Alþýðublaðið - 17.10.1973, Síða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála-
ritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs-
son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit-
stjórnar, Skipholti 19. Sími 86666. Af-
greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Simi 14900.
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
SKYHSAMLEC
LEIO TIL LAUSNAR
Þingflokkur Alþýðuflokksins hefur nú endur-
flutt þingsályktunartillögu sina um öryggismál
íslands, sem fyrst var lögð fram á þinginu i
fyrra. Tillaga þessi hljóðar svo:
,,Þar eð tæknibreytingar siðustu ára hafa
valdið þvi, að hernaðarleg þýðing íslands felst
nú að langmestu leyti i eftirliti með siglingum i
og á hafinu milli Grænlands, íslands og
Færeyja, ályktar Alþingi að fela rikisstjórninni:
1. Að láta rannsaka, hvort ísland geti verið
óvopnuð eftirlitsstöð i sambandi við það
varnarbandalag, sem landið er aðili að, en
siðar meir á vegum Sameinuðu þjóðanna.
2. Að rannsaka, hvort íslendingar geti með
fjárhagslegri þátttöku bandalagsins komið upp
sveit fullkominna, en óvopnaðra eftirlitsflug-
véla, svo og nauðsynlegum björgunarflugvélum
og tekið við þessum þýðingarmesta hluta af
verkefni varnarliðsins og stjórn varnar-
svæðanna”.
Varnarmál fslands og þátttaka landsins i sam
starfi vestrænna þjóða um öryggismál er eitt af
stærstu málum, sem um verður fjallað á þvi
þingi, sem er nýlega hafið. Enginn veit enn hver
verða muni sú niðurstaða, sem rikisstjórnin
hefur lofað að leggja fyrirAlþingi og hefur fátt
eða ekkert frétst af þeim athugunum, sem nú
ætti að vera búið að gera á vegum stjórnarinnar
eða utanrikisráðherra á varnarmálunum.
Tvö viðhorf liggja þó fyrir i málinu og þar er
um að ræða þau hin sömu viðhorf, og lengi hafa
verið kunn. Annars vegar er Alþýðubandalagið.
Það vill umsvifalausa uppsögn herverndar-
samningsins við Bandarikin, brottför alls
varnar- og eftirlitsliðs af Keflavikurflugvelli og
úrsögn íslands úr NATO. Hins vegar er Sjálf-
stæðisflokkurinn, sem alls enga breytingu vill
gera á núverandi skipan mála og er þar miklu
einsýnni en t.d. bandariskir stjórnmálamenn og
sérfræðingar aðrir en e.t.v. hershöfðingjarnir i
Pentagon, sem að sjálfsögðu vilja ávallt hafa
sem flesta hermenn á sem flestum stöðum.
En skynsamir menn, sem i fyrsta lagi æskja
ekki eftir þvi, að hér þurfi að dveljast erlent her-
lið um ófyrirsjáanlega framtið og i öðru lagi
vilja, að Island eigi áfram samleið með ná-
grannaþjóðum sinum i NATO — en mikill
meginþorri þjóðarinnar er á þessari skoðun —
geta ekki sætt sig við þá niðurstöðu Sjálfstæðis-
flokksins að selja hershöfðingjunum i Pentagon
i hendur sjálfdæmi i málinu. Þeir hljóta að
spyrja: Er ekki til sjórnmálaleg lausn, sem
getur tryggt þau grundvallaratriði öryggis-
málanna, sem við viljum að tryggð séu, án þess
að við þurfum nauðsynlega að hafa hér er-
lendan her til þess að sinna öllum atriðum
þeirra mála.
Að sjálfsögðu er slik lausn til. Hún er fólgin i
hugmyndum þingflokks Alþýðuflokksins um ný-
skipan öryggismála íslands, þær hugmyndir eru
framkvæmanlegar og hafa hlotið rækilega
skoðun þeirra aðila — m.a. úti i Bandarikjunum
— sem um málin fjalla.
Varnarstöðin á Keflavikurflugvelli getur á
næstu árum þróast upp i að verða islensk eftir-
litsstöð. Á þá skynsamlegu og vel færu lausn
bendir Alþýðuflokkurinn og það er engra hygg-
inna manna háttur að einblina bara á einhver
forstokkuð viðhorf löngu liðinna tima þegar
önnur og sjálfsagðari lausn blasir við.
M |
HIÐ NÝJA BARÁTTUAAÁL ALÞÝÐU-
FLOKKSINS I BORGARMÁLUNUM
BORGARALÝÐRÆDI
Alþýðan ekki lengur afskipt að áhrifum
A nýafstöönu kjördæmisþingi Alþýöu-
flokksins i Reykjavík var sérstakiega ræít
um borgarmálin og geröar ýtarlegar álykt-
anir um stefnumál, sem munu leggja grund-
völlinn aö baráttu Alþýöuflokksins i borgar-
stjórn á komandi vetri og málefnalegu fram-
lagi hans i kosningabaráttunni I vor.
t borgarmáiunum markaöi fiokkurinn sér
m.a. stefnu I nýju stórmáli, sem Alþýöu-
flokkurinn hreyfir fiokka fyrstur I landinu og
á efalaust eftir aö setja mikinn svip á stjórn-
málabaráttu komandi tima. Hann ákvaö aö
hefja baráttu fyrir auknu lýöræöi og stór-
auknum áhrifum almennings á stjórn og
störf samfélagsstofnana og þessa nýju stefnu
liefur flokkurinn kosib aö kalla BORGARA-
LÝÐRÆÐI.
Hér á eftir fer inngangur sá aö ákveönum
stefnuatriöum, sem skýrir þann grundvöll,
sem BORGARALÝÐRÆÐISSTEFNAN
byggir á og neöar á siöunni eru svo þau
ákvcönu atriöi, sem Aiþýöuflokkurinn vill aö
byrjaö sé á aö koma I framkvæmd
stefnumáli.
tkunnn vill aö t
rrJ
Tilgangur jafnaöarmanna er aö
skapa samfélag, þar sem allir
menn eru jafnir, réttlæti rikir og
fyllsta lýöræöis gætir á öllum
sviöum mannlegra samskipta.
Forsenda þess, að svo megi veröa
er, aö völdin liggi ávallt hjá
fólkinu — alþýðu landsins, borg-
urum sveitafélaga. Aðeins meö
þvi móti, að öllum sameigin-
legum málum sé ráöiö að vilja
fólksins getur alþýðan oröiö
frjáls, einstaklingurinn notið sin
og jafnrétti orðið i reynd.
Ýmsar tilhneigingar, sem gætir
i stjórnkerfismálum rikja og
sveitarfélaga á vorum tima, eru
bein ógnun við þessi grundvallar-
atriöi um einstaklingsfrelsi og
jafnan rétt allra manna. Þrátt
fyrir lýöræði i orði vilja hin raun-
verulgu völd safnast i hendur til-
tölulega fárra manna og eftir þvi,
sem ýmsar stjórnkerfisstofnanir
verða sterkari og áhrifameiri
verða þær jafnframt ópersónu-
legri og fjarlægjast I siauknum
mæli hinn almenna borgara og
sniðganga vilja hans. Hið ómann-
lega stjórnsýslukerfi fer þá að
stjórna sér sjálft i samræmi við
sin eigin innri lögmál og hags-
muni, en almenningur verður
afskiptur og áhrifalaus. Rödd
hins almenna borgara heyrist
ekki lengur þar sem hags-
munamálum hans er ráöið til
lykta, skoðanir hans eru látnar
liggja á milii hluta.vilji hans
skiptir hið ópersónulega stjórn-
kerfi ekki máli: Borgarinn hefur
einangrast i samfélaginu, hann
gefst upp i viðleitni sinni viö að fá
rödd sina heyrða gegnum
pappirs- og stofnanamúrinn, sem
skilur hann frá fámennisstjórn
samfélags hans, og hann verður
áhugalaus áhorfandi, en ekki
virkur þátttakandi. Lýðræði, sem
aðeins kemur fram i þvi, aö
alþýðan er kvödd að kjörboröi
með nokkra ára millibili, en er
með öllu áhrifalaus á öðrum
timum, er ekkert iýðræöi i reynd.
Sú öfugþróun, sem hér um
ræðir, er langt á veg komin hjá
riki og sveitarfélögum á tslandi.
T.d. má heita, að Reykjavík,
stærsta sveitarfélagi á lslandi, sé
stjórnað af gifurlegu ópersónu-
legu skriffinnsku- og stofnana-
bákni, semnúverandi borgar-
stjórnarmeirihluti hefur byggt
upp á löngum valdatima sinum.
Það er ekki heiglum hent að
brjótast gegnum þennan mikla
pappirsmúr, enda munu mörg
erindi almennra borgara stöðvast
einhversstaöar á þessari leiö án
þess að ná nokkru sinni eyrum
hinna kjörnu fulltrúa borgarbúa,
sem eiga þó að stjórna borgar-
málunum i þeirra umboði. Skrif-
stofuveldi Reykjavikurborgar
hefur sölsað undir sig veruleg
völd án þeirrar ábyrgðar gagn-
vart almenningi, sem reglur lýð-
ræðisins gera ráð fyrir að völd-
unum fylgi. Kerfið er farið að
stjórna sér sjálft og seilist I þeim
efnum langt út fyrir takmörk sin.
Alþýðuflokksmenn i Reykjavik
taka harða afstöðu gegn þessu
ástandi. Þeir viðurkenna aö visu,
að slikt stjórnkerfi nær stundum
nokkrum árangri I einstökum
málum, en það er engin afsökun
fyrir tilveruþessog starfsháttum.
Fullkomið lýðræði er eina stjórn-
kerfið, sem jafnaðarmenn vilja
viðurkenna — hvorki skrif-
finnskuveldi, fámennisstjórn eða
einræði verður réttlætt meö þvi,
að einhvers árangurs sé von i ein-
stökum málum.
Alþýöuflokksmenn I Reykjavik
heita á borgarbúa að veita
flokknum lið til þess að snúa öfug-
þróuninni við og færa fólkinu og
löglega kjörnum fulltrúum þess
aftur i hendur þau völd, sem þeim
ber. Það vill Alþýðuflokkurinn
gera með þvi að beita sér fyrir
eflingu lýðræðis i öllum stofn-
unum borgarinnar og öllum sam-
eiginlegum málum borgarbúa
jafnframt þvi sem borgar-
stjórnog borgarstofnanir taki upp
nýja starfshætti til þess að efla
tengsl sin við almenning og leita
eftir skoðunum fólksins i borginni
á þeim sameiginlegu málum, sem
við er að fást hverju sinni.
SVONA VILJUM
VIÐ BYRJA:
1 anda þeirrar stefnu, sem
gerð hefur verið grein fyrir hér
að framan, telur Alþýðuflokkur-
inn, að byrja eigi á að fram-
kvæma eftirtalin atriöi:
— að komi verði á atvinnu-
lýðræði I sem flestum greinum
reksturs Reykjavikurborgar.
Þar sem þvi verður við komið
eiga starfsmenn fyrirtækja á
vegum borgarinnar að fá full-
trúa I stjórnum. þeirra — en ella
skulu myndaðar samstarfs-
nefndir starfsmanna og fyrir-
tækja borgarinnar um sam-
eiginleg hagsmunamál og sama
máli gegni um stofnanir borgar-
innar.
— að borgin hvetji til þess að
stofnuð verði hagsmunasamtök
rneðal borgarbúa I hverfum
borgarinnar og árlega sé svo
haldinn fundur borgarráös eða
borgarstjórnar meö forsvars-
mönnum hverfafélaganna til
þess að ræöa ýmis sérmái
hverfanna.
— að borgarstjórn auglýsi
dagskrá borgarstjórnarfunda
timanlega i blööum og útvarpi
svo almenningi i borginni gefist
tækifæri til þess aö kynna sér
dagskrármálin og mæta á fund-
um borgarstjórnarinnar eöa
hafa tal af borgarfulltrúum
fyrir fund til þess að koma sjón-
armiðum sinum á framfæri.
— að borgin auglýsi fasta við-
talstima borgarfulltrúa, veiti
þeim viðtalshúsnæði og greiði
götu borgarbúa, sem vilja ná
tali af kjörnum fulltrúum sin-
um.
— aðborgarbúar fái jafnhliða
borgarstjórnarkosningum að
kjósa sér sérstakan umboðs-
mann til þess að gæta réttar
borgarbúa gagnvart stofnunum
borgarinnar og veiti embætti
hans jafnframt borgarbúum
upplýsingar um, til hvaða borg-
arstofnana hann eigi að leita
með erindi sin.
— að stjórnkerfi borgarinnar
og starfstilhögun ýmissa æðstu
embættismanna borgarinnar
verði breytt á þann veg, að valdi
verði dreiftog kerfið þjóni betur
hagsmunum hins almenna
borgarbúa, cn það gerir nú.
Mcöal annars hafi æðstu emb-
ættismenn borgarinnar reglu-
lega fundi með hverfasamtök-'
um borgarbúa.
— að ýmsar þjónustustofnan-
ir borgarinnar setji upp útibú i
hinum nýju hverfum borgarinn-
ar.
— að borgarráö og borgar-
stjórn, en ekki bara borgar-
stjórnarmeirihlutinn með borg-
arstjóra f fararbroddi, efni til
funda með borgarbúum um ein-
stök mál þar sem skipst sé á
upplýsingum og skoðunum.
— að sett verði reglugerð um
upplýsingaskyldu borgarstofn-
ana og borgarembættismanna
gagnvart almenningi og fjöl-
miðlum.
— að settar verði ákveðnar
reglur um ýmsa fyrirgreiðslu
borgarinnar við borgarbúa —
m.a. úthlutun lóða til ibúða-
bygginga og undir verslunar- og
atvinnustarfsemi — I stað
þeirra óljósu vinnubragða, sem
nú rikja um sum þau mál og
hljóta að vekja tortryggni al-
mennings.
Með þessu og öðru móti vill
Alþýðuflokkurinn skapa trausta
og nána samvinnu borgaranna
og stjórnenda borgarinnar og
umfram allt að fá borgarbúum
og kjörnum fulltrúum þeirra i
hendur það vald og þau áhrif,
sem grundvallarreglur lýðræðis
gera ráð fyrir.
Miðvikudagur 17. október 1973
o