Alþýðublaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 2
ÞAÐ STRAUFRiA OG STERKA ER ÞEGAR KOMIÐ í þættinum Nýtt fyrir neytandann hinn8.þ.m. var frá þvi skýrt að væntanlegt væri á markaðinn norskt slétt, straufritt sængurfata- efni, sem meðhöndlað hefur verið i ammoiak- baði. Þetta efni er reyndar þegar komið hingað á markað. Það er fyrirtækið O. Johnson og Kaaber, sem flytur þetta efni inn frá DALE i Bergen, og það kom hingað á markað i ágúst- mánuði. En það þykir nokkuð dýrt, og fyrir þá sök hafa ýmsir veigrað sér við að kaupa þetta nýja efni. Hins vegar gera neyt- endur sér varla grein fyrir eig- inleikum þessa nýja efnis, en eins og áður var sagt frá hér i blaðinu, þá hefur það komið i ljós við rannsóknir að þetta efni krumpast alls ekki neitt við þvott, en sum straufriu efnin vildu gera það nokkuð. Þá hefur efnið eftir hina sérstöku meðhöndlun, sem það fær, ekki heldur hið hrjúfa yfirborð, sem er á mörgu straufriu sængur- fataefni. En þýðingarmesti á- vinningurinn er þó sá, að við þessa meðhöndlun verður efnið mjög sterkt. Samkvæmt eldri aðferðum missti bómullarefni 30-40% af endingu en slikt ger- ist ekki með nýju aðferðinni. Efnið verður sterkara eftir hana en áður. Nýtt fyrir neytandann kjólar og kápur buxun blússur og bolir vestl, pils og úlpur svuntur og skokkar ja,ogjólanáttfötin! Og ekki bara úr venjulegum, stinnum efnum. Elna Supermatic ræö- ur líka viö jersey- og stretch- efni. Allt leikur þetta í höndum mömmu, því kaupunum fylgir fullkom in kennsla. Framtíöinni þarf ekki heldur aö kvíða. Ábyrgð og góö þjónusta tryggja þaö, auk þess sem Elna er svissnesk gæöavara. Þaö segir sitt! Kaupin sjálf eru létt. Trúlega skilar vélin inn andviröi sínu, áöur en afborgunum lýkur. elnalotus elnasupermatic ■elna XUUeUöldi AUSnrURSTRÆTI SÍMI 14376 „Pake furs” nefna Englend- ingar gerfiskinnavörur sinar, sem sifellt verða vinsælli. Hér á myndinni er stuttkápa úr gerfi- skinni, sem er orðin m jög vinsæl vetrarflík. Kápan sjálf er úr „kálfskinni”, en skreytt með „hlébarðaskinni”. Að sjálf-, sögðu þarf ekki að taka það fram. að hvorki kálfur né hlé- barði þurftu að láta lifið til þess að hægt væri að búa til þessa kápu. Sherry á ekkert skylt við kirsuber Sherry á ekkert skylt við kirsuber. Sherry er búið til úr vinþrúgum, en ekki kirsuberj- um. Enska heitið'á kirsuberjum er cherry með ch, en ekki sh. Orðið sherry á hins vegar upp- runa sinn að rekja til framburð- ar Englendinga á nafni spánska bæjarins Jerez (de la Frontera), en hann var miðstöð sherryframleiðslunnar. Eng- lendingarnir báru bæjarnafnið ranglega fram sem cheres (isl. sjeres) i stað þess að á spænsku er stafurinn J yfirleitt borinn fram sem blásið H. Don Juan bera Spánverjar þvi fram sem Don Huan, en ekki don „sjúan”, eins og Englendingar og fleiri gera. Hér hefur verið á markaðnum undanfarið ódýr pólsk vinteg- und, Cherry Cordial,” sem er ekki sherry-vodka, eins og ýms- ir halda, heldur einfaldlega kirsuberjavin. Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 | Helgidaga kl. 2 til 4. BLOMAHÚSIÐ simi 83070 Skipholti 37 Opið til kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA IKRON Söluumboð: J. Þorláksson & Norðmann h.f. é. G Fimmtudagur 22. nóvember 1973

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.