Alþýðublaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 1
Öll Viðlagasjóðs- húsin eru gölluð Fimmtudagur 22. nóv. 1973 54° árg. -Eg er ekki laumukommi” Olga Guðrún Arnadótt- ir segist nú ihuga mögu- leikana á þvi að stefna Morgunblaðinu fyrir at- vinnuróg og meiðyrði. Staðfesti hún að þetta væri rétt i viðtali við fréttamann Alþýðu- blaðsins i gærkvöldi. Olga Guðrún er um þessar mundir umdeildust Is- lendinga i lesendadálkum blaða og manna á meðal. Tilefnið er að hún hef- ur — eins og frægt er orðið — undanfarna morgna lesið barnasögu i útvarp og þykir ýmsum sú saga öll loga i eldrauð- um bolsévisma og ófyrir- leitnum áróðri. Umræður um þessa sögu hófust i Velvakanda Morgun- blaðsins, og þvi er það að Olga hyggur nú á mál- sókn. — Ég tel þessi læti öll ekki annað en algjöran kjánaskap og bera helst vitni um skort fslendinga á kimnigáfu og almenn- um þroska. Annars er ég orðin svo vön þessum hamagangi— fráisumar meðal annars — að ég er eiginlega hætt að kippa mér upp við þetta,” sagöi Olga Guðrún. — ,,Mér finnst þetta einfaldlega hressileg saga og þykir leitt, að til sé fólk, sem gjörsneytt er hæfileikanum til að sjá það. Ýmsir ásaka mig fyrir ofstækisfullar skoðanir, en mér þykja þær raddir oft koma úr hörðustu átt,” sagði Olga Guðrún og hló við. — „Annars vona ég að þessu máli lykti vel og skynsamlega, þ.e.a.s. að ekki verði hætt við söguna eins og ég heyri talað um'. Aðspurð um hvort hún væri „laumukommi”, eins og heyrist hvislað, svaraði Olga Guðrún, bókmenntanemi við Há- skóla tslands: — „Nei ekki er ég það. Ef ég væri kommi, þá væri ég kommi og ekkert annað. Ég er hinsvegar ekkert feimin við að lýsa þvi yfir, að ég aðhyllist frek- ar sósialisma en aðrar stjórnmálastefnur, en lik- lega má þó helst skii- greina minar stjórnmála- skoðanir sem húma- niskar.” Um afstöðu Útvarps- ráðs i þessu máli kvaðst Olga ekkert vita. Innfluttu viölaga- sjóðshúsin hafa ekki staðið sig rétt vel i islensku haust- rigningunum undan- farið, en verulegur le ki hefur komið fram i þeim. ,,AÐ okkar mati er þetta verulegur galli, sem verður að fá bót á" sagði Gðmundur G. G. Þórarinsson, for- maður húsanefndar Viðlagasjóðs, í við- tali við Alþýðublaðið í gær, ,,og það er verið að semja um málið skýrslu sem fulltrúar seljenda fara siðan í". A ð s ö g n Guðmundar fór fyrst að bera á lekanum í óveðrinu mikla, þegar felli- bylurinn Ellen gekk yf ir landið, og hefur hann komið fram í flestum húsanna. ,,Við vorum tiltölu- lega heppnir að fá þetta óveður nú", sagði Guðmundur, ,,en um það var samið í upphafi, að seljendur bæru ábyrgð á húsunum fyrsta árið, og það var að sjálfsöðgu tekið fram, að þau ættu að halda vindi og vatni." Leka hefur fyrst og fremst orðið vart á ákveðnum stað undir gluggum, að sögn Guðmundar, og þegar um viðgerðir hefur samist við seljendur verða öll viðlagasjóðshús á landinu tekin i gegn og endurbætt, hvort sem leka hef ur orðið vart eða ekki. Syningasamtökfá stóra sneið Laugadalsins til vömsýninga Sýningarskálar islenskra atvinnuvega risa innan tíðar í Laugardalnum. Nú standa yfir samningar milli Reykjavikurborgar og Sýningar- samtaka atvinnu- veganna um fyrirkomulag slikra bygginga á 5 hektara lóð, sem samtökin hafa heimild fyrir á þessu svæði. Samtökin áforma að reisa einn sýningar- skála i byrjun, og siðan fleiri eftir þvi sem þörf krefur og ástæður leyfa. Sýningarsamtök atvinnuveganna hf. stóðu á sinum tíma að byggingu iþrótta- hallarinnar í Laugardal ásamt Reykjavikurborg, og áttu samtökin 41% í þvi framtaki. Siðar yfirtók Borgin þennan eignarhluta Nýlega birtist i Lögbirtingarblaðinu tilkynning til hluta- félagaskrár Reykjavíkur um Sýningarsamtök atvinnuveganna hf. Þar er skýrt frá þvi, að tilgangur félagsins sé sá að reisa i samvinnu við Borgarsjóð Reykjavikur, Bandalag Æskulýðs- félaga Reykjavíkur og iþróttabandalag Reykjavikur byggingu, þar sem fram geta farið vörusýningar, iþróttasýningar og fleira. Ennfremur að skipuleggja svæði fyrir vörusýningar, reisa þar sýningar- skála eða önnur mannvirki. Upphæð hlutaf jár er kr. 4.500.000. Þess er og getið, að Búnaðarfélag íslands, Fél. isl. iönrekenda, Fiski- fél. íslands Iðnaðarmannafél. i Reykjavík, Lands- samband iðnaðar- manna, Mjólur- samsalan, S.I.S., Sölufél. garðyrkju- manna, Verslunarráð islands, Vinnu- veitendasamb. islands, Sláturfél. Suðurlands og Grænmetisverslun landbúnaöarins eigi kauprétt að fölum hlutum einstakra félagsmanna þessarra samtaka. Sjórn félagsins skipa: Davíð Sch. Thorsteinson, Harry Frederiksen, Jón H. Bergs, Tómas Vigfússon og Barði Friðriksson. Lokuö bílaferja í stað Akraborgar Stjórn Skallagrims hf. hefur gert bráðabirgðakaup- samning á 680 rúmlesta norskri ferju til ferða milli Reykjavikur og Akranes. Á þetta nýja skip að leysa Akraborg af hólmi. Ef endanlega verður af kaupunum, kemur hið nýja skip til landsins seinni hluta vetrar. Kaupverð þess er um 120 milljónir. 1 Skaganum, blaði Al- þýðuflokksmanna i Vesturlandskjördæmi, segir að bæjarstjórn Akraness hafði á s.l. vetri haft til umræðu bættar' samgöngur fyrir Hval- fjörð, og þá orðið ásátt um að óska eftir þvi að Skallagrimur hf, sem rekur Akraborg, leitaði að heppulegu skipi i henn- ar stað. Stjórn Skallagrims leitaði eftir tilboðum á al- þjóðlegum markaði, og kom þá þessi norska ferja helst til greina. Hún heitir Tungenes, 6-7 ára, og er 680 lestir að stærð. Gang- hraði er 14-15 sjömilur. Skipið tekur 40-50 venju- lega fólksbila á lokuðu dekki, og getur tekið 350- 400 farjiega. Skipið er þannig útbúið, að bilar aka beint inn iþað og út úr þvi. JterkMls- veröir Jtíar lögum „I.ögreglumönnum eru i lögum fyrirmunað önnur afskipti af vinnu- deilum en að halda þar, eins og annars staðar, uppi friði og afstýra skemmdum, meiðslum og vandræðum. Þetta þýðir, að lögreglumenn verða ekki kvaddir til að lilutast til um tið- k anlegar vcrkfallsað- gerðir.” Þessi tilvitnun er tek- in úr úrskurði borgarfó- geta. þar sem synjað er um að lögbann verði lagt við þvi, að Félag framrriðslumanna hér i borg láti einslaka félagsmenn sina setjast að á veitingastaðnum óðali við Austurvöll, og meina með þvi gestum aðgang að veilinga- staðnum. I.ögbannsins var krafist af eigendum veitingahússins. i úrskurðinum segir ennfremur: I.ög um stétlarfélög og vinnu- deilur, nr. 80/III38, kveða ekki á uin nein úrræði til þess, að lög- legu verkfalli, skv. 2. kafla laganna, verði haldið uppi. Ilefur jafnan tiðkast, að sam- tiik þau, sem eru i verk- falli, hafi sjálf scð um að lialda uppi þeirri viirslu, sem þau telja iiauðsynlega, lil þess að verkfall megi verða virkt. Ilafa þessar að- gerðir verið ýmiss konar, þar á mcðal að meina öðrum störf þau, er stéttarfélagið annasl, og eftir alvikum að koma i veg fyrir aðgang að þeiin stað, þar sem verkfall er. Siðar segir i úr- skurðinum: Verður að telja að löghanni verði ekki bcitt gegn slikum tiðkaulegum aðgerðum aðila að vinnudcilu, og breytir þar engu, þó hinn aðilinn telji þcssar aðgerðir ólögmætar gagnvart sér, eða valdi sér tjóni. Synjað var um lög- hannið, eins og kunnugt er. Sameiginlegt . framboð á Akureyri í vor Viðræðunefndir um sameiginlegt framboð Alþýðuflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna við sveitarstjórnar- kosningarnar á Akureyri f vor, hafa akveðið að mæla með þvi við flokksfélögin, að af sameiginlegu fr amboði verði að þvi er Bárður Halldórsson, formaður framkvæmdaráðs Alþýðuflokksfélaganna á Akureyri sagði við Alþýðublaðið í gær. Báðir flokkarnir hafa skipað nefndir til viöræðna um málið, og standa þær nú yfir. Hafa nefndirnar það hlutverk að koma saman framboðslista og málefnasamningi flokk- anna. Að sögn Bárðar er ekki teljandi andstaða i flokksfélögunum á Akureyri gegn þessu sameiginlega framboði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.