Alþýðublaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 3
EKIÐ Á KONU Ekiö var á aldraöa konu, Sigriöi Erlends- dótturfrá Hafnarfiröi, á Reykjavikurveginum i fyrradag, og slasaöist hún mikiö, brotnaöi m.a. bæöi á hendi og fæti. Hún var aö ganga yfir götuna, er slysiö varö. Sigriöur vann við um- boö Alþýðublaösins i Hafnarfiröi frá stofnun blaösins, en lét af þvi starfi i sumar. Lögregl- an telur aö liklega hafi enginn annar Hafnfirö- ingur veriö eins mikiö á ferö um götur bæjarins og Sigriöur, er hún bar út blaðið, og hefur hún aldrei orðiö fyrir slysi i umferöinni fyrr. ÞIQNflVERKFALL ÓUMFLÝJANLEGT Allt útlit er fyrir að þjónar fari i verkfall um hádegi á föstudaginn. Fyrsti samningafundurinn verð- ur haldinn i dag en Hafsteinn Baldvinsson, lögfræðingur Sam- bands veitinga- og gistihúsaeig- enda, sagðist ekki reikna með að niöurstaða hans yrði mikilvæg. — t mesta lagi sú, að málinu verður visað til sáttasemjara. Það ber allt of mikið á milli. SVG fór þess á leit við þjóna, að þeir frestuðu verkfallinu á meðan sambandið kynnti sér kröfurnar og hefði tima til að gera gagntil- boð, en þvi höfnuðu þjónar. Þó vildu þeir fallast á það, ef þeim leyfðist að halda uppteknum hætti og bæta þjónustugjaldi ofan á við- lagasjóðsgjald og söluskatt i blóra við úrskurð Félagsdóms frá 28. fyrra mánaðar, en eins og Hafsteinn sagði, þá hefði verið til litils fyrir SVG að standa i mikl- um málaferlum til þess eins að gefa hagstæða niðurstöðu upp á bátinn. Þvi bendir allt til þess, að frá og með föstudagshádegi verði ekki hægt að fá fagmannlega af- greiðslu á veitinga- og gistihúsum — þvi ótrúlegt er að sáttasemjari leysi málið á tveimur sólarhring- um. ÞÁTTURINN SÝNDUR EFTIR ALLT SAMAN? — Allar likur eru á þvi, að sættir náist i þessu máli og að þátturinn verði fluttur á endan- um. Með hvaða skilyrðum það verður veit ég ekkert og get ekki úttalað mig um á þessu stigi málsins, sagði Sigurður Bald- ursson, lögfræðingur Sverris Kristjánssonar, sagnfræðings, er fréttamaður blaðsins leitaði fregna af gangi sjónvarpslög- bannsmálsins. — Hjá okkur er allt i deigl- unni, sagði Dagmar Arnadóttir, ein þriggja dætra Arna heitins Pálssonar, sem fengu lagt lög- bann við sjónvarpsþættinum „Maður er nefndur...” á föstu- dagskvöldið. — Enn höfum við þó ekki tekið endanlega ákvörð- un en okkur þætti vænt um að þaö kæmi fram, að við fórum eins fram á, að lögbann yrði sett á þá hluta þáttarins, sem snertu föður okkar. Þannig virðist þetta mál vera að koöna út af. Liklega veröur þátturinn sýndur breytingalítið eða breytingalaust — en tæp- lega verður það á næstunni. Þá sneri fréttamaður blaðsins sér til Þórs Vilhjálmssonar, prófessors og lögfræðings sjón- varpsins, vegna þeirrar túlkun- ar á mótmælum hans við lög- banninu, að sjónvarpið væri undanskilið lögbannsákvæðum. Þór kvað þetta ekki rétt eftir sér haft. Hann heföi mótmælt lög- banninu á þeim forsendum, að Rikisútvarpiö ætti ekki almennt að sæta sliku lögbanniog benti einnig á, að Pétur Pétursson, umjónarmaöur þáttarins, teldi i honum engin „ólögmæt um- mæli” um Arna heitinn Pálsson. HORNIÐ GRUNURÁ EINST-AKA AUGNLÆKNA „Gleraugnaglámur" skrlfar: „Er það ekki brot á siðareglum augnlækna að vísa sjúklingum í ákveðin fyrirtæki til gleraugna- viðskipta? Vegna þess, að grunur leikur á því, að einstakir augnlæknar geri þetta, hefur þetta verið til umræðu meðal þeirra, sem þarna eiga hagsmuna að gæta. Það skal tekið fram, að því fer fjarri, að allir augn- læknar séu undir grun um þetta athæfi, og mun sönnu nær, að hér sé að- eins um fáa lækna að ræða. En þá vaknar sú spurning, af hverju þeir geri þetta. Maður vill að óreyndu ekki trúa því, að hér geti legið á bak við sameiginlegir peninga- hagsrnunir augnlækna og þeirra gleraugnasala, sem vísað er á. I eðlilegri frjálsri samkeppni hljóta þessir aðilar að geta séð sér farborða án slíkrar samvinnu. Þetta mál hef- ur ekki, svo mér sé kunn- ugt, verið til umræðu á opinberum vettvangi. Eigi að síður er málið rætt og ef þetta á sér stað, er i fyrsta lagi óverjandi, að fáeinir menn setji svartan blett á heila stétt, auk þess sem frjáls og heiðarlega samkeppni í þessari þjónustu og við- skiptum er ekki aðeins lögboðin, heldur hlýtur hún að vera brýnt hags- munamál neytendanna i bráð og lengd". Hafði vit á að lesa ekki það íslenska ..Húsmóðir” skrifar: „Popparinn Magnús eða Jó-. hann hækkað bara mikið i áliti hjá mér, þegar ég las það i Rokkhorni Alþýðublaðsins um daginn, að bæði hann og Magnús eða Jóhann hafi eðlilegar hvatir tilkvenna. Það gladdi mitt aldr- aða hjarta meira en orð fá lýst, aö hvorugur þeirra er hommi, — en annar giftur og faðir, en hinn á krakka á laun. Hins vegar varð ég heldur döpur i bragði, þegar ég heyröi á tal Magnúsar eöa Jóhanns og stjórnanda þáttarins Tiu á toppnum á laugardagseftirmið- daginn. Stjórnandinn kvað Magnús eða Jóhann hafa gefið út, eða ætla að gefa út, Ijóðabók og baö hann að lesa eins og eitt stykki. Magnús eða Jóhann svaraði þvi til, að ljóðin væru nú flest á ensku, þótt eitthvað væri ■ nú islenskt með. Ekki féll nú popparinn nú eins langt niður i áliti hjá mér og efni stóðu til, þvi hann hafði vit á þvi að lesa ekki þetta íslenska pródúkt sitt, en söng i staðinn eitthvert jaggedi- jagg lag á þeirri tungu, sem honum virðist tömust”. Vondir eru vegirnir í Borgarfirði Borgfirskur vörubflstjóri bað okkur að koma eftirfarandi á framfæri i Horninu: ,,Ég þori að fullyrða, að vegir i Borgarfirði hafa aldrei verið jafn slæmir og nú undanfarið. Ég hef ekið milli Munaðarness i Stafholtstungum 'og Reykjavikur daglega um nokkurn tima, og oft jafnvel tvisvar á dag, og mér vægast sagt ofbýður, hvað vegirnir eru látnir drabbast niður. 1 rigningartiðinni undanfarn- ar vikur hafa vegirnir smám saman breyst i forareðju og hjólförin skerast djúpt niður, svo djúpt, að ekki er viðlit að koma venjulegum fólksbflum upp úr þeim. Fyrir skömmu var svo einhver malardrulla borin ofan i vegarkafla á einum stað, og varð sá spotti við það algjör- lega ófær litlum bflum. Ég ek þarna um á stórum vörubil með þungt hlass, og mér finnst ansi hart, að Vegagerðin skuli ekki sjá sóma sinn i að halda vegunum þannig við, að menn, sem veröa að aka um þa á milljónaverkfærum vegna at- vinnu sinnar geti aldrei verið ó- hræddir um, að þau stórskemm- ist”. ÚR BÚKIIM RfKISABYRGOASJÓDS 4 FYRIR ÞESSU ERUM VIÐ I ÁBYRG t gær birtum við 3ja og siðasta hluta listans yfir þá aðila, sem voru i vanskilum við rikis- ábyrgðasjóð eða rikissjóð vegna endurlánveit- inga hans árslok 1972. Samtals námu þessi van- skil 398,4 milljónum króna. En svo eru þaö þeir, sem rikissjóður hefur gengið i ábyrgð fyrir hjá lánastofnunum og ekki hafa komist á vanskilaskrá — ekki enn a.m.k. Þeir eu miklum mun fleiri en hinir, sem i van- skilum lentu. Samtals stóð rikissjóður á árinu 1972 ábyrgur fyrir 12.318,7 millj. kr. lántöku sjóöa, einstaklinga og fyrirtækja og i dag byrj- um við að segja frá þvi, hvaða aðilar þetta eru, sem rikið ábyrgist lánin fyrir, hversu há þau lán eru og til hvers þau voru veitt. Merking bókstafstákna við útgáfuár: B byggingar BÚA Bæjarútg. Akraness BOH Bæjarútg. Hafnarfjarðar F fiskiönaður H hafnargerð HB hótelbygging HI hitaveita I iðnaöur J jarðborun L landbúnaður LK landakaup R rafveita S slldarverksmiðja Sg samgöngur T togarakaup V vatnsveita Lántaki Eftirst. Upphafsleg samtals Lánveitandi Utgafuar lánsf járhæð í ísl. kr. AÐALSTEINN LOFTSSON 400.000 Lifeyr.sj. starfsm. rik. 1967 F 600.000 400.000 BÆJARSJOÐUR AKRANESS 27.083.121 Brunabótafél. Isl. 1956 V 250.000 50.000 Framkv.sj. Isl. >» 1957 H DM 1.685.250 8.593.652 1958 H 600.000 59.917 1959 H 600.000 115.177 1959 H 1.000.000 133.333 >> 1960 H 600.000 132.666 Brunabótafél. ísl. 1960 H 400.000 80.000 ” 1960 H 200.000 40.000 Framkv.sj. Isl. 1960 H 1.100.000 243.221 Atv.leys.trygg.sj. 1961 H 2.500.000 666.667 Framkv.sjóður Isl. 1961 H 600.000 138.171 ” 1961 H 1.000.000 230.285 > > 1962 H 400.000 96.457 Atv.leys.trygg.sj. 1963 H 1.000.000 400.000 Trygg.st. rik. 1963 H 300.000 120.000 Brunabótafél. Isl. 1963 V 250.000 100.000 Framkv.sj. Isl. 1963 H 700.000 550.240 Brunabótafél. Isl. 1964 V 250.000 116.667 Lifeyrissj. togarasjóm. 1964 BOA 866.667 266.667 Atv.leys.trygg.sj. 1964 H 800.000 373.333 ” 1965 H 1.000.000 533.333 1965 H 2.900.000 1.740.000 Búnaðarbanki tsl. 1966 H 900.000 540.000 Hafnarbótasjóður 1970 H 3.000.000 2.600.000 > > 1970 H 2.000.000 1.733.334 Brunabótafél. tsl. 1969 V 350.000 280.001 Hafnarbótasjóður 1971 H 6.000.000 5.600.00 > > 1972 H . 1.500.000 1.500.000 BÆJARSJ. AKUREYR. 47.504.998 Brunafél. Isl. 1953V ' 500.000 25.000 ” 1954 V 500.000 50.000 ” 1958 V 200.000 13.333 >> 1958 V 150.000 10.000 Atv.leystrygg.sj. 1959 S 400.000 53.333 Tryggingastofnun rikisinsl961 V 500.000 133.333 Brunabótafél. Isl. 1961 V 500.000 133.333 Atv.leystrygg.sj. 1964 S 500.000 233.333 Landsbanki Isl. 1965 F 3.000.000 1.000.000 Atv.leys.trygg.sj. > > 1966 S 750.000 450.000 1966 H 3.000.000 1.800.000 > > 1966 H 2.800.000 1.680.000 ” 1967 S 1.000.000 666.667 Lifeyrissj. starfsm .rik. 1967 S 1.000.000 666.667 Atv.leys.trygg.sj. 1967 H 2.800.000 1.866.667 Fiskveiðasj. Isl. 1967 H 2.000.000 1.333.333 ” 1967 H 2.000.000 1.400.000 ” 1968 H 2.000.000 1.400.000 Atv.leystrygg.sj. 1968 S 850.000 623.333 Fiskveiðasj. tsl. 1968 H 6.000.000 4.000.000 1969 H 6.000.000 4.800.000 Hafnabótasjóður > > 1969 H 1.000.000 800.000 1970 H 1.000.000 866.666 Atv.leys.trygg.sj. 1971 V 8.000.000 7.466.667 Hafnabótasjóöur 1971 H 6.000.000 5.600.000 Fiskv.sjóður Isl. > > 1972 4.000.000 3.733.333 1972 2.000.000 2.000.000 Hafnabótasjóður 1972 4.300.000 4.300.000 Framhald ó morgun Miðvikudagur 7. nóvember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.