Alþýðublaðið - 02.11.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.11.1973, Blaðsíða 3
ÚR BÚKUM RÍKISÁBYRGÐASJÓÐS Þeir gátu ekki borgað FYRSTU SJAVARFRÉTTIR Timaritið Sjávarfréttir hefur nú hafið göngu sina, en eins og Alþýðublaðið hefur skýrt frá er það útgáfufyrirtækið Frjálst framtak hf., sem gefur ritið út. Sjávarfréttir eiga að koma út annanhvern mánuð og eru rit- stjórar þess Jóhann Briem og Þorleifur Ólafsson. Myndin er af forsiðu fyrsta heftis Sjávar- frétta. Fjölmargir aðila-r — sveitarfélög, opinberir sjóðir, atvinnufyrirtæki og einstaklingar — þurfa árlega á að halda ábyrgðum rikissjóðs fyrir lánum, sem þeir taka, ellegar að rikissjóð- ur tekur sjálfur lán, sem hann svo endurlánar , viðkomandi. En svo þurfa menn að borga lánin — og þá vill nú harðna i dalnum hjá sumum. Verður það.þá oft þannig, að rikissjóður verður aö axla sina ábyrgö og borga fyrir hina blönku skuldendur, sem lenda þá i vanskilum við rikis- sjóð i staðinn. t árslok 1972 námu slik vanskil alls 398,4 milljónum króna og höfðu þó — merkilegt nokk — lækkað um 53 milljónir á árinu. t dag og næstu daga birtir Alþýðublaðið lista yfir þá aðila, sem ekki stóðu i skilum með lán sin og lentu þvi i van- skilum við rikisábyrgðarsjóð eða rikissjóð. Fyrir aftan nöfn aðila eru vanskilaskuldir þeirra i árslok 1972, en fram skal tekið, að örfáir eru skráðir með „minustölu” og eiga þeir sam- kvæmt þvi þá fjárhæð inni hjá rikisábyrgöar- sjóði eða rikissjóði — hafa borgað of mikið, blessaðir: 1. Hafnalán Akraneskaupstaður 5.168.699 Arskógshreppur, Eyjafirði -f 19.000 Borgarfjarðarhr. N-Múl. 1.322.400 Borgarneshreppur — Breiðdalshr. S-Múl. 17.616 Búlandshr. S-Múl. 31.319 Dalvikurhreppur 74.708 Eskifjaröarhreppur — Eyarbakkahreppur 788.136 Eyrarsveit, Grafarnesi 248.896 Flateyjarhreppur, Breiðafirði Flateyjarhreppur, S-Þing. 3.936.720 Flateyrarhreppur,’V:ls. 1.029.684 Grindavikurhreppur 4-792 Grimseyjarhreppur — Grýtubakkahreppur 4-20.909 Hofsóshreppur 4-103.352 Hólmavikurhreppur 1.018.513 Hólshreppur 349.754 tsafjarðarkaupstaður 78.886 Miðneshreppur 681.189 Mjóafjarðarhreppur 4-41.064 Mosvallahreppur — Neskaupstaður 4.229.606 Ólafsfjarðarkaupstaður 591.885 Ólafsvikurhreppur — Patrekshreppur 1.936.461 Raufarhafnarhreppur 1.716.307 Reyðarfjarðarhreppur 13.499 Sauðárkrókskaupstaður 1.672.081 Seyðisfjarðarkaupstaður 1.510.617 Siglufjarðarkaupstaður 644.550 Skagastrandarhöfn 35 Stokkseyrarhreppur 107.141 Stykkishólmshreppur 855.859 Súðavikurhreppur 18.537 Suðureyrarhreppur 1.703.587 Suðurfjarðarhreppur 3.326.407 Tálknafjarðarhreppur 75.691 Vatnsleysustrandarhreppur Vestmannaeyjakaupstaður 4-184.924 Vopnafjarðarheppur • 1.112.093 Þingeyrarhreppur 392.892 Þorlákshöfn 4.063 Þórshafnarhreppur 3.548.251 Samtals kr. 37.836.041 II. Raforkulán Rafmagnsveitur rikisins v/héraðsveitna 4.586.480 Orkusjóður 33.531.287 Samtals kr. 38.117.767 III. Fiskiðnaður Búlandstindur h.f. 17.808 Bæjarútgerð Hafnarfjarðar 4-1.859 Fiskiðjan Freyja h.f., Suðureyri 12.401 Fiskiðjan h.f., Vestmannaeyjum 675 Fiskiðjusamlag Þórshafnar 583.017 Fiskimj,- og sildarv., Ólafsvik 506.682 Fiskimj.verksm., Fáskrúðsfiröi 127.917 Fiskiver Sauðárkróks — Fiskverkun h.f., Höfn, Hornafirði 7.664 Fiskverkunarst. Gunnars Halldórss. 236.711 Fiskverkunarst. Ólafs Láruss. 59.582 Fiskverkunarst.h.f., Grimsey 490.904 Frosti h.f., Súðavik — Garður h.f., Sandgerði 433.964 Guðmundur Jónsson, Rafnkelsst. 4.053.629 Hamar s.f., Stykkishólmi Haraldur Böðvarsson, Akranesi 1.355.189 Heimaskagi h.f., Akranesi 5.253.625 Hólanes h.f. 2.084.328 Hólavellir h.f., Ólafsvik 1.874.683 Hraðfrystihús Breiðdælinga 35.978 Hraðfrystihús Eskifjarðar h.f. 90.380 liraðfrystihús Fáskrúðsfjarðar 1.039.828 liraðfrystihús Flatey, Breiðafirði 104.480 liraðfrystihús Gerðabátanna 36.478 Hraðfrystihús Grundarfj. h.f. 1.490.844 Hraðfrystihús Hellissands h.f. 574.106 Hraðfrystihús Jökull h.f. Keflavik Hraðfrystihús Ólafsfjarðar h.f. 1.432.286 Hraðfrystihús Ólafsvikur h.f. 4.834.556 Hraðfrystihús Patreksf jarðar 1.232.944 Hraðfrystihús Patreksfj. v/fiskimj.v. 211.027 Hraðfrystihús Stöðvarfjarðar 642.059 Hraðfrystihús Tálknafjarðarh.f. 2.086.838 Hraðfrystistöð Eyrarbakka h.f. 4-53.055 Hraðfrystistöð Hafna, Höfnum 490.489 Hraðfrystistöð Keflavikur llraðfrystistöð Vestmannaeyja 251.226 Hraðfrystistöðin i Reykjavik Hvammurh.f. 360 tsafold h.f., Siglufirði 424.893 tsbjörnin h.f. 1.498 tshúsfélag Bolungarvikur 19,620 Jóhannes Kristjánss., Rifi 5.778.172 Jökull h.f., Hellissandi 128.648 Jökull h.f., Raufarhöfn 1.059.477 Karvel ögmundsson — Kaupfélag Berufj., Djúpavogi 39.701 Kaupfél. Borgarfj. eystra Kaupfél. Dýrfirðinga 10.779 Kaupfél. Héraðsbúa 267.089 HORNIÐ Hver er samvinna borgarstjóra? „Kaupmaður i Austurstræti” skrifar: „Borgarstjóri hefur sagt opinberlega, að um lokun Austurstrætis verði „að sjálf- sögðu” haft „samráð við þá sem hagsmuna hafa að gæta i Austurstræti”. Það eru býsna margir sem stunda atvinnurekstur við göt- una og hafa þar hagsmuna að gæta, en ekki einn einasti kaup- maður hefur verið spurður né verið haft samráö við vegna til- raunarinnar, ef undan er skilin kaffiveislan fræga i HÖFÐA á sinum tima. Þangað voru allir kaupmenn við götuna boðaðir eftir að þeir höfðu sent borgarstjóra harðorð mótmæli, en undir mótmælin skrifuðu 23 kaupmenn, en þeir óttuðust þá þegar, að slik lokun myndi hafa samdrátt i viðskipt- um i för með sér og hefur sá ótti ekki reynst ástæðulaus. í umræddu kaffiboði voru mótmælin þögguð niður, öllu fögru lofað, og þá vantaði ekki orðin SAMVINNU og SAMRÁÐ. Þar var það fyrirheit gefið að tilraunin yrði aðeins tveir mán- uðir og siðan yrði gatan opnuð. Nú eru þessir tveir mánuðir liðnir og vel það, við kaupmenn- ina hefur ekki verið taláð, og þegjandi og hljóðalaust sam- þykkja borgaryfirvöld fram- lengingu á lokun götunnar án alls samráðs, vitandi það að umferð og verslun i götunni hefur minnkað. Þaö eru eindregin tilmæii kaupmanna að borgarstjóri gefi skýringu á orsökum þeirrar samþykktar borgarráðs að halda lokun götunnar áfram án þess svo mikið sem að ræða við þá kaupmenn sem við götuna eru, og hvar cru þessi sjálfsögðu samráð sen borgarstjóri talar um? Það væri fróðlegt að fá skýr og greinargóð svör viö þessari spurningu þvi hún skiptir miklu máli fyrir viðkomandi kaup- menn, sem telja aö borgaryfir- völd hafi sýnt þeim fádæma litilsvirðingu. Borgarstjóri verður að gera sér grein fyrir þvi að tilraunin hefur mistekist. 1 sliku veðurfari sem við eigum viö að búa að vetrarlagi er útilokað að láta sér detta þá fásinnu i hug að gatan geti verið göngugata, jafnvel þó þar séu bekkir fyrir fólk til aö sitja á. Blómakerin (sildarstamparn- ir) svörtu sem dreift er um alla götuna gera hana ömurlega og þjóna alls ekki þeim tilgangi sem ætlast var til i upphafi. Þau bera ekki vott um smekkvisi, og þeir sem leið hafa átt um göt- una að morgni dags hafa mátt horfa á þessa stampa á hvolfi, eða tréin i þeim rifin upp með rótum af völdum drykkjulýös sem sest hefur að i götunni að kvöld- og næturlagi öðrum veg- farendum til ama. Fer varlá hjá þvi að borgar- stjóri hafi veitt þessu athygli þegar hann hefur mætt til starfa að morgni dags. Þá eru listaverkin i Pósthús- stræti alls engin prýði, þvi þau bæta aðeins við tómleikann og kuldann sem yfir hinu lokaða Austurstræti hvilir, og eru tákn- ræn merki um misheppnaða til- raun borgarstjóra til að fegra miöborgina eins og hann oröaöi það i upphafi. Með lokun göt- unnar er stigið spor afturábak i borgarmenningunni. Borgarstjóri þarf ekki að vænta þess að hann afli sér at- kvæða kaupmanna i AUSTUR- STRÆTI við komandi borgar- stjórnarkosningar sem munu verða þær tvisýnustu og örlaga- rikustu sem hér hafa farið fram. Það má vera að hann afli sér at- kvæða þess drykkjulýös sem nú hertekur götuna og og annarra sem ekki hafa þar hagsmuna að gæta. En hafi borgarstjóri áhuga á þvi að eiga samvinnu við kaup- menn og vilji hann eitthvað fyrir þá gera svo sem að hafa við þá samráð eins og lofað var i upphafi þá er kominn timi til að svo verði, ef það er þá ekki ætl- unin að koma öllum kaupmönn- um við götuna fyrir kattarnef, en að þvi stefnir verði gatan ekki opnuð hið bráðasta”. SÍMI HORNSINS ER 86666 GRAÐHESTASKYR „Skyrgámur” skrifar Horn- inu: „Ég hef mikið dálæti á skyri, þessu islenska „spesiali- teti”, og tel enda okkur Islend- ingum bera sögulega skyldu til að éta þann mat, minnugir þess, að það er liklega eina matarteg- undin i heiminum, sem geymd hefur verið i þúsund ár. En hérna um kvöldið brá mér heldur en ekki i brún. Ég fékk mér skyr i kvöldmat sem oftar, en i þetta sinn reyndist þaö ekki slikt hnossgæti sem áður. Þetta skyr hefði verið kallað grað- hestaskyr hérna áður fyrr, en það orð er haft yfir skyr, sem hlaupið hefur i örsmáa kekki og likist einna helst mjöli á bragð- ið. Það skal tekið fram, að þetta skyr var ekki úr dós, heldur var það keypt óhrært upp á gamla mátann. Ég hefði liklega ekki farið að gera þetta að umtalsefni hér ef ég hefði ekki frétt skömmu seinna af fleirum, sem höfðu orðið fyrir sömu reynslu af skyri nýlega. Þarna hefur vafalaust orðið einhver klikkun i framleiðsl- unni, og ég treysti forstjóra Mjólkursölunnar til að láta kippa þessu i lag hið skjótasta. Föstudagur 2. nóvember 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.