Alþýðublaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 5
Freysteinn Jóhannsson. Aösetur rit- stjórnar, Skipholti 19. Simi 86666. Af- greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Simi 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Simi 86660. Blaðaprent hf. Alþyðublaðsutgafan hf. St|ornmala- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður HLUSTIÐ Á RÖDD FÓLKSINS Stjómarflokkarnir keppast nú viö aö þruma yfir almenningi fundarsam þykktir sinar um. hve vel þeir hafi stjórnaö land- inu. Aö þeirra sögn á allt aö standa i hinum mesta blóma. Nýju skattalögin þeirra eiga aö vera mikilvægt spor f rétta átt. "Verðbólga i landinu á aö vera næsta litil, og þaö litla, sem er, á fyrst og fremst aö stafa af er- lendum veröhækkunum. Þá eiga lifskjör launafólksins aö vera meö allra besta móti og á siðustu tveimur árum á verka- fólk aö sögn stjórnarflokkanna aö hafa fengið hvorki meira né minna en 27% kaupmáttaraukn- ingu. Þannig tala stjórnarflokkarn- ir. Það mætti halda, aö þeir væru aö tala um allt annaö land en tsland. Þvi ef fullyröingar þeirra allar stæöust gagnrýni, hver er þá t.d. ástæöan fyrir þvi, aö rikisstjórnin er nú búin aö missa meirihluta sinn á Al- þingi? Hefur Bjarni Guönason, fyrrum stjórnarþingmaöur, tekiö afstöðu gegn efnahags- málapólitik rikisstjórnarinnar vegna þess, aö honum þyki fólk- iö i landinu hafa þaö of gott? Hefur þessi þingmaöur, sem eitt sinn var einn ákafasti stuön- ingsmaður rikisstjórnarinnar og las málefnasamning hennar kvölds og morgna, tekiö undir gagnrýni stjórnarandstööunnar bara af bölvun sinni? Nei, auö- vitaö ekki. Hann og fjölmargir aörir stjórnarliðar hafa rekiö sig á þaö, að verstu spárnar um störf rikisstjórnar Olafs Jó- hannessonar hafa ræst. Þess vegna hefur hann tekiö afstööu gegn rikisstjórninni I sumum veigamestu viöfangsefnum hennar. Þess vegna er hann hættur aö styðja stjórnina. Og fjölmargir af þeim, sem kusu þessa rfkisstjórn yfir þjóöina, eru nú sama sinnis og Bjarni Guönason. Þeir hafa gert sér þaö Ijóst, aö stjórnarflokkarnir hafa brugðist. Þeir hafa brugö- ist fólkinu, sem kaus þá. Þeir hafa brugöist þeirri stefnu, sem þeir reyna aö skreyta sig meö — vinstri stefnu á tslandi. Knginn hefur oftar haldiö þvi fram en Þjóöviljinn aö litiö sé aö marka tölur frá rikisstjórn og ráöherrum. Meö þvi aö sleppa einu en taka annaö meö sé hægt aö fá raunar hvaöa útkomu, sem menn kæri sig um — sé hægt aö reikna góöæri upp á þjóö, sem er á gjaldþrots barmi. Kn nú bregöur Þjóðviljinn á þaö ráöiö, aö þruma yfir landslýö tölur á tölur ofan til þess aö sanna þaö, sem ekki veröur sannaö. Skyldi Þjóöviljinn trúa slnum eigin tölum um afkomu launastéttanna? Þaö má vera, en launastéttirnar gera þaö ckki. Kf ritstjóra Þjóðviljans lang- ar til þess aö vita álit almenn- ings, þá ætti hann t.d. aö eiga oröastað viö verkafólk i Reykja- vik. Hann ætti að spyrja hafnar- verkamann eöa verkakonu I frystihúsi hvort þau telji skatta- lagabreytingu rikisstjórnarinn- ar hafa verið til bóta. Hann ætti aö spyrja þetta sama fólk aö þvi, hvort þaö teldi kaupmátt launa sinna hafa aukist um 27% á siöustu tveimur árum. Hann ætti aö spyrja þetta fólk aö þvi, hvort þaö teldi, að rikisstjórnin hafi staðiö viö loforð sin viö al- þýöu þessa lands. Kf Þjóövilja- ritstjórinn spyröi slikra spurn- inga og fengist til þess aö hlusta á svörin, þá yröi sennilega biö á þvi aö hann færi aö þylja gagn- stæöar tölur 1 leiöurum sinum. Þaö er aö segja, ef hann þá á annaö borö kærir sig nokkuö um aö hafa þaö, sem sannara reyn- ist. BRESKUR KAPlTALISMI”! Það er ólikt hægri flokkum yfir- leitt að gera sér miklar grillur út af hugmyndafræði. Breski ihalds- flokkurinn er hér þó undantekn- ing. A nýafstöðnu landsþingi hans i Blackpool voru það eínmitt deil- ur um slik atriði, sem settu mest- an svip. Annars hurfu atburðir þingsins að nokkru leyti i skugga umræðna um nýja stefnumörkun Mr. Heaths i viðleitni hans við að stemma stigu við verðbólgu, svo- kallað Skref III, sem kynnt var tveim dögum áður en þingið hófst. Altalað er nú, að kosninga megi vænta i Bretlandi á næsta ári, og margir vilja lita á Skref III sem kosningabragð. Meginatriði hinnar nýju stefnu eru, að leyft verður að semja um kauphækkanir, 7-11% eftir atvik- um, lifeyrisþegar fá nokkra hækkun, nýr fridagur verður lög- leiddur, veðlánsvextir þeirra, sem byggja ibúð i fyrsta sinn, verða lækkaðir og framkvæmdir á vegum rikisins, byggingar skóla og annarra opinberra húsa, verða skornar niður. Þá verður innleitt visitölukerfi þannig, að hækki verðlag um 7% eða meir koma sjálfkrafa kauphækkanir i kjölfarið. Gagnrýni á Skref III hefur komið úr ýmsum áttum og bygg- ist á ólikum forsendum eftir þvi, hver i hlut á. Leiðtogar verka- lýðshreyfingarinnar segja, að lit- ið sem ekkert tillit hafi verið tekið til óska þeirra, sem settar hafi veriö fram i viðræðum við rikis- stjórnina. Þar er efst á blaði kraf- an um frjálsa samninga aðila vinnumarkaðarins um kaup og kjör, og strangt verðlagseftirlit. Harold Wilson leiðtogi Verka- mannaflokksins tók i svipaðan streng. Aðalvandi alls þorra fólks i landinu væri of hátt verð á nauð- synlegustu matvöru og hann yrði ekki leystur nema með niður- greiðslum. Varkárir menn i efnahagsmál- um telja hins vegar, að Heath hafi spennt bogann of hátt, og byggi of á þvi að verðlag á heimsmarkaði verði nú stöðugra en það hefur verið undanfarið ár. Bregðist þetta hrynur efnahagsstefnan og verðbólguskriða skellur yfir. Þá er óvist, hvort Skref III nægir til þess að halda verkalýðshreyfing- unni frá verkföllum. Það sem einna mesta athygli vakti á landsþinginu voru árásir þær, sem flokksforystan gerði á Enoch Powell. Hann er, eins og kunnugt er, skeleggasti málsvari hægri manna i flokknum og hefur einkum beitt sér gegn veru inn- flytjenda frá samveldislöndunum i Bretlandi og gegn þátttöku Breta i Efnahagsbandalaginu. Powell hafði haft frekar hægt um sig á þinginu, þegar Anthony Bar- ber, fjármálaráðherra thalds- flokksins, gerði óvænt harða at- lögu að honum, þar sem hann meðal annars kallaði Powell of- stækismann. Slikt orðalag er mjög óvenjulegt meðal herra- mannanna i Ihaldsflokknum. Powell hefur lýst þvi yfir, að hann vildi heldur þola stjórn Verka- mannaflokksins en sjá Bretland missa sjálfstæði sitt i hendur Efnahagsbandalagsins. Tilgang- urinn með atlögu Barbers er tal- inn vera sá að grafa undan fylgi Powells i flokknum og koma þannig i veg fyrir, að hann geti fengið hægri sinnaða ihaldsþing- menn til þess að styðja stefnu Verkamannaflokksins i Efna- hagsbandalagsmálinu. A þinginu var samþykkt hörð andstaða gegn þjóðnýtingará- formunum, sem Verkamanna- flokkurinn hafði boðað á sinu þingi. Að visu fagnaði Heath þessari stefnu Verkamanna- flokksins hvað það snerti, að hún auðveldaði Ihaldsflokknum kosn- ingabaráttuna. Valið stæði nú skýrt rnilli sósialisma og frelsis- ins. Peter Walker, atvinnumála- ráðherra, boðaði við þessar um- ræður það, sem hann kallaði ,,hinn nýja kapitalisma”. Þetta þýddi að visu ekki, að sá gamli hefði brugðist, heldur að hann skorti sterkan hugmynda- fræðilegan grundvöll. Walker haföi komist að þvi, að hæfileikar réðu ekki alltaf framgangi manna og það væri verkefni hins nýja kapitalisma að koma á þjóðfé- lagi, þar sem allir menn ættu hlut i hamingju og virðuleika lifsins. Miðað við núverandi ástand efna- hagsmála i Bretlandi taldi hann ekki óliklegt, að þetta næðist fyrir 1974. Ræðu Walkers var tekið með ■niklum fögnuði á þinginu. Það var beðið með nokkurrri eftirvæntingu eftir umræðunni um innflytjendamál. Flokksfor- ystan hafði lagt fram tillögu, mjög hófsamlega orðaða, þar sem boðuð var styrk stjórn og enginn frekari innflutningur á fólki i stórum stil. Það kom fljótt i ljós, að með „fólki” var átt við lit- að fólk eingöngu og hiti hljóp i umræðuna. Mr. Powell talaði ekki, enda þurfti þess ekki. Ro- bert Carr, innanrikisráðherra tók það skýrt fram, að nauðungar- flutningar innflytjenda úr landi kæmu ekki til greina og svo fór að lokum, að tillagan var samþykkt. thaldsflokkurinn stendur nú á timamótum hugmyndafræðilega séð. Enn eru margir i flokknum, sem trúa á hagkerfi hins frjálsa markaðar og eru andvigir af- skiptum og hagstjórn hins opin- bera. Það var á hugmyndum þessara manna, sem kosninga- stefnuskráin, sem borin fram til sigurs 1970, var byggö. Raun- veruleiki stjórnmálanna hefur siðan neytt rikisstjórn Ihalds- flokksins til þess að hafna þessum sjónarmiðum i raun. Dæmigerður miðjumaður i Ihaldsflokknum trúir að visu enn, að framtak ein- staklingsins verði að fá að njóta sin til þess að tryggja frelsi og ýta undir vinnugleði, en hann hafnar fullkomlega „laissez faire” stefnu 19. aldar. Hann viðurkenn- ir, að rikisvaldið verður oft að láta til sin taka til að efla hagvöxt og velsæld. Það þarf einnig að skipta sér af skiptingu tekna og sérstaklega þarf það að bera á- byrgð á baráttu gegn atvinnuleysi og verðbólgu. Þetta er auðvitað >,,pragmatismi” og felur i sér höfnun á hugmyndafræði i venju- legum skilningi, enda lét Lord Carrington, formaður flokksins (Heath er formaður þingflokksins og þaö er hin raunverulega valda- staða), svo ummælt á fundi ný- lega, að aldrei væri Ihaldsflokk- urinn eins óaðlaöandi og litt á- hugaverður og þegar hann reyndi að vera hugmyndafræðilegur. lhaldsflokkurinn þarf samt sem áður eins og aðrir stjórnmála- flokkar að geta boðið upp á ein- hver grundvallarsjónarmið, sem meðlimir hans geta talið sameig- inleg, þvi það er forsenda tilveru hans yfirleitt. „Andstaða gegn breytingum” er ónóg i þessu efni enda alls ekki heldur sameiginleg afstaða allra fylgismanna flokksins. lhaldsflokkurinn hefur nú aðeins 17 atkvæða meirihluta i neðri deild breska þingsins. 20 þingsæti vann hann með minna en 1000 atkvæða meirihluta og 55 þingsæti með minna en 2000 at- kvæða meirihluta. Niðurstöður skoðanakannana undanfariö hafa verið flokknum óhagstíeö- ar. Þótt fulltrúar á landsþinginu hafi bollalagt mikið um nýjan kapitalisma og önnur hugmynda- fræðileg atriði er óliklegt, að flokksforystan eyði tima sinum i slikar hugleiðingar á næstunni. Þýðingarmest fyrir hana er að reyna að sannfæra kjósendur um, aö stjórn efnahagsmála hafi verið góð og helst að sýna það i reynd lika. Baráttan fyrir að halda meirihluta á þingi verður tvisýn og þar bætir framgangur Frjáls- lynda flokksins i aukakosningum og skoðanakönnunum ekki úr skák. Það er mikilsvert fyrir Ihaldsflokkinn hve óskoraðs trausts Edward Heath nýtur nú sem foringi. Ef til vill getur per- sóna hans bætt upp skortinn á hugmyndafræði. Það er svo sem ekki einsdæmi i stjórnmálum. Frá sambandi ungra jafnaðarmanna UMRÆÐUFUNDIR SAMBAND UNGRA JAFNAÐAR- MANNA efnir i vetur til eftirtalinna um- ræðufunda með þingmönnum Alþýðu- flokksins: DAGSKRA FUNDARSTAÐUR ÞINGMENN 8. nóvember 21. nóvember 5. desember 23. janúar 13. febrúar 6. mars 20 mars 3. april Reykjavík Kópavogur Hafnarf j. Reykjavík Kópavogur Reykjavik Hafnarfj. Reykjavik Benedikt Gröndal Jón Arm. Héðinsson Benedikt Gröndal Pétur Pétursson Eggert G. Þorsteinsson Stefán Gunnlaugsson Sigurður E. Guðmunds- son Gylfi Þ. Gíslason FUNDIRNIR ERU ÖLLUAA OPNIR Samband ungra jafnaðarmanna Höfum fyrirliggjandi: Br-etti — Hurðir — Vélarlok — Geýmslulok á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degij með dagsfyrirvara fyrir ákveðið verð. 1 Reynið viðskiptin. Bílásprautim Garðars Sigmundssonar '■Skiphölti.25. Símar 19099 og 20988. Q Miðvikudagur 7. nóvember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.