Alþýðublaðið - 17.10.1973, Síða 3
Frá mönnum
og málefnum
Til eru þeir menn, sem horfa
meö eftirsjá aftur til þing-
setningarinnar i fyrra, þegar
Hóseasson sletti skyrinu. Maöur
hefur skrifaö i Sunnudagsblaö
Timans og harmaö aö enginn
skyldi hafa slett skyri núna,
þegar þingmenn og forseti
gengu úr Dómkirkju til
Alþingishússins. Viröist sam-
kvæmt þvi eiga að viöhafa
þennan skyrsiö viö hverja þing-
stningu, þóttþaðsé bæöi fyrir-
hafnarmikiö og óþrifalegt, og
minni auk þess á þær aöfarir
þegar nemendur byrja göngu
sina i menntaskóla. Þá eru bus-
ar baðaöir upp úr ýmsu.
Kannski eru svona kröfur um
skyrslettur á þingmenn skrifaö-
ar af illgirni eöa öfund. Margur
er sá maöur á Islandi, sem litur
svo á sjálfan sig, aö kjörinn sé
hann til pólitiskrar forustu og
þingsetu, þótt kjósendur og
flokksstjórnir hafi ekki komiö
auga á hæfileikana. Slikur maö-
ur litur yfirleitt þaö stórt á sig,
aö hann teldi, sem þingmaður,
hina mestu ósvinnu aö láta
sletta skyri viö þingsetningar.
Sem eilifðarframboöskandidat
harmar hann eflaust aö ekki
skulu puöraö skyri á þá
sem hafa lengi setið á
þingi, og reynst tregi* aö
vikja fyrir þeim sem biöa.
Þá vaknar lika sú spurn-
þingmenn. Bretar sem viö
teljum að visu ekki til
fyrirmyndar sem stendur,
höfðu fyrir siö aö láta ýmsa
atburöi veröa tilefni nýrrar
orðu, sem siöan var veitt i
samræmi viö endurtekna at-
burði sömu tegundar og ol!u
upphafinu. Samkvæmt likri
SKYRORDAH
ing hvort skyráhuginn sé ekki
einhvers konar veila. Sé svo
munu margir vera veilir, þvi
þeir voru ófáir, sem meö oröum
og athöfnum sýndu aö þeir gátu
ekki á heilum sér tekið eftir aö
Hóseasson haföi slett i fyrra.
En þar sem öll mál eiga sinar
bjartari hliöar, þá er ekki úr
vegi aö benda á þá staðreynd,
aö skyrslettur á alþingismenn
gætu leitt af sér góöan siö, sera
mundi jafnframt eyöa hörmum
þeirra, sem finnst aö þeir
þurfi margs aö hefna viö
venju ætti alþingi aö stofna til
skyroröunnar, og láta á vald
oröunefndar aö útdeila henni
meöal veröugra. Vitaö mál er
að oröunefnd hefur stundum
orðið aö láta undan ásókn i orö-
ur, og hefur þaö leitt til þess aö
hin alræmda fálkaorða hangir
svo að segja á hvers manns
brjósti, og hefur misst ljóma
hefðar og rægingar meö þeim
afleiöingum, aö menn hafa vilj-
að fella oröuveitingar niöur til
aö draga úr alvöruleysinu.
Skyroröan myndi hins vegar
veita fálkaoröunni kærkomna
hvild frá svo að segja daglegri
notkun, enda væri sjálfsagt,
samkvæmt tilefninu, aö veita
skyrorðuna á hausti hverju
öllum þeim, sem heföu með ein-
hverju móti sýnt og sannaö aö
þeir væru komnir þar á þroska-
skeiöi sinu, aö þeir ætluöu aö
fara aö sletta skyri.
Gagnrýnendur hverskonar
ættu öðrum fremur aö hljóta
skyroröuna, og þá helst þeir
gagnrýnendur, sem iöka þann
sið aö hafa allt á hornum sér viö
stofnanir eins og Alþingi Is-
lendinga, þjóökirkjuna, fána
landsins, forsetaembættið,
hæstarétt og einstök ráðuneyti.
Slikir gagnrýnendur eiga sina
„viðurkenningu” skilið, og
skyrorðan myndi létta þeim
marga langa og dimma nótt.
Skyrorðuna ættu einnig allir aö
fá, sem hafa beint og óbeint tek-
ið sér i munn spakmæli
Jóhannesar Birkilands, sem
sagöi: Af hverju geröu þeir mig
ekki að forstjóra. Þá mundi
jafnframt minnka nuddiö gegn
orðuveitingum, vegna þess aö
tækifærið gæfist til að hengja
skyrorðuna á þá sem hæst hafa
hóað gegn orðum, svo við
liggur að nálgist neyðaróp.
VITUS
vill ráða
íslendinga
Guðni Þóröarson i Sunnu,
hyggst nú ráöa sér nokkra is-
lenska flugmenn, flugvélstjóra
og flugvirkja, til aö starfa fyrir
Air Viking, en Guöni rekur það
flugfélag og hefur ma. haldiö
uppi ferðum milli Spánar og
Islands i sumar með ferðafólk.
Guðni sagöi i viötali við blaðið
i gær, að þessar ráðningar
þýddu ekki endilega aukin um-
svif félagsins aö svo stöddu,
heldur væri fremur ætlunin að
láta islenska flugliöa leysa af
hólmi þá erlendu flugliöa sem
starfaö hafa fyrir Air Viking i
sumar.
Félagið hefur Convair 88(J
þotu á leigu, sem tekur 120 til
150 farþega i sæti, og bjóst
Guðni við að halda þeim leigu-
samningi eitthvað áfram.
Ferðamannaflug milli Islands
og Spánar riregst mjög saman
yfir vetrarmánuöina, en Guöni
sagöi aö félagiö ætti kost á ýmsu
flugi erlendis á meðan, þótt ekki
væri endanlega frá þvi gengið.
Hagkvæmara væri af ýmsum
ástæöum, að halda flugrekstri-
num upp uppi allt árið, og yrðu
flugliðar ráðnir með það fyrir
augum að þeir geti starfað aö
nokkru leyti erlendis.-
Metvika
Siöasta vika varð algjör met-
vika i Norðursjónum. Þá veiddu
islensku bátarnir 2705 lestir, og
seldu fyrir 80 milljónir króna.
Meðalveröið var mjög gott,
miðað viö hve margar sölurnar
voru, 29,55 krónur kilóiö.
Frá upphafi vertiðar hafa is-
lensku bátarnir fengið 34,442
lestir af sild, og selst
fyrir 833 milljónir. Sambæri-
legar tölur frá i fyrra eru 28,332
lestir og 383 milljónir. Loftur
Baldvinsson EA hefur veitt
mest og selt best, 2086 lestir
fyrir 54 milljónir.
ISBIRNIRNIR
FLYTJA í HÚS
i dag fara fram í!
Hafnarfiröi æði nýstárlegirj
búferlaflutningar. Isbirn-I
irnir tveir í Sædýrasafninu
flytja þá úr gömlu
gryfjunni í nýtt og glæsileg
steinhús sem var sérstak-
lega byggt fyrir þá, og
kostar líklega á þriðju
milljón.
Þar sem ekki þótti hætt-
andi á að flytja birnina
milli staða með fullri með-
vitund, átti að svæfa þá
árla í morgun, og flytja þá
síðan. Það mun svo taka þá
daginn að jafna sig.
Gutenberg keypti
fyrir 75 milljónir
Ekki hefur veiö tekin um það á-
kvörðun, hvenær rikisprent-
smiðjan Gutenberg flyst i ný-
keypt húsnæöi aö Siöumúla 18 i
Reykjavik. Fyrri eigend-
ur, Félagsbókbandiö og Prent-
smiðja Jóns Helgasonar, hafa
þegar rýmt húsnæðiö.
Gutenberg hefur starfað við
afar ófullkomna aðstöðu um langt
skeið, á þremur stööum i gamla
miðbænum. Prentsmiðjan sjálf
hefur verið i 70 ára gömlu húsi viö
Þingholtsstræti, og bókbands-
vinnustofa hefur verið á tveimur
stöðum. Nú flytur prentsmiðjan i
nýlegt 2000 fermetra húsnæöi.
Kaupverðið var 75 milljónir, og
fylgdi töluveröur vélakostur meö
i kaupunum.
HORNIÐ
A móti lokun
Austurstrætis
”Ég er alveg á móti þvi að loka Austurstræti fyrir bila-
umferð,” sagði ungur maður. sem hringdi til Hornsins.
”1 fyrsta lagi var akstur bila aldrei til vandræða þarna i
Austurstræti, þvert á móti var alltaf lif og f jör i götunni eftir aö
bió voru búin á kvöldin.
Þá ók fólk "rúntinn og aðrir gengu. Þetta var eins konar sam-
komustaöur, þar sem fólk hittist, jafnvel þótt flestir væru
reyndar akandi.
Nú orðið hættir fullorðið fólk sér ekki lengur um götuna 'eftir að
kvölda tekur, þvi þar hefst aðallega við hópur unglinga, sem er
kannski með aösúg að eldra fólki.
1 öðru lagi, þá voru engar ráðstafanir geröar þegar götunni
var lokuð lokað. Þaö var ekkert gert tií að auka bilastæöi, eöa
gera fólki á einhvern hátt auðvelt að komast að götunni, ef þaö
kemuij akandi niður I bæ. Það er ekki hægt að loka svona fjölfar-
inni umferðargötu einhliða.Það verður að gera einhverjar
hliðarráðstafanir.
1 þriðja lagi vill ég benda kaupmönnum i Austurstræti á þaö,
að siðan götunni var lokað er ég steinhættur að versla þar, og það
sama á við um margt fólk sem ég þekki. Það er orðið of mikið
fyrirtæki að komast að og i Austurstræti. Og eftir þvi sem frá
liður mun fólk bara venja sig við það að gera sin innkaup i út-
hverfum eða öðrum verslunargötum.”
KOSTNAÐUR
VIÐ MAT Á
BÍLNUM
Einn úr Breiðholtinu hafði
samband við Hornið:
”Ég lenti i þvi, þegar óveöriö
mikla skall yfir á dögunum, að
bflinn minn skemmdist. Ég fékk
menn til að meta tjónið, og þeir
tóku fyrir það 4,500 krónur.
Þetta þykir mér kyndugt, þegar
ekkert gjald er tekiö fyrir mat á
húsum. Það væri gaman aö fá á
þessu skýringu.
OP FYRIR
LÖGREGLUNA
Kópavogsbui hringdi:
,,Ég sá það einhversstaðar á
prenti, að Kópavogslögreglan
hefði útskot fyrir sig á nýju hrað-
brautinni. Þetta mun vera rétt, en
ekki eru allir ánægðir með það.
Lögreglan ætti að hafa útskot á
báðum akreinum, og svo ættu að
veraopá umferðareyjunum fyrir
lögregluna að keyra i gegn.
Þannig verður hún fljótari að
goma ökuþrjótana.Þessi op ættu
baraaðvera fyrir lögregluna.”
Kosningastand
á Selfossi
Selfyssingar ganga að
kjörborðinu þann 28. október
til að ákveða hvort Selfoss
skuli verða kaupstaður eða ei.
Um annað mál verður lika
kosið, það málið sem hærra
hefur farið um frá Selfossi,
Votmúlamálið.
Sérstöku upplýsingariti
verður dreift um kaupstaðar-
réttindamálið, en greinilegt er
aö Votmúlamálið verður
áróðursmál af þvi gamla og
góða tagi. 1 nýjasta tölublaöi
Suðurlands blæs meirihluti
hreppsnefndar i herlúðra til
samþykktar Votmúlakaupun-
um og er bakslöa blaðsins
helguð þessu máli auk
smágreina inni i blaðinu um
nauðsyn á landskaupum fyrir
„golfvöll” „starfsvettvang
hinna ungu” og einnig vantar
hestamenn land. Má nú ætla
aðönnurblööselfysskblási og
i Votmúlalúðra og Selfyssing-
ar upplifi nú kosningastand af
bestu tegund.
Háskólaráð
ræddi um
veikindafrí
fyrir rektor
Það var talaö um það á
fundi Háskólaráðs, að æski-
legt væri að Magnús Már
Lárusson rektor tæki sér árs
veikindafri, en þó engin
samþykkt gerð um það, sagði
Ólafur Björnsson, settur
háskólarektor, við Alþýöu-
blaðið.
Skömmu siöar sagöi
Magnús Már af sér embætti og
fékk einnig leyfi frá
prófessorsstörfum, án þess aö
getið væri um ástæður fyrir
þvi. Ólafur sagði, að Magnús
tæki ekki aftur við rektorsem-
bætti, en hann mundi hugsan-
lega taka aftur við prófessors-
stöðu sinni að loknu ársleyf-
inu, „ef hann fær bót meina
sinna”, eins og Ólafur Björns-
son, orðaði það. Magnús Már
hefur hins vegar sagt i samtali
við Alþýðublaðiö, aö hann
muni ekki hefja aftur störf
sem prófessor við Háskóla Is-
lands.
Ætlar Bjarni
að segja eitt-
hvað stórt?
Er einhverrar meiriháttar
yfirlýsingar að vænta frá
Bjarna Guðnasyni um afstööu
hans til rikisstjórnarinnar i
útvarpsumræðunumumstefnu-
ræðu forsætisráðherra, sem
fram eiga að fara annað kvöld
— en Bjarni mun tala tvivegis
við þær umræður? Ritstjórn
„Nýs lands” hefur i samráði
við Bjarna Guðnason ákveðið
að fresta útgáfu blaösins um
einn dag — frá fimmtudegi til
föstudags — til þess að geta
birt ummæli hans frá útvarps-
umræöunum sem fyrst.
Lárus Haraldsson,
ritstjórnarfulltrúi, sem stað-
festi frétt Alþýðublaðsins um
útgáfuseinkunina, sagðist ekki
vita, hvaða afstöðu Bjarni ætl-
aði sér að marka I umræðun-
um, enda hefur Lárus verið
fjarverandi úr bænum nú um
nokkurt skeið. Hann sagöi hins
vegar, að sér væri kunnugt, aö
nýlega hafi verið haldinn
stjórnarfundur I Félagi frjáls-
lyndra I Reykjavik, þar sem
liklegt væri, að afstaöa þing-
mannsins til rikisstjórnarinn-
ar hefði borið á góma.
Alþýðublaðinu tókst ekki að
ná tali af Bjarna Guðnasyni i
gær, en hann var utanbæjar.
Miðvikudagur 17. október 1973
o