Alþýðublaðið - 14.11.1973, Síða 5

Alþýðublaðið - 14.11.1973, Síða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- stjórnar/ Skipholti 19. Sími 86666. Af- greiðsia: Hverfisgötu 8-10. Simi 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. Ráðherrastólarnir hafi forgang Mikil er niðurlæging Alþýðubandalagsins þessa dagana og lúpulegir hafa þingmenn þess og ráðherrar setið i stólum sinum á Alþingi upp á siðkastið. En þeir létu sig samt hafa það að auka enn á niðurlægingu sina og vesældarskap með málflutningi sinum utan og innan þings þá daga, sem landhelgissamningarnir við Breta, sem rikisstjórnin lagði til að gerðir væru og hafa nú verið samþykktir á Alþingi, voru þar til með- ferðar. í þeim orðræðum sinum fóru þeir marga hringi i gegnum sig sjálfa og voru sér til slikrar skammar, að þeir mega þakka fyrir, ef trygg- ustu kjósendur þeirra fá þvi nokkru sinni gleymt. Eitt dæmið um þetta er greinargerð sú, sem Jónas Árnason flutti fyrir atkvæði sinu á fundi sameinaðs Alþingis i gærdag. Eftir að hafa farið hörðum orðum um samkomulagið, fundið þvi allt til foráttu og flutt forsætisráðherra sinum litt dulbúnar skammir fyrir afskipti hans af málinu sneri Jónas Árnason við blaðinu i siðustu setningu sinni og kvaðst myndu greiða atkvæði með þvi, að þetta „hroðalega” samkomulag yrði gert. Og hvers vegna fór Jónas Árnason svo i gegnum sig sjálfan? Til þess —- að hans eigin sögn — að rikisstjórninni gæfist tækifæri til að sinna öðrum mikilvægum málum. En nú spyr Alþýðublaðið Jónas Árnason og þá aðra trúbræður hans, sem sömu rökleysur hafa haft uppi: Eru þá einhver mál mikilvægari fyrir islensku þjóðina, en landhelgismálið og farsæl úrlausn þess? Allir alþingismenn, lika Jónas Árnason, hafa marglýst þvi yfir, að landhelgis- málið sé mesta lifshagsmunamál islensku þjóð- arinnar. Hver eru þau önnur mál, Jónas Árna- son, sem þú telur vera svo mikilvæg, að þú hikar ekki við að selja sannfæringu þina i þessu mesta lifshagsmunamáli þjóðarinnar fyrir? Og þær eru fleiri spurningarnar, sem vakna út af orðræðum Alþýðubandalagsmanna þessa sið- ustu daga. Menn eins og Garðar Sigurðsson, Magnús Kjartansson og Lúðvik Jósepsson hafa bæði innan og utan þings ráðist harkalega á samningagerðina, nefnt hana „óaðgengilega úr- slitakosti Breta” og ráðist með offorsi á forsæt- isráðherra fyrir aðild hans að málinu. i at- kvæðagreiðslunni sneru þessir menn svo við blaðinu og sögðu já. Hvers vegna? Að þeirra eigin sögn vegna þess, að ella missti Alþýðu- bandalagið ráðherrastólana. Einu sinni — raunar margoft — sögðu þessir sömu menn, að landhelgismálið ætti að hafa algeran forgang. Nú segja þeir, að þeir styðji samninga i þvi máli þvert gegn sannfæringu sinni svo þeir geti setið áfram i rikisstjórn. Og Alþýðublaðið spyr: Hvernig er hægt að túlka þetta öðru visi en svo, að sú sé nú orðin skoðun Alþýðubandalagsins, að það sé ekki landhelgis- málið, sem eigi að hafa forgang, heldur seta Magnúsar Kjartanssonar og Lúðviks Jóseps- sonar i ráðherrastólum? Til þess eins — sam- kvæmt þeirra eigin sögn — að þessir tveir metn- aðargjörnu menn geti áfram vermt hin þægi- legu ráðherrasæti i stjórnarráðinu lýsir Alþýðu- bandalagið þvi yfir, að það sé reiðubúið að selja sannfæringu sina i landhelgismálinu — og gerir það. Allt framferði Alþýðubandalagsins i þessum málum öllum er svo ógeðfellt og litilmannlegt, að hroll setur að áhorfendum öllum — ekki þá sist kjósendum þessarar óhrjálegu Fróðárhirð- ar, sem fer mörgum sinnum rangsælis i gegnum sig sjálfa. SEXTUGUR ER í DAG ¥ Svavar Arnason ODDVITI í GRINDAVÍK Alþýöuflokkurinn hefur áft því láni að fagna, aö í sveit hans hafa skipað sér margir menn, sem reynst hafa farsælir forystumenn og lagnir við að fá áhuga- málum sínum framgengt. Einn slíkra manna er Svavar Árnason. Hann er ekki í hópi þeirra, sem hátt tala á málþingum, eða eru aðsópsmiklir á mann- fundum. En allt, sem hann segir, er jafnan gerhugsað, og sérhvert verk hans vandlega undirbúið. Þess vegna er þeim málstað vel borgið, sem hann gerist forsvarsmaður fyrir. Og hann hefur sannarlega látið margt til sin taka. Honum hefur verið falinn margháttaður trúnaður á mörgum sviðum. Öll verk sin hefur hann unnið af einstakri kostgæfni. Þau hafa borið jafn ríkulegan ávöxt og raun ber vitni vegna þess, hversu traustur maður hefur að þeim staðið og hversu heill hugur hefur búið að baki. Alþýðuflokkurinn á mönnum eins og Svavari Árnasyni mikið að þakka. Hann er maður, sem alltaf má treysta að leggur gott til mála, hefur rökstudda skoðun og trausta þekkingu á því, sem hann hugsar og talar um. Hann er ekki aðeins góðviljaður, heldur býr hann einnig yfir óvenjulegum hæfileika til þess að láta gott af sér leiða. Þess vegna er hann jafn vinmargur og raun ber vitni. Og fáa menn þekki ég, sem eiga vinsældir sínar og traust jafnvel skilið og Svavar Árnason. Gylfi Þ. Gislason. Góðvinur minn Svavar Árna- son, oddviti, Borgarhrauni 2, Grindavík, verður sextugur i dag. Svavar er fæddur i Grindavik 14. nóvember 1913 og hefur ætið átt þar heima siðan. Foreldrar hans voru Árni Helgason, sjómaður, og kona hans Petrúnella Pétursdóttir og bjuggu þau að Garði i Grindavik. Svavar ólst upp i foreldrahús- um i stórum systkinahópi. 1 Grindavik veröur það gjarnan hlutskipti ungra manna að fara til sjós, enda stundaði Svavar sjó- mennsku framan af ævi. Hugur hans og hæfileikar stóðu einnig tii náms og i Samvinnu- skólann fór hann og lauk þaðan prófi vorið 1937. 1 hreppsnefnd var Svavar kos- inn árið 1942 og hefur átt þar sæti óslitið siðan. Oddviti hrepps- nefndar varð hann 1946 og er það enn. Frá þeim tima hefur Svavar tileinkað sinu byggðarlagi mesta sina starfsorku. Það .mun hafa verið honum hugsjón að vinna að málefnum sins byggðarlags, enda notið til þess óskoraðs trausts i- búanna. Jafnframt þvi að gegna oddvitastörfum á hann sæti i flestum þýðingarmestu nefndum hreppsnefndar og hefur verið for- maður i mörgum þeirra um langt árabil. Hafnarmálin i Grindavik og framgangur þeirra hafa alla tið verið eitt af hans aðal áhugamál- um. Mun óhætt að fullyrða að ef þeim málum hefði ekki verið slik- ur gaurnur gefinn, hefði Grinda- vik ekki verið sú verstöð, sem hún er orðin i dag og byggðarlagið þar af leiðandi ekki náð þeim fram- gangi, sem raun ber vitni. Svavar var kosinn i fyrstu hafnarnefnd Grindavikur árið 1944 og sat þar óslitið til ársins 1970, en þá baðst hann undan endurkjöri. 1 skólanefnd og bygg- ingarnefnd hefur hann setið um langl árabil. Auk ofantaldra starfa i þágu sveitarfólagsins hefur hann verið framkvæmdastjóri útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækisins Hafrenn- ings h.f. frá árinu 1949. 011 félags- og menningarmál hefur Svavar mjög látið til sin taka. Formaður Verkalýðsfélags Grindavikur var hann frá 1939 lil 1962. Árið 1950 varð Svavar organisti og stjórnandi kirkjukórs Grindavikurkirkju og tók hann við þvi starfi af föður sinum. Auk þess hefur hann æft smá- kóra og stjórnað söng við ýmis tækifæri. 1 sóknarncfnd hefur Svavar átt sæli um langt árabil. Það fer ekki milli mála, að maður sem slarfar að jafn fjölþættum verkefnum i sinu byggðarlagi hlýtur að vera gæddur óvenju mörgum hæfileik- um og starfsþrek hans með af- brigðum, þvi það er nánast nema á fárra manna færi að afkasta með jafn mikilli sæmd svo stórum og mörgum verkefnum i senn. Þá er ég flutti til Grindavikur fyrir um það bil 12 árum, varð ég þess fljótt áskynja að ef einhver þurfti upplýsinga eða hjálpar að leita var það sjálfsagður hlutur að leita til Svavars. Var hann allt- af reiðubúinn að leysa hvers manns vanda, en um greiðslu var aldrei að tala. Hann hefur nefni- lega ætið gleymt að gæta sinna hagsmuna i þeim efnum. Ég not- aði mér sem aðrir þessi ágætu friðindi, varð það byrjum á okkar kunningsskap, sem staðið hefur æ siðan. Ég starfaði undir hans Stjórn á skrifstofu Grindavikur- hrepps frá 1964 til 1971 og varð á þeim tima þess mjög áskynja hversu mikils trausts hann naut bæði meðal samherja og and- stæðinga vegna heiðarleika og á- reiðanlegheita. Stjórnun og fjármál Grinda- vfkurhrepps hvildu á hans herð- um allt lrá 1946 til 1971 en þá var seilarstjóri ráðinn, enda Grinda- vík þá orðin i svo örum vexti og mannmörg að þörf var á ráðningu sveitarstjóra. Þá er Svavar byrjaði störf sin sem oddviti var Grindavik aðeins litið þorp við brimasama og hafn- lausa strönd, en er nú orðin ein stærsta verstöð landsins og er nú verið að vinna stórframkvæmdir i hafnarmálum, sem skapa óþrjót- andi möguleika fyrir byggðaríag- ið. Þótt hér sé aðeins drepið á það helsta, sem Svavar helur unnið sinu byggðarlagi, hefur hann einnig haft mikinn áhuga á gangi landsmálanna. A unga aldri gekk hann jafnaðarstefnunni á hönd. Iiann er jafnaðarmaður i þess orðs fyllstu merkingu. llann er for- maður Alþýðufiokksfélags Grindavikur og einnig hefur hann starfað mjög að' málefnum Al- þýðullokksins utan sins byggðar- lags. Fyrir störf þin i þágu byggðar- lagsins munu allir Grindvikingar óska þér til hamingju með sextiu ára afmælið. Jón llólmgcirsson. FLOKKSSTARFIÐ REYKVÍKINGAR: VIÐTALSTÍMI BORGARFULLTRÚA ALÞÝDUFLOKKSIMS Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins i Reykjavik, verður til viðtals á skrifstofum flokksins i Alþýðu- húsinu við Hverfisgötu frá kl. 6 til kl. 7 e.h. ,i dag, miðvikudag. Siminn i viðtalsherberginu er 1-50-20. Alþýðuflokksfélag Reykjavikur F.U.J, í KÓPAVOGI: AÐALFUNDUR FUJ i Kópavogi verður haldinn að Hraun- tungu 18, niðri, fimmtudaginn 15. nóvem- ber kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Ásgeir Jóhannesson, bæjarfulltrúi, ræð- ir um bæjarmál. Stjórnin. Miðvikudagur 14. nóvember 1973.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.