Alþýðublaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 07.11.1973, Blaðsíða 11
Leikið verður meira og minna i 10 iþróttahúsum, en mótið veröur viðamest i fjórum hús- um, Laugardalshöll, tþróttahúsi Hafnarfjarðar, iþróttahúsi Seltjarnarness og iþrótta- skemmunni á Akureyri. Athygli mun sem áður fyrst og fremst beinast að eldri aldursflokkunum. 1. deild karla og kvenna fer nú i fyrsta sinn af Reykjavikursvæðinu, þvi nú er keppt á Akureyri. Aöeins er búið að raða niður fyrri umferöum i 1. deild karla og kvenna. Fyrri umferðinni lfkur um miðjan janúar, en mótinu sjálfu i lok mars. Mótanefnd HSt hefur gefiö út skrá yfir leiki mótsins. Fæst hún i Laugardalshöll, Iþróttahúsi Hafnarfjarðar og Sportvöru- verslun Ingólfs Óskarssonar. tslandsmótið i handknattleik hefst i kvöld. Þá fara fram tveir leikir I 1. deild i Laugardalshöll, fyrst leika Vikingur og Valur og siðan Fram og Haukar. Segja má þvi að mótið hefjist meö ein- um af stórleikjum mótsins, milli Vals og Vikings. Einnig ætti seinni leikurinn að geta orðið tvisýnn, og fróðlegt verður að sjá liö Hauka og Fram, sem bæði hafa komiö á óvart i haust. Þetta 35. Handknattleiks- meistaramót íslands verður sett með ræðu Einars Þ. Mathi- sen formanns HSÍ. Þetta er fjöl- mennasta íslandsmótið sem haldiö hefur verið, 30 félög senda þátttakendur, alls 153 keppnisflokka, og má reikna með að þátttakendur verði á priðja þúsund. Þetta er 20% aukning frá i fyrra, og helmings aukning frá árinu 1969. Þaö er ástæöa til að gera að sérstöku umræðuefni frammistöðu áhorfenda I landsleiknum á sunnudaginn. önnur eins hvatningar- hróp hafa aldrei heyrst áöur i Laugardalshöllinni, og leikmenn voru sammála um að þau hefðu haft ómetanleg áhrif. En þaö er ekki nóg að hrópa þegar vel vengur, það er ekki slður mikilvægt að hrópa hvatningarhróp þegar illa gengur. Þaö eiga Is- lenskir áhorfendur enn ólært. En þaö kemur vonandi. Enn kaupir Bobby gamlan samherja Bobby Charlton hefur gengið vonum framar meö lið sitt Preston i 2. deildinni ensku. Hann hefur gert mikið að þvi að kaupa til sin gamla félaga frá Manchester United. Þetta telur hann hafa reynst vel, og nú æltar hann að bæta enn einum i safnið. Það byrjaði með þvi að Bobby keypti félaga sinn frá Manchester United, Nobby Stiles, frá Jackie bróður sinum i Middlesbrough. Sfðan bætti hann Francis Burns i safnið frá Southamton, en hann var áður hjá Man. Utd. Og nú hefur hann boðið 50 þúsund pund i David Sadler hjá Man. Utd. og fyrrum leikmann enska lands- liðsins, eins og Bobby og Nobby. Myndin er frá þeim dögum er Bobby og Nobby klæddust peysum Man. Utd. Valur vann HSK AAikill bægslagangur Valur-HSK 93:83 (39:39) 1 þessum fyrsta leik íslands- mótsins I körfuknattleik 1973-74, sem er umfangsmesta körfu- boltamót sem haldið hefur verið hérlendis, áttust við i 1. deild- inni, Valur og HSK. Leikurinn byrjaöi á miklum bægslagangi, mikiö um villur, skref og allskonar mistök á báða bóga, en hittnin i leiknum verður þegar á heildina er litið, að teljast furðugóð. Það var Birkir Þorkelsson, hin gamla kempa HSK-liöinu, sem gerði fyrstu körfu mótsins, en Valsmenn jafna strax. En siðan kemur góður kafli hjá Skarphéðinsmönnum, og þeir ná nóðu forskoti t.d. 13:4, 17:10 og 20:14, en þá fyrst tóku Vals- menn viö sér og gera þeir næstu 7 stig og staðan breytist i 21:20 fyrir Val. Og eftir það hafði Val- ur ávallt forystuna utan einu sinni, en þá var jafnt 37:37 (i hálfleik. Fljótlega i seinni hálfleik náðu Valsmenn lOstiga forystu, og hélst sá muriur á liðunum til leiksloka. Margir af bestu mönnum Vals voru komnir með 5 villur rétt fyrir ieikslok, og heföi getað farið illa ef þeir hefðu fengiö fimmtu villuna fyrr i siðari hálf- leik. Það sem HSK-menn vantar mest er leikreynslan, en i liöinu er aöeins einn maöur sem hefur mikla leikreynslu að baki, en það er Birkir Þorkelsson. Allir aðrir leikmenn liðsins eru ungir, og lofa sumir góðu, sérstaklega þó Þröstur Guðjónsson. Þá háir það liðinu geysilega aö hafa ekki góðan miðherja, en slikan leikmann hafa þeir ekki haft, siðan Einar Sigfússon fór frá þeim. Hjá Val var Jóhannes Magnússon langbestur, en Torfi og Stefán voru einnig nokkuð góðir. Þröstur og Guðmundur Svavarsson báru af i liöi Laug- vetninga, en Birkir stendur þó alltaf fyrir sinu. Stigahæstir: Valur: Jóhannes Magnússon 20, Torfi Magnússon 15, Þórir Magnússon 13 og Stefán Bjarkason 11. HSK: Þröstur 19 og Birkir Þorkelsson 17. Vitaskot: Valur: 16:10. HSK: 33:21. Pk 9 ÍR vann létt Islandsmeistarar IR áttu auöveldan dag gegn nýliðun- um i 1. deild körfuboltans , Skallagrimi úr Borgarnesi. Leikurinn fór fram i Njarövfk- um, og vann IR 102:64. Æfingaraðstaða háir mjög Borgnesingum. Hjá þeim var Bragi Jónsson I sérflokki, gerði 28 stig, en Kolbeinn Kristinsson gerði 25 stig fyrir 1R. Ármann tók UMFN í lokin Það var heldur betur fjör I leik UMFN og Armanns i 1. deild körfuboltans á sunnudaginn, en leikurinn fór fram i Njarðvikum. Eftir venjulegan leiktima var jafnt 75:75, og var þá framlengt. Ar- menningar voru sterkari i framlengingunni og unnu 81:78. Armann hafði lengst af yfir, en undir lokin tóku Njarðvikingar mikinn sprett, og höfðu nær unnið. En gæfan var þeim ekki hlið- holl, i framlengingunni. Hjá Armanni gerði Jón Sigurðsson flest stig, 18, en Gunnar Þorvarðarson fyrir UMFN, 17 talsins. íþróttir 0 Miðvikudagur 7. nóvember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.