Alþýðublaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.11.1973, Blaðsíða 3
Félag stofnað um þjóðhátíðarknörr Áhugamannafélag um byggingu þjóðhátiðarknarrar er nú i uppsiglingu i Hafnarfirði, og verður stofnfundur félagsins haldinn á næstunni. A undir- búningsfundi að stofnun félagsins fyrir skömmu voru Hörður Zophaniasson, skólastjóri, Jón Kr. Gunnarsson i Sædýrasafninu og Þorbergur Ölafsson, skipasmiður, kosnir i nefnd til að koma félaginu á fót. Ennfremur hafa þeir Jón og Þorbergur kynnt sér fornleifa- gröft i Hróarskeldu, þar sem verið er aö grafa upp sögualdar- knörr og tryggt sér aðgang að teikningum, sem nota má við skipasmiðina. Einnig er ljóst, að unnt er að fá i Noregi þann hluta efniviðar i knörrinn, sem talið er erfiðast að afla. Eru það plankar i byrðing bátsins, en þeir verða að vera unnir úr mjög stórum eikartrjám. Aðal vandamálið við smiði knarrarins er fjármagnið, og er ætlunin að leita eftir styrk hjá rikinu og fá félagasamtök og einstaklinga til að leggja fram fé. Þá hefur Indriði G. Þorsteinsson framkvæmda- stjóri Þjóðhátiðar 1974 sýnt málinu áhuga og gefið góða von um, að aðilar i Noregi muni hugsanlega leggja þvi lið. Indriði sagði i samtali við fréttamann Alþýöublaðsins, að aðalatriðið væri að hefja smiði knarrarins á þjóðhátiðarárinu — ekki endilega að ljúka henni strax. Sagði hann, að byrja mætti á að nota þá vitneskju, sem fengin er af uppgreftrinum i Hróarskeldu,en fullgera siðan knörrinn eftir þvi sem bætist við vitneskjuna um slika farkosti DOLLARAKREPPA HJÁ SIS - VERK SMIBJUNUM StS verksmiðjurnar, Hekla, Gefjun og Sútunarverksmiðjan á Akureyri, eiga nú i alvarlegri kreppu vegna gengisrýrnunar Bandarikjadollarans* Axel Gislason aðstoðarfram- kvæmdastjóri iðndeildar SIS sagði i viðtali við blaðið i gær, að verksmiðjurnar hafi fengið a.m.k. 40 milljónum króna minna fyrir útflutning sinn i ár, en ráð var fyrir gert við útflutn- ingssamningana fyrir ári. Samið var um greiðslur i dollurum, en þá var gengi hans 97,60 kr. Samningarnir hljóðuðu upp á fast verð, og fengu verk- smiðjurnar þvi engar bætur vegna rýrnunar dollarans, Mest af útflutningi verksmiðj- anna fer til Finnlands og Sovét- rfkjanna, og standa nú yfir samningar um samskonar út- flutning á næsta ári. Sagði Axel að reynt væri að semja nú um hærra verð en i fyrra, en það gengi stirðlega enn ?em komið væri. Þó er búið aðsemja um útflutning 200 þús- und skinna til Finnlands, og fékkst einhver verðhækkun, og sagði Axel að SIS hefði fremur gengið að þessum samningum nú, en að leggja þennan útflutn- ing alveg niður. Axel sagði að stjórnir fyrir- tækjanna reyndu nú að mæta þessum erfiðleikum með auk- inni hagkvæmni i rekstri, en það kostaði hinsvegar yfirleitt fjár- festingu i fullkomnari tækjum. Þá sagði hann að erfiðleikar væru einnig miklir á innan- landsmarkaðnum vegna óhag- stæðra verðlagsákvæða, og kæmu opinberar hliðarráð- stafanir ekki til hið fyrsta, væri fyrirsjáanlegt mjög alvarlegt ástand, sem gæti riðið nokkrum iðngreinum að fullu. Skipin i slipp og mannskapurinn í langþráö frí Likur eru á þvi að mjög dragi úr sildveiðum islensku bátanna i Norðursjónum á næstunni. Margir bátar hafa þegar hætt veiöum, og enn aðrir ihuga að hætta á næstu dögum. Þarf að fara að'gera bátana klára fyrir loðnuver- tiðina, og einnig þarf að gel'a mannskapnum langþráð fri. Nokkrir bátar fara i meiri- háttar klössun fyrir loðnuver- tiðina, svo sem lengingu og yfirbyggingu þiifars. Má i þessu sambandi nefna afla- skipin Loft Baldvinsson EA, sem fer i lengingu, og Guð- mundur RE, sem veröur yfir- byggður. 1 siðustu viku var veður óhagstætt til veiðar og afli rýr en verð þeim mun hærra. Afl- inn var aðeins 274 lestir og söluverðmætið 10 milljónir. Meðalveröið var 36 krónur, og komst upp i 48 krónur hjá Lofti Baldvinssyni EA. Frá upphafi vertiðar er afl- inn orðinn 42,8 þúsund lestir, og verðmætið 1086 milljónir. Loftur hefur veitt fyrir 65 mill- jónir, Guðmundur EA fyrir 51 milljón og Súlan EA fyrir 45 milljónir. HORNIÐ ARNARHOLLINN OG WIESBADEN „Athugull” skrifar: „Leikir og lærðir hafa löngum velt þvi fyrir sér, hvernig á þvi geti staðið, að bæði Fornegyptar og Aztekar skyldu detta niður á Hvað segir formaður FÍH nú? Pétur Guðjónsson, umboðs- maður hljómsveita og skemmti- krafta, hefur beðið Hornið að koma eftirfarandi spurningu á framfæri við Sverri Garðarsson formann FtH. „Sverrir Garðarsson hefur margsinnis lýst þvi yfir, aö starfsemi islenskra umboðs- manna hljómsveita og skemmtikrafta sé ólögleg. Nú hefur hljómsveit FtH komið fram með erlendum skemmti- kröftum. Hvernig stendur á þvi að umboðsmenn erlendra skemmtikrafta eru hér allt i einu löglegir, á sama tima og is- lenskir umboðsmenn eru að dómi Sverris ólöglegir?” llorniö stendur Sverri opið til svara. þá merkilegu hugmynd að byggja pýramida til dýrðar drottnum sinum og drottnurum. Var þetta tilviljun ein eða lágu einhver ókunn tengsl á milli þessara þjóða? — Eða lærðu þær þetta kannske báðar af vits- munaverum frá öðrum hnöttum eins og Erich von Daniken myndi segja? Meðfylgjandi mynd af fyrir- huguðum aðalstöðvum þýska byggingariðnaðarsambandsins I Wiesbaden sýnir að sagan á það til að endurtaka sig — eða hver kannast ekki við svipinn? Hér er tvimælalaust á ferðinni verðugt viðfangsefni fyrir kom- andi kynslóðir að spreyta sig á: Hvaða tengsl lágu á ofanverðri 20. öldinni á milli Arnarhólsins og Wiesbaden? Grúskaraheiður tslendinga er i veði, og vér væntum þess að Sálarrann- sóknarfélagið liggi ekki á liði sinu.” ICWTT B ^ ENN UAA OLGU „önnur húsmóöir” hringdi I Horniö: „Ég las I Horninu i gær hrifningarþulu „Húsmóður”, sem dá- ist mikið að sögu þeirri, sem hin fyrrum frávikna Olga les fyrir yngstu hlustendurna I rikisútvarpinu á morgnana, og telur svo afar þroskandi fyrir börnin. Sér er nú hver þroskinn! Finnst henni þaö mjög þroskandi, ef börnunum er kennt að gera upp- reisn á barnaheimilum og grýta eggjum i foreldra sina? Ef svo er,þá skil ég hana alls ekki. Finnst mér aö slikar mæður séu ekki vel til þess fallnar, ef slikt á að gerast, að æsa börnin upp á móti foreldrunum og þjóðfélaginu. Hefur þessi húsmóðir haft börn sin á barnaheimili? Ef svo er, þá sárvorkenni ég þeim stúlkum, sem þurfa að hafa fyrir þeim, ef þau fá i veganesti að heiman að vera nógu fjandi erfið og óþæg við fóstrurnar. Að endingu skora ég á Olgu að hætta þessum lestri, það er nóg til af rammislenskum ævintýrum og þjóösögum, og einnig eigum við góðar bækur við barna hæfi eftir rammislenska höfunda”. ÚR BÚKIIM RIKISÁBYRGOASIÚDS 13 FYRIR ÞESSA ERUM VIÐ í ÁBYRGÐ Merking bókstafstákna viö útgáfuár: B byggingar J I jaröborun BUA Bæjarútg. Akraness BUH Bæjarútg. Hafnarfjaröar LK R landakaup F fiskiönaöur H hafnargerð HB hótelbygging HI hitaveita s Sg T V sildarverksmiöja samgöngur togarakaup vatnsveita 1 iðnaður Upphafsleg Eftirst. Lántaki láns samtals Lánveitandi Utgáfuár f járhæö i isl. kr. FLATEYJARHREPPUR, S-ÞING. 15.138 Sparisjóður Flateyjar 1953 H 184.000 15.138 FLATEYRARHREPPUR, V. ÍS. 9.149.249 Handhafaskuldabréfalán 1957 H 200.000 40.000 " 1958 V 150.000 10.000 Atvinnuleysistryggingasj. 1961 H 200.000 53.333 Brunabótafélag íslands 1965 V 200.000 106.667 Framkvaemdasjóður íslands 1967 H $ 85.927 7.593.320 1968 H $ 14.193 1.345.929 FLOABATURINN BALDUR H.F., STYKKISH 670.000 Búnaðarbanki íslands 1970 Sg 335.000 167.500 1970 Sg 335.000 167.500 Landsbanki Islands 1970 Sg 670.000 335.000 FLUGFÉLAG ISLANDS H.F. 134.011.884 Export-Import Bank 1967 Sg $ 5.520.000 115.802.484 First National CityBank 1965 Sg $ 744.000 18.209.400 FOÐUR OG FRÆFRAMLEIÐSLA, GUNNARSHOLTI 800.000 Ríkissjóður 1963 L 2.000.000 800.000 FRAMKVÆMDASJÓÐUR ISLANDS 1 760.252.175 Ex. Im. Bank ICAX 43-5 1956 $ 3.999.802 167.517.669 " 43-6 1957 $ 1.885.783 98.499.050 " 43-7 1957 $ 4.455.805 159.628.691 " 43-8 1957 $ 5.000.000 199.328.120 " 43-9 1958 $ 1.429.572 92.109.313 " 43-10 1959 $ 1.760.000 101.845.076 " 43-13 1960 8.520.177 7.138.116 " 43-14 1961 49.969.581 39.280.942 " 43-15 1961 51.691.937 44.504.823 Bergens Privatbank 1965 Nkr 3.250.000 29.688.000 AID, 43-16 ICAX 1962 3.112.062 2.663.016 " 43-17 ICAX 1962 51.342.930 43.007.518 " 143-G-017 1962 $ 276.131 21.884.076 " 143-G-018 1963 57.606.607 48.790.072 " 143-G-019 1964 27.305.937 24.445.315 " 143-G-020 1965 25.139.593 23.703.045 Kooperativa Förbundet 1961 Skr 2.000.000 4.021.396 IBRD 79-IC 1953 $ 1.350.000 27.118.300 Kreditanstalt fílr Widerafbau 1958 DM 8.400.000 98.246.204 Wilhelm Marth 1960 DM 300.000 9.178.800 Viðreisnarsjóður Evrópuráðsins 1965 $ 500.000 41.299.702 V -" 1966 $ 500.000 40.661.966 " 1967 $ 500.000 44.129.965 " 1968 $ 500.000 48.950.000 " 1969 DM 2.000.000 61.192.000 " 1969 -DM 8.000.000 244.768.000 Mass. M. L. Inc. Co. 1965 $ 250.000 6.853.000 " 1965 $ 250.000 6.853.000 Dresdner Bank A. G. 1968 DM 3.000.000 22.947.000 FROST H.F., HAFNARFIRÐI 350.000 Lífeyrissj. starfsm. ríkisins 1964 F 750.000 350.000 FROSTI H.F., RAUFARHÖFN 233.333 Framkvaandasjóður íslands 1964 F 700.000 233.333 Loðnan lagði sig á milljarð Heildaraf laverömæti skipa á síðustu loönu- vetríð er taliö hafa verið 973 milljónir. Kemur þetta fram i nýútkominni skýrslu Loðnulöndunar- irzrr nefndar. Fyrir loðnu í bræðslu fengu skipin 773 milljónir, fyrir loðnu í frystingu 143 milljónir og flutningsstyrkir voru 51 mill jón. Verðmæti aflans eftir fullvinnslu í landi er vitanlega margfallt meira. Nemur verðmætið milljörðum króna. Áskriftarsíminn er 14900 Fimmtudagur 22. nóvember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.