Alþýðublaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála-
ritstjóri Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson.
Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs-
son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður
Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit-
stjórnan Skipholti 19. Simi 86666. Af-
greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Simi 14900.
Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími
86660. Blaðaprent hf.
BREYTT VIÐHORF í
Eitt af meginviðfangsefnum
islenskra stjórnmála hefur jafn-
an verið að fást við að svara
þeirri spurningu með hvaða
hætti öryggi landsins væri best
tryggt. Þetta vandainál er langt
i frá nýtt eða nýiegt. Margar
kynslóðir islendinga hafa haft
áhyggjur út af einmitt þessum
málum og islenskir stjórnmála-
menn hafa velt þeim fyrir sér
ekki aðeins nú hin siðari ár,
heldur allar götur frá þvi tals-
vert fyrir s.l. aldamót — og
jafnvel er hægt að rekja slikar
umræður mun lengra aftur i
timann.
Alveg fram til vorra tíma
hefur eðli landvarna tslands á-
vallt verið mjög áþekkt. Varn-
irnar hafa fyrst og fremst kraf-
ist vopnaðs herliðs i landi eða
við land — hermanna i þessa
orðs fyllstu merkingu.sem eru
þjálfaðir til þess að bera vopn
og beita þeim. Og þar sem það
hefur ávallt verið vilji mikils
meginþorra þjóðarinnar, að ts-
VARNARMÁLUM
lendingar skyldu ekki hafa her,
þá hafa valkostirnir frá upphafi
ávallt verið aðeins tveir — ann-
ars vegar að hafa landið með
öllu óvarið og treysta á hið mjög
svo ótrausta hlutleysi og hins
vegar að treysta á aðra til land-
varna á tslandi, annaö hvort
með forntlegum samningum við
þjóðir, sem hafa heri, eða i
skjóli voldugs vinveitts herveld-
is svo sem eins og sjóveldis
Breta fyrr á timum.
En nú á siðustu árum hefur
orðiö geysileg breyting á hern-
aöartækni og eðli landvarna,
sem hefur það m.a. i för með
sér, að fyrir land eins og island
er það ekki fyrst og fremst hið
vopnum búna bardagalið, sem
mestu ræður um tryggingu ör-
yggisins, heldur það eftirlits-
starf, sem rekið er frá landinu
og aðild landsins að varnarsam-
starfi vinveittra ríkja, þar sem
aðilarnir ábyrgjast öryggi hver
annars. Þessi breyting á cðli
varna landsins, sem orðiö hefur
á allra siðustu árum, kemur
mjög vel i ljós, ef athugaðar eru
breytingar þær, sem Banda-
rikjamenn sjálfir liafa gert á
samsetningu þess herliðs, er á
að gæta öryggis Islands sam-
kvæmt varnarsamningi islands
og Bandarikjanna.
Kyrst framan af voru i liði
þessu þúsundir þrautþjálfaðra
landhermanna úr Bandarikja-
her, sem fyrst og fremst voru
settir hingað til þess að mæta
hugsanlegri árás á Island. Siðan
tók flugherinn við — en enn var
meginaherslan lögð á vopnum
búið. bardagaþjálfaii herlið: raun
verulega bardagamenn, sem
ætlað var að mæta óvinaárás á
landið.
En hvernig er málum þessum
svo varið i dag?
Þeim er þannig varið, að af
rösklega HOOO bandariskum
varnarliðsniönnuni. sem hér
eru, þá eru aðeins 1:10 raunveru-
legir hermenn, þ.e.a.s. menn,
sem þjálfaðir eru i vopnaburði
og raunverulegum vopnavið-
skiptum. Þessir menn eru úr
landgönguliðasveit bandariska
flotans og eru hér til lög- og ör-
yggisgæslu — m.a. til þess að
varna þvi, að einn góðan veður-
dag gæti flugvélarfarmur af er-
lenduui hryðjuverkamönnum
lent á Keflavíkurvelli og tekið
allt island i gislingu. Aðrir
varnarliðsnienn allflestir eru
annað iivort sérfræðingar við
eftirlitsstörf ellegar matreiðslu-
nicnn, kennarar. vélvirkjar.
tækninienn og aðrir þeir, sem til
þarf við hið tæknivædda eftirlit
eða til þess að lialda þvi (1000
nianiia samfélagi gangandi,
sein er á Keflavikurflugvelli.
Aðeins þetta — saniansetning
varnarliðsins afráðin af Banda-
rikjaniöiinuin sjálfum — sýnir,
að mikilvægi íslands fyrir varn-
arsamstarf vestrænna þjóða og
þará mcöal gæsla þess eigin ör-
yggis bjggist fyrst og fremst á
cftirlitinu, sem héiVan er stund-
að og aðild landsins að liinu
gagnkvauna lifsábyrgðarfélagi
sem NATO er, en siður veru
bardagaþjálfaös liðs i laudinu.
'•’æknimennirnir og sérfræð-
■igarnir á Keflavikurflugvelli
eru að visu starfandi i her, en
þeir eru engu að siður ekki her-
menn i hinum venjulega skiln-
ingi þess orðs. Og þau verk, sem
þeir vinna, gætu menn, sem
aldrei liafa svo mikið sem skotið
úr byssu, auðveldlega innt af
iiendi — a.m.k. mörg hver. Það
er því ósköp eðlilegt, að íslend-
ingar.sem ekki vilja hafa erlent
lierlið i landi sinu meira eða
leiigur en brýn nauðsyn krefur,
spyrji sig sjálfa, livort þeir geti
ekki yfirtekið a.m.k. einhverja
þa-tti liins inikilvæga eftirlits-
starfs, sem uniiiö er á vellinum.
Auðvitað er sjálfsagt að rann-
saka það vel. liitt er svo fráleit
fjarstæða, að i þeim liugmynd-
iim felist, að islendingar eigi að
stofna her. Þvert á móti er það
kjarni þeirra hugmynda að at-
liuga, livort mikilvæg störf við
ga’slu öryggis islands sé ekki
lia'gt að vinna af fólki, sem ekki
er i her og engan vopnaburö vill
temja sér. Og livað er eiginlega
athugavertvið að spyrja slikra
spurninga og reyna að fá þeim
svarað?
LOSIIM OKKUR ÚR SJÁLFHELDUNNI
UTIIM VALDIÐ EKKI STANDA MILLI ÆVARANDI HERSETU OG OVARINS LANDS
Á fundi sameinaðs Alþingis s.l.
þriðjudag var tekin til umræðu
þingsályktunartillaga Alþýðu-
flokksins um öryggismál tslands,
sem mikla athygli og miklar um-
ræður hefur vakið frá þvi hún
fyrst kom fram, sem var fyrir
u.þ.b. einu ári. Tillögu þessa
flytja allir þingmenn Alþýðu-
flokksins, en Benedikt Gröndal,
varaformaður flokksins, er fyrsti
flutningsmaður hennar og fylgdi
hann tillögunni úr hlaði i samein-
uðu þingi i fyrradag.
1 upphafi ræðu sinnar gat Bene-
dikt þess, að þetta væri i annað
sinn, sem tillaga þessi væri flutt á
Alþingi. Hún hefði einnig verið
flutt á þinginu i fyrra, en þá ekki
orðið útrædd. Einnig gat Benedikt
þess, að þær hugmyndir, sem til-
lagan byggist á, heföu fyrst kom-
ið fram i samþykkt flokksþings
Alþýðuflokksins, sem haldið var
fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári.
, Sú tillaga, sem við berum fram
— sagði Benedikt — hljóðar svó:
,,Þar eð tæknibreytingar sið-
ustu ára hafa valdið þvi, að hern-
aðarleg þýðing Islands felst nú að
langmestu leyti i eftirliti með
siglingum i og á hafinu milli
Grænlands, tslands og Færeyja,
ályktar Alþingi að fela rikis-
stjórninni:
1) að láta rannsaka, hvort tsland
geti verið óvopnuð eftirlitsstöð i
sambandi við það öryggis-
bandalag, sem landið er aðili
að, en siðar meir á vegum
Sameinuðu þjóðanna, og
2) að rannsaka, hvort tslendingar
geti með fjárhagslegri þátttöku
bandalagsins komið upp sveit
fullkominna, en óvopnaðra
eftirlitsflugvéla, svo og nauö-
synlegum björgunarflugvélum,
og tekið við þessum þýðingar-
mesta hluta af verkefni varn-
arliðsins og stjórn varnarsvæð-
anna”.
— Eins og sjá má af tillögunni
gengur hún ekki lengra en að
leggja til, að rannsakað verði,
hvort hér sé um að ræða lausn,
sem orðið geti til nokkurrar
frambúðar eða ekki, sagði Bene-
dikt. Miklar umræður hafa orðið
um tillöguna frá þvi hún var fyrst
sett fram og sýnir það, að mikill
áhugi er á meðal almennings i
landinu.
Þingmaðurinn sagði einnig, að i
þeim umræðum, sem orðið hefðu
um hugmyndir þær, sem tillagan
lýsir, hefði komið i ljós, að einn
hópur manna væri henni verulega
andsnúinn — og væru þó forsend-
ur manna fyrir andstöðu við hana
ólikar — en aðrir teldu hana vera
liklega til þess að geta lagt grund-
völl að hugsanlegri lausn varnar-
málanna.
— Hugmyndir manna i varn-
ar- og öryggismálunum falla i
þrjá meginflokka, sagði
Benedikt.
1 fyrsta flokknum sagði hann
vera þá menn, sem teldu, að ts-
land ætti áfram að vera i NATO
og að aðstæður i heiminum væru
þess eðlis, að varnarliðið ætti
áfram að vera staðsett á Islandi.
t öðrum hópi væru þeir, sem
vildu, að varnarliðið færi af landi
brott, en i þeim hópi væri samt á-
greiningur um, hvort fslendingar
ættu áfram að vera i NATO eða
ekki.
t þriðja hópnum væru svo þeir,
sem hefðu eins og Alþýðuflokkur-
inn leitað að einhverri riýrri leið,
sem tryggt gæti að tslendingar
væru i sem nánustu samstarfi við
nágrannaþjóðir sinar i varnar-
málum og enn um sinn hiuti af þvi
varnarkerfi, sem þessar þjóðir
mynda, þangað til önnur skipan
öryggisgæslu gæti tekið við, en
jafnframt væri unnt að fullnægja
þeirri kröfu flestra landsmanna
og þá ekki sist unga fólksins, að
erlent herlið væri hér ekki til
langframa.
Um hugmyndir manna i fyrsta
flokknum — þeirra, sem áfram
vilja vera i NATO og telja ekki
timabært að gera neinar breyt-
ingar á skipan varnarmálanna,
sagði Benedikt m.a., að þær hug-
myndir leiddu til þess, aö ýmsa
færi að gruna, að yrðu þau sjón-
armið ofan á þá yrði erlent varn-
arlið á lslandi um ófyrirsjáanlega
framtið. Alltaf mætti finna til
eitthvert strið einhvers staðar i
heiminum til þess að nota sem
röksemd fyrir þvi, að enn væri
ekki orðið nógu friðvænlegt til
þess að rétt væri, að hið erlenda
varnarlið hyrfi á brott úr landinu
og væru þær röksemdir teknar
gildar merkti það, að hér yrði
varnarlið ym ófyrirsjáanlega
framtið.
Þá vék Benedikt að þeirri
breytingu, sem orðið hefur á eðli
varnarstöðvarinnar á Islandi á
umliðnum árum. Hann benti á, að
varnarliðið hefði breyst frá þvi að
vera herlið búið til að verja
strendur landsins, eins og það var
fyrrum, i eftirlitssveitir til þess
að fylgjast með siglingum á höf-
unum umhverfis landið.
Til frekari glöggvunar á þeirri
breytingu, sem þarna hefur orðið
á eðli varna tslands og varnar-
liðsins rakti Benedikt Gröndal
ýmsar upplýsingar um saman-
setning herliðsins á Keflavikur-
flugvelli skv. prentuðum heimild-
um.
Hann upplýsti, að nú væru
starfandi i varnarliðinu alls um
3000 manns — og þar af 2000 úr liði
flotans. Hann sagði, að verulegur
hluti þessara 2000 manna ynni al-
menn störf, nánast nokkurs konar
heimilisstörf, samgöngur og ann-
að þviumlikt. Þá væri einnig stór
hluti af þessu 2000 manna liði,
sem sinnti eftirlits- og björgunar-
flugi — þ.e.a.s. flygi óvopnuðum
eftirlits- og björgunarflugvélum.
F'yrir utan þessa 2000 starfs-
menn sjóhersins væru svo um
1000 menn úr flughernum á Kefla-
vikurflugvelli. Auk annarra
starfa önnuðust þeir m.a. eftir-
litsflug með nokkrum orrustuþot-
um, sem einkum hefðu þann
starfa að Ijósmynda sovéskar
flugvélar, sem væru á ferð i
grennd við lsland.
— Að visu er nokkur vörn i
þessu flugi fólgin, en varla svo, að
það megi sin mikils, sagöi Bene-
dikt.
Þá vék Benedikt aö hinum
raunverulegu hermönnum, sem á
Keflavikurvelli væru — þ.e.a.s.
hermönnum, sem fyrst og fremst
væru þjálfaðir i vopnabúnaði og
beitingu vopna. Hér v;eri um að
r;eða 130 manna lið úr liinum
rómuðu landgönguliðasveitum
bandariska flotans. Það væru
þessir menn. sem va>ru svo til
hinir einu raunverulegu hermenn
á Keflavikurflugvelli og væri
þeirra hlutverk lyrst og l'remst
öryggisgæsla og löggæslustörf.
— Áður og fyrr voru hér
staðsettar þúsundir raunveru-
legra hermanna Bandarikjahers,
sagði Benedikt. Nú eru hér aðeins
2 landhermenn auk þessara 130
landgönguliða. Þessi breyting á
samsetningu varnarliðsins bendir
ótvirætt i þá átt, að breyting hali
orðið á eðli varnanna þær felist
nú meira i eftirlitsstarfi en
raunverulegum hernaðarlegum
strandvörnum.
Þá sagði Bcnedikt einnig, að
auk sérlræðinga, hermanna og
annarra starlsmanna Banda-
rikjahersá Kellavikurvelli væru i
landinu töluvert margir ein-
staklingar ýmist úr skylduliði
varnarliðsmanna eða kennarar
o.s.frv., þannig að i varnaliðinu
og i tengslum við það væru
búsettir hér á landi u.þ.b. 5.900
bandariskir rikisborgarar.
— Af þessu má Ijóst vera, að
varnir Islands eru lyrst og fremst
íólgnar i þvi, að landið er hlekkur
i eftirlitsstöðvakeðju. Uiðið, sem
gætir varnar- og eftirlits-
stöðvanna og annarra
mannvirkja er auðvitað þar m.a.
til þess að unnt sé að taka á móti
auknum liðsafla til varnar
landinu, ef nauðsyn krefur, en
samsetning sjálfs varnarliðsins
er slik, að það er ekki búið til að
taka á móti árás á landið.
Þá vék Benedikt Gröndal máli
sinu að þeim, sem vilja
varnarliðið brott úr landinu.
Hann sagði, að þeim hópi fólks
mætti skipta i tvennt. Annars
vegar væru þeir, sem vildu
breyta utanrikisstefnu lslands og
gera landiö að nokkurs konar
Kúpu Atlantshafsins. Hins vegar
væru svo þeir, sem væru fyrst og
fremst islenskir þjóðernissinnar
og vildu ekki hafa erlendan her i
landi sinu.
— Þessi er skoðun mikils
meirihluta þeirra lslendinga,
sem vilja herinn burt, og m.a.
eriikts Gröndal me
mikils meirihluta þess islensks
æskufólks, sem þá skoðun hefur,
sagði Benedikt.
Benedikt Gröndal vitnaði
einnig i það atriði greinargerðar
tillögu Alþýðuflokksmanna, þar
sem vakin er athygli á þvi, að
eitthvað þurfi að koma i slaðinn,
ef herinn væri látinn lara.
Það er ljóst, að ílugvöllurinn
verður hér áfram og hann munu
og verða Islendingar að nýta,
sagði þingmaðurinn. Það er
einnig Ijóst, að hernaðarleg
þýðing landsins vegna landfræði-
legrar legu þess verður álram sú
sama, þólt lierinn verði sendur á
brolt. Það þýðir þýðir ekkert að
reyna að stinga höfðinu i sandinn
i þeim efnum.
Þá riljaði Benedikt upp
áslandið eftir siðari heims-
styrjöldina, þegar ekkert
varnarlið var á Islandi eltir að
allir flokkar höfðu hafnað beiðni
Bandarikjamanna um að la hér
herstöðvar til 99 ára. Þá hal'i
orðið ljóst áður en langt um leið,
að eitthvað varð að laka við. Ekki
hefði verið hægt að skilja völlinn
og mannvirki hans el'tir
gæslulaus. Þess vegna hefði
ólafur Thors, þáverandi lorsætis-
ráðherra sem helði ásamt
öðrum þingmiinnum hafnað
eindregið ósk Bandarikjamanna
um herstiiðvar á Islandi til 99 ára
haft forystu um gerð
herverndarsamningsins til þess
að fylla upp i það tómarúm, sem
skapast hefði við algera brottför
varnarliðs frá Islandi.
Af þessu spratt svo það, sem
kalla mætti þriðju leiðina i
varnarmálunum þ.e.a.s.
athugun á þvi, hvort islendingar
gætu ekki að verulegu leyti tekið
við stjórn . stöðvarinnar og við
fleiri störlum innan hennar án
þess að þurfa að taka upp her-
þjónustu og vopnaburð, sagði
Benedikt. ()g þær breyttu
aðstæður, sem orðið hafa, kunna
að geta gert þetta kleift nú.
Benedikt Gröndal tók
sérslaklega fram, að ef
hugmyndir Alþýðuflokksins um
nýskipan varnarmá1anna
reyndust við nánari athugun
ráðlegar og framkvæmanlegar,
þá myndi framkvæmdin að
sjálfsögðu taka talsverðan tima
og verða að gerast i áföngum.
Fimmtudagur 22. nóvember 1973.