Alþýðublaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.10.1973, Blaðsíða 7
margir útlendingar. — Já, og svo hvað? — Það er alltaf mikill hávaði þaðan, hún sagði það að visu ekki beinum orðum, hún sagði að mennirnir væru nokkuö há- værir og sá versti væri litill dökkur náungi hálf—fertugur eða þar um bil. Hún sagði aö föt hans minntu dálitið á lýsinguna i blöðum um, og hún hefur hún ekki séö hann um nokkurt skeið. — En það ganga vafa- laust mörg þúsund menn I siikum fötum, sagði Nordin vantrúaður. — Já, sagði Melander, - ég er þér sammála, og ég er niutiu og niu prósent viss um að bendingin er einskis- verð. Upplýsingarnar eru svo óljósar, aö i rauninni er ekkert aö rannsaka, og þar aö auki virtist hún allt annaö en viss i sinni sök. En ef þú hefur hvort eð er ekkert annað að gera.... Hann lauk ekki við setninguna, en hripaði nafn og heimilisfang frúarinnar niður á blað og reif það úr blokkinni. Síminn hringdi og hann tók upp heyrnar- tólið um leiö og hann rétti Nordin miöann. — Geröu svo vel, sagði hann. — En þetta er með öllu ólæsilegt, sagði Nordin. Rithónd Melander var samkrulluð og vægast sagt ill aflestrar. Það voru eiginlega aðeins nánustu samstarfsmenn hans, sem gátu lesið hana. Kollberg tók miöann og leit á hann. — Fleygaletur, sagði hann. - eða kannski forn- hebreska. Það hlýtur að hafa veriö Fredrik, sem skrifaði Dauðahafshand- ritin, nei annars, hann hefur ekki kimingáfu til þess. En svo vill til að ég er sérfræðingur I að lesa skriftina hans. Hann endurritaði upp- lýsingarnar i snatri og sagöi: - Þannig lltur það út þegar það er læsilegt. — Jæja, sagði Nordin, - þá er best ég fari þangað. Er nokkur bill inni? — Já ætli þaö ekki, en hugsaðu umferðina og færðina - notaðu heldur strætisvagninn, þú getur tekiö leiö 13 eða 23 suður- eftir og farið úr viö Axels- berg. — Gott og vel, sagði Nordin og fór. — Hann er ekki beint að springa af lifsgleöi i dag, sagði Kollberg. — Finnst þér það nokkur furða, sagði Martin Beck. — Nei, eiginlega ekki, sagði Kollberg. - Já, hvers- vegna leyfum við þeim ekki að fara heim aftur, þessum tveimur? — Vegna þess að við ráðum engu um það, sagði Martin Beck. — Þeir eru hér til að taka þátt i þeim æsilegustu mannaveiöum, sem nokkru sinni hafa átt sér stað á þessu landi. — Það væri ekki sem verst, að.... byrjaði Koll- berg en lauk ekki viö setninguna. Þaö var ekki heldur nauðsynlegt. Það hefði vissulega bætt nokkuö úr skák ef þeir heföu vitaö við hvern þeir væru að eltast og hvar eltinga- leikurinn ætti að fara fram. — Svo ég vitni i dóms- málaráðherrann, sagöi Martin Beck, — þá gefur hann eftirfarandi yfir- lýsingu: Færustu rann- sóknarmenn okkar------ætii þaö eigi ekki að vera M&nsson og Nordin - vinna sleitulaust að þvi að umkringja og fanga geðveikan fjölda- morðingja, sem sam- félaginu og hverjum ein- stakling er sérlega mikil- vægt að verði sem fyrst gerður óskaðlegur. — Hveriær lýsti hann þessu yfir?. — 1 fyrsta skipti fyrir sautján dögum, siðast i gær endurtók hann þaö, en þá voru það aðeins f jórar linur á blaðsiðu tuttugu og tvö. Og þetta hlýtur að vera honum mikil raun - með kosningar að ári. Melander hafði lokið simtali sinu. Hann rétti úr bréfaklemmu klóraöi öskuna úr pipu sinni með henni og sagði rólyndis- lega: — Er ekki kominn timi til að hvila sig á þessum geðveika fjöldamorðingja, aö minnsta kosti i bili? Góö stund leið áður en nokkur svaraði: Aö lokum sagði Kollberg: — Jú, svo sannarlega. Það er lika kominn timi til aö læsa öllum dýrum og taka simana úr sambandi. — Er Gunvald hér? spurði Martin Beck. — Jú, heiðraður starfs- bróðir okkar situr þarna inni og stangar úr tönnunum á sér meö bréfa- hnifnum. — Láttu stilla öll simtöl inn til hans, sagði Martin Beck. Melander teygöi sig eftir simatólinu. — Við verðum lika að fá eitthvað að boröa, sagöi Kollberg, — pantaðu þrjú vinarbrauö og makkarónu köku handa mér, viltu gera svo vel. Kaffið og meðlætið kom eftir tiu mínútur. Kollberg fór og sneri lyklinum i skránni. Þeir settust kringum borðið. Kollberg slokaði I sig kaffiö og hámaði vinarbrauö. — Þannig er mál með vexti, sagði hann milli bit- anna, - að geðveiki fjölda- morðinginn stendur og hengir haus inni i klæðskáp lögreglustjórans. Við þurfum ekki annað en ná honum út og þurrka af honum rykið þegar við þurfum á honum að halda. Starfsgögn okkar verða þvi sem hér segir: Maður, vopnaður vélbyssu af gerðinni Suomi 37 verður að bana niu manneskjum inni i strætisvagni. Þessar niu manneskjur eru hver annarri alls ótengdar, eru aðeins af tilviljun á sama stað. — Sá sem skýtur, gerir það af einhverri ástæðu, sagði Martin Beck. — Já, sagði Kollberg og teygöi sig eftir makkarónu- kökunni á fatinu, — það hefur reyndar verið skoöun min frá upphafi. En hann getur ekki hafa haft neina ástæðu til að drepa fólk, sem af hendingu er statt á sama stað. Þessvegna er það eiginlega ætlun hans að ryðja aðeins einum úr vegi. — Morðið er nákvæm- lega undirbúið, sagði Martin Beck. — Einn, af niu, sagði Kollberg, — en hverjum þeirra? Ertu með listann þarna, Fredrik? — Kann hann utanað, sagði Melander. — Já, vitanlega, hvernig get ég verið svona sljó'? Jæja, eigum við að byrja a byrjuninni?. Martin Beck kinkaði kolli. Og siðan áttu eftir- farandi orðaskipti sér stað milii Kollbergs og Melander: — Gustav Bengtsson, sagði Melander, — það er vagnstjórinn. Hann hafði góða og gilda ástæðu til að vera i bilnum. — Já, óneitanlega. — Hann virðist hafa lifaö algerlega reglusömu lifi. Vel kvæntur. Aldrei komið á sakaskrá. Alla tið sinnt störfum sinum. Vel liðinn af starfsfélögum. Við höfum einnig yfirheyrt ein staka vini Bengtssonfólks ins. Þeim ber öllum saman um að hann hafi verið við- felldinn og ráðsettur náungi. Stúkumaður, Fjörutiu og átta ára gamall. Fæddur hér i Stokkhólmi. — Ovinir? Engir. Ahrif? Engin.Peningar? Engir. Astæður til að taka hann af lifi? Núll og nix. Næsti. — Ég vik frá tölusetningu Rönns, sagði Melander, — og tek næst Hildur Johannsson, ekkju, sextiu og átta ára. Hún var á leið frá dóttur sinni. á Vástmannagaten heim til sin i Norra Stationsgatan. Fædd i Edsbo. Dóttirin yfirheyrð af Larsson, Mánsson og.... já, það skiptir ekki máli.Liföi rólegu og hlédrægu lifi á ellilifeyri sinum. Annars litið um hana að segja. — Nema hvaö hún hefur sennilega komið i vagninn við Odengatan og aðeins ekiö með honum framhjá átta stöðvum. Og að enginn nema dóttir hennar og tengdasonur hafa getað vitað að hún tók þennan spöl á þessum tima.Haltu áfram. — Johan Kallström, fimmtiu og tveggja ára, fæddur i Vesterás. Verk- stjóri á Gren bifreiða- verkstæðinu i Sibylle- gatan. Hann hafði unnið eftirvinnu og var á leið heim, það liggur ljóst fyrir. Hjónabandið eölilegt hjá honum iika. Hugsaði mest um bilinn og sumarbú- staöinn. Aldrei komiö á sakaskrá. Góðar tekjur, en ekkert umfram þaö. Þeir sem þekkja hann, segja að hann hafi að likindum tekið neöanjarðarbrautina frá östermalmstorg aö Aðalstöðinni, þar sem hann skipti yfir i vagn. Við vorum þvi að gera ráð fyr- ir að hann hafi komið i hann á biðstöðinni fyrir útan Ahléss. Yfirmaður hans segir að hann hafi verið góður fagmaður og góður verkstjóri. Starfs- fólkið á verkstæðinu segir að hann hafi verið — ... eins og fjandinn sjálfur við þá sem hann gat ráðskað með en undirlægja við for- stjórana — ég ætti að vita þetta, það var ég, sem fór og talaöi við það. Næsti. — Alfons Schwerin var fjörutiu og þriggja ára, fæddur I Minneapolis af sænsk-ameriskum for- eldrum. Kom til Sviþjóðar rétt eftir styrjöldina og settist hér að. Hann átti litið fyrirtæki, sem fékkst við innflutning á karpatisku greni i ómbotna, en það varð gjaldþrota fyrir tiu árum. Schwerin var drykkju- maður. Hann var tvivegis á Beckomberga og afplánaði þriggja mánaða fangelsis- dóm i Bogesund fyrir ölvun við akstur. Þaö var fyrir þremur árum. Þegar fyrir- tækið fór á hausinn fór hann að starfa við bygg- ingarvinnu. Nú vann hann hjá borginni, við vega- gerðina. Morðkvöldið hafði hann setið i „Pilunni” i Bryggargatan og var á leið heim. Hann hafði ekki drukkið neitt að ráði, sennilega vegna þess að hann var auralaus. Hann bjó i vesælli holu. Likur benda til að hann hafi farið frá kránni að biðstöðinni við Vasagatan. Hann var piparsveinn og átti ekkert skyldfólk I Sviþjóð. Var vel liðinn af vinnufélögum. Þeir segja að hann hafi veriö góðlyndur og gæfur og duglegur viö öldrykkju og að hann geti ekki hafa átt nokkurn óvin I þessum heimi. — Og hann sá náungann, sem skaut og sagöi eitthvað óskiljanlegt viö Rönn rétt áður enn hann lést. Hafa sérfræðingarnir nokkuö sagt um segulbandið ennþá? — Nei. Næsti og Mohammed Boussie, Alsir- búi, vann I veitingahúsi, þrjátiu og sex ára, fæddur á stað, sem ómögulegt er að bera fram og sem ég man reyndar ekki. — Þú veldur mér von- brigðum. — Hann kom frá Paris og hafði búið i Sviþjóð i sex ár. Óbundinn og áhugalaus um stjórnmál. Lagði peninga i bankabók. Þeir sem til hans þekkja, segja að hann hafi verið feiminn og hlé- drægan. Hann losnaði úr ÞETTA GERÐIST LÍKA LQFTLEIÐIR LÁNA CARGO- LUX FIMM ÁHAFNIR Laust eftir kl. niu i morgun lenti þota I litum og með merki Cargolux á Keflavíkurflugvelli. Þetta var þotan, sem félagið hafði tekið við leigu á af Loft- leiðum, en hefur nú verið inn- réttuð til vöruflutninga. Ásgeir Pétursson, yfirflugstjóri Loft- leiða flaug vélinni hingað til lands, en i Keflavik tók Hilmar Leósson, sem einnig er flug- stjóri hjá Loftleiðum, við stjórn vélarinnar. Frá Bandarikjunum var vélin með farm fyrir iranska flugfélagið Iran Air, og heldur hún áfram til Teheran eftir stutta viðdvöl á Luxem- borgarflugvelli. Vélin verður i leigu Cargolux til 20. mai n.k. og á þessu tima- bili verða fimm áhafnir Loft- leiða lánaðar félaginu. Tvær á- hafnir Cargolux, sem nýkomnar eru úr þjálfun i Bandarikjunum, munu auk þess fljúga vélinni. Gert er ráð fyrir að þotan verði eingöngu notuð til vöruflutninga félagsins til Hong Kong og fara þrjár ferðir I viku. KÆRULEYSI UM HIRSLU FJÁRMUNA ,,Það er engu likara en að menn eigi meira en nóg af pen- ingum, þvi vart gætu þeir verið eins kærulausir um varðveislu þeirra og raun ber vitni, ef þeir væru af skornum skammtí”, sagði rannsóknarlögreglumað- ur I viðtali við blaðið á mánu- dag. Þá um morguninn hafði kom- ið til hans maður, heldur óhress, enda tapað sjö þúsund krónum um nóttina. Peningana geymdi hann i bil sinum, en þjófur hafði brotist inn i hann um nóttina og hirt peningana. Vestfjarða- bátar gera það gott Þeir gera það gott Vestfjarða- bátarnir. 1 september voru gerðir út 140 bátar til boifisk- veiða. Heildarafiinn i mánuðin- um var 2650 lestir, á móti 1812 lestum I fyrra. Þetta er mjög gott hjá Vestfjaröarbátum, þvi september er alltaf litill afla- mánuður fyrir vestan. Mestan afla hafði togbáturinn Bessi frá Súðavik, 228 lestir i fjórum sjó- ferðum. Loðnan gerði stórt strik í reikninginn Heildarfiskafli islendinga fyrstu niu mánuði ársins var 812 þúsund lestir, á móti 661 þúsund lestum á sama tima i fyrra. Yfirleitt er um aflaaukningu að ræða i flestum greinum fisk- veiða, nema þorskafla báta. En mestu munar þó um stóraukna loðnuveiði. 0 Miövikudagur 17. SEÐLABANKINN í SÖLUFERÐ A SKEIÐARARSAND Seðlabankinn fór i söluferð austur á Skeiðarársand á laug- ardaginn var. Þar vinnur vegagerðin að einhverju mesta mann- Helgi Hallgrimsson, yfirverk- fræðingur, og Jónas Gisiason, brúarsmiður. virki, sem um getur á íslandi, ef frá eru tald- ar raforkuvirkjanir. Eru þetta brúa- og vegagerðir, sem hófust i april 1972 og áætlað er að lokið verði snemma sumarsl974, en þá opn- ast langþráður hring- vegur i kringum landið, ef svo miðar sem horf- ir. 7 brýr verða á 34 km. vegar- kafla yfir Skeiðarársand milli Núppstaðar og Skaftafellsár. Hinar stærstu eru brýrnar yfir Skeiðará, 904 metrar, Súlu, 420 m. og Gigju, 376 metrar. Til þessa hafa allar áætlanir um hraða framkvæmdanna staðist og vel það. Kostnaður hefur hins vegar farið fram úr áætlun, en hann mun verða um 700 milljón- ir króna, sem aflað er með sölu verðtryggðra happdrættisbréfa. Hafa þessi bréf selst vel, enda hefur verðmæti þeirra tii þessa aukistaðmun meira en peninga á venjulegum innlánsvöxtum, en auk þess hafa þau gefið veru- legar fjárhæðir i happdrættis- vinningum. Nú eru til sölu rúm- lega 60 milljónir króna i þessum happdrættisbréfum, sem eru verðtryggð með visitölu fram- færslukostnaðar, en gefa auk þess möguleikann á góðum vinningum I 10 ár, en þá verða þau greidd með áfallinni visi- tölu. „Það hefur sýnt sig, að vonin um vinning er lika pen- ingavirði”, sagði Svanbjörn Frimansson, bankastjóri Seðla- bankans, við blaðamenn á fundi, sem haldinn var á Skeið- arársandi á laugardaginn. Þetta hefur sannast vel á þvi, hversu sala eitt þúsund krónu happdrættisbréfanna hefur gengið vel. Næstu daga er fast- lega vonast eftir nýju „hlaupi” i sölu þessara bréfa til þess að brúun vatnsfallanna á Skeiðar- ársandi geti gengið samkvæmt áætlun. Stöplar, sem eiga að standast náttúruöflin □ □ Það er næsta furðuiegt að sjá alla þessa risa- vöxnu brúarstöpia á vatnsiausum sandinum. Þó er þeim ætiað að standast mörg þúsund tenings- metra á sekúndu af vatni, sem þeytist undan jöklinum i hamslausum hlaupum. Þarna eru margir varnargarðar, sem stýra vatnsflaumin- um f farvegi, þegar rennslið vex. Fari svo, sem alltaf getur skeð, að óvenjumikii hlaup verði, er beinlinis gert ráð fyrir þvi, að rofin verði skörð I þessi mannvirki, þar sem minnstur skaði er af, til þess að verja brýrnar fyrir álagi, en brýrnar eru langdýrasti hluti þessara ævintýralegu mannvirkja. Óvíða sjást þess jafn giögg merki, hversu erfitt landið okkar er og náttúruöflin taumlaus og viðsjál. 420 metra brú yfir Súlu er fullgerð með vlkjum Vatnadrekinn er mesta þarfaþing, jafnvigur á fyrir bila til að mætast. vatni og landi. kurteisir Athugun, sem danska blaðið Aktuelt hefur gert, sýnir að danskir karlmenn eru ekkert sérlega hjálpsamir nema þegar þeir fá tækifæri til þess aö sýna, að þeir kunni ýmislegt i sam- bandi við bila. Ljósmyndafyrirsætan Mai Warberg var látin hafa þunga tösku og álika þunga hliðar- tösku til þess að bera um hið þekkta „strik” i Kaupmanna- höfn. Allir gátu séð, að hún erf- iðaði mikið, en ekki einn einasti karlmaður bauð henni hjálp. Hún var iklædd vinnufatnaði, eins og nú er I tisku, og án and- litsmálningar. Ef til vill leit hún ekki nógu vel út? Þá var hún klædd ipinupils og látin mála sig I framan. Siðan fór hún aftur sömu leið með töskurnar. Margir karlmenn staðnæmd- ust og reyndu að koma henni til við sig, en enginn bauð henni að hjálpa tii við burðinn. Aðeins einn ungur maður gaut horn- auga á töskuna og var að þvi kominn að bjóða hjáip sina. En þá kom hann auga á pornó-búð hinum megin á götunni, og pornóið sigraði. Aö þessu loknu var Mai sett upp I bil og keyrt með hana út á Kögevejen, sem er mikil um- ferðargata. Þar var hún látin út úr bilnum, og látin vera að kikja undir vélarhlifina. Tvær minútur og þrjátiu sek- úndur liðu og þá staðnæmdist fyrsta bifreiðin, og örskömmu siöar stór vöruflutningabifreið. Vörubilstjórinn var vaskastur tvimenninganna, og hinn ók þvi sina leið. Vörubilstjórinn lagði fyrir Mai ýmsar spurningar tæknilegs eðlis og fór siðan að eiga við vélina. Þá var honum sagt hvernig I málinu lá. Hann — Danskir karlmenn kunna að nota augun, þegar þeir mæta sætri stelpu, en þeir eru ekki beinlinis kurteisir og hjálpsamir. Karlmenn i ýmsum löndum lita konur misjöfnum augum. Ital- arnir horfa þannig, að manni finnst maður vera nakinn og hjálpsemi þeirra og Frakkanna býr yfir ákveðnum hugrenning- um. Danskir karlmenn eru til samanburðar næstum feimnir i augnatillitum sinum, segir Mai, sem viðurkennir, að hún sé von- svikin með árangurinn að til- raununum. Nema helst þegar bíllinn er með í spilinu Danskir karl- menn eru ekki brást alls ekki reiður við, en lagði áherslu á, að hann hefði ekki stoppað vegna pinupilsins hennar Mai. Þá var tilraunin endurtekim og nú með karlmann sem til- raunadýr. Bifriðarnar þutu framhjá hver af annarri, en enginn hafði meðaumkun með aumingja manninum, sem stóð og braut heilann yfir opinni vélarhiifinni. Og hvað hafði Mai Warberg svo að segja um þetta allt sam- an? NU KOSTAR 100 KRÖNUR A DANSHÚSIN Svo litur út sem aðgangseyrir að veitingahúsum um helgar fari almennt að verða 100 krón- ur I stað 25 króna, og hafa flest veitingahúsanna þegar lagt á þetta svonefnda helgargjald. Hótel Saga gerði þetta upp á einsdæmi snemma I september, og var þá embætti lögreglu- stjóra send skýrsla um máliö. Hún var send áfram til dóms- málaráöuneytisins. Konráð Guömundsson hótelstjóri á Sögu, sagöi þá I viötali viö blaö- iö að inngangseyrir heföi ekki hækkaö i 10 ár, og hafi hann hækkaö gjaidiö til aö mæta auknum rekstrarkostnaði. Akveðið hlutfall af rúllugjaldi rennur til toilstjóraembættisins, eneftir að Konráð og tollstjóri komust að samkomulagi um hækkaö hlutfall til embættisins hélt helgargjaldiö áfram á Sögu. Um siöustu helgi byrjuðu svo hin vinveitingahúsin aö inn- heimta þetta helgargjald, og hefur embætti lögreglustjóra sent dómsmálaráöuneytinu skýrslu um máliö. ólafur Walter deildarstjóri þar, sagði i viðtali viö blaöið I gær, að skýrslur þessar yröu teknar til athugunar alveg á næstunni, og fengist þá væntan- lega botn I máliö, en á mörg atr- iði væri aö Hta. óvíst væri hvort þessi hækkun væri beinlinis lög- brot. Helgargjald kr. 100,00 Fatagjald og meðfylgjandi rúilumiði innifalinn Ekki bora í nefið - þá færð þu kvef Viö Virginiuháskóla i Bandarikjunum hafa rann- sóknir verið gerðar á þvi, hvað valdiðgeti kvefi. Niðurstaðan er vissulega óvænt, þvi hún bendir til þess, að hnerri og hósti hafi ákafiega litla þýðingu i þvi sam- bandi. Hins vegar sýki fólk sig oft af kvefi með þvi að bora I nef sér eða nudda augun. Hins vegar virðist það ekki gera hið minnsta til, þótt maður kyssi manneskju, sem er með kvefi Það er Knud Lundberg, læknir, sem segir frá þessu i grein i danska blaðinu Aktuelt. Nú höfum við um margra ára skeið haldið, að örlitlir sýktir munnvatnsdropar svifu um i herbergi eftir að'kvefuð mann- eskja hóstaði eða hnerraði og að þetta væri skýring þess, að kvef er svo algengt og útbreitt. Það er að visu ekki hægt að fullyrða, að smit GETI EKKI borist svona. En það gerir þaö venjulega ekki. t Bandarikjun- um voru gerðar tilraunir með Rhino-virus,sem veldur u.þ.b. þriðjungi allra kveftilfella hjá fuliorðnu fólki. Það kom i ljós, að einungis var hægt að finna smit i munnvatnsúða 2ja af 25 kvefuðum manneskjum, sem látnar voru hósta og hnerra. Niðurstaðan er skýrð með þessum hætti: Það er einkum og sér I lagi frá munninum, sem þeir koma, örsmáu droparnir, sem svifa sem úði I loftinu, þegar einhver hóstar eða hnerr- ar En það er ekki I munninum, sem smitunarefnið er fyrst og fremst að finna. Virus þrifst best I nefi og ennis- og kinn- beinaholum. En það gerir ekkert til að kyssa kvefaða manneskju! 1973 Miðvikudagur 17. október 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.