Alþýðublaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 11
Armenningar eru svo óheppnir aö lenda meö fyrsta leik heimsóknar sinnar á kvöldi meö toppleikjum i 1. deild. Þvi varö ekki þokaö þrátt fyrir vörn Armanns, aö þvi er Stefán Agústson for- maöur mótsnefndar HSl sagöi i gær. „Viö lágum yfir þessu tvo heila daga, en fundum enga smugu. Viö gátum ekki sett mótið i tvisynu”. Leikur Fram óg Dynamo hefst klukk- an 20.30 i kvöld. Liklega hefur aldrei veriö eins annasamt hjá handknatt- leiksmönnum okkar og ein- mitt um þessar mundir, og i kvöid nær þaö hámarki. Þaö veröur nefniiega leikið á tveimur stöðum i kvöld, i Laugardaishöil leikur Fram við júgóslavneska liðiö Dyna- mo Pancevo, og i Hafnarfiröi fer fram einn af stórleikjum islandsmótsins, FH mætir Val. Þá leika einnig Haukar við Þór. Leikur FH og Vals veröur fyrri leikurinn i iþróttahúsi Hafnarfjaröar i kvöld, og þarf ekki aö fara mörgum oröum um hann. Viðureign þessara liöa er oröinn klassisk og varla bregöur útaf þvi i kvöld, þótt FH hafi orðiö fyrir skakkaföll- um. Óvist er aö Ólafur Jóns- son leiki meö Val I kvöld. Um seinni leikinn, milli Hauka og Þórs er ekki margt að segja. Norðanmenn eru algjört spurningamerki i stórum sal. Sigurbergur Sigsteinsson lék sinn 60. landsieik gegn Sviun- um. t kvöid mætir hann Júgó- slövum I Laugardalshöll. Björgvin Björgvinsson, hinn góðkunni linumaður úr Fram, lék sinn 50. landsleik gegn Svl- um. Fær hann að iaunum skyrtuhnappa úr gulii frá HSt. t sama leik náði Sigurbergur Sigsteinsson þvi marki aö ieika sinn 60. landsleik, og Óiafur Benediktsson lek sinn 20. leik. Handboltinn í hámarki Skotnýtingin alveg í lágmarki íþróttir Hér kemur tafla yfir lands- leikinn viö Svia. Eins og áöur er þaö einungis tekiö meö I reikninginn,þegar sóknarlotur okkar manna enduðu, meö skoti á mark eöa þá bolta var á einhvern hátt glatað. Upphlaup okkar voru samkvæmt töflunni 44, og mörkin 13, svo nýtingin hefur veriö mjög léleg. Þaö var áberandi aö 11 upphlaupanna enduöu meö þvi aö sænski markvöröurinn varöi, og 8 upphlaup enduöu meö þvi aö bolti tapaöist. Taflan gefur aö sjálfsögöu aðeins yfirlit yfir sóknarleik islenska liösins, en ekki varmarleik. Um markveröina er þaö að segja, að Gunnar Einarsson stóö i markinu I f.h. og fékk á sig 9 mörk, varði 3 langskot og 2 linuskot. Ólafur Benediktsson stóö i markinu i s.h., fékk á sig 7 mörk, varði 3 langskot og 4 linuskot. Leikmenn: no 2. Gunnsteinn no3. Stefán G. no4. Viðar Sim. no5. Guðión Mag. no6. Björgvin no7. Sigurbergur no8. Auðunn no9. Ágústögm. no 10. Hörður Sigm. no 11. Axel Sviptingar og óvænt úrslit Sá 13. reyndist mönnum erfiðurí 14 vonandi meiri happatala Við höfum ekki verið i stuði upp á siökastiö, og frammi- staðan þvi slök I getrauna- spánni. Síðasti seðill var nokk- uö strembinn, og að þvi við- bættu að hann var no. 13, er ekki furða þó illa hafi gengið. En það er þó fyrir mestu að verða ekki neðstur. Næsti seðill, no. 14, er einnig frekar strembinn, en þar sem 14 er happatala iþróttasiöunn- ar, erum við frekar bjartsýn- ir: Birmingham—Leicester X Burnley—Stoke 1 Chelsea—Southamton 1 Coventry—Sheff. Utd. X Derby—Leeds 2 Everton—Newcastle 1 Ipswich—Man. City 1 Man.Utd—Norwich 1 QPR—Liverpool X Tottenham—Wolves 1 West Ham—Arsenal 2 Notts C—-Middlesbro X —SS. Það er heldur betur svipt- ingar i ensku knattspyrnunni þessa dagana, einkum hvað varðar framkvæmdastjóra. Ekki færri en tveir fram- kvæmdastjórar 1. deildarliöa hættu um siðustu helgi, Johnny Hart hjá Manchester City (vegna heilsubrests), og Ron Saunders hjá Norwich (vegna ágreinings). Þá tók nýr maður við stjórnar- taumunum hjá Southampton i siðustu viku, Lawrie McMenemy (áður Grimsby). t 2. deild hefur Allan Brown tekið við Nottingham Forest. Tony Book, hinn gamal- kunni leikmaður Manchester City, hefur tekiö við stjórn félagsins nú I bili, en liklegt er að Ron Saunders taki siðar við. t gærkvöldi var leikið i deildarbikarnum enska. 3. umferð: Sunderland — Liverpool 4. umferð: Ipswich — Birmingham Milwall — Luton Southampton — Norwich York — Man City 0:2 Engin blöð-engar töflur Annan fimmtudaginn I röö reynist ekki unnt aö birta töflur úr ensku knattspyrnunni, þ.e. úrslit leikja siðustu helgar og stööu- töflur til glöggvunar þeim.sem taka þátt i getraunum. Astæðan er sú, aö engin ensk sunnudagsblöö höföu enn borist til landsins, þegar gengiö var frá slöunum til prentunar f gær. Vonandi varir þetta ástand ekki lengi enn. Fimmtudagur 22. nóvember 1973 o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.