Alþýðublaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 6
Sjöwall og Wahlöö: PAUfllWW TEKUR SÉR FAB EEl Rönn tók pokann og lét hann við hliðina á stól sínum. — Þér vilduð kannski segja mér hversu lengi þér þekktuð Göransson, hvar og hvenær þið kynntust og hvernig stóö á því að þér lofuðuð honum að búa hjá yður. Björk kom sér vel fyrir á rúminu og krosslagði fæturna. — Sjálfsagt, sagði hann, — en fyrst verð ég að snikja af yður sigarettu. Hönn dró sigarettupakk- ann upp úr jakkavasanum, hristi lipurlega upp sigar- ettu, sem Björk tók strax og kveikti i en reif svo munnslykkið af. — Jú, þannig er mál með vexti, að ég sat yl'ir ölglasi á Zum Kranziskaner og við næsta borð sat Nisse. fog hafði ekki séð hann áður, en við tókum lal saman og hann bauð upp á vinglas. l>að virtist allt i lagi með hann, svo þegar sjoppunni var lokað, sagðist hann hvergi eiga hiil'ði sinu að halla og ég tók hann heim með mér. Við urðum báðir þéllkenndir þelta kvöld og daginn el'tir bauð hann upp á mal og vin á Södergard. Þetta gæti ég trúað að hafi verið þriðja eða fjórða september. Tókuð þér eftir hovrt hann neytti eiturlyfja? Björk hristi höfuðið. — Nei, að minnsla kosti ekki strax. Kn eítir nokkra daga sá ég hann sprauta i sig einhverju um morguninn þegar við vorum að lara á fætur og þá skildi ég það. llann spurði reyndar hvort ég vildi, en ég held mér l'rá sliku. Björk hafði dregið peysu- ermarnar upp fyrir oln- boga og Rönn hal'ði næga þekkingu til að geta séö að Björk var að likindum að segja satt. — Það er ekki sérlega rúmt um yður hérna, sagði hann, — hvers vegna leyfðuð þér honum aö búa hjá yður svona lengi? Borgaði hann annars fyrir sig? — Ja, mér fannstallt i lagi með hann. Nei, hann borgaði ekki beinlinis fyrir rúmið, en hann hafði nóg peninga og kom alltaf heim með mat og brennivin og þessháttar. — Vitið þér hvaðan hann fékk peningana? Björk yppti öxlum. — Það hef ég enga hugmynd um og mér kom það ekkert við. En hann hafði enga vinnu, það veit ég að minnsta kosti. Itönn leit á hendur Björks, sem voru gróm- teknar af óhreinindum. — Hvað gerið þér sjálfur? — Eg geri við bila, sagði Björk. — En nú ætla ég að hitta stelpu, svo þér verðið að flýta yður. Var það nokkuð fleira, .sem þér vilduð fá að vita? — Já, um hvað talaði hann? Sagði hann til dæmis nokkuð frá sjálfum sér? Björk klóraði sér nokkrum sinnum undir nefinu með visifingrinum og sagði: — Hann sagðist hafa verið til sjós, er. það var víst fyrir allfóngu. ()g svo talaði hann um stelpur, sérstaklega eina, sem hann hefði verið með og hefði eignast krakka. lfann sagði að hún væri sér eins og móðir og meira en það. Þögn. — Þér skiljið að það er ekki hægl að sofa hjá mömmu sinnni, sagði Björk alvarlegur, — en annars varhann ekki mikið fyriraðtala um sjálfansig. — Hvenær flutti hann héðan? — Attunda október. Það er litill vandi að muna það, þvi það var sunnudagur. llann tók með sér dótið sitt, allt nema þetta hérna. Það var ekki meira en svo, aö hann kom þvi öllu i bréf- poka. Hann sagðist hafa fundið annan staö en að hann ætlaði að koma aftur eftir nokkra daga. Hann þagnaði og slökkti I sigarettunni i kaffibolla á gólfinu. — Og þetta var það sið- asta sem ég sá til hans. Og nú er hann dauður, sagði Siv mér. Var hann einn þeirra, sem var skotinn i strætisvagninum? — Rönn kinkaði kolli. — Vitið þér hvar hann hélt sig eftir þetta? — Hef ekki grun um það. Ég heyrði ekki meira til hans og hef enga hugmynd um hvar hann var. Hann hitti nokkra af félögum mlnum hérna, en ég hitti aldrei neina félaga hans. Þessvegna er það, sem ég veit svo lftiö um hann. Björk gekk að spegli, sem hékk á veggnum og fór að greiða sér. — Vitiö þið hver þetta var? Þessi i strætisvagnin- um á ég við? — Nei, svaraði Rönn, — ekki ennþá. Björk fór aö fara úr peys- unni. — Nú verö ég að hafa fataskipti, sagöi hann. — Stelpunni fer að leiðast. Rönn stóð á fætur, tók i haldið á bréfpokanum og gekk til dyra. — Þér hafiö sem sagt enga hugmynd um, hvar hann hélt til eftir þann átt- unda október? spurði hann. — Nei, ég var að segja það. Björk dró út skúffu i kommóöunni, tók upp úr henni skyrtu og reif af henni miðann frá þvotta- húsinu. — En eitt veit ég þó. — Nú, hvað er það? — Hann var skithræddur tvær siðustu vikurnar áður en hann fór héðan. Eins og allur á iði. — En þér vitið sem sagt ekki hversvegna? —- Nei, hef ekki hugmynd um það. Er Rönn kom heim i tóma ibúð sfna, fór hann fram i eldhúsið og tæmdi úr bréfpokanum á boröið. Svo tók hann hlutina gætilega upp hvern fyrir sig, skoðaöi þá vandlega og lét þá i pok- ann aftur. Slitin, köflótt derhúfa, nærbuxur, sem einhvern- tima i fyrndinni hlutu að hafa verið hvftar, krypplað hálsbindi meö rauöum og grænum röndum, belti úr gerfileöri með látúnsylgju, pipustertur með sundur- tuggnu munnstykki, einn ullarfóöraðir svinsleöur- glófi, gulir krepnælonsokk- ar, tveir óhreinir vasaklút- ar og kryppluð ljósblá pop- llnskyrta — þetta var allt og sumt. Rönn hélt skyrtunni frá sér i útréttri hendi og ætl- aði aö fara aö leggja hana efst i pokann, þegar hann sá aö bréfmiði stóö upp úr brjóstvasanum. Hann lagði frá sér skyrtuna og fletti sundur miöanum. Þetta var reikningur upp á kr. 78.25 frá veitingastofunni „Pflan”. Hann var dagsett- ur 7. október og véiritaðir liðirnir voru einn fyrir mat, sex fyrir áfengi og þrir fyr- ir gosdrykki. Rönn sneri reikningnum viö. A spássiuna aftaná honum var skrifaö meö kúlupenna: 8/10bf.............3000 Mo ................50C Skuld ga...........100 Skuld mb............50 Dr.P...............650 1.300 Afg. 1.700 Rönn þóttist þekkja rithönd Göranssons, sem hann hafði séð nokkur sýnishorn af heima hjá Ljósu-Malin Hann komst að þeirri niðurstöðu að tölurnar - hlytu að þýöa, að þann 8. október, eða sama dag og Göransson flutti frá Björk, hefði hann átt að taka viö þrjú þúsund krónum frá einhverjum, ef til vill manni, sem átti upphafs- stafina B.F. Fyrir þessa peninga ætlaöi hann aö kaupa morfin fyrir fimm hundruð krónur, borga skuldir að upphæð eitt- hundrað og fimmtiu krónur og borga einhverium P. lækni sex hundruð og fimmtiu krónur fyrir eitur- lyf eða eitthvað annað. Þá átti hann að eiga sautján hundruð krónur eftir. Þeg- ar hann rúmum mánuöi siðar fammst dauður i strætisvagni, hafði hanh meira en átjánhundruð krónur á sér. Þvi hlaut hann að hafa fengið meiri peninga eftir áttunda október. Rönn velti þvi fyr- ir sér, hvort þeir peningar heföu komið frá sama bf — eða B.F. Þessir bókstafir þurftu vitanlega ekki að benda til neinnar persónu, þeir hátu vel verið skamm- stöfum á einhverju öðru. En hverju? Voru upphafsstafirnir ef til vill skammstöfun á staönum, þarsem hann átti að nálgast peningana? Nei, þaö sennilegasta var að bf væri einhver manneskja. Rönn fletti minnisblöðum sinum, en enginn þeirra, sem hann haföi yfirheyrt i sambandi við Göransson átti upphafsstafina B og F. Rönn tók bréfpokann og reikninginn frá veitinga- stofunni og gekk fram i for- stofuna. Hann lét reikning- inn i skjalatösku sina og lagði hana og bréfpokann á borðið i forstofunni. Siöan fór hann aö hátta. Hann lá lengi og braut heilann um hvaöan Göransson heföi fengið peningana sina. Fimmtudaginn 21. des- ember var engin dýrð að vera lögreglumaður. Kvöldið áöur hafði her ein- kennisklæddra og borgara- klæddra lögregluþjóna lent i óðum og ofsafengnum á- flogum við þyrpingu verka- manna og menntafólks, sem var aö koma af fundi I Húsi Alþýöunnar. 1 miðri borginni og á hátindi jóla- æöisins. Um það hvernig á- flogin hefðu hafist voru skiptar skoðanir, og senni- lega yrði aldrei komist til botns i þvi, en þeir lög- reglumenn voru sárafáir, sem sýndist engin ástæöa til að brosa eöa hlæja þennan ömurlega og is- kalda fimmtudagsmorgun. Sá eini, sem orðið hafði einhverskonar ánægja af ó- spektunum Var Mansson. Hann hafði verið svo létt- úðugur aö hafa orð á þvi að hann hefði ekkert aö gera og óðara fengið fyrirmæli um að fara út og halda uppi lögum og reglu. 1 fyrstu hafði hann með varkárni haldið sig hæversklega i skugganum i námunda við Adolf Fredriks kirkjuna við Sveavágen, í von um að ó- eirðir ef einhverjar yrðu, bærust ekki i þá átt. En lög- reglan kom aðvifandi úr öllum áttum skipulags- laust, og mótmælafólkið, sem auövitað varð eitthvað að fara, lét undan siga i átt- ina að athvarfi Mánssons. Hann dró sig rösklega i hlé norðureftir Sveav^gen og kom eftir nokkra stund auga á litla veitingastofu, þar sem vil mátti skreppa inn og ylja sér. Þegar hon- um þótti timi til kominn að fara aftur, stakk hann á sig tannstöngli úr kryddgrind- inni á einu borðanna. Hann var vafinn i pappir og af honum var menthol-lykt. Að likindum var Máns- son sá eini innan lögregl- unnar, sem gat litið nokkuð björtum augum á lifið þennan ömurlega morgun. Hann hafði hringt til veit- ingastofunnar og tryggt sér heimilisfang tannstöngla- framleiðandans. Einar Rönn var aftur á móti ekki með hýrri há. AÐ VERA KALLAÐUR Jónas Jónasson í leikhúsinu: Þjóðleikhúsið: Klukkustrengir eftir Jökul Jakobsson, Leiktjöld: Gunnar Bjarnason Þorbjörg Höskuldsdóttir Ljósameistari: Kristinn Danielsson Hljómar: Atli Heimir Sveinsson Leikstjóri: Brynja Benediktsdóttir. „Frá upphafi, hefur mann- skepnan búið sér Guð og trúir þessvegna báglega þeirri full- yrðingu i bók, að Guð hafi skap- að sig! Prédikarar allra alda hafa af elju reynt að berja inn i hausinn á manninum, stundum með saltaranum, eða Postillum, að maöurinn sé tilkominn i mynd Guðs, hvorki meira né minna, og eigi þessvegna að haga sér almennilega, lifa góðu og gegnu lifi og trúa, hvað sem hver segir, bókstafnum sjálfum. — Svo má rifast fram i andlátið um upphaf alls þess sem við köllum veröld og mannlif I henni, sól og stjörnur, gott og illt, fagurt og ljótt, þvi allt virð- ist eiga sér andstæðu. Kannski kemur svarið við spurningunni: Af hverju? einn góðan veður- dag, þegar það er logn á Pollin- um og gömul hús spegla sig i hégóma og enginn á sér ills von, hvað þá maður sé búinn með smákökuna i lifi manns. Þá liggur mér ofarlega i huga sá grunur, að við neitum að trúa sannleikanum, rétt enn einu sinni i sögu mannkyns. Við bara neitum að trúa, hvað sem öilum fjölfræðibókum liður og munn- mælum. Gamlar frásagnir, geymdar milli bókaspjalda, segja okkur að allar götur frá upphafi, sé ganga mannsins fram á við, ein leit að Guði, frelsara væri nóg, aðeins ef við höfum eitthvað til að trúa á, i öllu þessu öngþveiti, og sá frels- ari, sem kallaður er til verksins, bjargi einstaklingnum, sem æ meir hylst i mengunarreyk og einn góöan veðurdag skin sólin ekki lengur á yfirborð jarðar, óttinn er tekinn að reka burtu skynsemina og maðurinn hætt- ur að reyna að bjarga sér. Þá tekur hann, ef enginn er frelsarinn, að trúa á hópinn, félagsskapinn, en verður þó áfram einn með sjálfum sér, og hefur liklegast verið það of lengi. Jökull Jakobsson hefur enn skrifað leikrit, og fór til þess norður og norðanmenn fengu þvi fyrst aö njóta, sunnanmenn nú. Klukkustrengir er gamanleik- ur, ekki farsi, gamanleikur i þess orðs bestu merkingu, með öldu alvöru undir, en báruskvett i kátinu á yfirborði. Ég hefi séð öll leikrit Jökuls nema Sjóferðina, þá varð ég strandaglópur. Ég hefi meir og oftar dáðst að þessum unga rit- höfundi, og hann veit um það á- lit mitt að sumarið '37 sé hans besta verk, og liklegast besta verk islenskt, skrifað beinlinis fyrir leiksvið. Þetta nýja verk, sem frum- sýnt var á föstudag, 2. þ.m. vakti mig til umhugsunar um það sem ég hefi löngum karpað um við kunningja, að það sé út i hött nánast, að vera að lesa i annarra verk, komast að niöur- stöðu um meiningar verksins — enginn skrifi án meininga, þetta eða hitt sé djúphugsaö, nú, eða vanhugsað. Allir virðast vita betur en höfundurinn sjálfur. Sumir skrifi bara til að skrifa, sumir séu sifellt að kenna, aðrir i orðaleik. Það eru til rithöfundar sem skrifa af gamni sinu og meina það. Leggja höfuðáherslu á grinið með þvi að gera persónur sinar fólk, eilitið ýkt, en að ýkja er eðli leikhússins, og um leið og persónurnar eru fólk, segjaÞær eitthvað af viti þótt fyndið sé. Fyndni getur verið óvitlaus, og Jökull skrifar þannig, að um leið og maður hlær veltir maður vöngum yfir þvi sem persónur hans eru að segja. Hann kemur mann þægilega á óvart, stund- um óþægilega með skarplegum orðaskiptum, stundum kemur yfir hann viðkvæmni, en aldrei væmni, hann er maður augna- bliksins, frjór, næmur, glöggur til augans eins og gestur á bæ. Já, hann er góður rithöfundur, það vissu fleiri, en hve mikiil hann verður veit enginn; hann virðist búa aö ótæmandi sjóði saman að horfa á kyrruna á Pollinum og spegilmynd máv- anna ofan á vatnsfletinum. Persónur Jökuls eru ákaflega skýrar, markvissar að allri smiði og sviðið er eitt, heimili Jórunnar, en þó eiga persónurn- ar, sem þar búa, heima i eigin veröld, eigin bás. Maðurinn er jú einn, jafnvel innanum marga, það er saga hvers manns sem lifir, þrátt fyrir samfélagskenndina og þrá, er alltaf privat adressa hjá manni, þótt verönd lifsins sé sú sama. Og i bænum hans Jökuls, ger- ist aldrei neitt. 1 mesta lagi að búnir séu til klukkustrengir og sötrað vin og svo ganga sumir með draum i brjósti um form- byltinguna i ljóðagerð, eða kannski ballett, það er sama hvort er, báðu má breyta i hitt ef vill og þegar dönsku blöðun- um sleppir muna sumir sitt af hverju úr aifræðibókum: það getur komið sér vel að vita sitt af hverju 1 d. hvað aðrir hafa sagt, fundið upp, eða gert annað af sér. — Það þarf ekki endilega litinn bæ til að finna holdsins, fýsnir leika á lausu, og smá sög- /1 ‘Vl Kristbjörg Kjeld og Bessi Bjarnason. frjórrar hugsunar, jákvæðu hugarfari til alls þess sem lifir, þótt stundum hafi hann brodd i orðum, eru þau fögur að hugs- un, rósin ilmar en stingur, þaö gerir kaktusinn lika, en Jökull gleymir aldrei að vökva sina. Leikritiö skrifaði Jökull i bæ utan Reykjavikur, og það gerist I slikum. Höfundurinn hefur notað timann vel. Hann beinir opnum augum að umhverfinu og hver sá, sem einu sinni hefur búið i bæ, utan Reykjavikur, þekkir af eigin raun þessa til- finningu: að ekkert gerist. Þekkir gönguferöir án tilgangs um bæ og brekkur, menn mæt- ast og brosa hvor öðrum og taka kanski ofan ef þeir eru af gamla og siðasta skólanum, en eiga ekki samleið nema þá rétt fyrir hornið kanski. Þar skiptast göt- ur i kross, og svo myndast sell- urnar, kvenfélögin bjarga þvi sem bjargað verður af félags- legri þörf konunnar, Ljónin og Frimúrarar afgangnum af mannskapnum, menn koma saman á sunnudögum og drekka sérrý og vermúð og maula smá- kökur, allt ákaflega ljúft á yfir- borðinu og svo er hægt, dögum urnar um náungann verða að framhaldssögum, lifsseigum og fjöllesnum og hvað sem hver segir: óskin býr i brjóstinu, hún var i upphafi, segir Galdra- Loftur og þarna i þessum lygna bæ, býr óskin um að eitthvað fari nú að gerast. Og hvað gerir ekki góður guð fyrir lömbin sin? Hann sendir þeim mann til að gera krafta- verk, en i leiðinni á hann að stilla orgelið i kirkjunni, eða var það öfugt? Hvað sem þvi liður, og hvort sem stillaranum likar betur eða verr, virðist hann vera sá sem er „kallaður”. Enda snarbreytist tilvera fólksins og enda til hvurs alla þessa klukkustrengi sem verða tii árið um kring, tveir á mán- uði, og enginn þeirra i sambandi við eitt eða neitt? Sumir þarna i bænum fá yfir sig svolítinn rutl- ing, og sannast hér sem áður, að fólk sem vill fær miklu áorkað, fólk sem i blindni trúir, er auð- veld bráð sjálfslygi. Spurning hvað myndi gerast, ef einhver klukkustrengur kæmist skyndi- lega i samband. Hvað þá? En þegar orgelið kemst i lag, hefur i raun ekkert gerst, nema kirkjuorgelið er betra, eða er það kannski verra? Alla vega geta menn nú enn á ný byrjað að góna á lognið á Pollinum, skoð- að gömul hús i fjöru, tekið ofan með ótöldum brosum, og bráð- um verður til nýr klukkustreng- ur. Nú mætti ætla eftir þessar hugleiðingar, að hér sé á ferð á- kaflega dramatiskt verk, en þetta er aðeins minn lestur i leikrit Jökuls, og best að snúa sér að þeirri ataðreynd sem við blasir: þetta er griðarlega skemmtilegt leikrit, og ég lýt i aðdáun djúpt fyrir Kristbjörgu Kjeld. Hún flettir blaði i leik- sögu sinni og ég leyfi mér að fylla heila siðu með stóru upp- hrópunarmerki aðdáunar. Tækni hennar til munns og æðis er nánast fullkomin, hnitmiðuð framkoma hennar, næstum hvert orð, verkaði á mig eins og hláuturgas.ogekkierverraþegar hún leikur á móti öðrum eins dæmalausun snillingi og Róbert Arnfinnssyni, en hann má held- ur ekki opna munninn, nema i manni sjóði gleðihlátur og mér er sama hvaðan hann hefur fyr- irmynd sina — leikari hlýtur oftast nær eða alltaf að finna sér fyrirmynd — Róbert gerir kaktussafnarann af frábærlega áhugaverðri persónu, með skarpa lifsskoðun þrátt fyrir lifsleiðann, og miklar sveiflur i sálarlifinu; þegar jafnvel hann verður fyrir áhrifum af nærveru „miðilsins”, lognskoðarinn fær fyrir brjóst gamlan ilm úr rjóðri. Bessi Bjarnason leikur mann- inn með ballettinn eða ljóða- flokkinn i brjóstinu og sifelld vandræði með ristilinn konu sinnar. Bessi er ljómandi skemmtilegur, svolitið ólikur Bessa, meira að segja; tækni hans er mikil og hann er sifellt aö koma manni á óvart. Þetta trió er dálitið sér á parti vegna reynslu og hæfileika og senda mann heim með varma. Sigrún Björnsdóttir leikur einskonar simból fyrir dekkri hliðar mannlifsins. A köflum nær hún góöum tökum á hlut- verkinu, mér finnst hún óljós frá Jökuls hendi, eða kannski er það bara skortur á skynsemi af minni háifu? Unglingarni i skólanum, ást- fangnir og þessvegna alltaf aö rifast, og hann hættur að éta af tómri ást, hún eins og unglings- stelpa á alltaf á hættu; sem stendur ástfangin af miklu eldri manni. Þau Þóra Friðleifsdóttir og Randver Þorláksson eiga skilið hamingjuóskir fyrir þeirra framlag. Þeirra er tim- inn að auka við sig, bæta sig, laga og lagfæra og vera þolin- móð þvi allir góðir hlutir koma 'hægt. Jón Júliusson er kallaður, bæði til að gera við orgelið og gera kraftaverk. Jón ieikur sæmilega vel manninn sem ekk- ert ætlar að gera annað, en gera við orgelið, en það var nakti þögli leikurinn hans sem var góður, enda hjálpuöu hljómar Atla Heimis Sveinssonar stór- kostlega. Brynja Benediktsdóttir er djarfur leikstjóri, rik af hug- myndum, og þorir. Samspil hennar við leiksviðshöfunda, Gunnar Bjarnason og Þor- björgu Höskuldsdóttur hefur auðsýnilega verið gott, og þegar fallegu ljósin hans Kristins Danielssonar bætast við, er öll ytri umgjörð orðanna leiks afar góð, og er nú ekkert eftir nema segja takk, og eins og Bessi seg- ir: ég verð að segja það, ég er búinn að segja það! 4. nóv. 197 Jónas Jónasson 14 daqa ferðir tíl Miami Beach Florida 14 daga ferð og dvöl á einhverjum sólríkasta stað jarðar, sjálfum leik- vangi milljóneranna, Miami á Florida. Þér eigið margra kosta völ þar, en við leggjum til að þér veljið milli Hótel Monte Carlo, sem er gott miðlungs hótel og Carillon, sem er I. flokks hótel á alþjóða mælikvarða. Floridaferðin er sniðin fyrir alla fjölskylduna, þar er að finna meiri afþrey- ingu fyrir börnin en víðast hvar annars staðar. Nægir þar að nefna Disney World, Páfagaukaskóg og Lagardýrasafnið. Innifalið í verði ferðanna er: Flugfar Reykjavík — New York — Miami og til baka. Gisting á Florida í 13 nætur. Einnig er hægt að fá V2 fæði. Allir umboðsmenn Loft'eiða og ferðaskrifstofurnar yeita upplýsingar og selja farseðla. LOmilÐIR FERÐAÞJÓNUSTA VESTURGATA 2 sinu 20200_ © Miðvikudagur 7. nóvember 1973. Miðvikudagur 7. nóvember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.