Alþýðublaðið - 21.12.1973, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.12.1973, Blaðsíða 1
FJARMALARADHERRA UM EFNI LEYNUSKÝRSLUNNAR Föstudagur 21. des. 1973 !5845 a'rbg' Blaðið sem þorirl Þingmenn vilja hjálparkokka Fjárlögin voru samþykkt á Alþingi i gær með þeim einstæða hætti, að stjórnarandstaðan i heild greiddi atkvæði gegn þeim. Enda þótt hluti stjórnarandstöðunnar hafi áður lýst svo af- dráttarlausri andstöðu við fjárlagafrumvarp að greiða þeim mótatkvæði, er hitt þó miklu al- gengara, að hún hafi setið hjá við lokaatkvæða- greiðslu. Nú greiddi stjórnarandstaðan öll ásamt Bjarna Guðnasyni, atkvæði gegn frum- varpinu, og var það samþykkt með 31 atkvæði gegn 29. Af tillögum einstakra þingmanna, sem sam- þykktar voru má nefna tillögu Eysteins Jónsson- ar o.fl. um að hækka sérfræðiaðstoð við þing- flokkana úr 3.7 i 6 milljónir. Alltaf sami söngurinn ,,Þeir hafa nú sent svona skýrslur í mörg ár frá Al- þjóöabankanum og ég get ekki séð, að þessi skýrsla sé frá- brugðin öðrum", sagði Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, þeg- ar Alþýðublaðið spurði hann i gær um álit hans á leyni- skýrslu þeirri, sem samin var um álit nefndar efnahags- sérfræðinga Evrópudeildar Al- þjóðag jaldeyris- sjóðsins á islensku efnahagslífi, og Al- þýðublaðið skýrði frá á forsíðu á mið- vikudag. Þegar Alþýðu- blaðið spurði fjár- máfaráðherra, hvort efnahags- ástand hafi í fyrri skýrslum verið lýst á svipaðan veg og í skýrslu þeirri, sem Alþýðublaðið rakti efnið í á mið- vikudag, svaraði hann, ,,það fer nú allt eftir því, hvernig á það er litið." F jármálaráð herra vildi ekkert meira um skýrslu þessa segja, þar sem hann hefði enn ekki haft tíma til að kynna sér hana sök- um anna og ekki hefði verið fjallað um skýrsluna i ríkisstjórninni. Loftleiðir fengu hastu ríkisábvreð Við afgreiðslu fjár- laga i sameinuðu Alþingi i gær var sam- þykkt að heimila rikis- stjórninni að ábyrgjast allt að tveggja milijóna Bandarikjadollara lán til Flugleiða h/f eða Loftleiða h/f. t Fiskkassa- verksmiðja tslenska rikið hyggst nú beita sér fyrir stofnun hlutafélags i þvi skyni að setja upp verk- smiðju til að framleiða fiskkassa úr plasti, flutningspalla o.fl., og hefur verið lagt fyrir Alþingi frumvarp þess efnis, að tilhlutan iðnaðarráðuneytisins. t athugasemdum við frumvarpið mælir nefnd sú, sem unnið hefur að könnunum á hag- kvæmni innlendrar fiskkassaverksmiðju, fiskkassanefnd, með þvi, að Plastiðjan Bjarg fái eignaraðild að fyrir- tækinu, Samkvæmt frum- varpinu er rikisstjórn- inni heimilt að kveðja til „hverskonar aðila, inn- lenda, sem áhuga hafa á málinu”. Er gert ráð fyrir, að rikissjóöur leggi fram 10 miljónir króna sem hlutafé eða til greiðslu á kostnáði við félagið, en gert er ráð fyrir, að stofnkostn- aður sé B5 miljónir króna. Islenskum krónum er þetta um 168 milijónir króna, og var þetta hæsta upphæð sem sameinað þing sam- þykkti, að rikisstjórnin gæti ábyrgst gegn nægi- legri tryggingu. Kristján Guðlaugsson stjórnarformaður LL sagði i viðtali við blaðið i gærkvöldi, að þetta væntanlega lán þýddi ekki neina nýja fjár- festingu umfram þá sem þegar er i gangi, þ.e. að standa við leigu- kaupsamninga á þeim þotum sem félagið notar nú. Hefðu Loftleiðir fengið rikisábyrgð fyrir allt að fimm milljóna dollara láni i fyrra, en sótt um að fá ábyrgð fyrir sjö milljpna dollara lán, þar sem LL hafi talið þd upphæð nauðsynlega til að tryggja reksturinn. Ðregiö í jola- getraun Sögualdarbærinn rís a fimm árum „Þetta er ágæt, litil og lagleg jólagjöf”, sagði Indriði G. Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Þjóðhdt- íðarnefndar 1974, þegar Alþýðublaðið hafði tal af honum vegna tillögu um byggingu sögu- aldarbæjar, sem var samþykkt á Alþingi i gær, en Ingólfur Jóns- son mælti fyrir tillög- unni. Sr. Eirikur J. Eiriks- son, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formað- ur þjóðhátiðarnefndar Arnessýslu, sem mikið hefur unnið að þvi, að sögualdarbær verði byggður i tilefni af þjóð- Vetur konungur hefur minnt okkur tslendinga allóþyrmi- lega á tilvist sina undanfarna daga. En liklega verða þó fáir eins fyrir barðinu á þessum harðhenta konungi og sjómenn. tsingin á miðum úti býður hættunni heim. Myndina tók Hermann Stefánsson niður við Reykjavikurhöfn. hátiðinni, sagði i sam- tali við Aiþýðublaðið: ,,Ég fagna þessu, og þetta er framrétt hönd, sem okkur ber að taka i. Mér fannst undanhald að hverfa frá þessu, þvi hugmyndin um sögu- aldarbæ koma snemma fram.” Samþykkt var á sögu aldarbærinn verði reist- ur d fimm árum, og var honum valinn staður i Skeljabrekku i Þjórsár- dal. Fyrsta fjárfram- lag lil hans verður i fjárlögum 1974 2,1 mill- jón króna. Um Skelja- brekku sagði sr. Eirikur, að þar sé að myndast byggðakjarni, og staðurinn sé vel tengdur samgöngum. SAUTJAN JÓLAGESTIR ° öll hótelin i Reykjavik, nema Hótel Loftleiðir, ætla að hafa lokað á aöfanga- og jóladag, en þrótt fyrir það hafa aðeins 17 gestir verið bókaðir á Hótel Loftleiöum, sem er stærsta hótel á landinu og rúmar um 440 næturgesti. Samkvæmt upp- æýsingum Helgu Ingólfsdóttur og Emils Guðmunds- sonar hjá Loft- leiðum, hefur áningarfarþegum stórfækkað síðan þjónar lögðu niður vinnu á hótelunum, enda var væntan- legum gestum gert viðvart um ástandið áður en þeir lögðu af stað. Hótelgestir geta fengið mat i kaffiteríu LL og herbergisþjónusta gengur sinn vana- gang.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.