Alþýðublaðið - 17.10.1973, Qupperneq 12

Alþýðublaðið - 17.10.1973, Qupperneq 12
Norðanáttin ætlar að vera þrálát, og er búist við, að hún verði áfram i dag, og með vaxandi frosti. I gær var að vísu austlæg átt vestanlands, og fylgdi henni mildara veður, en búist er við að lægð sú, sem henni olli, eyðist, og hann snúist i norðaustanátt í dag. Viða var þriggja til fjögurra stiga frost á láglendi fyrir norðan i gær, en mesti hiti á Vest- urlandi var fimm stig á Reykjanesi. Mesta frost á hálendi var8—9 stig. I Reykjavík var þriggja stiga hiti í gær kl. 18. KRÍLIÐ V/nN UR | GLRIR HUNbU' SK/P ■ £ND /NCr l fíuÐ n KENNft TAuTaR' | STóR V. r h'of/ WCjlflft. £NT>■ 'fíTT FÆOSK mvuji 9-sr Ite 1 L'/T* Sftmm. fív/Tlfí 3ftft EFL/ MJOLL ms/ \ l/OKKUt 5/ ‘Jl/Í, 1'JL 2*Z F/NS l INNLÁNSVIÐSKIPTILEIÐ LÁNSVIÐSKIPTA BUNAÐARBANKÍ ÍSLANDS KÓPAVOGS APÚTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Sunnudaga milli kl. 1 og 3 4* ^UPPBOÐI Guðmundur Ágústsson með silfurlampann Fyrsta, annað og þriðja. Og Guömundur hlaut silfur- lampann, fyrstur kaupmanna Tuttugu þúsund, kallaði Guðmundur Ágústsson, kaup- maður við Bústaðaveg, sem sat einhvers staðar aftast i norðan- verðum Súlnasalnum. Tuttugu og fimm sagði einhver sunnan- vert i salnum og Guðmundur hækkaði þá þegar hátt og skýrt i 30 þúsund. Nokkurt hlé, og enn áræddi einhver að hækka i 35, og Guðmundur hækkaði þá þegar i 36. Einhver nefndi 37, Guðmund- ur 38, einhver 39, Guðmundur 40, einhver 41, Guðmundur strax 43. Fyrsta annað og ... fyrsta annað og þriðja, sagði Hilmar Foss uppboðshaldari. bar með hlaut Guðmundur silfurlampann, fyrstur allra kaupmanna. 47 hlutir voru á uppboðs- skránni, og þrátt fyrir að marg ir þeirra væru hinir eigulegustu var greinilegt, að eftirvænting- in, var mest um afdrif silfur lampans. Lampinn, sem gerður er af Leifi Kalddal og hinn 19. i röð- inni , er metinn á um 20 þúsund krónur samkvæmt kostnaði. Guðmundur, sem mættur var . til leiks með syni sinum Kristjáni, taldi sig þó hafa gert hina bestu fjárfestingu, og sagðist myndu hafa boðið mun hærra, ef nauðsynlegt hefði reynst. Ekki vildi hann þó nefna neitt hámark. ,,Ég átti engan silfurlampa fyrir”, sagði Guömundur. ,,Og svo er þetta hinn fallegasti grip- ur. Ég er hæstánægður með þessi viðskipti”. Fyrir klukkan fimm, var strax orðið margt um manninn við Sögu, en uppboð Sigurðar Benediktssonar h/f hófst á slag- inu fimm. Skömmu slðar var salurinn orðinn yfirfullur af fólki. Mörg málverk voru á boðstólum og buðu yfirleitt margir i hvert. 1 dýrari myndir hækkuðu boð- in um allt að fimm þúsundum i einu, og vart þótti viðeigandi að hækka boð i þau um þúsund krónur, hvað þá 500 krónur, sem viröist vera smámynt á svona samkomum. Dýrasta málverkið, sem sleg- ið hafði verið, þegar við fórum var eftir Finn Jónsson, og fór á 80 þús. krónur, en stórviðburðir eins og „Þorskastriðið” fóru ekki nema á 27 þúsund. Eftir að lampinn hafði veriö sleginn, hægði heldur á boðum, og virtist aðal spenningurinn lið inn og margir fóru að týnast út. Þó heyrðist einn kalla 40 þúsund i eina mynd þegar við vorum á leið niður stigann.— fimm á förnum vegi Þórir Einarsson dósent: Já, nokkuð, aðallega til gamans. Þettaeru félagslegir viðburðir, sem eru þess virði, að fylgjast með. Torfi Bjarnarson fyrrv. iæknir. Nei, ég hef einu sinni eða tvisvar farið á uppboð áður, cg mér finnst ég vera orðinn of gamall til þess að taka þátt I spennu leiksins. Sigurður A. Magnússon rit- stjóri. Nei, þetta er i fyrsta sinn, og ég hefði boðið i eitthvað hefði ég átt peninga, og þá ekki sist i lampann, ef mér hefði ofboðið of lág boð i hann. Kristinn Magnússon prentari: Já oft, einkum til að fylgjast með vaxandi verðmætum lista- verka, sem eru á undan verð- bólgunni. Þeir meistarar sem heilla mig, eru allir frægir á sinu sviði. Sveinn Þormóðsson ljósm. Já, alltaf þegar ég er sendur til að taka myndir. Og hef mjög gaman af, enda er skemmtilegt fólk, sem sækir þessi uppboð. Ég býð aldrei, enda hefði ég ekki efni á þvi, þótt mig langaði.-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.