Alþýðublaðið - 06.12.1973, Síða 3

Alþýðublaðið - 06.12.1973, Síða 3
Samvinna milli Hafskip hf. og Iscargo hf. hefur nú veriö tekin upp. 1 byrjun mun samvinna fyrirtækjanna einkum bvggjast á sameiginlegri sölu flutninga- þjónustu og auglýsinga- þjónustu. Er og stefnt að þvi i framtiðinni, að náin samvinna takist á sviði vörumóttöku og vöruafgreiðslu. 15% hækkun vegna olíu- stríðsins Verölagsnefnd heimilaði á fundi sínum i gær 15% hækkun á farmgjöldum skipa. Kemur þessi hækkun til vegna oliuhækkana, og má því segja aö olíu- kreppan sé farin aö snerta okkur íslendinga. Þá ákvaö Verðlags- nefnd einnig, að húsa- leiga mætti hækka til samræmis viö visitölu húsnæðiskostnaöar, sem gilt hefur síöan 21. febrúar s.l. Þá var visi- talan 149 stig, og hefur því raunverulega veriö i gildi fram til þessa bann viö húsaleiguhækkun- um fram yfir þessa stigatölu. Framvegis má svo húsaleigan hækka i samræmi við visitöluna á hverjum tima. íshaf eða Loftskip ..Undanfarnar vikur hafa staðið vfir samningar milli þessarra tveggja fvrirtækja um væntanlega samvinnu. og hefur niðurstaða þeirra orðið sú. að frá og með deginum i dag er hún orðin að veruleika". sagði Magnús (Junnarsson, viðskipta- fræðingur, sem verður fram- kvæmdastjóri hinnar sameigin- legu starfssemi. Hallgrimur J ó n s s o n. f r a m k v æ m d a s t j. Iscargo sagði. að ef samvinna þessi tækist eins og vonir stæðu til. markaði hún þáttaskil i vöruflutningum milti íslands og annarra landa. Haf- skip — Iscargo er fyrsta fyrir- tækið á lslandi, sem byður upp á samhæfða flutninga að þvi leyti, sem fvrr greinir. Norræn tónlistarhátíð í Reykjavík Ráðgert er, að sameiginleg norræn tónlistarhátið tónskálda- lélaganna á Norðurlöndum, verði haldin i Reykjavik árið 1976. Næsta tónlistarhátið verður hald- in dagana 2.-8. október 1974 i Kaupmannahöfn. Uar verða flutt verk eftir sex is- lensk tónskáld, þá Jón Uórarins- son, Atla Ileimi Sveinsson, Magnús Hlöndal Jóhannsson, Jón Tómasson og Hafliða Hallgrims- son. Auk þess verður l'lutt verk, sem Jóni Asgeirssyni var lalið að semja fyrir börn. Atli Heimir Sveinsson var full- trúi Tónskáldafélags Islands i dómnefndinni, sem valdi verkin, en hann sat einnig fund Norræna tónskáldaráðsins. FYRSTU VÖRUMERKINGAR Á KJÖTVÖRUR OG MJÓLK Akveðið helur verið, að fyrstu vöruflokkarnir, sem merktir verða i samræmi við reglugerð um vöruverkingar, sem við- skiptaráðuneytið gaf út nylega, verði unnar kjötvörur, pakkaðar i neytendaumbúðir og mjólkurvör- ur. Akvörðun þessi verður aug- lýst innan skamms, og eftir birtingu auglýsingarinnar verður öllum framleiðendum gert skylt að merkja vörur sinar sam- kvæmt henni. Gert er ráð fyrir, að m.a. verði að taka fram á um- búðunum annaðhvort pökkunar- dag eða siðasta leyfilegan sölu- dag. Neytendanefnd, sem skipuð er af viöskiptaráöherra, vinnur nú að drögum að auglýsingu þessari, og að sögn Björgvins Guðmunds- sonar, skrifstofustjóra viðskipta- ráðuneytisins og formanns nefndarinnar, mun ráðuneytið leita sérfræðiaðstoðar varðandi ýms atriði hennar og senda hana viðkomandi aðilum til umsagnar áður en hún verður birt. Ekki er gert ráð fyrir, að þaö verði fy rr en á næsta ári, en siðan er gefinn ákveðinn frestur til að koma vörumerkingunum á, m.a. til að framleiðendur geti aflað sér nauðsynlegra tækja til vöru- merkinganna. Þegar komið hefur. verið á vörumerkingum á nefnd- um vöruflokkum, verða aðrir vöruflokkar teknir fyrir smám saman, þar til allar vörur i neyt- endaumbúðum verða komnar u.ndir reglugerð um vöru- merkinga r. ...og svo þarf að breyta lögum fyrir smjörlíkismerkingu Eins og segir i fréttinni fyrir ofan, er nú hafinn undirbúningur að þvi, að allar vörur i neytenda- umbúðum verði merktar, og skal m.a. tekið l'ram, þegar um sam- scttar vörur er að ra'ða. úr hverju þær eru framleiddar. Þegar kem- ur að þvi, að smjörliki fellur undir reglugerðina um vörumerkingar, rekst hún á við grein i lögum frá árinu I9:i:i, þar sem fjallað er um tilbúning og verslun með smjör- liki. Segir þar m.a., að bannað sé að nota orðin smjör, mjólk, rjóma eða nokkur orð eða orðmyndir, sem minna á landbúnað, nema hvað varðar nafnið sjálft, þegar varan er boðin til sölu, eða ylir- leitt i sambandi við hana. Að þvi er Björgvin Guðmunds- son skrifstofustjóri viðskipta- ráðuneytisins sagði við Alþýðu- blaðið, var þessi grein sett inn i lögin, um tilbúnaðog verslun með smjörliki, á sinum tima til þess að vernda landbúnaðarafurðir, ,,en þegar komið er að þvi, að smjör- liki verður merkt, ættu að sjálf- sögðu að vera sem gleggstar upp- lýsingar um innihald viirunnar, en þá reksl það á við þessa laga- grein ', sagði hann. Smjörliki hf. hefur i nokkur ár látið fylgja með vör- unt sinum upplýsingar um inni- hald þeirra, og segir þar m.a^að i smjörliki sé notuð sýrð undan- renna. Þar með hefur lyrirtækið brotið lyrrnelnd lög, en að sögn Björgvins er varla við þvi að búast, að lyrirtækið verði sótt til saka fyrir lagabrot þetta, þar sem verið er að koma á almenn- um vörumerkingum. Hinsvcgar er Ijóst, að lagagreininni verður að breyta, áður en reglur um merkingar á smjörliki taka gildi. HVAÐ VILT ÞÚ FÁÍ JÚLAGJÖF? Það er ómar Einarsson, Akureyringur, sem velur sér jólagjöfina i dag. — Mér kæmi að sjálfsögðu ágætlega að fá rakvél, sagði Omar og strauk um skeggið, — en þó held ég, að ég sé i meiri þörf fyrir góða skó. Skór, eins og Omar vill helst kosta i kringum :ir>()0 krónur og fást i öllum helstu skóbúðum, sérstaklega þó þeim, sem sér- hæfa sig i karlmannaskóm. I.OKNIÐ Útlendingahatur? Slæmar „bellur" í stjórnarráðinu Helga Gunnarsdóttir hringdi i Hornið i gær, vegna skrifa Gvends þar i Horninu, þar sem hann nefnir þáttinn „Leikhúsið og við’’ i útvarpinu, þrautfúl- Afskiptir í eigin vagni ,,Bubbi hafði samband við Hornið: „Hvers eigum viö Vogabúar að gjalda i sambandi við strætisvagnaferðir. Bill númer 2 gengur úr Vesturbænum, i gegnum miðbæinn, upp Hverfis- götuna að Hlemmi, þaðan inn Suðurlandsbraut og inn i Voga. Þessa leið þurfa margir að fara, og þvi er oft þröngt i vögnunum og stundum eru þgir svo yfir- fullir að þeir stoppa alls ekki fyrir fólkinu. Ég lenti i þvi um daginn að biða eftir bil númer tvö á Hverfisgötu, og fóru þá tveir vagnar i röð framhjá án þess að stoppa, báðir troðfullir. Siðan hálftæmast vagnarnir inni á Hlemmi. þvi flestir fara þáúr og i aðra vagna. En Vogabúarnir, sem virkilega þurfa að nota vagninn, komast ekki með. Þannig verðum við Vogabúar afsk iftir i okkar eigin vagni.”. ann, og umsjónakonurnar séu vart talandi. Ennfremur að þetta sé ekki aktuellt efni. Helga var ekki sammála Gvendi, að þessir þættir ættu -ekki að vera á besta útvarps- timanum, þetta væri þáttur fyrir áhugahóp leiklistarunn- enda. Fleiri þættir vissra áhugahópa væru einnig i út- varpinu eins og til dæmis skák- og bridge þættir. Hinsvegar væri áhugahópur leiklistarunnenda liklega stærstur, sem sannaðist best á þvi að sætanýting i leikhúsum hér væri 50 til 60% meiri en á Norðurlöndunum, og leikhús- sókn einnig mun meiri miðað við fólksfjölda. Þá sagði Helga að sér þættu þættirnir vel unnir, og ástæðu- laust væri að vera með út- lendingahatur þótt önnur konan væri þýsk, hún flytti islenskuna rétt og væri þar að auki vel að sér um leikhúsmál. HORNIÐ SIMI 86668 „Hvernig er það eiginlega meö þessar „bellur" hjá stjórnar- ráðinu, kunna þær ekki að svara i sima’?” spurði lesandi, sem hringdi i Hornið. „Ég þarf oft að hafa samband við ýmsa menn i þessari stofnun,” hélt hann áfram, „og það er alltaf sama sagan. Fyrst Þeir gerðu líka við fyrir norðan Guðmundur Guðmundsson, leigubifreiðarstjóri i Keflavik hringdi: „Ég var að lesa á baksiöunni hjá ykkur ágæta grein um gjaldmælana i leigubilum. Þar segir, að sá ágæti maður óskar Jónsson sé sá eini, sem gert hafi við gjaldmælana. Þetta er ekki alveg rétt, þvi á Akureyri voru tveir menn, sem geröu við þessa inæla, þeir Bjarni Jónsson úr- smiður og Vilhjálmur Jónsson. Þeir sáu um Noröurland, en Óskar um þá fyrir sunnan. Ég hef ekið leigubil siðan 1950, fyrst á Akureyri og siðan i Keflavik, og þvi vel inni i þessum mál- um.” þarl að láta hringja langalengi, en siðan svarar ekki alltof glað- leg konurödd. Ég spyr um minn mann, og þá kemur úr tólinu „augna..,.” og sambandið er rofið. Siðan löng mæða, og rödd- in kemur aftur og spyr: „Voruð þér að spyrja um„„? (hver sem það er i það og það sinnið)? Þá stendur kannski þannig á, að ég get eins talað við annan i sama stjórnarráði, eða ætlaði mér lika að ná i annan mann, en það er ekki við það komandi, sam- bandið er rofið. 1 pésa um simaþjónustu, sem ég sá einhverntimann stendur m.a., að simastúlkan sé andlit fyrirtækisins. Ef hún kemur vel fyrir, sýnir það, að fyrirtækið er vel rekið, en ef hún er slæm simastúlka bendir það eindregið til þess, að fyrirtækið er með eindæmum illa rekið.” Málaleitan en ekki kauptilboð Guðmundur H. Garöarsson, blaðafulltrúi S.H., skrifar eftir- farandi vegna fréttar á forsiöu Alþýðublaðsins um áhuga Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna á Grandaskála, sem frysti- geymslu fyrir loðnu: „1. Það er rétt, aö S.H. hefur leitaö til hafnaryfirvalda i Reykja- vik og óskaö eftir þvi aö fá svonefndan Grandaskála i vestur- höfninni til ráöstöfunar i þeim tilgangi að koma þar upp frysti- geymslu. Viðræður hafa farið fram á milli S.H. og viðeigandi borgaryfirvöld, en engin ákveðin niðurstaða fengist enn. Hins vegar er það ranghermi hjá blaöi yðar, að nokkuð ákveðið kauptilboð hafi verið gert i Grandaskálann af hálfu S.H. Þá er oss meö öllu óskiljanlegt, hvernig blað yðar tengir Seöla- bankann við þetta mál. 2. Þaö er sömuleiðis rangt, að S.H. hafi á sinum tima þurft að ganga inn i samninga um sölu á loðnu til Japans, sem Sjávar- afurðadeild S.l.S. á aö hafa gert. Hið rétta i málinu er, að S.H. og S.l.S. stóöu i upphafi að sam- eiginlegum samningum um sölu hraðfrystrar loðnu til Japans.” Fimmtudagur 6. desember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.