Alþýðublaðið - 02.11.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 02.11.1973, Blaðsíða 11
íþróttir r 1 Er landsliðsnefndin að springa? A blaftamannafundi sem HSl hélt I gær, en þar voru flestir stjórnarmenn, komu fram margar skrftnar yfirlýsingar. Skritnust var sam sú yfirlýsing Jóns Erlendssonar formanns landsliösnefndar, aö Einar Magnússon Víkingi heföi aldrei sýnt góöan leik meö fandsliöi! Svona yfirlýsing örfáum dögum fyrir mikilvægan landsleik, er mjög alvarlegur hlutur. Og hún opin- berar djúpstæöan ágreining innan landsliösnefndar. Varla er þaö vilji Jóns að Einar sé valinn I liö landsleik eftir landsleik (Einar er meö 34 landsleiki aö baki). Hann er þvi greinilega i minnihluta I þessu máli, og þaögengur fjöllunum hærra aö ósamkomulag sé ekki i þessu eina tilfelli, heldur fleirum. Þetta er svo alvarlegt mál, aö þaö má ckki liggja í þagnar- g'ldi —SS. Leikið við Frakka á sunnudaginn Ný Rómarför! 1. Hjalti Einarsson FH 68 12. Gunnar Einarsson Haukar 5 2. GunnsteinnSkúlas.Val 40 3. Geir Hallsteinss. FH 73 4. Viðar Símonars. FH 50 5. Einar Magnúss. Vik. 34 6. Björgvin Björgvinss. Fram 48 7. Ólafur H. Jónsson Val 60 8. Höröur Sigmarss. Haukum 4 9. Auöunn óskarsson FH 29 11. Axel Axelsson Fram 22 14. Agúst ögmundss. Val 31 t gærmorgun fékk HSÍ vitneskju um þaö, aö Alþjóöahandknatt- leikssambandið heföi ákveöiö aö tsland og ttalla skyldu leika hinn umdeilda landsleik I undankeppni HM. A leikurinn aö fara fram I Róm, og ttalir aö greiða allan kostnað. Þessi úrskuröur er afar óhagstæður fyrir okkur tslendinga, og gerir vonir okkar um aö komast f úrslit nánast aö engu. Og þaö sem verst er, leikur okkar við Frakka fer fram á sunnudaginn, og verður þvi ekki Hjalti Einarsson FH kemur inn aftur og leikur sinn 69. lands- leik. siðasti og þar meö afgerandi leikur mótsins. Þess i stað verð- ur leikur Frakka og Itala siðasti leikurinn, sem er augljóslega Frökkum mjög i hag. Landsliðsnefndin hefur valið islenska liðið. Verðskuldaður sigur Framara Gömlu trompin dugðu! Það fer ekki milli mála, aö Framarar veröa i allra fremstu röö I vetur. Þeir hafa sýnt þaö og sannað í haust meö sífellt betri leik. Þeir hafa leikiö af mestri festu í Reykjavíkurmótinu, og verðskulda fyllilega sigurinn I mótinu. Eins og svo oft áöur er þaö styrkleiki liðsins hve jafnt þaö er, fáar stórstjörnur en þess fleiri virkir leikmenn. Framliöiö er mjög svipaö þvi sem þaö var fyrir tveimur árum, þegar þaö varö svo óvænt islandsmeistari. Sá sem leit liðið á pappfrnum þá, trúöi þvi ekki aö Fram gæti oröiö íslandsmeistari. En sú varð þó reyndin, Fram svo aö segja „stal” sigrinum á síöustu stundu, á meöan allir einblindu á FH og Val. Leikaðferð liðsins nú er svipuð og þá, leikaðferð sem sætt hefur gagnrýni margra. Framarar halda boltanum lengi, leita sér að öruggum færum. Með þessu deyfa þeir árverkni mótherjans, og þvi er þessi leikaðferð af mörgum nefnd svæfingaraðferðin. En Famarar virðast hafa það á til- finningunni hve lengi þeir mega halda boltanum, þvi afar sjaldan er dæmd á þá töf. Þeir gefa dómaranum ekki færi á þvi, frekar fara þeir inn i vörn andstæðinganna og fiska viti. Þessari sóknaraðferð beittu Framarar i úrslitaleiknum við Val i fyrrakvöld, með góðum árangri. Valsmönnum, sem léku mun hraðari handknatt- leik, gekk illa að fella sig við leikmáta Framara, og hin fræga vörn þeirra náði sér aldrei á strik þegar mestu skipti, i fyrri hálfleik þegar Framarar voru að ná tökum á leiknum. I seinni hálfleik var reynt að þétta vörnina, en á kostnað hörkunnar, og þvi varð leikurinn afar harður i s.h. Attu Valsmenn að mestu sök á þvi, vissir menn i liði Vals. Alls var sex leikmönnum visað af velli i samtals 17 minötur, þar af voru fjórir Valsmenn, og i þeim hópi var Agúst ögmundsson sem var utan vallar i samtals 7 minútur f stuttu máli gekk leikurinn þannig fyrir sig, að hann hélst jafn framan af fyrri hálfleik, en upp frá þvi fóru Framarar að siga framúr. Var Axel Axelsson að vanda þeirra drýgstur við markaskorunina. Höfðu þeir um miðbik hálfleiksins náð tveggja marka forystu, og i hálfleik var munurinn orðinn illbrúanlegur fyrir Val, 9:5. 1 byrjun seinni hálfleiks náðu Valsmenn þokka- legum kafla, þótt lengst af lékju þeir aðeins fimm á þessum tima. En munurinn var aldrei meiri en þrjú mörk. Og siðan kom afgerandi kafli hjá Fram, þeir skora sex mörk á móti einu, og staðan er gjörunnin, 16:8. Undir lokin var sem flóðgáttir opnuðust, hvert markið af öðru lá i netinu, og Valsmenn minnkuðu heldur muninn, loka- staðan varð 18:13 Fram i hag. Mörk Fram: Axel 8(3 v), Pálmi 4, Björgvin 2, Hannes 2, Arnar og Sigurbergur eitt mark hvor. Mörk Vals: Ólafur Jónsson 4, Jón K. 3, Bergur 2(2v), Agúst, Axcl Axelsson var skotharöastur Framara. Ilér skorar hann meö langskoti. Gunnsteinn, Hermann og Stefán eitt mark hver. Sem fyrr segir léku F'ramarar rólegan og öruggan sóknarleik, þar sem Axel var aöal maðurinn. Hann fékk lika að leika ótrúlega lausum hala hjá hinni annars harðhentu vörn Vals. Munaði þar miklu, að Björgvin Björgvinsson hafði oft undirbúið jarðveginn á miðj- unni, en þar var hann oft i kröppum dansi. Pálmi var og ógnandi, og sama má segja um Sigurberg i hornunum, þótt endurkoma hans hafi skipt mestu fyrir vörnina. Hún var þétt i þessum leik, og ekki er aö sjá annað en Arnar geri stöðu Sigurðar Einarssonar mjög góð skil, en hann er nú þjálfari liðsins. bá má ekki gleyma þætti Jóns Sigurðssonar i marki Fram, en hann var tvimæla- laust einn allra besti maður vallarins, og skyggði jafnvel á Ólaf Benediktsson, sem þó varði mjög vel. Þetta er tvimælalaust besti leikur Jóns með Fram. Valsmenn voru nokkuð frá sinu besta i þessum leik, bæði i vörn og sókn. ólafur Bene- diktsson varði vel i markinu, og sannaði enn einu sinni að hann er okkar besti markvörður. Þá var nafni hans Jónsson einna bestur úti á vellinum. Annars er það blettur á jafn ágætu liði, að sumir leikmenn skuli þola svo illa mótlæti sem raun varð á. Birtist reiðin i fantalegum leik þegar leið á seinni hálfleik, en ekki að sama skapi árangurs- rikum. —SS Meistaraliðið Reykjavikurmeistarar Fram: Efri röö frá vinstri: Ólafur Jóns- son, formaður handknattleiksdeildar Fram, Kjartan Gfslason, Pétur Jóhannesson, Sigurbergur Sigsteinsson, Hannes Leifsson, Pálmi Pálmason, Axel Axelsson, Guömundur Þorbjörnsson, Sigurður Einarsson, þjálfari, Páll Jónsson, liösstjóri. Fremri röö frá vinstri: Arni Sverrisson, Jón Sigurösson, Björg- vin Björgvinsson, Guöjón Erlendsson, Arnar Guölaugsson, Gylfi Arnason og Þorvaldur Sigurösson. AB-myndir Friöþjófur. o Föstudagur 2. nóvember 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.