Alþýðublaðið - 21.12.1973, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.12.1973, Blaðsíða 5
Alþýðublaðsútgáfan hf. Stjórnmála- ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. - 'I Fréttastjóri Sigtryggur Sigtryggsson. alpýOU Ritstjórnarfulltrúi Bjarni Sigtryggs- imn son. Ritstjóri og ábyrgðarmaður InuTnfil Freysteinn Jóhannsson. Aðsetur rit- MImIuI'I st|órnar, Skipholti 19. Sfmi 86666. Af- ■ '■ ■ ^ ^ greiðsla: Hverfisgötu 8-10. Sími 14900. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10. Sími 86660. Blaðaprent hf. EITT ÞINGHNEYKSLIÐ... Afgreiðsla rikisstjórnarinnar á fjárlögum að þessu sinni er þinghneyksli. Fjárlögin eru ekki þess pappirs virði, sem þau eru prentuð á. Út- gjöldin eru komin upp i tæpa 30 milljarða, sem er næstum þvi 50% hækkun frá fjárlögum yfir- standandi árs, og þó eru viljandi ótalin ýmis út- gjöld, sem fyrirsjáanleg eru. En þrátt fyrir þessa óskaplegu hækkun gerir frumvarpið ekki ráð fyrir neinum nýjum tekjuliðum til þess að mæta útgjöldunum. í haust, þegar fjárlagafrumvarpið var fyrst lagt fram með þúsundum milljóna króna lægri útgjöldum en niðurstaðan er nú orðin, þá taldi rikisstjórnin sig þurfa miklar söluskattshækk- anir til þess að ná endunum saman. í meðförum málsins á alþingi kom hins vegar i ljós, að slikar skattahækkanir voru ekki fáanlegar. Rikis- stjórnin hafði ekki þingmeirihluta til þess að koma þeim i gegn. Og þá gerði hún sér litið fyrir og hætti við öll áform sin um að sjá rikissjóði fyrir tekjum til að mæta hinum auknu útgjöld- um. Með öðrum orðum hætti rikisstjórnin við að reyna að fá fjárlög afgreidd. Það, sem hún lét þingmeirihluta sinn sameinuðu þingi afgreiða i gær, voru ekki fjárlög, heldur falsaðar tölur út i loftið, sem ekki er hið minnsta að marka. Hörðustu mótmæli, sem hægt er að hafa uppi af hálfu stjórnarandstöðuflokks við afgreiðslu fjárlaga, er að greiða atkvæði á móti þeim. Við afgreiðslu fjárlaga fyrir yfirstandandi ár greiddu þingmenn Alþýðuflokksins atkvæði á móti og mótmæltu þannig fjárlagaafgreiðslunni eins harkalega og þeim var unnt. Það gerðu þeir einnig við atkvæðagreiðsluna i gær og þá brá svo við, að þignmenn Sjálfstæðisflokksins, sem sátu hjá i fyrra, greiddu einnig atkvæði gegn fjárlögunum. Fjárlög ársins 1974 eru þvi afgreidd gegn harkalegustu mótmælum, sem stjórnarand- staða getur haft uppi. Þessi fjárlög eru þing- hneyksli. ...A FÆTUR OÐRU Það er fleira hneykslanlegt við framferði rikisstjórnarinnar á alþingi þessa siðustu daga en fjárlagaafgreiðslan. Framferði hennar i sambandi við tollalækkunarfrumvarpið á sér enga hliðstæðu i allri þingsögunni. Rikisstjórnin hefur lagt fram á alþingi frum- varp um tollalækkanir, sem m.a. eiga að bæta nokkuð stöðu iðnaðarins, sem er á vonarvöl. Þetta frumvarp nýtur fyllsta stuðnings stjórn- arandstöðunnar. En þá gerir rikisstjórnin sér litið fyrir og hnýtir aftan við frumvarpið bráðabirgðaákvæði um hækkun á söluskatti. Með þvi að tengja þannig saman tvö alveg óskyld mál ætlar rikis- stjórnin að reyna að svindla i gegn skattahækk- un, sem hún veit að þingmeirihluti er ekki fyrir. Stjórnarandstaðan styður tollalækkanir, en hún styður ekki skattahækkanir. Ef rikisstjórn- in heldur fast við þá fyrirætlun sina að hnýta þessi tvö óskyldu mál saman, þá stefnir hún i hættu þvi mikilsverða hagsmunamáli, sem tollalækkunin er fyrir iðnaðinn i landinu. FRÁ ALÞINGI Einsdæmi í þingsögunni RÍKISSTJÓRNIN HNÝTIR SKATTAHÆKKUN AFTAN í FRUMVARP UM TOLLALÆKKUN Rikisstjórnin hefur gripið til þess furðulega úrræðis, sem mun vera einsdæmi i þingsög- unni, að hnýta tillögu um hækk- un á söluskatti sem ákvæði aft- an i frumvarp um tollalækkanir, en tollalækkunarfrumvarpið nýtur stuðnings jafnt stjórnar- andstöðu sem stjórnar og á þvi tryggan þingmeirihluta. Með þessu móti ætlar rikisstjórnin að svindla inn söluskattshækk- un, sem hún veit, að hún fengi ekki samþykkta ef hún bæri fram sérstaka tillögu um hana eins og vitaskuld á að gera. Er þesssi málsmeðferð rikisstjórn- arinnar einsdæmi i þingsögunni. Þessa skipan sina fékk rikis- stjórnin samþykkta i efri deild alþingis. Allir þingmenn deild- arinnar greiddu atkvæði með tollalækkunarfrumvarpinu sjálfu, en þingmenn stjórnar- andstöðunnar greiddu atkvæði gegn siðasta lið frumvarpsins, sem fjallaði um söluskatts- hækkun. Var það eigi að siður samþykkt þar eð rikisstjórnin hefur enn þingmeirihluta i efri deild þótt meirihluti hennar i neðri deild sé brostinn. Er frumvarpið nú til umræðu þar og má þar reikna með þvi, að tollalækkanirnar verði sam- þykktar, en söluskattshækkunin felld og haldi rikisstjórnin þvi til streitu að binda saman tolla- lækkanirnar og söluskattshækk- uriina getur svo farið, að tolla- lækkanirnar nái ekki fram að ganga. Þegar málið var til afgreiðslu i efri deild höfðu stjórnarand- stöðuflokkarnir með sér sam- stöðu um afstöðu til málsins og sendu fulltrúar þeirra flokka i fjárhags- og viðskiptanefnd deildarinnar frá sér sameigin- legt nefndarálit, sem hér fer á eftir: Með aðild tslands að EFTA og siðan með samningi við EBE gengust tslendingar undir ákveðnar skuldbindingar um lækkun aðflutningsgjalda af innfluttum vörum frá aðildar- rikjum þessara viðskiptabanda- laga. A móti fengu íslendingar mjög veigamikil hlunnindi. Hef- ur EFTA-samningurinn þegar sannað gildi sitt og vonandi reynist raunin hin sama varö- andi samninginn við Efnahags- bandalagið. Núverandi stjórnarandstöðu- flokkar höfðu forustu um mörkun þessarar stefnu i við- skiptamálum þjóðarinnar. Jafnframt beitti fyrrverandi rikisstjórn sér fyrir nauðsynleg- um aðgerðum til þess að auð- velda islenskum iðnaði hina auknu samkeppni á heims- markaði jafnhliða mikilvægri aðstoð við útflutningsiðnaðinn. Um framkvæmd þessarar stefnu er þvi vissulega enginn ágreiningur við núverandi rikis- stjórn, en sumir ráðherrar hennar beittu sér á sinum tima mjög gegn aðild að EFTA og samningum við EBE. Ber þvi að fagna sinnaskiptum núverandi valdhafa og þeirri meginstefnu i tollamálum almennt, sem túlk- uð er i grg. þessa frv. Það er þvi engan veginn svo, að undirritaðir nefndarmenn Sjálfstfl. og Alþfl. séu andvigir þeim þremur aðalatriðum frv: a) Að standa við gerða samn- inga við EFTA og EBE: b) aö lækka tolla á hráefnum og vél- um islensks iðnaðar og c) að lækka ytri tolla, þar sem þess er þörf af viðskiptaástæðum. Astæðan til þess, að við skilum sérstöku nefndaráliti, er sú, að við fordæmum harðlega meö- ferð málsins i þingi og þó fyrst og fremst þá fráleitu hugmynd að tengja sérstaka tekjuöflun fyrir rikissjóð tollskrárfrv. og bera fram i greinargerð frv. beinar hótanir um það, að vilji stuðningsmenn frv. á Alþingi ekki jafnframt fallast á tiltekna tekjuöflun, þá muni rikisstj. ekki láta lögfesta frv., enda þótt liklegt sé, að allir þingflokkar séu þvi fylgjandi. Hér munu vera um einsdæmi að ræða i þingsögunni. Samkvæmt aðildarsamningi við EFTA voru gerðar mjög við- tækar breytingar á tollskránni 1970, en þá voru verndartollar gagnvart EFTA-löndum lækk- aðir um 30% og miklar tolla- lækkanir gerðar vegna islensks iðnaðar. Þá þegar var Ijóst, að næsti áfangi tollalækkana, 10%, yrði að taka gildi i ársbyrjun 1974. Engu að siður hélt rikis- stjórnin að sér höndum þar til i s.l. ágústmánuði, að hún fól sér- fræðingum að endurskoða toll- skrána, og ekki er liðin vika siðan frv. ásamt grg., samtals 216siður, lá á borði þingmanna, og nú er ætlast til, að Alþingi af- greiði málið endanlega á 4-5 dögum. Tollskráin er ein viðamesta og flóknasta löggjöf, sem hér gildir, og þarf langan tima og mikla varfærni til að gera á henni breytingar, sem ekki valdi ósamræmi. Þingmenn eiga þvi engra annarra kosta völ i slikri timaþröng en annað- hvort samþykkja frv. Nriánast blindandi eða fella það, þvi að breytingum, sem nokkru neraa, verður ekki við komið. Vegna mikilvægis málsins mælum við þó með þ'vi, að frv. Framhald á bls. 4 HUGLEIDINGAR FRA örlygi (Yrlygur Geirsson situr nú fund Allsherjarþings S.Þ. scm íull- trúi Aiþýðuflokksins i fslcnsku scndinefndinni. Aður cn hann fór utan varð það að sumkomnlagi milli okkar.að hann ritaði nokkr- - ar stuttar hugleiðiugar um dvöl slna hjá S.Þ. fyrir Alþýðuhlaðið og birtist hér önnur huglciöingin. SB Af skiljanlegum ástæðum hafa fslendingar hugsað mikið um hafið. Hafið, sem fært hefur okkur svo marga björg i bú. Sá afli, sem við höfum fengið frá hafinu, hefur gert það að verk- um, að við höfum öðlast efna- hagslegt sjálfstæöi, sem síðan er forsenda fyrir tilveru þjóðar- innarsem sjálstæðs rikis meðal annarra þjóða. Við vitum, að hafið þekur um 70% af yfirborði jarðar, það framleiðir stærsta hluta þess súrefnis, sem maðurinn þarfn- ast óg jafnfram það, að maður- inn fær mikinn hluta af sinni fjörefnarikustu fæðu úr sjónum. Þá er ljóst, að á hafsbotni eru ó- grynni auðlinda hráefnis og orku. • Þetta eru svo sjálfsagðar staðreyndir, að við göngum út frá þvi sem genfu, aö svona hafi þetta verið og svona muni það verða um ókomin ár. En svona einfaldir eru nú hlutirnir ekki. Þegar viö leiðum hugann að þvi, hversu maðurinn hefur á tiltölulega fáum árum spillt umhverfi sinu með meng- un bæði á landi og i lofti og hversu mjög hefur gengið á auð- lindir i jöröu bæöi hvað snertir hráefni og orku. Þá eru menn ekki siður farnir að gera sér það ljóst, að hið sama gildir einnig um hafið. Fyrir 20 — 30 árum var talið óhugsandi, að stóru vötnin á landamærum Bandarikjanna og Kanada yrðu nokkurn tim ann- að en lifandi paradis með falleg- um gróðri við sólbaðsstrendur, og vötnin full af lifi dýra — fugla og fiska. Nú eru þessi stóru vötn að deyja, sum þeirra þegar orðnir drullupollar vegna mengunar af úrgangsefnum lrá borgum og verksmiðjum. Hið sama er að eiga sér slað með hafið. Úrgangsefnum,gerl- um, eitri, oliu og rusli er stöðugt dælt i sjóinn frá borgum, verk- smiðjum og skipum um allan heim. Ar og skolpleiðslur flytja dag hvern milljónir tonna af úr gangi á sjó út. Visindamenn benda á þá staðreynd, að stöð- ugt eigi sér stað stórkostleg uppgufun vatns úr sjónum — hver dropi, sem stigur upp, er kristaltær. Sjórinn hefur hreins- að burtu óhreinindin — þau verða eftir og þau safnasl fyrir, ólifræn efni, sem valda dauða á viðkvæmu sjávarlifiundir- stöðu annars lifs á jörðinni. Að óbreyttu verður sjórinn á einum til tveimur mannsöldrum að drullupolli, þar sem ekkert lif fyrirfinnst. Islendingar hafa skilið þýð- ingu þessa og okkar menn hjá S.Þ. hafa gengið hart fram i þvi, ásamt fleirum, að vekja ráða- menn heimsins til umhugsunar um þetta gifurlega vandamál, og þeir eiga mikiö hrós skilið fyrir frammistöðu sina. Það er ljóst, að til þess að unnt sé að koma i veg fyrir mengun sjávar, verður að vinna að sliku á alþjóðagrundvelli. Vatn sjáv- ar er ekki eign neinnar þjóðar, það færist til með straumnum. Eiturefni sem sett er i sjó i Mexicóflóa, getur valdið dauða á fiski við Islandsstrendur áður langt um liður. Tillaga um verndun sjávar, sem tslendingar fengu sam- þykkta nú, nýverið hjá S.Þ. með miklum ,,bravúr” gefur tilefni til þess að álykta, að tekist hafi á allra siðustu árum að vekja t- hygli á óheillaþróuninni og aö á næstu árum verði gert verulegt átak til þess aö vernda hið við- kvæma sjávarlif fyrir tilstilli Sameinuðu þjóðanna. Með kveðju örlygur. Um mengun Föstudagur 21. desember 1973. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.