Alþýðublaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.11.1973, Blaðsíða 4
ÞETTA ER DATSUN 1200 Unga fólkið segir að hann sé „alveg geggjaður”. Sumu ungu fólki finnst raunar að þetta sé ekki nógu fast að orði kveðið og segir að hann sé „algerlega tryllingslegur”. Þetta þýðir að þessi nýi bill,DATSUN 1200, er bill unga fólksins, enda er hann allt i senn, kraftmikill, sterkbyggður, hár og glæsi- legur. Ingvar Helgason, heildverzlun SrS'.g'.fsT '8 Skinnpelser — Norge Norsk skinnagent söker kontakt med skinnfabrikk som er intcresert i salg av dame og herrepelser til Norge. Fabrikken má være ekspert p3 pelser og disse m& værc med peiskantede sömmer slik som moden er idag. Jeg har 2 mann i min tjeneste og vi dekker helc Norge fra Nord til Sör. Vi har lang erfaring og vare kundcr betaler sine varer pá 10 eller ',tO dager. Er dette av interesse sá vennligst send brev skriftlig. Tekstilagent Kaare Pedersen, Mákeveien :t — :tlOO — Tönsberg, Norgc. ORDSENDING frá Verkakvenna- félaginu Framsókn. BASAR félagsins verður 1. desember. Vinsam- legast komið gjöfum á skrifstofu félagsins sem allra fyrst. fluglýsingasíminn okkar er 8-66-60 Bifreiðaeigendur Forkaupsréttur bifreiðaeigenda rennur út 18. þ.m. Þeir, sem ekki hafa fengið senda happdrættismiða á bilnúmer sin,tryggi sér miða fyrir þann tima. Ilappdrætti Styrktarfélags vangefinna. Styrkir til háskólanáms í Bretlandi Breska sendiráöið i Reykjavik liefur tjáö islenskum stjórnvöldum, aö bresk stjórnvöld hafi ákveöiö að bjóöa fram i nokkrum löndum Evrópu 50 styrki til háskólanáms i.Bretlandi. Einn þessara styrkja háskólaáriö 1974-75 er ætlaöur islenskum námsmanni, en auk þess gefst islensk- um umsækjendum kostur á aö keppa um nokkra styrki á- samt námsmönnum fra öörum Evrópulöndum. Styrkir þessir eru eingöngu ællaðir til framhaldsnáms viö háskóla og veröa þeir veittir til tveggja eöa þriggja ára. Gert er ráö fyrir, aö styrkur nægi fyrir fargjöldum til og frá Bret- landi, kemislugjöldum, fæöi og húsnæöi auk styrks til bókakaupa. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 25-40 ára og hafa lok- ið háskólaprófi, áður en styrktímabiliö hefst. Umsóknir um styrki þessa skulu hafa borist menntamála- ráðuneytinu, Hvcrfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 15. desember nj(._Nánari upplýsingar um styrkina fást f ráöuneytinu og í breska sendiráðinu, Laufásvegi 49, og þar fást einnig tilskilin umsóknareyöublöö. Menntamálaráðuneytið, 12. nóvember 1973. Verkakvennafélagið Framsókn m/s Baldur fer til Breiðafjarðar- hafna þriðjudaginn 20. nóv. Vörumóttaka fimmtudag og föstudag. alþýðu mvm Blaðburðarfólk vantar nú þegar i eftirtalin hverfi: Vesturbær: Lynghagi Hjarðarhagi Kvisthagi Nesvegur Ægissiða Siaurður Maanússon: THE PROBLEM OF BEING ANICELANDER Þegar erlendir fréttamenn koma hingaö til efnisöflunar i greinar eða vegna erindaflutn- ings fá þeir venjulega til yfir- lesturs þá bæklinga, sem geyma svör við fyrstu spurningunum, sem allir hafa uppi, og oft hef ég stytt mér leið með þvi að ráð- leggja vandlegan yfirlestur þess efnis, áður en tekið væri til við að afla fróðleiks um það, sem e.t.v. hefir einkum freistað til Islandsferðar. Stundum nægir þetta, en oftar, einkum þegar þeireiga ihlut, sem verðmætast er að veita góða fyrirgreiðslu, verða grundvallarstaðreyndirn- ar miklu fremur til þess að vekja nyjar og mjög áleitnar spurningar en veita fullnaðar- svör. Fortið okkar, nútið og framtiðarfyrirætlanir hafa alit i einu orðið mjög æsilegt ihugun- arefni, og þá heyrum við t.d. þessar spurningar: Hvers vegna yfirgáfu forfeður ykkar betri landkosti en þá, sem biðu þeirra.hér? Hvers vegna rituðu forfeður ykkar sigildar bækur á þvi timabili, þegar frændur ykkar i Noregi virðast engar bækur hafa skráþ? Hvers vegna einangrið þið ykkur með þvi að tala og rita mál, sem eng- inn skilur nema þið? Hvers vegna fluttuð þið ekki öll i Vesturheims i þrengingunum miklu á siðari hluta 19. aldar? Hvað veldur þvi að hér, á yztu þröm hins byggilega heims, virðast lifskjör sambærileg þeim,sem bezt má finna annars staðar? Hvernig ætlið þið að varðveita sérstæða menningu og rækja skyldur góðra heims- borgara? Hvers vegna eigið þið nú i illindum við Breta og Þjóð- verja? Hvers vegna gerist þið ekki eitt Bandarikja Norður- Ameriku? Þá er að taka til við að út- skýra, rökræða. Þá er það, að á sama hátt, og þegar spurt er um einhverjar almennar tölur og vísað til kafla í „Handy Facts”, að þörf verður einhverrar bók- ar, sem unnt er að rétta þeim, sem spurt hefir, og segja við hann: ,,Ég ráðlegg þér að lesa þessa bók. Þegar þvi er lokið er þér velkomið að hitta mig á ný, og ég skal þá með anægju reyna að afla þér þeirra upplýsinga, sem þú vilt fá til viðbótar”. Þessi bók hefir hingað til verið ófáanleg. Vegna þess höfum við orðið að gripa til efnis úr ýmsum áttum, rifja upp gömul minnisatriði eða afla staðreynda með því að biðja um samtöl við einhverja fram- ámenn. Meðan dr. Gylfi Þ. Gislason var ráðherra leitaði ég oft til hans. Hann átti sjaldan svo annrfkt að hann gæfi sér ekki tima til að spjalla við þá er- lendu fréttamenn, sem ég taldi mig vita að ættu það skilið að fá eins skynsamleg svör og fram- ast var unnt að gefa, og eigi siður að geta sagt það með sanni, að þau hefðu verið fengin hjá islenzkum ráðherra. Þetta gerði Gylfi alltaf svo listilega, að þó að ekkert hefði annað komið til þá var mér persónu- lega mikil eftirsjá að honum úr ráðherrastóli. Hann hafði á hraðbergi allar þær tölur, sem nauðsynlegar voru til grund- völlunar fullyrðingum, krydd- aði frásgnir sinar með smelln- um og markvissum sögum, og tókst alveg ógleymanlega að sannfæra viðmælendur sina um að þeir hefðu hitt mann, sem var hvort tveggja i senn, traust- ur tslendingur, og góöur heims- borgari. Það brást aldrei, að eftir að fundum okkar lauk, báru hinir erlendu fréttamenn mikið lof á þenna frábæra ráðherra, sem hafði auðveldað þeim að rita af skilningi og hlýhug um það land og þá þjóð, sem þeir gistu. t dag er það mér ekki jafn mikið saknaðarefni og það var i gær, að dr. Gylfi Gislason skuli ekki enn sitja i sinum ráðherra- stóli: Þvi veldur bókin hans „THE PROBLEM OF BEING AN ICELANDER, Past, Pre- send and Future”, sem Al- menna bókafélagið hefir nú gef- iö út. Ég las þessa bók mér til mik- illar ánægju vegna þess að i henni er allt það að finna, sem olli þvi, að erlendu fréttamenn- irnir fóru af fundi ráðherrans fróðari um tsland en fyrr, sann- færðir um, að i sögu okkar og samtið væri að finna góðar og gildar röksemdir þess, að með þvi að varðveita islenzkan menningararf örugglega og búa hér við mannhelgi og mann- sæmd, gætum við bezt rækt þá skyldu að vera eins góðir borg- arar i samfélagi þjóðanna og framast væri unnt að verða. Vegna þessa er bók dr. Gylfa góð gjöf til allra þeirra út- lendinga, sem við viijum veita skemmtilega tilreiddan fróðleik um sögu okkar, samtið og fram- tiðarfyrirætlanir. Ég hef einnig rökstuddan grun um, að hún sé, eins og raunar flest annað, sem við viljum helzt gefa góðum gestum, holl sjálfum okkur til yfirlestrar og aukins skilnings á þeirri ábyrgð, sem á okkur hvil- ir vegna varðveizlu þess menn- ingararfs, sem eftir var skilinn, skyldum okkar við samtiðina og þá framtið, sem við viljum bezta búa börnum okkar. Ég er ekki að skrifa neinn rit- dóm um bók dr. Gylfa, en vek einungis á þvi athygli, sem mestu máli skiptir, að ég fæ ekki betur séð en að i hinum 26 köflum hennar sé að finna mik- inn, skemmtilega tilreiddan og, að þvi er ég bezt fæ séð, rétti- lega gefinn fróðleik um fortið okkar og þau vandamál, sem við erum nú að berjast við að leysa. Auk niutiu og tveggja blaðsiðna lesmáls prýða sextán heilsiðumyndir bókina. Gunnar Hannesson tók þær, og það nægir til tryggingar þvi að myndirnar eru góðar. Pétur Kidson Karlsson hefir þýtt frumtextann, og efa ég ekki að það sé vel gert. Dr. Gylfi Þ. Gislason á mikl- ar þakkir skildar fyrir að hafa ritað þess ágætu bók, og Almenna bókafélaginu ber einnig að þakka fyrir útgáfu hennar. Hún mun engu siður kærkomin þeim, sem vilja senda góða gjöf til landkynning- ar, en hinum, sem njóta munu þess að eignast hana, sér til gagns og gamans. 12. nóvember 1973 Sig. Magnússon. S lalþýðuj / 1 lilMlER Askriftarsíminn er | BLAÐIÐ ÞITT 86666 | 0 Miðvikudagur 14. nóvember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.