Alþýðublaðið - 02.11.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.11.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. —- ■ r | Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. albýöU Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- r ih iiiiiii nigiiiini son' R'tstjóri og ábyrgðarmaður I m uTmíiI Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- ! § j n 111 I i 1 sti°rnar' Skipholti 19. Sími 86666. Af- UlL ik J i Æ greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Simi 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. Hlutverk stjórnarandstöðu Hvaða hlutverki eiga stjórnmálaflokkar að gegna i stjórnarandstöðu? Svarið við þeirri spurningu verður hver og einn flokkur að gera upp við sig sjálfur. Hann veitir það svo með hegðan sinni utan stjórnar hverju sinni. Núverandi stjórnarflokkar voru i 12 ár sam- fleytt utan rikisstjórnar. Hvaða svör gáfu þeir þá um hlutverk stjórnarandstöðuflokka? Svarið reyndist vera i stuttu máli þetta: stjórnarand- stöðuflokkur á einungis að vera á móti rikis- stjórn, sem situr. Segi rikisstjórn já á stjórnar- andstaða að segja nei og jafnvel þótt stjórnar- andstöðuflokkur kunni að vera sammála ríkis- stjórn um eitthvert það mál, sem hún hefur á prjónunum, þá á hann aldrei að láta það koma fram, heldur tvistiga á milli játunar og neitunar þannig, að hvergi fái neinn hönd á fest. Þannig var hún t.d. tilkomin hin landsfræga já og nei stefna Framsóknarflokksins frá stjórnarand- stöðuárum hans. Jafnvel þegar hann var rikis- stjórninni sammála, þá var hið neikvæða eðli stjórnarandstöðunnar svo rótgróið i Fram- sóknarflokknum, að heldur vildi hann skoðana- laus vera, en að segja já með rikisstjórn i máli, sem flokkurinn þó taldi vera bæði rétt og satt. En getur almenningur sætt sig við þessa túlkun núverandi stjórnarflokka á eðli stjórnar- andstöðu? Getur almenningur sætt sig við það, að hartnær helmingur kjörinna alþingismanna þjóðarinnar þurfi vart annað á sig að leggja, en að segja bara nei við öllum hugmyndum og tillögum stjórnarliðs — þurfi bara að vera á móti, en aldrei að leggja neitt raunhæft og gott til málanna frá eigin brjósti? Vonandi getur almenningur ekki sætt sig við slik vinnubrögð kjörinna fulltrúa sinna á þingi. Alþýðu- flokkurinn getur það a.m.k. ekki fyrir sitt leyti. Svar hans við spurningunni: hvert á að vera hlutverk stjórnararidstöðuflokks, er þveröfugt á við svar það, sem núverandi stjórnarflokkar gáfu i stjórnarandstöðutið sinni. Alþýðuflokkur- inn telur að sjálfsögðu, að það sé hlutverk flokks i stjórnarandstöðu að veita rikisstjórn andstöðu, en sú andstaða á að vera jákvæð, en ekki nei- kvæð — ekki miðast við það eitt að vera ávallt á móti heldur við það að vera með i þeim málum, sem viðkomandi flokkur telur til heilla horfa og ef hann er á móti að benda þá um leið á þau önnur úrræði, sem hann leggur til að notuð verði. Og þannig hefur Alþýðuflokkurinn einmitt hagað sér i stjórnarandstöðunni. Hann hefur vissulega veitt rikisstjórninni harða andstöðu og aðhald i málum, sem hann hefur verið andvigur. En hann hefur jafnframt hiklaust og hviklaust stutt rikisstjórnina i málum, sem hann telur til heilla horfa — og hefur þá ekki brugðið fyrir sig tviskinnungshætti Framsóknarflokksins. Og i stórmálum, þar sem Alþýðuflokkurinn hefur ekki verið ánægður með störf rikisstjórnarinnar og stefnu, hefur hann lagt fram raunhæfar og gagnmerkar tillögur um önnur og réttari úrræði, svo sem eins og i varnarmálunum og skattamálunum. Þannig hefur Alþýðuflokkurinn starfað i stjórnarandstöðunni. Þannig telur hann, að stjórnarandstöðuflokkar eigi að starfaþvi þannig geta þeir best orðið umbjóðendum sinum og þjóðinni að liði. o FINNUR TORFI STEFÁNSSON SKRIFAR UM FLOKKS- ÞING BRESKA VERKAMANNAFLOKKSINS.. Þjóðnýting og atvinnulýðræði ..Hagvöxtur Mr. Heaths er öfugsnúinn vöxtur, sem fengist hefur með þvi að aka áburði á illgresið, en reita rósirnar og hveitið". Eitthvað á þessa leið mæltist Harold Wilson, leiðtoga breska jafnaðarmanna, á lands- þingi þeirra. sem haldið var i þeirra, sem haldið var i Black- pool 1.-5. okt. siðastliðinn. Þing þetta er talið marka timamót i þvi, að þar var samþykkt rót- tækasta stefnuskrá, sem brezki Verkamannaflokkurinn hefur haft siðan 1945. Meiri eining og samstaða rikti á þinginu en verið hefur oftast áður og þrátt fyrir heldur óhag- stæðar niðurstöður skoðana- kannananna nýlega, rikti bjart sýni um sigur i næstu kosning- um. Harold Wilson, sem átt hefur nokkuð erfitt uppdráttar bæði i flokki sinum og meðal kjósenda almennt siðan 1970, er rikisstjórn Verkamanna- flokksins fóll i kosningum, er talinn hafa styrkt mjög stöðu sina á þessu þingi og endur- heimt mikið af þvi trausti, sem hann virtist hafa misst. Hað sem mesta athygli hefur vakið við hina nýju stefnuskrá eru hin viðtæku þjóðnýtingar áform sem staðfest voru. Allt landið fyrir ný eðe endurskipu- lögðiðnaðarsvæðiverður gert al- mannaeign. Með þessu er ætiað að koma i veg fyrir óheilbrigða spákaupmennsku með land og leysa vandræði bænda, sem orðið hafa undir i samkeppni um jarðarverð. Þá vilja Verka- mannaflokkurinn þjóðnýta öll námuverðmæti i jörðu og þetta á einnig að ná til gassins og oliunnar i Norðursjó. Allar hafnir i landinu eiga að verða þjóðareign og sama á að verða um fyrirt. i skipasmiði og flug vélasmiði. Einnig verður stefnt að þjóðnýtingu ýmissa fyrir- tækja i lyfjaiðnaði, vélverk- færaiðnaði og i lagningu og við- haldi vega. Mörg þeirra fyrir tækja, sem stendur til að þjóð- nýta njóta þegar mikils stuðnings frá rikissjóði og yrðu ekki rekin án þess og breskir jafnaðarmenn vilja að opinber stjórnvöld hafi að sama skapi ihlutunarrétt um stjórnun þeirra. Annars eru megin rökin fyrir þjóð- nýtingunni að minnka efna- hagslegan ójöfnuð i landinu og að tryggja rikisstjórn og þingi völd til að stjórna efnahagslif- inu og skipuleggja það. Til að koma i veg fyrir sam- þjöppun valds og rikiskapita- lisma i kjölfar þjóð- nýtingarinnar stefnir vérka- mannaflokkurinn að viðtækri uppbyggingu atvinnulýðræðis. Fylgi við hugmyndir um at- vinnulýðræði stafar einnig af þvi að undanfarið hefur borið mikið á firringu og starfsleiða hjá verkamönnum, sem vinna einhæf störf i fjöldaframleiðslu, einkum i bilaiðnaðinum. Nýlega lauk verkfalli hjá Ford verk- smiðjunum bresku, sem hófst af þessum orsökum. Kröfurnar um aukna þjóð- nýtingu áttu að sjálfsögðu rætur sinar að rekja til vinstri arms Verkamannaflokksins einkum manna eins og Michael Foot og Anthony Wedgewood Benn. Þeir höfðu upphafl. sett fram kröfu um þjóðnýtingu 25 stór- fyrirtækja, en samkomulag náðist, einkum fyrir milligöngu Jack Jones, sem er formaður stærsta verkalýðsfélagsins i Bretlandi, um að binda áformin ekki við ákveðna tölu, heldur gefa væntanlegri rikisstjórn Verkamannaflokksins færi á að meta það eftir atvikum. Með þessu samkomulagi var rutt úr vegi stærstu hættunni á klofnigi á þinginu. Varðandi aðild að EBE, sem lengi hefur verið mikið deilumál innan flokksins, var staðfest sú stefna, sem áöur hafði náðst samkomulag um. Semja skal að nýju við EBE og i byrjun októhermánaðar var haldið i borginni Black- pool i Knglandi flokksþing brcska V e r k ama n n a- flokksins. Kins og jafnan áður bauð flokkurinn Al- liýðuflokknum að senda ábeyrnarfulltrúa til þingsins og valdi Alþýðuflokkurinn Finn Torfa Stefánsson, liig- fræðing, sem er við nám I Manchester, til fararinnar. Var liann eini islendingur- inn.se.m var gestur þingsins. i grein þessari segir Kinn- ur Torfi frá þinginu, seni var á margan liált timamótaþing i sögu breska Verkamanna- flokksins. siðan leggja málið undir dóm kjósenda i þjóðaratkvæði eða almennum kosningum. Margir telja að hin nýja vinstri stefna Verkamanna- flokksins stali ekki einungis af breytingum i valdahlullollum, skoðanabreytingum eða nýju mali á aðstæðum innan flokksins heldur séu af laklisk- um toga spunnar. Undanfarin misseri hefur Frjálslyndi flokkurinn verið i mikilli sókn i Bretlandi og helur unnið góða sigra i aukakosningum. Skýringin á þessum Iramgangi frjálslyndra er af mörgum frekar talin vera almenn óánægja kjósenda með stóru flokkana tieldur en fylgi við stefnu Frjálslynda flokksins i sjálfu sér. Það er algeng gagn- rýni að miðleitni stóru flokk- anna hafi verið slik að ekki sé lengur sjáanlegur munur á rikisstjórnum Verkamanna- flokksins og lhaldsflokksins. Með þvi að taka upp skýra sósialiska stefnu hefur Verka- mannaflokkurinn gert val- kostina ljósari og getur haldið þvi fram að valið standi milli hans og hinna borgaralegu flokka. Wilson tók það skýrt fram á þinginu að samsteypu- stjórn Verkamannaflokksins og frjálslyndra kæmi ekki til greina. Eina samsteypustjórnin sem hugsanleg væri, yrði rikis- s t j ó r n „ihaldsliokkanna tveggja, Ihaldssama ihalds- flokksins og Frjálslynda ihalds- flokksins”, eins og hann orðaði það. Verkamannaflokkurinn byggir mjög á starli sjálfboöa- liða i flokksstarfi og kosninga- vinnu og undanfarið hefur honum reynst erfiðara að fá fólk til slikra verka. llinni nýju stefnuskrá er einnig ætlað að bæta úr þessu og er einkum vonast til að ungt fólk verði fúsara að leggja fram kralla sina. Þar sem Verkamanna- flokkúrinri helur nú gengið svo mjög á móts við óskir róttaiks föiks i landinu er liklegt að dragi úr heimasetu þess i kosningum, en að sama skapi nær hann sennilega ver til miðjufjóks sem er auðvitað langstærsti hóður kjósenda. Eins og kunnugt er hafur mikil verðbólga ríkti i Bretlandi undanfarið og ,,Tvö skref" i að gerðum Kdwards Ileaths til aö vinna gegn henni er nú nýlokið. Kauplagi helur verið haldið niðri, en vöruverð allt hefur hækkað mjög. Mikil óánægja rikir meðal almennings vegna þessa ástands og skoðana- kannanir sýna að vinsældir rikisstjórnar thaldsflokksins eru ilágmarki. Hagvöxtur hefur verið töluverður og eftirspurn eftir fjármagni, sem er mikil, hefur verið lullnægt með útgáfu nýrra seðla. Ummæli Wilsons, sem vitnað vár i i upphali, eiga við þetla ásland. Einkum eru það hækkanir á matvöru og hús- næði, sem hafa vakið óánægju fólks.en fyrrnefndu hækkanirnar eiga að mmnsta kosti að hluta rætur sinar að rekja til verðhækkana á heims- markaði og landbúnaðarslelnu Efnahagsbandalagsins. Þá hef- ur verkalýðshreyfingin barist stöðugt lyrir þvi að endur- heimta rétt sinn til að sémja um kaup og kjör hömlulaúst. Framhald á bls. 4 LANDHELGISMALIÐ OG STJÓRNMÁLAVIÐHORFIN Alþýðuflokksfélag Reykjavikur efnir til fundar n.k. mánudagskvöld kl. 20,30 i Iðnó. Fundarefni: GylfiÞ. Gislason, formaður Alþýðuflokks- ins, ræðir um viðhorfin i stjórnmálunum og i landhelgismálinu. Félagar fjölmennið! Stjórnin Föstudagur 2. nóvember 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.