbera gasprara. ÓLAFUR SVARAR HEATH Nú hefur verið gert opinbert efni svarbréfs Ólafs Jóhannessonar til Heaths, breska for- sætisráðherrans, en eins og kunnugt er af fi'éftum, þá sendi hann Ólafi bréf i fyrri viku þar sem Heath lagði fram það, sem Bretar vilja kalla nýtt ^sáttatilboð” i landhelgisdeilunni við íslendinga. Að sjálfsögðu svarar Ólafur Jóhannesson með þvi að itreka áður gerða samþykkt rikis- stjórnar íslands þar sem segir, að verði Bretar ekki komnir með herskip sin og dráttarbáta út fyrir 50 milurnar fyrir n.k. miðvikudag muni rikisstjórnin láta koma til framkvæmda þau slit á stjórnmálasamskiptum, sem Bretum hefur áður verið tilkynnt um. Þessi samþykkt var gerð að höfðu samráði við" utanrikismálanefnd Alþingis og að sjálfsögðu ætlum við íslendingar okkur að standa við hana. Til þess var hún lika gerð. Við erum ekkert að leika okkur með þessi mál, íslend- ingar. Við meinum það, sem við segjum. STJÖRNARFUNDUR FNSU i REYKJAVlK I gær stóð yfir hér f Reykjavík fundur stjórnar FNSU (Samtök félaga ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum) og var fundurinn haldinn að Hótel Esju i Reykjavik. Fundinn sóttu framámenn ung- hreyfinga jafnaðarmanna á Norðurlöndunum öllum, en af tslands hálfu sátu fundinn þeir Garðar Sveinn Árnason, nýkjörinn for- maður Sambands ungra jafnaðarmanna, Helgi Skúli Kjartansson, nýkjör- inn ritari sambandsins, og Helgi E. Helgason, sem sæti á í stjórn SUJ. Norrænu jafnaðar- mennirnir komu hingað til Islands nú fyrir helgina og heimsóttu þeir m.a. 27 þing Sambands ungra jafnaðar- manna, sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi. Einnig hafa þeir ferðast nokkuð um landið í boði ungra jafnaðarmanna. Siðdegis í gær að loknum stjórnarfundinum hafði Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðuflokksins, inni boð fyrir hina norrænu fulltrúa á FNSU fundinum þar sem þeir hittu fyrir nokkra fulltrúa Alþýðu- flokksins og Sambands ungra jafnaðarmanna. Var meðfylgjandi mynd tekin í fundarhléi Sænsku fulltrúarnir á FNSU-fund- inum fóru utan í gær, en aðrir norrænir fulltrúar ungra jafnaðarmanna munu dveljast hér eitthvað lengur. MYNDIN Norrænir stjómarmenn FNSU i fundarhléi. » % A KJÖRDÆMAFUNDIR ALÞÝÐUFLOKKSINS í REYKJANESKJÖRDÆMI Þriðjudaginn 2. október n.k. kl. 20.30 Kjördæmisráð Alþýðuflokksins i Reykjaneskjördæmi efnir til kjör- dæmisþings, sem haldið verður i félagsheimilinu Stapa i Ytri-Njarðvik þriðjudaginn 2. október n.k. kl. 20,30. Kjördæmisþingið er jafnframt aðalfundur kjördæmisráðsins. Auk venjulegra aðalfundastarfa verður efnt til umræðna um stjórn- málaviðhorfið. Framsögu i þeim umræðum hafa þeir GYLFI Þ. GÍSLASON, JÓN ÁRMANN HÉÐINSSON og STEFÁN GUNNLAUGS- SON. STJÓRNIN Þriðjudagur 2. október 1973. 0

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.