Alþýðublaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 2
Holl fæöa — hraustur líkami
fita og kölkun 4
í siðasta þætti vorum við farin
að tala um ýmsar ástæður
AÐRAR, en rangt mataræði og
þá fyrst og fremst ranga sam-
setningu feitmetis i matar-
æðinu, sem valda kölkunarsjúk-
dómum og þ.á.m. hjartasjúk-
dómum. Þar vitnuðum við m.a.
til yfirþyngdar og of hás blóð-
þrýstings. Orsakirnar geta
einnig verið fleiri.
Líf, sem við erum ekki
fædd til þess að lifa.
Ein af ástæðum kölkunar ”
farsóttarinnar” er sú, að við
lifum ekki rétt.
Við og þá fyrst og fremst karl
mennirnir - erum fædd til þess
að nota likama okkar.
Það er ekki svo ýkja langt sið-
an, að llkamlegur styrkleiki réði
miklu um, hvaða karlmenn gátu
lifað af - í baráttunni um bú-
staði, fæðu og kvenfólkið.
Erfðaeiginleikar okkar hafa
varla breyst mikið siðan.
Karlmenn I dag eru fæddir með
vöðvabyggingu, sem sköpuð er
til athafna - og hjarta, sem á að
geta staðið sig I slikri athafna-
semi.
Það er að segja, þegar þvi er
haldið við með æfingu. Bæði
hjarta og vöðvum.
En það gerum við ekki. Það er
varla nein tilviljun, að úrkynjuð
hjörtu eru nú orðin meðal tið
ustu dánarorsakanna.
Þau verða kölkunni að bráð
Allt of oft endar það með blóö-
tappa, sem deyðir hluta af
hjartavöðvanum.
Meðhöndla blóðtapp.
með hreyfingu
Hann deyr vegna skorts á
næringu og súrefni. Og hið ó-
æfða hjarta getur ekki bætt
Sá, sem hættir
að reykja, á e.t.v.
siður á hættu að deyja
úr hjartaslagi en hinn,
sem aldrei hefur reykt.
verkefni hins dauða hluta á aðra
hluta sína.
Þess vegna er það ekkert
undarlegt, að fólk með blóð-
tappa skuli vera meðhöndlað
meö HREYFINGU, eins og nú
er gert.
Áður má segja, að læknar og
hjúkrunarfólk hafi pakkað þvi
fólki inn i bómull, sem fengið
haföi blóðtappa. Til þess að
reyna ekki of mikið á það veika
hjarta, sem eftir stóð.
En nú er hafin langvarandi
þjálfun slikra sjúklinga. Mjög
varlega að sjálfsögðu.
Hjartað HEFUR veiklast. En
það hefur komið i Ijós, að
hreyfing getur einnig styrkt
veikt hjarta.
Og það merkir - fyrir okkur
öll, sem enn höfum ekki fengið
blóötappa - að við getum dregið
mjög úr hættunni á að fá hann
með þvi að byrja á þessari
skynsamlegu meöhöndlun, áður
en sjúkdómurinn hefur barið að
dyrum.
Þá eru likurnar einnig marg
falt meiri á þvi, að hreyfingar
meðhöndlunin beri tilsettar
árangur.
Nýjar æðar opnast
Likamleg athafnasemi gefur
hjartanu meiri möguleika með
tvennum hætti.
í fyrsta lagi vinnur hún á móti
kölkunarhneigðinni með þvi að
minnka kolesterolinnihald
blóðsins.
Þvi sama, sem við náum með
þvi að breyta feitmetisneyslu
vorri, getum við sem sé einnig
náö með aukinni hreyfingu.
Og auðvitað er best, ef við
leyfum þessu tvennu að hjálpast
að.
En hreyfingin hefur einnig
önnur áhrif, sem lúta beint að
hjartanu sjálfu.
Við þjálfun - og sérhver skyn-
samleg likamshreyfing veitir
þjálfun - stækka vöðvavefir
hjartans og nýjar smáæöar
opnast i þeim vefjum.
Það merkir, að EF maður svo
fær blóðtappa einhvern daginn -
en það getur jú verið, þvi svo
margt getur vaidið honum — þá
hefur hinn óskaddaði hluti
hjartans meiri möguleika fyrir
að yfirtaka hlutverk hins sýkta
hluta.
Viðsjárverðari en
lungnakrabbinn
Æfing hjartavöðvans er einnig
e.t.v. skýringin á furðulegu
samhengi, sem ella væri torvelt
aö skýra.
Það er vitað mál, að
reykingar auka mjög likurnar á
blóötappa. Þeir, sem reykja
sigarettur, eru i miklu meiri
hættu gagnvart lungnakrabba -
og raunar mörgum öðrum sjúk-
dómum - en hinir.
Og það eru miklu fleiri stór-
reykingarmenn, sem "reykja
sér” hjartaslag, en lungna-
krabba. Og þeir eru miklu fleiri,
sem DEYJA af völdum hjarta-
slagsins, en Iungnakrabbans.
En sá reykingamaður, ,sem
hættir að reykja, er ekki i meiri
hættu fyrir blóðtappa og hjarta-
slagi en sá, sem aldrei hefur
reykt.
Það hefur verið visindalega
sannað.
En önnur visindaleg rannsókn
leiddi nokkuð óvænt I ljós.Sem
EFTIR KNUD
LUNDBERG
LÆKNI
sé það, að sá, sem hætti að
reykja, hefði MINNI likur á þvi
að deyja af hjartaslagi, en sá,
sem aldrei hefur reykt...
Er kolsýran skýringin?
Þetta virðist vera harla
skritið. Vegna þess, að kol-
sýran, sem menn kenna mjög
um að valdi kölkunarsjúk-
dómum, hefur jú verið að verki i
mörg ár hjá þeim, sem reykja.
Og þótt sá hinn sami hætti, þá
getur hann ekki rakið áhrif kol-
sýrunnar til baka.
En reykingamaðurinn hefur
einnig æft hjarta sitt þótt hann
hafi ekki gert það beinlinis með
heilbrigðum hætti.
Kolsýran bindur nefnilega
nokkurn hundraðshluta af
hæmoglobini blóðsins.
Hæmoglobin er efni þaö i
blóðinu, sem bindur súrefnið og
flytur það til vefja likamans. En
þegar hluti þess er upptekinn
við kolsýruna, sem kemst i
likama reykingamanna við
reykingarnar, þá er að sjálf-
sögðu minna eftir til ráð-
stöfunar fyrir súrefnis-
flutningana um likamann.
Akveðið magn blóðs ber með
sér minna magn súrefnis.
Minna en frumurnar i likams-
vefjunum hafa þörf fyrir.
Þegar hjartað æfist
betur
En hjartað verður að vinna
upp á móti þvi með þvi að senda
þeim mun meira blóð um
likamann.
Vefirnir fá sem sagt sitt súr-
efni, en hjartað verður að starfa
hraðar.
Nú er það ein af bölvunum
velferðarrikisins, að hjarta vort
vinnur of litið. En að þessu
leytinu til er hægt að segja, að
kolsýran i tóbaksreyknum
hjálpi dálitið til.
En jafnframt hraðar kolsýran
- og e.t.v. önnur eiturefni i
tóbaksreyknum - kölkun
likamans. Þess vegna er það
ekkert undarlegt, þótt
reykingamenn séu f meiri hættu
en aðrir fyrir blóðtappa,
kölkunarsjúkdómum og öðrum
sjúkdómum - þangað til þeir
hætta að reykja.
En ef hann hættir, þá stendur
hann sem sé uppi með hjarta,
sem að visu er eitthvað
veiklaðra en hjarta ekki-
reykingamanna vegna
kölkunarinnar en er jafnframt
mun betur þjálfaðra vegna hins
daglega súrefnisskorts, sem
reykingarnar hafa valdið.
Til gleði fyrir þá, sem
vilja hætta
Kolsýran hverfur nefnilega úr
blóðinu á einum sólarhring eða
enn skemmri tima.
E.t.v. er aldrei hægt að vinna
bug á öllum þeim sköðum, sem
reykingarnar hafa orsakað. En
hið kalkaða hjarta er einnig
betur æft hjarta en ef viðkom-
andi hefði aldrei reykt.
Svo mikið betur æft - þó er rétt
að stinga þvl að, að sannanirnar
eru ekki mjög sterkar - að
æfingin gerir meira, en að vinna
kölkunina vegna reykinganna
upp. Þ.e.a.s. svo lengi, sem
aðeins er verið að ræða um á-
hrifin gagnvart blóðtappa og
hjartaslagi, en ekki gagnvart
öðrum sjúkdómum svo sem eins
og lungnakrabba, sem gamlir
reykingamenn eru i meiri hættu
fyrir að fá en þeir, sem aldrei
hafa reykt.
Þar sem tilgangurinn er af-
gerandi hjá þeim, sem vilja
hætta að reykja - en öllum er nú
væntanlega orðið ljóst, að reyk-
ingar eru ógnun við heilsufarið -
þá tel ég mikilvægt að undir-
strika, að jafnvel þótt viðkom-
andi hafi reykt i mörg ár er
hann jafn vel settur á þeim degi,
sem hann hættir að reykja, og
maðurinn, sem aldrei hefur
reykt. Að visu gildir þetta ekki
um lungnakrabbann, en þetta
gildir um hættuna á hjartaslagi
og það er úr hjartaslagi eða
heilablóðfalli, sem flestir okkar
deyja.
Karlmenn snemmá i
hættu.
Einkum og sér I lagi karl-
mennirnir.
Ástæðunnar fyrir þvi er að leita
hjá hormónunum - og við
skulum nú láta nokkur orð falla
um þá. Þeir falla nefnilega lika
inn i þá mynd, sem við erum að
reyna að gefa um orsakavalda
kölkunarsjúkdóma.
Kynhormóninn, sem ég ræði
um i þessu sambandi, er kven-
kynshormóninn - östrogen.
Þessi kvenhormón veitir vernd
gegn kölkun. An þess þó, að
menn viti nákvæmlega hvers
vegna.
Þaö er staðreynd, að á sama
tlma og yngri og yngri karl-
menn verða fyrir kölkunarsjúk-
dómum — sorglega margir
karlmenn á sextugs- fimmtugs-
og jafnvel fertugsaldri fá
hjartaslag og heilablóðfall —
njóta konurnar verndar
östrogen-hormónsins.
Svo lengi sem þær framleiða
hormón þenna I eggjastokkum
sfnum.
Sú framleiðsla hættir sem
kunnugt er um fimmtugsaldur
konunnar - en draga fer úr henni
frá og með þritugsaldri hennar.
En þá fyrst að sjötugsaldri er
náð deyja álika margar konur
og karlar úr hjartaslagi.
Þetta merkir, að verndunar-
áhrif hormónsins ná langt. Eða
e.t.v. öllu heldur, að kölkunin sé
sjúkdómur, sem lengi er að ná
sér upp.
Vegna þess, að sjötugir karl-
menn eru sannkallað úrval
karlþjóðarinnar hvað kölkunar-
sjúkdóma varðar. Allir, sem
veikir eru fyrir hjartaslagi, eru
þá löngu dauðir.
Þess vegna þurfum við að
fara lengra uppeftir i aldurs-
skalanum til þess að ná því á-
standi, þar sem konur eru i jafn
mikilli hættu fyrir kölkunar-
sjúkdómum og karlmenn.
Og munurinn verður meiri og
meiri eftir þvl, sem timar liða.
Ekki aðeins deyja nú fleiri og
fleiri ungir menn af þessum
skæðasta sjúkdómi vorra tlma.
Það kemur einnig til að fleiri og
fleiri konur fá nú hormón sinn
annars staðar frá, þegar eggja-
stokkarnir hætta að framleiða
hann.
í mörg ár hafa lærðir menn
verið á öndverðum meiði um,
hvort gefa eigi konum hormóna
sem lyf - og i hve miklum mæli.
A vorum tlmum þykir það
hins vegar orðið sjálfsagt að
gefa konum hormónalyf á yfir-
gangsárunum er yfir-
gangstiminn hefur sérlega slæm
áhrif á þær. En nú deila menn
um svoltíð annað.
Hafnarfjarðar Apótek 3,
Opið öll kvöld til kl. 7 DPALl
Laugardaga til kl. 2 SALGÆTISOIKO
Helgidaga kl. 2 til 4. Skipholt 29 — Sími 244f>6
BLOMAHUSIÐ
simi 83070
Skipholti 37
Opið til kl. 21.30.
Einnig laugardaga
og sunnudaga.
ÞAÐ BORGARSIG
AÐ VERZLA Í KRON
0
Miðvikudagur 17. október 1973