Alþýðublaðið - 14.10.1973, Page 2

Alþýðublaðið - 14.10.1973, Page 2
„My friend and — með breskum söngvara I kemur út í Bretlandi Magnús Kjartansson: Hann er nú i London og semur um útgáfu á „My friend and I” I Bretlandi. Ýmislegt þarf aB semja um þar i landi.. Breska hljómplötufyrirtækið Orange Records hefur nú i hyggju að gefa út tveggja laga plötu með lögum eftir Magnús Kjartansson - og mun þarlendur söngvari veröa fenginn til að syngja lögin. Annað lagið verð- ur ”My friend and I” af Mandala Trúbrots, sem nú standa yfir málaferli vegna. Þaö var á miðvikudags- kvöldið, sem Magnúsi bárust þessar ánægjulegu fregnir frá Magnúsi Sigmundssyni, sem þá um daginn hafði staðið i sima- sambandi viö fulltrúa Orange. Enn er ekki vitaö hvaöa söngvari syngur ”My friend and I” á breskan markað og heldur ekki hvaða lag Orange vilja fá á B-hlið plötunnar. Málaferlin, sem standa yfir út af texta lagsins, eru sprottin upp úr kæru, sem Jóhann Hjálmarsson, skáld, höfðaði á hendur Rúnari Júliussyni, sem gerði textann. Segir Jóhann textann vera unninn upp úr ljóöi sinu, "Vinur minn og ég”, sem kom út I ljóðabók hans I kringum 1967. Ljóðin eru vissu- lega sláandi lik en Rúnar þrætir og hafa vitnaleiðslur nýlega farið fram. Fátt hefur komið þar fram og er nú beðiö dóms. Kunnugir segja málið liklega veröa látið niður falla. Kæra Jóhanns á hendur Rúnari er i nokkrum liðum og er þar meöal annars talað um "hnekkingu skáldaheiöurs”, þannig að ekki er um ritstuldar- kæru aö ræöa. Krefst Jóhann 135.000 króna skaðabóta og Rúnar hefur á móti fariö fram á 30—40 þúsund krónur fyrir ýmislegt ónæði, sem hann telur sig hafa oröið fyrir af þessum völdum. — Ég haföi aldrei sé þetta ljóö Jóhanns þegar ég gerði textann, sagði Rúnar fyrir helgina, —og ég hef ekki stolið Ijóði Jóhanns. Ekki er vitaö hvort þessi málaferli — ljúki þeim Rúnari i óhag — hafa áhrif á útkomu ”My friend and I” I Bretlandi. Ný plata með Magnúsi og Jóhanni — gefin út samtímis í Bretlandi og á Islandi llllllllllllllllll Aður en þessi mánuður er allur kemur út i Bretlandi og á lslandi tveggja laga plata með tveimur náungum, sem kallaðir eru Pal Brothers. Er um að ræöa Keflvlkingana Magnús Sigmundsson og Jóhann Helga- son og er platan gefin út af for- lagi þeirra félaga, Orange Records. Lögin tvö, Candy Girl og Then , voru hljóðrituð í London I mars siðastliðnum og eru bæði lögin eftir þá Magnús og Jó- hann. Texti lagsins Then er eftir Þorstein Eggertsson. Eins og kunnugt er hefur áður komið út plata með þeim Magnúsi og Jóhanni i Bretlandi — Yakkety Yak — en hún seldist heldur litið. Forráðamenn Orange Magnús Sigmundsson: Veröa tónsmiðar hans og Jóhanns Helgasonar loks til að koma Islandi á blað? Records hafa þó ekki misst trúna á laginu, þvi nú er fyrir- hugað að gefa það út aftur og munu þeir Magnús og Jóhann — ásamt Sigurði Karlssyni og Birgi Hrafnssyni, eða hljóm- sveitinni Change — halda utan um áramót. Magnús Sigmunds- son er sjálfur farinn — eða á leið — tilLondon til að ganga þar frá ýmsum málum. Astæðan fyrir þvi að þeir eru kallaðir Pal Brothers á þessari nýju plötu er sú, aö Orange þótti ”Magnús & Jóhann” ekki nægi- lega þjált i munni Breta og þvi var þetta nafn hugsað upp á stundinni. Ýmislegt fleira er I bigerð hjá Change og verður nánar greint frá þvi á laugardaginn kemur. TONEYRAÐ ÓMAR VALDIMARSSON FIMM NY Á TOPPINN Ný lög, sem kynnt voru I þættinum ”TIu á toppnum” i út- varpinu I gær voru þessi: 11 . Angel fingers. Wizzard. 12. My friend Stan. Slade. 13. Half—Breed. Cher. 14. Paper Roses. Marie Os- mond. 15. Life aint easy. Dr. Hook and the Medicine Show. Enskar Ijósmæöur eru á móti sígarettureykingum Nemendur ljósmæðraskóians, sem starfar i tengslum viö Rush Green Hospital I Romford f Essex, hafa hafiö sitt eigið strið gegn sigarettureykingum. Hinar verðandi Ijósmæður, sem allar eru á aldrinum 18 til 21 árs, hafa gert llkan af nýfæddu barni með slgarettu I munnvikinu. Auk þess eru veggir skólans skreyttir veggspjöldum, sem eiga að fá verðandi mæður til þess aö hæua að reykja. Upphafið aö baráttunni er skýrsla frá hópi sérfræðinga I læknavisindum, sem starfa við National Childrens Bureau. i skýrslunni segja sérfræöingarnir, að 1.500 börn hafi látist i Bret- landi I fyrra vegna þess að mæðurnar reyktu á siðustu mánuðum meðgöngutimans. ERFITT AÐ VERA SÚPER- STJARNA Breska súper- stjarnan Paul Nicholas, 27 ára að aldri, er hér ljós- myndaður i hlutverki Jesu Krists súper- stjörnu. Söngleikurinn hefur nú verið sýndur meira en árlangt i London. ”Það er erfitt að leika þetta hlutverk, því flest fólk hefur gert sér ákveðna hugmynd um Jesú”, segir Paul. o Sunnudagur 14. október 1973.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.