Alþýðublaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 2
ÞANNIt HÆRÐ Þll STJÖRN Á LÍKAMANUM Flest okkar eyða árunum i aö bera likamsþunga miklu meiri, en við þurfum. Við hlöðum hjólakörfur m atvöruversl- ananna með vörum án þess að hugleiða, að við eigum eftir að bera þær allar utan á okkur, jafnvel þótt viö notum ekki fæt- urna nema til þess að komast i bílinn og úr. Mæður þurfa að beygja sig eftir börnum sinum hundrað sinnum á dag. Við skálmum um og leggjum allt of mikið á okkur og liks, þegar hvildarstund gefst, þá erum við oft of þreytt til þess aö njóta hennar.. Þess vegna væri okkur hollt að hugsa um likamsæfingarnar — og nú er einmitt rétti timinn til þeirra hluta. Til eru m.a. tvö likams- ræktarkerfi, sem leggja áherslu á réttar likamshreyfingar: A1 e xa n de r -a ð f er ð i n og Mensendieck æfingarnar. Það er rétt að geta þess, að bæði þessi likamsræktarkerfi eru búin til af fólki, sem ekki er læknismenntað, en hugleiddi likamsæfingarnar, sem við gerum og sá hvar við gerum rangt. Formælendur beggja kerf- anna staðhæfa, að æfingar sam- kvæmt þeim haldi likamanum ungum og stæltum og báðir eru formælendurnir — Vida Menzies, sem kennir Alex- anders-aðferðina og Joanna Lewis, sem kennir Mensendieck — lifandi auglýsingar fyrir stað- hæfingar sinar, en báðar kon- urnar eru unglegar, grannar og stæltar þótt komnar séu þær á miðjan aldur. Ekkert eitt kerfi er alls staðar best. Hver og einn þarf að leita uppi þaö likamsræktarkerfi, sem best hentar honum. Sumir vilja helst æfingar sem þeir geta hlaupið i með hamagangi miklum i kaffi- eða matar- hléum. Aðrir vilja vakna klukkan sex, fara i laugina eða hlaupa um i garðinum. Báðir hafa talsvert til sins máls. Bæði kerfin — Alexander og Mensendieck — fela i sér, að sérhver likamshreyfing er athuguð og endurbætt. Alexanders-aöferðin var fundin upp af Astraliumanni, Matthiasi Alexander, sem viöhafði hana til þess að endur- reisa heilsu sina. Meðal nem- enda hans voru þeir Bernard Shaw og Aldous Huxley. t»renn liðamót Samkvæmt þessu kerfi er áhuganum beint að þremur mikilvægustu liðamótum Hkamans: ökklum, hnjám og mjöðmum. t>að stefnir að þvi, segir Vida Menzies, sem nú kennir Alexanders-aðferðina i Lundúnum. ,,að ná likamlegu jafnvægi. 1 rauninni felur aðferðin það i sér.aðviökomandi verður að læra upp á nýtt sér- hverja likamshreyfingu og að nota vel hver liðamót þannig að llltima FYRIR HEIAAILIÐ: Gluggatjöld Gólfteppi Húsgagnaáklæði Veljið íslenzka gæðavöru KJÖRGARÐI Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. PAI! S4LGAntOEKO Sklpholt 29 — Sími 244fi6 I likaminn sestööugt vel smurður eins og góð bifreið á að vera.” ,,Likamsstelling fólks er tals- vert undir þvi komin, hvort við- komandi er opinskár eða inni- lokaður”, segir Vida Menzies. ,,Einmanalegt fólk hverfur inn i sjálft sig, það hleypir sér saman og hengslast áfram og gefur þannig til kynna með Hkamsstöðunni, að það hafi ekki áhuga á öðrum.” t Englandi eru u.þ.b. 500 kennarar, sem kenna Alex- ander-aðferöina. Miðstöö hreyf ingarinnar er Society of Teachers of the Alexander Technique, 3 Albert Court, Kensington Gore, London, S.W. 7, England og þangað skalt þú skrifa ef þú hefur áhuga á að vita meira um likamsræktar- kerfi þetta — en bók um það hefur nýlega verið gefin út af Gollan'z-forlaginu i Englandi og nefnist hún ,,Ten Alexander Principles”. Mensendieck var fyrst mynd- höggvari, en henni rann til rifja slæleg likamsbygging og Hkamsstaða fyrirmyndanna. Hún lærði liffærafræði og lauk doktorsprófi. Likamsræktarað- ferðir þær, sem hún fann upp, hafa verið auknar og endur- bættar með árunum og i Noregi eru til skrifstofur og verk- smiðjur, þar sem starfsfólkinu er gefið stutt fri frá störfum hvern dag til þess að iðka Mensendieck-kerfið. 1 Englandi er það frú Joanna Lewis, sem ásamt tveim nem- endum sinum er nú að kynna þetta kerfi fyrir landsmönnum. Frú Lewis lenti á sinum tima i umferðarslysi, sem skaddaði hrygg hennar, og læknar ráð- lögðu henni að búa sig undir lif sem öryrki. bvi neitaði frúin og hóf þess i stað likamsrækt eftir fyrirmælum Mensendieck, og nú er hún sem sagt aðalkennari þessa kerfis i Lundunum — heilsugóð, stælt og grönn eins og ung stúlka. Leiðbeiningar Bókin hennar Bess Mensend- ieck, ,,Look better, Feel better”, sem út var gefin i Eng- landi árið 1955 og er nú uppseld, veitir okkur leiðbeiningar um, hvort við notum alla vöðva okkar og öll liðamót rétt, þegar við hreyfum okkur. Þegar þú t.d. lýtur höfði og reisir það, notar þú þá hina réttu vöðva aftan á hálsinum, sem til þess eru ætlaðir að framkvæma þá hreyfingu? Ef þú gerir þaö ekki, þá færðu annað hvort undirhöku eða mjög sveran háls, vegna þess, að þá notar þú ranga vöðva, sem aflaga háls þinn með tfð og tíma. Þegar þú lyftir handleggnum notarðu þá vöðv- ana alveg úti á axlarendanum? Ef þú gerir það ekki, þá verðurðu siginaxla með timan- um. Þegar þú lýtur áfram, spenn- irðu þá hina löngu kviövöðva. Ef þú gerir það ekki, þá færðu Istru. Þegar þú situr, læturðu þungann þá hvila á réttum staö á sitjandanum? Ef þú gerir það ekki, þá færðu bakþrautir. Hefurðu sver læri? Ef svo er, þá notarðu lærvöðvana senni- lega of mikið — miklu meira, en þú þarft. Þegar þú stendur eða gengur, hvar læturðu likamsþungann þá hvila? Ef hann hvilir einhvers staðar annars staðar en á tá- berginu, nærri stórutánni, þá verður likami þinn skakkur. Bess Mensendieck stingur upp á auðveldri æfingu til þess að læra góða setstellingu, sem ræður miklu um lögun og heilsu Hkamans. ,,Við athugun á likamanum kemur i ljós, að hann hefur verið útbúinn með ,,set- beinum”. Þessi set-bein eru hinir sveigðu hryggir beinanna hvorum megin við neöri jaðar beinbogans, sem kölluð er mjaðmagrind. Þessir tveir sveigðu hryggir hafa áþekku hlutverki að gegna og skiðin á ruggustól. Bolurinn getur ruggað fram og aftur á þessum hryggjum og einnig er hægt að láta hann staðnæmast á ákveðn- um punkti og halda þar kyrru fyrir — alveg eins og með ruggustól. Finndu setbein þín svona: Sittu frammi á brún armlauss og óbólstraðs stóls, t.d. eldhús- kolls úr tré. Hafðu fætur saman og iljar á gólfi. Haltu bakinu beinu. Renndu vinstri hendinni, lófinn upp, undir rasskinnina vinstra megin, þ.e.a.s. milli rasskinnarinnar og stólsins. Settu hægri höndina á sama stað hinum megin. Hreyfðu fingurna uns þú finnur beinhryggi þrýsta á þá. Þessir beinhryggir eru set- beinin.” Sérhvert likamsræktarkerfi vinnur með sinum hætti að þvi að leysa spennu úr likanum og þjálfa hann. Margar bækur eru til um hin ólikustu kerfi, sem hægt er að stunda þau eftir, en ekkert er þó betra en að leita til kennara i likamsþjálfun um aðstoð og hjálp. Þeir hafa lært hvernig best má nema hvert kerfi fyrir sig og hvernig það getur helst orðið að gagni. Notaðu þér þekkingu þeirra. MENSENDIECK (að ofan): Þessi æfing styrkir bakið. Notaðu 2-3 púða, sem hver er 3-4 þumlungar á þykkt. Liggðu á grúfu meö púðana undir mjöömunum og Hkamsbolinn á gólfinu. Hvfldu enniö á höndunum. Þá á mjaðmir þinar og mitti að bera hæst. Spenntu nú vöðvana i sitjandanum. Haltu þeim stifum og lyftu fótunum upp eins hátt og þú getur — og haltu áfram að lyfta þeim eilitið betur fjórum sinnum i röð. Siakaðu svo á og hvildu þig. Endurtaktu æfinguna þrisvar. llægt er að gera þessa æfingu meö fætur sundur. ALEXANDER (að neðan): Þessi æfing losar þig við baksveigju, hvílir aumt bak og losar um spennu. Notaðu bók, ca. 3/4 úr þumlungi þykka, sem höfuðpúða. Sestu siðan flötum beinum á gólfið. Hallaðu þér hægt aftur á bak með beinan hrygginn, uns höfuð þitt hvílir á bókinni. Gættu þess vel að liggja bein. Leggðu hendur saman yfir maganum. Beygðu hnén, en hafðu hæla i gólfi. Hreyfðu mjaðmirnar svolítið upp á við svo neðri hluti hryggjarins liggi við gólfið. Haltu þessari stöðu i 20 min. BLOMAHUSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið tu kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA í KR0N Söluumboð: J. Þorláksson & Norðmann h.f. O Miðvikudagur 7. nóvember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.